Morgunblaðið - 04.04.1992, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
47
I
I
I
)
>
Vínsvelgurinn
Frá Konráð Friðfinnssyni:
„HVER æjar? Hver veinar? Hver á
í deilum? Hver kvartar? Hver fær
sár að þarflausu? Hver rauð augu?
Þeir sem sitja við vín fram á næt-
ur, þeir sem koma saman til að
bergja á krydduðum veigum. Iiorf
þú ekki á vínið, hve rautt það er,
hversu það glóir í bikarnum og
rennur ljúflega niður. Að síðustu
bítur það sem högg'ormur og spýtir
eitri sem naðra. Augu þín munu sjá
kynlega hluti og hjarta þitt mun
mæla fláræði. Og þú munt vera
eins og sá sem liggur úti í miðju
hafi, já, eins og sá er liggur efst
uppi á siglutré.
Þeir hafa slegið mig, ég kenndi
ekkert til, þeir hafa barið mig, ég
varð þess ekki var. Hvenær mun
ég vakna? Ég vil meira vín. (Ok.:
23.29,35.)
Þessi fleygu orð um vínsvelginn
má finna í heiiagri ritningu, Biblí-
unni.
Já, það er mörg ógæfan er
drykkjumaðurinn ratar í á þoku-
kenndri göngu sinni um þokukennt
og aumt líf sitt. Einnig er hann
hættur að finna til þeirrar gleði er
einkenndi drykkju hans á yngri
árum, en hann gat stjórnað drykkju
sinni að mestu sjálfur. En þeir dag-
ar eru liðnir og munu aldrei koma
Fermingar
og söngur
Frá Maríu J. ívarsdóttur:
NÚ er tími ferminganna runnin
upp. Aðstandendur fermingarbarna
leggja mikið á sig til að gera ferm-
inguna sem best úr garði. Keypt
eru ný föt á fermingarbarnið, gjaf-
ir, veisluföng o.s.frv. Allt er gert
til að dagur þessi verði sem eftir-
minnilegastur. Eitt vill þó gleymast
í öllu þessu amstri. Þótt hugur
barnsins snúist eðlilega fyrst og
fremst um fermingarathöfnina,
veisluföngin og gjafirnar, þá er fé-
lagsiegi þátturinn, t.d. í formi
söngs, ekki síður mikilvægur. A
síðustu árum hefur dregið úr al-
mennum söng, jafnt við fermingar
sem og við önnur tækifæri. Nú er
það mun sjaldgæfara en áður að
öll fjölskyldan taki lagið saman á
heimilunum. Söngurinn hefur veitt
ánægju og stytt stundir um aldir
um leið og hann hefur þroskað
málkennd almennings og glætt
þekkingu á Ijóðaarfi þjóðarinnar.
Fullyrða má að söngur er öllum
heilsusamlegur bæði fyrir sál og
líkama.
í sumum kirkjum tíðkast almenn-
ur söngur við kirkjuathafnir, en þó
mætti hann víðast hvar vera meiri.
Er því vert að hvetja alla, sem
standa að fermingarathöfnum, til
að stuðla að almennri þátttöku
kirkjugesta í söng. í fermingarveisl-
um er oft stór hópur fólks sem hitt-
ist sjaldan og þekkist lítið innbyrð-
is. Söngur er tilvalinn til þess að
sameina ólíka aldurshópa, stuðla
að samkennd fólks og veita því
ánægjulega og eftirminnilega
stund. Framkvæmdanefnd um Ar
söngsins vill því hvetja aðstandend-
ur fermingarbarna til þess að efna
til fjöldasöngs í fermingarveislum.
Til að auðvelda fólki að standa að
slíkum íjöldasöng hefur fram-
kvæmdanefndin tekið saman nokk-
ur þjóðkunn lög sem allir ættu að
geta sungið. Fiest lögin eru tekin
úr söngbókunum „Hvað er svo
glatt“, sem Tónlistarbandalag ís-
lands gaf út síðastliðið haust í til-
efni af Ári söngsins. Blöð með þess-
um lögum munu liggja frammi í
Tónastöðinni, Óðinsgötu 8, 101
Reykjavík, og getur fólk fengið þau
þar án endurgjalds.
MARÍA J. ÍVARSDÓTTIR
framkvæmdastjóri Árs söngs-
ins, Ásholti 2
Mosfellsbæ
til hans aftur. Þeir eru sem á er
streymir framhjá.
Hann reikar áfram á völtum og
óstyrkum fótum og freistar þess
að snuðra uppi „félagsskap" er
hæfir hans líkum. Þar sem vínið
flóir og þvoglukenndar drykkju-
raddir karla og kvenna berast um
húsakynnin eða strætin ef vera
kynni að hann gæti sníkt þar sopa
til að „hressa“ hijáða sál.
Síðan vaknar hann að morgni,
þunnur og þvældur, veskinu rænd-
ur, ærunni rændur og öllu öðru er
honum þótti vænst um. Ekkert
stendur eftir hjá drykkjumanninum
nema sektarkenndin, sjálfsvor-
kunnin og hugsanir í þessum dúr:
„Allir eru vondir við mig. Ég drekk
minna en margur gerir. Ég er ekki
sá versti. Hví baktala menn mig
og kalla mig „aumingja". Og hann
rennir augunum eftir gólfinu og þau
staðnæmast við tómu bokkuna, við
æluna á stólsetunni og við ruslið
sem dreift er um allt gólf. Hann
er vesæll á slíkum stundum. Af-
skaplega lítill og smár. Og hann
mun biðja um meira vín, til að full-
komna blekkingarvefinn sem hann
hefur syo kyrfilega fest sig í. Vegna
þess að hann leitar ekki þangað sem
hjálp er að fá. Finnur ekki leiðina
til lífsins. Til lifandi Guðs, skapara
himins og jarðar, sem ætíð er reiðu-
búinn að aðstoða hvern þann sem
leitar hans af öllu hjarta sínu. Og
lifandi Guð mun svipta burt á auga-
bragði, á sekúndubroti, fíkn þeirri
er áfengið veldur þræli sínum og
gefa þann frið sem drykkjumaður-
inn, og við öll, þráum innst inni en
finnum þó alltof sjaldan. Sökum
þess að Guð einn megnar að veita
fólkinu varanlega og falslausa frið-
semd.
Hver sá þegn er leitar til Drott-
ins með vandamál sín bæði stór sem
smá og trúir í hjarta sínu, mun fá
lausn sinna mála. Þvf sannleikurinn
er sá að það sem menn geta ekki,
megnar Guð. Leyfið aðeins Drottni
vorum Jesú Kristi að komast að og
framkvæma það sem hann vill gera
fyrir hvert okkar og þið munið
reyna sjálf að Kristur er sá sem
orð Guðs, Biblían, segir hann vera.
Og það sem menn þreifa sjálfir á
það er staðreynd. Og staðreynd er
og verður áfram staðreynd þótt
„vantrúargaurar“ er rangsnúa öll-
um kenningum haldi öðru fram og
reyni að gera trúað fólk hlægilegt
í augum annarra með aðfinnslum
sínum og opinbera þannig eigið
þekkingarleysi á viðfangsefnum.
KONRÁÐ FRIÐFINNSSON
Þórhólsgötu la
Neskaupstað
Ferðamenn: Búið ykkur hlýjum fatnaði og verið ekki einir
á ferð. Gerið öðrum grein fyrir hvert þið ætlið og áætluðum
komutíma.
OPID HflS í IBHSKðHNBM
Næstkomandi laugardag hefur skólinn opið hús þar sem
almenningi gefst tækifæri til að kynnast starfi nemenda.
Húsin verða opin frá kl. 14.00 til 17.00. Á þeim tíma verða
einnig kennarar til viðtals og upplýsinga um það nám sem
skólinn veitir.
Seglskútan „Dóra“
sem er 34 fet og liggur á suður Spáni, er til sölu ef viðun-
andi tilboð fæst. Skútan selst með öllum tækjum og bún-
aði, tilbúin til siglinga.
Nánari upplýsingar gefur Þór Magnússon í síma 677424
í dag og eftir helgi í síma 27379 milli kl. 8-16.
A Frá menntamála-
w ráðuneytinu
Fjárveiting
úr íþróttasjódi
H
Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga nr. 78/1989 veitir Alþingi árlega fé í íþrótta-
sjóð.
Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra verkefna á
vegum íþróttafélaga eða íþróttasamtaka í því skyni að
þæta aðstöðu til íþróttaiðkana, sbr. reglugerð um íþrótta-
sjóð nr. 609/1989.
Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjárveitingar til
sjóðsins 1993, en þær eru ákveðnar í fjárlögum hverju
sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki
í sér skuldþindingar um frekari styrkveitingar.
Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveit-
inga ársins 1993 þurfa að berast fyrir 1. maí nk.
íþróttanefnd ríkisins, menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík.
Með umsóknum þarf að fylgja greinargerð um fyrirhugað
verkefni.
T1IIII
ISLENSKA OPERAN
___11111 GAMLA BlÓ INGÓLFSSTRÆTI
SÍÐASTA SÝNING
ÍKVÖLD!
Láttu ekki einn helsta listviðburð ársins
framhjá þér fara!
Sýning í kvöld kl. 20.00. SÍÐASTA SINN.
Miðasalan er opin fráki. 15.00-19.00 daglega ogtil kl. 20.00
sýningardaga. Greiðslukortaþjónusta. Sími 11475.