Morgunblaðið - 04.04.1992, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
4
Minning:
Halla Halldórsdóttir,
Grundarfirði
Fædd 10. desember 1900
Dáin 27. mars 1992
Látin er á Sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi Halla Halldórsdóttir á tí-
ræðisaldri, en hún var fædd í
Grundarfirði 10. desember árið
1900 og ól þar allan sinn aldur.
Hún ólst upp á Kvíabryggju
ásamt átta systkinum sínum sem
öll komust til fullorðinsára. En árið
1919 dró ský fyrri sólu í lífi fjöl-
skyldunnar er faðir hennar lést og
urðu þá fjögur systkinanna að fara
í fóstur til vina og vandamanna,
en móðir hennar, Dagfríður, hélt
áfram heimili með hinum systkinun-
um. Öll voru þessi systkini myndar-
legt fólk og nýtir og vel metnir
borgarar í þjóðfélgainu.
Ung að árum giftist hún Finni
Sveinbjömssyni skipstjóra sem
kenndur er við Spjör, en þar áttu
þau lengi heima og kom í hlut
Höllu að annast búskapinn í fjar-
veru eiginmannsins á sjónum. Þau
árin sem þau bjuggu í Spjör var á
margan hátt blómaskeiðið í ævi
þeirra og bjart var yfir þeim árum
í endurminningunni.
Börn þeirra Höllu og Finns eru
þessi: Freyja, var gift Jón ísleifs-
syni fiskmatsmanni í Stykkishólmi.
Þau em bæði látin. Áttu þau þijá
syni. Halldór, hreppstjóri í Eyrar-
sveit, kvæntur Pálínu Gísladóttur.
Eiga þau 8 börn. Ása, húsfreyja á
Sauðanesi í Hornafirði, gift Sigurði
Eiríkssyni bónda. Eiga þau 3 börn.
Dagfríður, kennari, var gift Guðjóni
Péturssyni bifreiðastjóra á Selfossi,
en þau eru bæði látin. Áttu þau tvo
' syni. Yngstur var Sveinbjörn, stýri-
maður hjá Landhelgisgæslunni, lát-
inn, var kvæntur Agnesi Egilsdótt-
ur kennara. Áttu þau tvö börn.
Það féll í minn hlut að flytja
þeim Höllu og Finni þau valegu tíð-
indi að sonur þeirra, Sveinbjöm,
stýrimaður á varðskipinu Hermóði,
hefði farist í aftakaveðri út af
Reykjanesi 18. febrúar 1959. Var
hann tregaður rryög, enda mátti
með sanni um hann segja eins og
sagt var um prestsson á Setbergi
sem dó ungur að árum á öldinni
sem leið, að hann væri „frænda von
og föðurlandsins".
Sumarið 1976 varð svo þáverandi
sóknarprestur í Gmndarfirði að
flytja þeim þá harmafregn að dótt-
ir þeirra og tengdasonur, Freyja og
Jón ísleifsson, hefðu farist í bílslysi
í Helgafellssveit.
Þá varð Halla að sjá á bak dótt-
ur sinni, Dagfríði og tengdasyni,
Guðjóni Péturssyni á Selfossi, báð-
um í blóma lífsins.
Fósturbörn þeirra em þessi: Ág-
úst Breiðfjörð, bifreiðasyóri í Hafn-
arfirði, kvæntur Maríu Ásgeirsdótt-
ur lyfjafræðingi. Eiga þau þijú
börn. Hallveig Guðjónsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur í Noregi, gift norsk-
um manni, Morten Nielsen, og eiga
þau þijú börn. Systurdóttir Finns,
Hrefna Hjartardóttir, kom ung á
heimili þeirra og var þeim um langt
skeið hin styrkasta stoð og bjuggu
þær Halla saman eftir fráfall Finns.
Heimili þeirra Höllu og Finns,
fyrst í Spjör, síðan í kauptúninu í
Grundarfirði, var þeim og ástvinum
þeirra sannkallaður gæfunnar reit-
ur. Heimili þeirra var fyrsta heimil-
ið sem ég kom á í Grundarfirði.
Ég man það eins og það hefði gerst
í gær er flóabáturinn Baldur renndi
upp að bryggju í Grundarfirði og
Dagfríður, dóttir Höllu, kom hlaup-
andi niður bryggjuna til að taka á
móti okkur og fylgja okkur heim í
hús foreldra sinna. Þetta var í mars
árið 1954, fyrir 38 árum og við
Áslaug, þá nýgift og vorum að svip-
ast um eftir starfsvettvangi. Leist
okkur vel á staðinn og þótti okkur
fegurð hans óviðjafnanleg.
Inn á þetta heimili, heimili með-
hjálparans og sóknarnefndarfor-
mannsins, áttu leiðir okkar oft eftir
að liggja næstu 20 árin. Þar var
okkur ávallt tekið tveim höndum
og það varð sem annað heimili okk-
ar og Halla og Finnur sem okkar
fósturforeldrar hjálpuðu okkur að
una okkar hag og festa rætur á
nýjum stað.
Eigimann sinn Finn Sveinbjörns-
son missti Halla 15. janúar 1978.
Eftir það héldu þær heimili saman
Halla og Hrefna um allmörg ár, uns
Halla kaus að flytja í Fellaskjól,
heimili aldraðra í Grundarfirði þeg-
ar hún var ein orðin. Undi hún hag
sínum þar vel og var þakklát fyrir
umhyggju og kærleika sem hún
naut hjá starfsfólki heimilisins.
Þegar Halla leit yfir langan ævi-
dag voru harmsefnin mörg, en samt
gat hún ekki annað en glaðst inni-
lega yfir stórum hópi afkomenda
sem er mesta manndómsfólk sem
haslað hefur sér völl á ýmsum svið-
um - margt af því námsfólk gott
sem sjálfsagt á eftir að efla veg
og gengi fóstuijarðarinnar.
Halla mátti muna tímana tvenna.
Hún sá fátæktina hverfa, atvinnu-
tækjum fjölga, byggðina blómgast,
menntun aukast, mannlífið batna,
og síðast en ekki síst kirkjuna rísa.
Er mér ljúft við fráfall Höllu að
minnast hennar og hinnar vösku
sveitar íkvenfélaginu Gleym-mér-ei
sem gekk fram fyrir skjöidu við
byggingu kirkjunnar og þakka
framtak þeirra sem gerði það mögu-
legt að kirkjan risi í kauptúninu í
Grundarfirði.
Halla verður kvödd hinstu kveðju
laugardaginn 4. apríl í hinni nýju
Grundarfjarðarkirkju. Þar samein-
ast ættingjar, venslafók, frændur,
vinir og sveitungar í Eyrarsveit í
innilegu þakklæti til Guðs, sem gaf
svo dýrmæta gjöf og leyfði okkur
að hafa hana svo lengi á meðal
okkar. Vegferð mætrar konu er
lokið og við drúpum höfði í þakkar-
skyni og biðjum þess að hún fái
nú að reyna sannleika þeirra orða
sem voru henni svo kær þegar hún
varð að þola raunir ástvinamissis.
Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð
lifa.“
Við Áslaug sendum öllum ástvin-
um Höllu Halidórsdðttur innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Magnús Guðmundsson.
Elsku amma er dáin. Amma náði
háum aldri, og var sér mjög meðvit-
uð um að dauðinn fylgir lífinu.
Amma fæddist á Kvíabryggju í
Eyrarsveit 10. desember 1990, og
var því á nítugasta og öðru aldurs-
ári þegar hún lést.
Kvíabryggja er nokkuð merkileg-
ur staður í sögu Grundarfjarðar og
Eyrarsveitar. Þegar amma fæddist
og fram yfir 1940, var sjópláss með
verslun á Kvíabryggju. Kvíabryggja
fór að mestu í eyði þegar farið var
að byggja höfn og hraðfrystihús í
Grundarfirði upp úr 1940.
Foreldrar ömmu voru Halldór
Indriðason og kona hans Dagfríður
Jóhannsdóttir. Amma var næst eJst
af ellefu börnum þeirra hjóna. Hall-
dór faðir þeirra lést 1919, þegar
flest systkinin voru í ómegð. Af
systkinum ömmu er Óskar Hall-
dórsson nú einn á lífi. Jóhann sem
var elstur af systkinunum lést viku
á undan ömmu.
Amma giftist 2. desember 1921
Finni Sveinbjörnssyni, skipstjóra
frá Hellnafelli í Eyrarsveit. Það átti
jafnt við ömmu og afa og foreldra
okkar, að þeim þótti ástæðulaust
að fara yfir hreppamörkin til að
finna sér maka.
Amma og afi hófu búskap að
Hellnafelli, og fyrsta barn þeirra,
Freyja, fæddist þar 11. júlí 1922.
Freyja giftist Jóni ísleifssyni, og
eignuðust þau þijá syni. Freyja og
Jón fórust í bílslysi 22. ágúst 1976.
Amma og afi fluttu inn í Stykkis-
hólm 1923. Þar fæddist annað barn
þeirra, Halldór, 2. maí 1924. Hall-
dór, faðir okkar, kvæntist Pálínu
Gísladóttur, móður okkar og eiga
þau átta börn.
Amma og afi kaupa jörðina Spjör
í Eyrarsveit 1924, og búa þar í 21
ár. Á Spjör fæddist þriðja barnið,
Ása, 7. ágúst 1926. Ása giftist Sig-
urði Eiríkssyni og bjuggu þau
lengst af á Sauðanesi í Austur-
Skaftafellssýslu. Ása og Sigurður
eiga þijú börn.
Fjórða barn ömmu og afa var
Dagfríður, fædd 20. október 1932.
Dagfríður eignaðist dóttur 1954 og
síðan giftist hún Guðjóni Péturssyni
frá Vestmannaeyjum, og áttu þau
tvo syni. Dagfríður og Guðjón eru
bæði látin.
Fimmta og yngsta barn ömmu
og afa, Sveinbjörn, fæddist á Spjör
8. maí 1934. Sveinbjörn kvæntist
Agnesi Egilsdóttur og eignuðust
þau tvö börn. Sveinbjörn fórst með
allri áhöfn á vitaskipinu Hennóði
18. febrúar 1959.
Amma og afi bjuggu á Spjör
1924-1945. Afi var alla tíð meira
gefinn fyrir sjósókn en búskap.
Meðan þau bjuggu á Sjör, stundaði
afi sjóinn, en búskapurinn hvíldi
meira á ömmu.
Afi var skipstjóri og tók þátt í
útgerð með fleii-um. í kjölfar þess
að hafnaraðstaða í Grundarfirði er
bætt og Hraðfrystihúsið tekur til
starfa flytja þau 1945 frá Spjör í
kauptúnið. Spjör áttu þau áfram,
og voru tún nytjuð.
Árið 1946 kemur Hrefna Hjart-
ardóttir, systurdóttir afa, með son
sinn, Ágúst Breiðfjörð, fárra vikna
til ömmu og afa á Grundargötu 8.
Hrefna bjó hjá þeim upp frá því,
og Ágúst þar til hann stofnaði eig-
ið heimili. Hrefna var alla tíð mikil
stoð og stytta á heimili afa og
ömmu.
Finnur afi lést 15. janúar 1978.
Eftir að afi lést, kaupir Hrefna íbúð
á Grundargötu 18, og bjó amma
hjá henni, þar til Hrefna andast 30.
september 1988.
Amma og afi fóstruðu einnig eitt
barnabarnið. Hallveig dóttir Dag-
fríðar fæddist á heimili þeirra 1954
og var hjá þeim til tíu ára aldurs.
Amma flutti í Fellaskjól, dvalar-
heimili aldraðra í Grundarfírði þeg-
ar það var opnað í desember 1988.
Ámma og afi voru dásamleg
hjón. Amma og afi spiluðu mikið
marías og var bókhaldið yfir mar-
íasinn gert upp í vertíðarlok. Nokk-
uð kapp var í báðum við spila-
mennskuna og ekki spilað af neinu
lauslæti.
Hún amma var ákveðin og stund-
um kostuleg kona.
Við erum bæði fædd hjá henni,
fluttum í burt tveggja og fjögurra
ára, fórum þó ekki langt, vestar í
sömu götu í Grundarfirði. Við vor-
um eins og gráir kettir hjá ömmu,
afa og Hrefnu. Var gott að koma
til þeirra. Amma kenndi okkur
systkinunum að lesa.
Amma vildi stundum hafa hönd
í bagga með uppeldi okkar og fund-
um við þá strax fyrir stjórnsem-
inni. Er við fluttum að heiman átti
hún það til að hringja í okkur, sér-
staklega hana nöfnu sína. Vildi hún
stjórna henni örlítið en gekk það
misjafnlega vel. Var hún mjög
hneyksluð er nafna hennar ætlaði
að fara að búa án þess að gifta
sig. Iæt hún afa hringja í nöfnu
sína til að hafa vit fyrir henni.
t
Móðir okkar,
MARTA PÉTURSDÓTTIR,
Víðimel 38,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 2. apríl.
Vigdís Guðfinnsdóttir,
Pétur Guðfinnsson,
Þorbjörn Guðfinnsson.
t
Elskuleg systir mín og frænka okkar,
BERGÞÓRA PÁLSDÓTTIR,
lést á Sólvangi 24. mars sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Bjarnfriður Pálsdóttir,
\ Haraldur Eyjólfsson,
Guðrún Júlíusdóttir.
t
Utför
KRISTJÁNS EGGERTSSONAR
frá Gljúfurá
í Arnarfirði,
fór fram í kyrrþey í Fossvogskapellu 18. mars sl.
Synir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR,
Vesturgötu 14,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 6. apríl
kl. 14.00.
Hermann Friðriksson, Jóhanna Júlíusdóttir,
Vilmundur Árnason, Kristín Gisladóttir,
Slgrún Árnadóttir, Magnús Emilsson,
Jóhanna Árnadóttir, Jóhann Kristbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför föður okkar,
ÁSMUNDAR JÓHANNESSONAR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. apríl kl. 15.00.
Eyrún Ásmundsdóttir, s.
Elísabet Ásmundsdóttir.
t
Fósturfaðir minn og afi okkar,
GUÐMUNDUR ANDRÉSSON
fyrrverandi dýralæknir,
Hólavegi 10,
Sauðárkróki,
lést 20. mars síðastliðinn.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Erling R. Guðmundsson,
Erla Gígja Erlingsdóttir,
Guðmundur Andrés Erlingsson.
t
Útför
ROBINS GUNNARS ESTCOURT BOUCHER
flugmanns,
sem andaðist í Bandaríkjunum 26. mars sl., verður gerð frá Dóm-
kirkju Krists konungs, Landakoti, nk. þriðjudag, 7. apríl, kl. 10.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Dís Geirsdóttir,
Kristófer Róbertsson Boucher.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elsku litiu dóttur okkar,
INGU GUÐRÚNAR EÐVARÐSDÓTTUR,
Tunguvegi 12,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk vökudeildar Landspítalans.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, Anna Lilja Lárusdóttir.