Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Þrjátíu manna kór Óperusmiðjunnar ásamt barnakór tekur þátt í uppfærslu Óperusmiðjunnar á La Bohéme í Borgarleikhúsinu. Operusmiðjan í Borgarleikhúsinu; Rúmlega 2.300 manns hafa séð La Bohéme RUMLEGA 2.300 manns hafa séð sýningu Óperusmiðjunnar á La Bohéme eftir Puccini í Borgarleikhúsinu. Ráðgerðar voru tíu sýning- ar á miðvikudögum og sunnudögum fram til 20. maí og eru sex sýning- ar eftir. Um mánaðamótin er Olafur Á. Bjarnason tenór væntanlegur til landsins og mun hann syngja hlutverk Rudolfos á þremur sýning- um, en Ólafur hefur starfað við Óperuna í Regensburg undanfarna tvo vetur. Er þetta fyrsta óperuhlutverk hans hér á landi. „Þetta hefur gengið ágætlega og við fengið mjög góða dóma hjá gagn- rýnendum,“ sagði Margrét Pálma- dóttir formaður Óperusmiðjunnar. „Það býr mikill kraftur í söngvurun- um að ógleymdum kórunum sem skipaðir eru vel menntuðum söngv- urum með langt söngnám að baki. Það eina sem kórfólkið fær að laun- um er ánægjan af að vera með. Þetta hefur verið strangur tími frá því í desember þegar undirbúningur hófst, skemmtilegur en erfíður. Hug- sjón Óperusmiðjunnar er sú að allir söngvarar fái jafn mikil tækifæri til að koma fram en það verður að viðurkennast að það hefur reynst erfitt í framkvæmd. Þetta er dýr sýning í uppfærslu, æfíngartíminn stuttur og það verður að viðurkenn- ast að söngvarar fengu mismikla þjálfun. Við skiljum því betur af hverju ekki er skipt oftar um söngv- ara þegar sett er upp ópera en það er hægt og við munum halda áfram. Það má ekki gleymast að við eigum marga góða söngvara, afrakstur brautryðjendastarfs söngskólanna og íslensku óperunnar, sem verða að fá tækifæri til að koma fram.“ I lok maí verða gerða breytingar á hlutverkaskipun þegar Ólafur Á. Bjarnason tekur við hlutverki Rud- olfos á þremur sýningum, 3. maí, 6. maí og 10. maí. Þá mun Sigurður Bragason taka við hlutverki Marc- ello af Keith Reed á sömu sýningu og fara með hlutverk hans út sýning- artímann. Kynning á Borgar- skjalasafni Reykjavíkur SUNNUDAGINN 26. apríl verður haldinn sérstakur kynningardag- ur skjalasafna. Þá verða skjala- söfn víða um land með opið hús og starfsemi þeirra kynnt. Jafn- framt verður vakin athygli á nauðsyn þess að varðveita skjöl einkaaðila svo sem einstaklinga, félaga og fyrirtækja, auk opin- berra skjala. Borgarskjalasafn Reykjavíkur mun taka þátt í þessum kynningar- degi og vera með opið hús fyrir borg- arbúa og aðra sunnudaginn 26. apríl klukkan 14 til 18 að Skúlatúni 2. Starfsmenn safnsins munu veita upplýsingar um starfsemi safnsins og taka við upplýsingum um einka- skjöl sem ástæða væri fyrir safnið að varðveita. í anddyri Borgarskjala- safnsins verður sýning á ýmsum skjölum í vörslu þess með sérstakri áherslu á einkaskjöl. Sýningin mun standa út apríl. Ákveðið hefur verið að efna til styrktarfélagsdaga Óperusmiðjunn- ar í anddyri Borgarleikhússins dag- ana 25. apríl til 3. maí. Efnt verður til söngskemmtunar og kaffisölu milli klukkan 16 og 18 alla daga, auk þess sem sýndar verða myndir og seldar, sem ýmsir listamenn hafa gefíð til styrktar starfí Óperusmiðj- unnar. Þá munu rithöfundar lesa upp úr eigin verkum og leikarar fara með stutt atriði. Allur ágóði rennur til styrktar sýningunni á La Bo- héme. Óperusmiðjan nýtur engra opinberra styrkja, að sögn Margrét- ar, en ýmis einkafyrirtæki hafa styrkt sýninguna. Jónas Krisljánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, um Safnahúsið: Hæfileg umgjörð fyrir dýrgripi þjóðarinnar JÓNAS Rristjánsson, forstöðu- maður Árnastofnunar, segir að kanna verði vandlega þá hugmynd að stofnunin flytjist í Safnahúsið við Hverfisgötu þegar Landsbókasafnið flyst þaðan í Þjóðarbókhlöðuna árið 1994. „Handritin eru mestu dýrgripir þjóðarinnar, og það hafa margir haft orð á því að þetta virðulega og fallega hús væri hæfileg umgjörð um þessa dýrgripi," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Jónas sagði að hugmyndin um flutning Ámastofnunar í Safna- húsið væri að hans mati mjög athyglisverð, og í því sambandi hefði hann einkum tvennt í huga. í fyrsta lagi_ væri orðið heldur þröngt um Ámastofnun í upp- runalegu húsnæði stofnunarinn- ar, enda væri það eðlilegt þar sem stofnunin hefði vaxið á 20 áram eins og vera ber. „Við höfum fengið ofurlítið viðbótarhúsnæði, en það er ekki fullnægjandi. í Safnahúsinu er hins vegar mikið rými sem leysa myndi húsnæðisvanda þessarar stofnunar um langa framtíð. I öðru lagi er gamla Safnahúsið ákaflega rammgert og fallegt hús að mínum dómi, og reyndar segja sumir að það sé fegursta hús í Reykjavík, og er þá vel við hæfí að mestu dýrgripir þjóðar- innar séu geymdir þar. Þetta er auðvitað einnig í samræmi við upphaflegan tilgang hússins og Jónas Kristjánsson snið að gera það að safni,“ sagði hann. Jónas sagði að hugmyndin um að Árnastofnun flytti í Safnahús- ið væri ekki ný, og hefði hún verið til umræðu innan stofnun- arinnar. Þá hefði hann rætt þetta mál við menntamálaráðherra og látið í ljós áhuga á að það yrði athugað. Aðspurður um hvort hann sæi einhveija meinbugi á því að Árnastofnun yrði flutt í Safnahúsið sagði Jónas að menn hefðu einkum sett tvennt fyrir sig. Annars vegar að með því fjarlægðist stofnunin Háskólann, en þar væri mikil samvinna á milli, enda um háskólastofnun að ræða. Hann teldi þetta þó skammsýni þar sem ekki væri um mikla fjarlægð að ræða, og í rauninni styttist hún hlutfalls- lega með tímanum eftir því sem borgin stækkaði. „Þar kemur einnig fleira til greina, en það er tækni nútímans sem býður til dæmis upp á tölvu- tengingar milli bygginga víða um bæinn, þannig að minna máli skiptir þó nokkur skref séu á milli bygginganna þar sem starf- semin fer fram. Ég held því að ástæðulaust sé að setja þetta fyrir sig. Annað er að Safnahús- ið er stór bygging fyrir þessa stofnun, en það má gera fleira þarna heldur en einungis það að geyma handritin og vinna beint í kringum þau. Þá hef ég sérstak- lega í huga einhveija starfsemi á vegum Háskólans, og þar getur til dæmis komið til greina ein- hver starfsemi sem tengist okkar fornu bókmenntum og handrit- um. Annað er það að við þurfum sífellt meira rými fyrir erlenda gesti, en stofnunin er kannski nú þegar orðin miðstöð heimsins í rannsóknum á fornbókmenntum okkar og handritum. Það koma æ fleiri gestir utan úr heimi til þess að vinna við þessa stofnun, og þama mætti skapa þeim miklu betri aðstöðu en við getum í nú- verandi húsnæði. Þá gæti sýning- astarfsemi á vegum Árnastofn- unar orðið miklu fjölbreyttari með auknu rými í Safnahúsinu," sagði Jónas Kristjánsson. BXCITROEN öx 16 rzb 1.122.000* 1600 CC VEL 94 HESTÖFL f VÖKVASTÝRI RAFDRIFNAR RÚDUR FJARSTÝRDAR SAMLÆSINGAR VÖKVAFJCDRUN MFD ÞREMUR HÆDA RSTILLING UM SYMISfG I DAG! --^ im sam mtftw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.