Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Þorsteinn Gylfason: Það kom söngfugl að sunnan Tónskáld hafa keppzt við upp á síðkastið, eftir áskorun Helga Hálfdanarsonar, að semja hvert lagið öðru betra við skólavísur Guðjóns Guðjónssonar „Það er leikur að læra“. Það hefur ábyggilega ekki gerzt síðan í stríðinu að jafnmargir fletti Morgunblaðinu jafnspennt- • ir á hveijum morgni. „Skyldi ekki koma nýtt lag á morgun?“ spyr maður mann. í þessu fengsæla flóði má það samt ekki gleymast að þjóðlagið þýzka, sem jafnan hefur verið ranglega haft við þessar vísur, er framúr- skarandi lag eins og fleiri þýzk þjóðlög. Vin- sældir þess á íslandi ekki síður en í Þýzka- landi eru engin furða. Þess vegna er það verð- ugt verk fyrir íslenzk ljóðskáld að yrkja fáein- ar hendingar sem hæfa þessu lagi. Kannski þykir einhveiju skáldi fróðlegt að sjá hvernig Þjóðverjar hafa hagað orðum sínum þegar þeir syngja lagið. Þýzku vísurnar munu vera þjóðvísur eins og lagið er þjóðlag, og þær eru kveðnar á mállýzku sem mig brestur lærdóm til að nefna og staðsetja. A þeirri mállýzku eru þær jafnan sungnar hvar sem er í Þýzka- landi og Austurríki. Það kom söngfugl að sunnan Það kom söngfugl að sunnan. Hann var sendur af þér. Hann bar gullblað í goggi sem var gjöf handa mér. Kimmt a Vogerl geflogen Kimmt a Vogerl geflogen setzt sich nieder auf mein Fut ', hat a Zetterl im Goscherl und vom Dirnderl an GruS. Já þú baðst mig að bíða eftir bjartari tíð. Nú er sól, nú er sumar, og ég syrgi og bíð. Hast mi all weil vertröstet auf die Summeri Zeit, und der Summer is kimma und mein Schatzerl is weit. Því þú hímir enn heima svo ég hef ekki þig. Hvorki Kátur né Kisa vilja kannast við mig. Daheim is mein Schatzerl, in der Fremd bin i hier, und es fragt halt ka Katzerl ka Hunderl nach mir. Góði söngfugl minn, svífðu aftur suður með koss. Hvað ég fylgdi þér feginn! Ég legg fingur í kross. Liebes Vogerl, flieg weiter, nimm a GruB mit, an KuS! Und i kan di nit begleita, weil i hier bleiba muS. Greinin birtist hér leiðrétt vegna tæknilegra mistaka við fyrri birtingu. Er beðist velvirðingar á þessu. Skattur á sparifé? Frá Guðjóni Jónssyni: RÍKISSJÓÐUR þarf að fá sínar tekjur, t.a.m. skatta. En það er ekki sama hvernig þeir eru lagðir á, það er satt að segja hið mesta vandaverk. Nefnd „um samræmda skatt- lagningu eigna og eignatekna" hefur nýlega skilað áfangaskýrslu um þetta mál og verður hún rök- rædd á fundi á Hótel Sögu laugar- daginn 25. apríl. Hlutleysi og ,jafnaðarmennska“ í skattlagn- ingu setur mjög svip á hugmyndir nefndarinnar. Það hljómar vel en í því eru gildrur fólgnar. Skattlagning þarf að vera með þeim hætti að hún hvetji fólk til að spara, vitanlega í þeim tilgangi að sparnaður leiði til hagkvæmari notkunar fyrir sparandann síðar en þangað til sé hann til afnota fyrir ríkissjóð, fyrirtæki og ein- staklinga sem þarfnast lánsfjár og sækja það til útlanda ef það fæst ekki innanlands. Þetta var viðurkennt með víð- tæku skattfrelsi sparifjár og loks verðtryggingu þess þegar komið var í óefni í óðaverðbólgunni. Og enn er ekki tímabært að afnema þetta skattfrelsi, enda er veruleg hætta á að þá yrði hrun í innlendum sparnaði og stórhækk- un erlendra skulda í kjölfarið auk margra annarra þjóðfélagsmeina. Almenningur þarf því að vaka á verðinum og mótmæla þeim áformum um skattlagningu á vexti sparifjár sem nú eru á döfinni. GUÐJÓN JÓNSSON, Meistaravöllum 17, Reykjavík. Félag íslenskra snyrtifræðinga Member of: Comité Intemotional <? Esthétique et de Cosmeiologie Ingólfsstræti 5,101 Reyhjoutk, Icelond, TeL 26099. Orösending frá Félagi fslenskra snyrtilræöinga Að gefnu tilefni vill Félag íslenskra snyrtifræðinga tilkynna: Árið 1985 öðlaðist starfsgreinin snyrtifræði lögverndun. Engum öðrum en þeim sem náð hafa sveinsprófi eða meistaraprófi í snyrtifræði er heimilt að selja vinnu sína til viðskiptavina. Eini löglegi skólinn á íslandi sem útskrifar snyrtifræðinga er Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, snyrtibraut. Þau störf sem lögverndin nær til eru: AndHtsböð Húðhreinsun Handsnyrting Fótsnyrting Litanir augnhára og augnabrúna Dag- og kvöldförðun Háreyðingar ýmiskonar. Stjórn félagsins vekur sérstaka athygli á því að þeir nem- endur sem sækja ýmiskonar námskeið sem auglýst eru á þessu sviði öðlast engin starfsréttindi í iðninni. Vinsamlegast athugið að l. maí ber upp á föstudag að þessu sinni. Pví þurfa allar auglýsingar í sunnudagsblaðið 3. maí að berast í síðasta lagi fyrir kl. 16 fimmtudaginn 30. apríl Sími auglýsingadeildar er 69 11 11 * Pennavinir Átján ára bandarísk stúlka í lista- námi vill skrifast á við 18-30 ára karlmenn og konur sem áhuga hafa á listum, garðyrkju, kvikmyndum, tónlist og mannréttindamálum. Marijka van Hofstra, P. O. Box 08350, Milwaukee 53208-0350, Wisconsin, U.S.A. Ellefu ára sænsk stúlká með áhuga 'adýrum, tónlist, bréfaskrift- um o.fl. vill skrifast á við 10-14 ára krakka á ensku eða sænsku: Eva Andersen, Hemmansvagen 7, 87153 Harnösand, Sweden. Sautján ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál vill eignst apennavini á aldrinum 15-20 ára: Mayumi Itami, 193-7 Nakazato Myogi-machi, Kanra-gun, Gunma, 379-02 Japan. LEIÐRÉTTING Ekki fullbókad Vegna misskilnings stóð í frétt um 20 ára afmælisferð MR-stúdenta sl. fimmtudag að fullbókað væri í leiguvél til Dublin. Enn eru laus sæti í vélinni en alls eru sætin um 170. HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var heiðraður sem sá bíll sem eigendur voru ánægðastir rrieð. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Utlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á Isveifarás sem | dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur sem Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. HONDA gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.