Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 } Minning: I Kristín G. Jónsdótt- ir frá Geirsstöðum Fædd 27. deseraber 1900 Dáin 12. apríl 1992 Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifír og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóh. 11, 25:26) Amma okkar, Kristín Jónsdóttir, '••jiést sunnudaginn 12. apríl síðast- liðinn á nítugasta og öðru aldurs- ári og var hvíldinni áreiðanlega fegin þegar kallið kom. Amma og afi byrjuðu sinn búskap á Skála- nesi í Gufudalssveit árið 1928 og þar eignuðust þau tvö eldri börn sín, Guðmundu Vigdísi og Arnfinn Ingvar. Árið 1938 fluttu þau til Akraness þar sem þau hafa síðan búið alla sína búskapartíð. Á Akra- nesi eignuðust þau tvo syni, Kjart- an Trausta og Jón Erling, en hann lést aðeins tæplega tveggja ára að aldri. Fyrstu árin eftir að afí og amma fluttu á Akranes vann amma í fískvinnu. Hún fór hins vegar fljótlega að kenna bömum lestur, einkum þeim er áttu í erfið- leikum með lærdóm. Gekk henni kennslan svo vel að fljótlega gat hún ekki tekið við öllum þeim börn- um sem hún var beðin fyrir í kennslu. Hann er stór hópur þeirra Akumesinga sem fengu að njóta leiðsagnar ömmu á unga aldri, ekki bara við lestur, hún kenndi þeim líka bænir og kristilega söngva. Sem þakklætisvott fékk hún eitt sinn skrautritað skjal frá foreldrum sjö systkina sem hún kenndi að lesa. Amma var ekki rík af veraldlegum gæðum, en allt sem hún gat komist af án gaf hún til góðgerðarstarfsemi og kristniboðs og kristilegs starfs, en hún var meðlimur hvítasunnusafnaðarins og virkur þátttakandi í KFUK. Gjafmildi hennar var þó ekki bund- in við trúarsöfnuði, hún mátti ein- faldlega ekkert aumt sjá. wKveðjuorð: Gestur G. Ámason Fæddur 18. júní 1928 Dáinn 13. apríl 1992 Það er oft skammt bilið á milli lífs og dauða, en það má segja um andlát Gests Guðna Ámasonar, sem lést hinn 13. apríl sl. Það ór- <»-4iði engan fyrir því, að þegar Gest- ur kvaddi vinnufélaga sína 13. apríl sl. að það ætti eftir að verða síðasti vinnudagur hans í prent- smiðjunni, en sú varð nú samt raunin á, því að hann var látinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann yfirgaf vinnustað sinn. Gestur fæddist 18. júní 1928 og var því tæplega 64 ára gamall er kallið kom. Gestur hóf prentara- nám í Herbertsprenti árið 1946, en í Gutenberg byijaði hann í jan- úar 1972 og hafði því starfað þar í rúm 20 ár þegar hann féll frá. Gestur var ákaflega samvisku- samur starfsmaður og sinnti verk- ^éfnum sínum af mikilli kostgæfni. Hann var ákaflega fastur á mein- ingu sinni og lét ekki auðveldlega aka sér úr einu í annað. Ekki vora það síst aldraðir starfsfélagar, sem og þeir sem lítils máttu sín sem áttu góðan hauk í homi þar sem Gestur var. Aldraðri eftirlifandi móður Gests, Gyðu Árnadóttur, sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur við fráfall einkasonar hennar, en hann var móður sinni alla tíð stoð og stytta og er missir hennar því mikill. Blessuð sé minning Gests Guðna. - Gi ðm. Kristjánsson. Hann Gestur er dáinn. Enginn hefði trúað því á mánudagskvöldið þegar við kvöddumst að degi lokn- um að einn okkar kæmi ekki til vinnu aftur en svona er lífið og dauðinn óútreiknanlegur. VINKLAR A TRE HVERGI UEGRI VERÐ Inl ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI ^ EINKAUMBOÐ Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Gestur fæddist 18. júní 1928 á Borgarfirði eystra. Hann var því tæpra 64 ára þegar kallið kom. Gestur lærði prentverk í Her- bertsprenti í Bankastræti 1 og lauk hann námi þaðan með sveinsbréfi í setningu. Hann starfaði lengi á dagblaðinu Tímanum, undir handaijaðri Þórarins Þórarinssonar, Indriða G. Þorsteinssonar og margra góðra manna. Það var gaman að rifja upp þá daga með honum. Árið 1972 hóf hann störf í Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg sem var þá í Þingholtsstræti 6. Mín kynni af Gesti hófust eftir að Gutenberg keypti Prentsmiðju Jóns Helgasonar í Síðumúla, 1973. í ágúst 1975 sameinuðust þessi tvö fyrirtæki undir sama þaki í Síðumúlanum. Gestur hafði umsjón með þingskjölum fyrir Alþingi. Það er samantekt á þingskjölum, sem lögð era fyrir Alþingi á þingtíman- um. Hér er um mikinn bálk að ræða á hveiju ári. Ég dáðist oft að því hve Gestur var duglegur og harðfylginn. Einkum vegna þess að mikið þurfti að bera blýsíðumar til og frá. Venjulega vóra færðar 8 blaðsíður í einu, eða hálf örk á prentaramáli, hvert hefti var 160 blaðsíður. Er setning Alþingis á haustin nálgaðist fóru handrit í Fjárlög að berast. Gestur var ávallt formaður í því verki, enda kunni hann utan- að hvemig kaflar frumvarpsins áttu að raðast upp. Þá mátti segja að Gestur væri mjög ánægður með lífíð, vegna þess að hann hafði gaman af að vinna undir svona álagi. En hlutimir urðu að ganga hratt og örugglega. Gestur hafði mikla ást á æsku- stöðvum sínum og hafði gott sam- band við frændur og vini fyrir austan. Einnig var hann mjög virk- ur í starfí Borgfirðingafélagsins í Reykjavík. Hann hafði gaman af að halda utan um fróðleik og sagn- ir af þeim slóðum. Efnið sem hann hafði safnað gaf hann síðan út í tengslum við Borgfirðingafélagið. Gestur var mikil félagsvera og gaf mikið af sér sem slíkur. Hann var listunnandi maður og sótti leik- hús, tónleika og ýmsar sýningar. Einnig var hann bókhneigður í betra lagi. Gestur bjó með móður sinni alla tíð. Hún er nú í hárri elli og syrg- ir einkason sinn. Vinnufélagamir í Gutenberg senda henni hugheilar samúðar- kveðjur. Gísli Ragnar Gíslason. Við systumar vorum þess að- njótandi að dvelja tíma og tíma hjá ömmu og afa á Akranesi. Vom þetta skemmtilegir tímar fyrir ungar stúlkur sem aldar voru upp í sveit. Að sendast fyrir ömmu í mjólkurbúðina, bakaríið eða í kjör- búðina, allt var þetta ævintýri lík- ast, svo ekki sé nú minnst á þegar við fengum 25 krónur til þess að kaupa okkur ís í brauðformi. Sííkt sælgæti fengum við ekki nema hjá ömmu. Amma fór alltaf fyrst með okkur í sendiferðirnar og svo fór hún að senda okkur einar, en hún brýndi alltaf fyrir okkur að ef við myndum ekki rata heim þá skyld- um við bara líta hátt upp í loftið og þá myndum við sjá kirkjuturn- inn, og þá væri auðvelt að finna húsið. Þegar við systumar eigum leið um Akranes kemur alltaf upp í huga okkar atvik sem átti sér- stað þegar við dvöldum hjá ömmu og afa í fyrsta skipti, þá aðeins þriggja og fimm ára gamlar. Þá vorum við sendar í innkaupaferð en urðum alveg rammvilltar. Við litum í allar áttir en hvergi sáum við kirkjuturninn. Ekki var nú kjarkurinn mikill við settumst bara á gangstéttarbrúnina og grétum. Eitthvað hefur amma verið farin að undrast um dömurnar sínar því á gangstéttarbrúninni fann hún okkur hágrátandi. En það var ekki furða þó við sæjum ekki kirkj- uturninn því við vorum alveg upp við kirkjuna og litum ekki nægi- lega hátt upp til þess að sjá hann. En mikið vomm við fegnar að við skyldum fínnast í þessari stóru borg, að okkur fannst, sem var full af alls kyns hættum eins og bílum og slíku. Okkur langar að þakka ömmu fyrir allar góðu stundirnar sem hún veitti okkur. Elsku afi, megi góður Guð, sem hún trúði svo heitt á, styrkja þig í sorginni. Guð blessi minningu hennar. Við kveðjum svo þakklát og biðjum Guðs miskunn og mátt, að mætti okkur auðnast að launa þér allt á þann hátt, að reisa þitt merki, að vera í verkunum trú. Vinir hins snauða og einmana, rétt eins og þú. (Þuríður Jóhannesdóttir.) Anna og Jóa. Amma á Akranesi, eins og við systkinin kölluðum hana, var guð- hrædd mjög og innrætti slíkt okk- ur börnunum, sem við búum enn að. Á Geirsstöðum var alltaf nóg að skoða og húsið vel til þess fall- ið að vera spennandi í augum lí- tilla grísa, og oftar en ekki opnuð- um við hlerann á eldhúsgólfinu þótt engum væri mál á klósettið, hlupum niður stigann og lokuðum. Ámma var ötul, vinnusöm og nýtin, en gjafmild með endemum, enda voru, eins og hún sagði, höfuðdyggðir kristins manns nægjusemi, sparsemi og nýtni. Ég man þegar einn krakkinn bankaði á dyrnar og spurði eftir ömmu og bað hana um kandís. Þegar krakk- inn sá mig næst var kallað: „Þarna er stelpan sem býr hjá kandískon- unni.“ Sem krakkar í heimsókn og umsjón ömmu var mikilvægt að við borðuðum vel og lengi. Bróðir Minning: Oddgeir Bárðarson Fæddur 28. júní 1913 Dáinn 26. mars 1992 Félagi okkar, Oddgeir Bárðar- son, lést hinn 26. mars sl. Útför hans fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 3. apríl sl. Oddgeir fæddist hinn 28. júní 1913 í Bolungarvík, sonur hjón- anna Bárðar Jóns Sigurðssonar, sjómanns, og Guðbjargar Ólafíu Magnúsdóttur frá Gröf á Rauða- sandi. Oddgeir fór 13 ára gamall að vinna fýrir sér. Hann aflaði sér menntunar af eigin rammleik með- fram störfum. Varð mæltur á er- lendar tungur og gerðist þannig fær um að annast alþjóðleg við- skipti síðar á ævinni. Oddgeir hóf starfsferil sinn sem sendisveinn hjá Kveldúlfí hf. og varð þannig einnig heimagangur á Thorsaraheimilunum. Síðar fór hann til sjós á þremur Kveldúlfs- toguram, en Kveldúlfsfyrirtækið var um tíma eitt stærsta útgerðar- fyrirtæki í Evrópu. Seinna gerðist Oddgeir verk- stjóri hjá hinu danska verktakafyr- irtæki Höjgaard & Schultz og vann við fyrstu virkjanimar í Soginu og lagningu hitaveitunnar í Reykja- vík. Ennfremur gerði hann út vöru- bíl hjá Bretanum og keyrði í Reykjavíkurflugvöll frá Rauðhól- um. Oddgeir er þó þekktastur fyrir störf sín í Ræsi hf. en þar hóf hann störf 1942. Það fyrirtæki gerðist umboðsaðili fyrir Mercedes Benz þegar verksmiðjurnar hófu störf að nýju eftir stríðið. Nafn Oddgeirs tengist því sigurgöngu Mercedes Benz á Islandi óijúfan- legum böndum, en hann var sölu- stjóri fyrirtækisins um áratuga skeið. Fór Oddgeir ófáar ferðir með íslenska bílstjóra til Þýskalands til að kynna þeim ágæti Bens-verk- smiðjanna. Minntist hann stundum ferða þessara á græskulausan hátt, því hann hafði glöggt auga fyrir hinu skemmtilega og spaugilega í mannlífinu. Enda maðurinn fjör- mikill hláturbelgur að upplagi og hafði jafnan skemmtisögur á hrað- bergi og oftar á eigin kostnað en annarra. Oddgeir starfaði mikið að félagsmálum. Hann var einn stofn- enda Tjaldanesheimilisins í Mos- fellssveit og var í stjórn þess frá 1963 þar til það var afhent skuld- laust til ríkisins 1976. Hann var fulltrúi Verslunarmannafélags Reykjavíkur á ASÍ-þingum og var í trúnaðarmannaráði VR um ára- tugi. Sæmdi félagið hann enda gullmerki sínu árið 1973. Oddgeir kvæntist árið 1939 Sesselju Kristínu Kristjónsdóttur, trésmiðs í Reykjavík, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur. Börn þeirra eru Jón Rúnar, starfs- maður í Síldarvinnslunni á Norð- firði, sambýliskona hans er Ásta Karlsdóttir, og Bára Björg, flug- freyja, gift Gunnari Þorsteinssyni, viðskiptafræðingi hjá verðlags- stjóra og eiga þau 3 börn. Oddgeir Bárðarson var góður félagi og ljúfur í allri framgöngu. Nú að leiðarlokum minnumst við þess varla að hafa séð hann nema brosandi og með einhver skemmti- legheit á vörum. Geiri, eins og við kölluðum hann, var eins og áður sagði mikill fjör- maður. Margar óborganlegar sög- ur sagði hann mér af veiðiferðum sínum með Ragnari í Þórskaffi og Lása kokki. Sem bam man ég eft- ir þeim Ragnari er þeir komu í minn var mjög ánægður með þetta fyrirkomulag og sat lengi vel og borðaði, ég á hinn bóginn borðaði vel að mínu mati, en það var rétt upp í nös á ketti eins og amma sagði. Því var það að amma hringdi eitt sinn í mömmu og sagði henni að hún vildi ekki fá mig aftur í heimsókn nema ég lærði að borða almennilega, og var henni fyllsta alvara. En amma var ekki einungis ströng heldur líka bráðfyndin. Eitt skondið atriði var þegar amma ætlaði að gefa mér stuttbuxur sem einhver hafði gefið henni. Þær voru svo skræpóttar og með blóma- mynstri að mér fannst þær bara púkó. Amma skildi ekkert í þessu og svo fór að hún mátaðj þær fyr- ir mig. Þvílíkir taktar. Ég hló og hló og hélt að ég myndi hreinlega veltast um af hlátri þegar hún full- komnaði atriðið með því að segja „ég gæti nú bara notað þær sjálf“. Með það sama fórum við tvær bak við hús og settumst á grasbekkinn við húsið og amma rúllaði niður nælonsokkunum og svo var farið í sólbað. Henni einni líkt. Hún glæddi og gaf mikið af sér, sérstaklega til mín og er ég henni ávallt þakklát, en heimili afa og ömmu á Akranesi var griðastað- ur okkar systkinanna. Ég bið góð- an Guð að vernda afa, pabba, Mundu og Inga. Guð gefi þér styrk og frið elsku afi minn á komandi æviárum. Við vitum að amma er ánægð hjá vini sínum og frelsara, Guði. Elsku Sigurður afi, kær kveðja og innileg samúð frá mér, mömmu og litla bróður, Sigurði Trausta. Megi góður Guð blessa þig og styrkja. Ég byija reisu mín, Jesús, í nafni þín, höndin þín heig mig leiði, úr hættu allri greiði. Jesús mér fylgi í friði með fögru engla liði. (H. Pétursson) Kristín Kjartansdóttir. heimsókn til Hákonar frænda á Snorrabrautina á Þorláksmessu, akandi á jólasveinasleða með hest- um fyrir. Þetta þóttu mér merki- legir menn og miklir fyrir sér. Enda voru þeir það víst oft og tíð- um. Ég vil að lokum þakka fyrir áralanga góða viðkynningu við Oddgeir Bárðarson. Hann sagði stundum kankvíslegur þegar við mættumst á morgnana í Laugun- um og veður var óvenju vont úti: „Ja, good morning Sir. Everything under control og hægur sunnan sex.“ Nú er Geiri horfínn á braut og siglir hægan sunnan sex inn í ómælisblámann. Við laugarfélag- arnir stöndum á ströndu og veifum í kveðjuskyni þegar við sjáum á eftir svo góðum dreng og skemmti- legum. F.h. sundfélaga í Laugardal, Halldór Jónsson. Vegna mistaka þegar grein þessi birtist, er hún tekin til endur- birtingar og em hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.