Morgunblaðið - 04.04.1992, Síða 52
Mmi Msm
■^MíCROSOFT. einar j.
WINDOWS. SKÚLASONHF
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SIMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HA FNA RSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Innsigla símainn-
Jtök fjölbýlishúsa
Dæmi um að fólk hafi notað síma á kostn-
að nágranna og kvartanir vegna hlerana
NOKKUR brögð hafa verið að því í fjölbýlishúsum að íbúar hafi farið
inn á símalínu hjá öðrum og notað síma viðkomandi á kostnað hans.
Samkvæmt núgildandi reglum Pósts og síma eiga öll fjarskiptavirki
að vera varin með öruggum læsingum eða innsiglun. Unnið hefur ver-
ið að því að undanförnu að innsigla inntök og tengibox í húsum.
Með núgildandi reglum Pósts og
síma á að vera tryggt að óviðkom-
andi aðilar komist ekki inn á inntök
hjá fólki og geti með því nýtt sér
síma þess endurgjaldslaust. Að sögn
Ágústs Geirssonar umdæmisstjóra
símamála á höfuðborgarsvæðinu eru
‘•^jiglurnar frá árinu 1986, en fram
^ að þeim tíma voru fjarskiptavirki
almennt ekki innsigluð.
„Síðan reglurnar komu hefur þeim
Stj órnar frumvarp
til samkeppnislaga:
Banna má
vfirtöku og
sameiningu
í STJÓRNARFRUMVARPI sem
viðskiptaráðherra hefur lagt fram
á Alþingi er veitt hcimild til að
banna samruna fyrirtækja eða
yfirtöku eins fyrirtækis á öðru ef
það dregur verulega úr sam-
keppni. Einnig verður heimilt
samkvæmt frumvarpinu að ógilda
samruna eða yfirtöku sem þegar
hefur átt sér stað. Er sérstaklega
tekið fram að þetta eigi einnig við
ef eigendur með virk yfirráð í
einu fyrirtæki ná virkum yfirráð-
um í öðru fyrirtæki, þannig að
^bmlað geti samkeppni.
Sérstakt samkeppnisráð, sem
komi í stað verðlagsráðs, getur, skv.
frumvarpinu, gripið til aðgerða gegn
samningum, skilmálum og athöfnum
sem talin eru hafa skaðleg áhrif á
samkeppni, sem m.a. felist í að fyrir-
tæki nái, viðhaldi eða styrki mark-
aðsráðandi stöðu sína á markaði.
Sjá nánar á bls. 22.
verið framfylgt alls staðar þar sem
verið er að setja ný inntök í hús.
Auk þess erum við með vinnuflokk
á okkar vegum til að bæta úr þessu
í eldri húsum,“ segir Ágúst. Hann
segir að komið hafi fyrir að fólk
hafi farið inn á símalínu hjá öðrum
íbúum í fjölbýlishúsum og notað síma
viðkomandi á kostnað hans. „Slík
tilvik hafa komið upp og við höfum
þá gjarnan kallað til lögreglu,“ segir
Ágúst.
„Öðru hveiju heyrum við jafn-
framt frá fólki sem óttast að sími
þess sé hleraður. Við höfum rannsak-
að þau tilvik sérstaklega en erfitt
er að skera úr um hvort slíkt eigi
við rök að styðjast ef ekki er verið
að hlera símann þegar við komum
að. Við höfum hins vegar gjarnan
notað þessi tækifæri til að innsigla
inntak og tengibox í húsinu,“ segir
Ágúst.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Með fullfermi
af fiski utan
við kvóta
Klakkur VE kom til Vest-
mannaeyja í gær eftir fimm
daga veiðiferð með fullfermi
af tegundum utan kvóta,
aðallega blálöngu en einnig
um 30 kör af búra. Frakkar
hafa greitt allt að 190 krónur
fyrir kílóið af búra og þar er
einnig mikil eftirspurn eftir
blálöngu. Til Frakklands
verður þorri aflans sendur,
þannig að Stígur Hannesson
háseti, sem sést hér á mynd-
inni, og félagar hans á Klakki
mega vel við túrinn una. Um
13,5 tonn af blálöngunni voru
seld á markaði í Vestmanna-
eyjum í gær fyrir um 70
króna meðalverð á kílóið og
ætlunin er að selja svipað
magn þar í dag, að sögn Þor-
steins Árnasonar fram-
kvæmdastjóra markaðarins.
Hann kvaðst einnig væntan-
lega mundu bjóða upp tvö kör
af búranum þar sem ekki
kemst allt fyrir í gáminum,
sem senda á til Frakklands.
Frumvarp um að breyta ríkisbönkum í hlutafélög:
Engum einum aðila verði
selt meira en Vi % hlutafiár
FRUMVARP viðskiptaráðherra um stofnun hlutafélaga um rekstur
Landsbanka og Búnaðarbanka gerir ráð fyrir að við sölu hlutabréfa
sé skylt að gæta þess að hlutafjáreign dreifist sem mest og að ríkis-
sjóði sé óheimilt að selja einum aðila meira en sem svarar til 'h % eignar
í hvoru hlutafélagi. Óvíst er hvort viðskiptaráðherra leggur frumvarp-
ið fram sem stjórnarfrumvarp vegna andstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra og þriggja Alþýðuílokksþingmanna.
Einnig er andstaða við frumvarpið
hjá nokkrum þingmönnum Sjálf-
stæðisflokks. Málið var rætt í ríkis-
stjórn í gær en án niðurstöðu.
1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að
við stofnun hlutafélaganna verði
hlutafé allt eign ríkissjóðs en ráð-
herra geti ákveðið skiptingu þess í
hluti með það í huga að einstakling-
ar og lögaðilar geti keypt hluti í fé-
lögunum. í frumvarpinu er ákvæði
um að fastráðnum starfsmönnum
bankanna bjóðist starf hjá hlutafé-
lagsbönkunum en þá falli niður rétt-
ur þeirra til launa það sem eftir er
af uppsagnarfresti.
Mælt er fyrir um að hlutabréf fé-
laganna verði skráð á Verðbréfáþingi
íslands. í athugasemdum frumvarps-
Könnun á útvarpshlutun, sjónvarpsáhorfi og blaðalestri:
23% fleiri lesa Morgunblað-
ið en DV að meðaltali á dag
Ekki umtalsverðar hlutfallsbreytingar á lestri blaðanna, segir formaður SIA
„ÞEGAR verið er að bera dagblöð saman er skynsamlegast að bera
saman meðallestur hvers tölublaðs. I þessari könnun lásu að meðal-
tali 53,5% þátttakenda Morgunblaðið en 43,5% DV,“ sagði Elías
Héðinsson sérfræðingur í fjölmiðlakönnunum í samtali við Morgun-
blaðið en hann vann að undirbúningi könnunar á útvarpshlustun,
sjónvarpsáhorfi' og blaðalestri, sem auglýsingastofur, auglýsendur
og fjölmiðlar stóðu saman að. Samkvæmt þessu lásu 23% flciri þátt-
Atakendur Morgunblaðið en DV vikuna sem könnunin fór fram, 9.
til 15. mars sl. Lestur Pressunnar reyndist vera 16% alla vikuna.
Hallur A. Baldursson formaður Sambands islenskra auglýsingastofa
sagði að sambandið hefði gert sams konar kannanir á síðasta ári og
í þessari könnun kæmu ekki fram umtalsverðar hlutfallsbreytingar
á lestri Morgunblaðsins og DV.
I könnuninni um hlustun og
áhorf útvarps- og sjónvarpsstöðva
'kemur fram þegar borið er saman
áhorf á sjónvarpsstöðvarnar tvær
á landinu öllu eftir einstökum dög-
um að 60 til 76% þátttakenda segj-
ast hafa horft á ríkissjónvarpið ein-
hvern tíma dagsins og Stöð 2 er
með áhorf á bilinu 52 til 57%. Sé
aðeins miðað við þá áhorfendur sem
geta horft á læsta dagskrá Stöðvar
2 kemur í ljós að sjónvarpsnotkun
er aðeins öðruvísi. Stöð 2 fær áhorf
hjá þeim hópi, sem nemur 68 til
75%, á meðan Ríkissjónvarpið fær
áhorf, sem er á bilinu 55 til 72%.
Hlustun á útvarpsstöðvar var
þannig að alla vikuna sögðust 27
til 35% aðspurðra hafa hlustað á
Rás 1 einhvern tíma dagsins þessa
viku miðað við landið allt, en þess-
ar tölur lækka í 26 til 34% eftir
dögum, þegar aðeins er rætt um
Reykjavík og Reykjanes. Til
glöggvunar upplýsist að hvert pró-
sent miðað við hlustun og áhorf á
landinu þýðir um tvö þúsund
manns. Hlustunartölur Rásar 2
miðað við landið allt eru á bilinu
34-57% eftir dögum og á höfuð-
borgarsvæðinu 26-47%. Samsvar-
andi hlustunartölur fyrir Bylgjuna
eru 18, til 34% miðað við landið
allt, en þær hækka í 19 til 39%
ef aðeins er miðað við höfuðborgar-
svæðið. FM 95,7 fær 6 til 11%
hlustun eftir dögum miðað við land-
ið allt, en sé talað um höfuðborgar-
svæðið hækka tölurnar í 9 til 18%
og Aðalstöðin fær 4 til 5% hlustun
miðað við allt landið, en tölurnar
verða 5 tii 6% sé miðað við höfuð-
borgarsvæðið.
Sjá frétt og töflur á miðopnu.
ins segir að fyrrgreint ákvæði komi
ekki í veg fyrir að einstakir aðilar
geti síðar eignast aukinn hiuta í fé-
lögunum með viðskiptum á Verð-
bréfaþingi eða með öðrum hætti, en
meðan ríkissjóður hafi bréf til sölu
skuli þess ávallt gætt að ekki sé
selt meira af bréfum til einstaks
aðila en svo að hann eigi að há-
marki 1h% í hvoru félagi.
Þingmenn sem eru andvígir frum-
varpinu hafa m.a. lagt áherslu á að
það verði látið bíða þess að frumvarp
um samkeppnislög, sem dreift var á
Alþingi í gær, verði að lögum.
Sjá einnig bls. 4.
--------» ♦ ♦--------
Dvalarheimili
aldraðra á Dalvík;
15 veiktust
og einn lést
Líklega matareitriin
TALIÐ er að matareitrun hafi átt
þátt í dauða vistmanns sem veikt-
ist á dvalarheimili aldraðra á Dal-
vík aðfaranótt fimmtudags.
Þórir V. Þórisson, heilsugæslu-
læknir, sagði að veikindin hefðu ver-
ið rakin til upphitaðs saltkjöts og
bauna en það hefði ekki fengist stað-
fest. Af 40 vistmönnum veiktust 13,
þar af 3 alvarlega. Tvo varð að leggja
inn og lést annar þeirra aðfaranótt
föstudags á sjúkrahúsinu á Akur-
eyri. Þórir sagði að þar hefði verið
um aldraðan og sjúkan einstakling
að ræða. Einnig veiktust tveir starfs-
menn en ekki alvarlega. Þórir sagði
að flestir vistmannanna hefði náð sér
að fullu.