Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 SVÖRT VEISLA Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið Laxness-veisla Umsjón: Þórhallur Sigurðsson Sýningarsljórn: Kristín Hauks- dóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Tónlistarstjórn: Jóhann G. Jó- hannsson Útlit: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Þjóðleikhúsið stendur fyrir fjögurra daga hátíðardagskrá þessa dagana vegna 90 ára af- mælis Halldórs Laxness. í Lax- ness-veislunni, sem var frumflutt á fimmtudagskvöldið og verður endurtekin á morgun, sunnudag, voru lesin upp Ijóð eftir skáldið, sungin lög sem gerð hafa verið við ljóð hans, leikin brot úr skáld- sögum hans og lesið upp úr þeim. Eiginlega á ég fremur effítt með að gera það upp við mig hvort þetta var veisla eða hátíð. Ég hef alltaf haldið að veislur væru gleðilegar — en stemmning- in í Þjóðleikhúsinu var dauðans hátíðleg. Allir upplesarar svart- klæddir, sviðið alautt, með svartar drapperingar — og leikararnir lásu upp af ægilegri alvöru. Þetta var líkara jarðarför en afmælis- veislu og það er alveg óskiljanlegt þegar verið er að heiðra mesta húmorista sem þjóðin hefur átt. Undanteking frá þessu voru þær Herdís Þorvaldsdóttir sem las ljóð- in af léttleika og Bríet Héðinsdótt- ir sem las „S.S. Montclare“ sér- lega skemmtilega. Ekki þar fyrir, innan þessa sorgarramma voru ljóðin skýrt og vel lesin og hátíðarstemmningin var rækilega brotin upp þegar leikin voru atriði úr skáldsögum Laxness. í fyrri hlutanum lék Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Toddu truntu, sem er að safna sálum fyrir Herinn og Ingvar E. Sigurðs- son lék mann sem gerir hróp að henni, úr Sölku Völku, þau Guð- rún S. Gísladóttir og Jóhann Sig- urðarson léku lítið brot úr sam- skiptum þeirra Sölku og Arnalds, Róbert Arnfinnsson lék Bjart í Sumarhúsum og Ragnheiður Steindórsdóttir lék Rósu í atriðinu þegar Bjartur fer á fjöll seint að hausti til að leita að rollu og Rósa er að því komin að fæða barnið Ástu Sóllilju og Edda Heiðrún Backman og Þór Tulinius léku Vegmey og Ólaf Kárason; atriðið þegar hún heimsækir Ólaf um nótt og elskar hann svo mikið að hún hatar hann. Þetta síðast- nefnda atriði bar af í fyrri hlutan- um, þótt öll þau væru vel unnin. í síðari hluta léku þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Róbert Am- finnsson Snæfríði íslandssól og Eydalín lögmann, föður hennar, með prýði, Guðrún Þ. Stephensen og Helgi Skúlason léku Mettu, konu Arnæusar, og Jón Hregg- viðsson (að því er ég gat best séð, þótt stæði Arnæus í sýningar- skrá). Helgi fór vægast sagt á kostum. Næst var leiklestur úr Atóm- stöðinni og var þar steypt saman tveimur atriðum; annars vegar af samskiptum Ugju og frúarinnar, eiginkonu Búa Árlands, hins veg- ar samtali hennar við Kleópötru, þegar sú sveiar íslenskum karl- mönnum. Ólafía Hrönn var Ugla, Kristbjörg Kjeld var Frúin og Þóra Friðriksdóttir var Kleópatra. Þama kom loksins húmorinn. Þóra las Kleópötru bráðskemmti- lega og og var yndislega óhátíð- leg. Svo var stokkið á milli öfga: Atriði úr Gerplu var næst. Flosi Ólafsson var sögumaður og þeir Ingvar E. Sigurðsson og Baltasar Kormákur léku Þormóð Kolbrún- arskáld og Þorgeir Hávarsson — og nú var ekkert svart. Þeir kapp- arnir vom munstraðir upp í gasa- legar múnderingar og ærsluðust um húsið. Þetta atriði fannst mér alveg misheppnað — bæði í útliti og látbragði. Mér finnst alltaf eins og þeim Þormóði og Þorgeiri hafi verið eðlilegt að vera eins og þeir vom, en þarna voru þeir bara farsakarlar og hefðu verið árans góðir á þrjúbíói. Lokaatariðið úr skáldsögum Laxness var upplestur þeirra Helgu Bachmann og Helga Skúla- sonar úr Brekkukotsannál; vel les- ið og skemmtilega valið saman úr sögunni. Tónlistin var ágæt- lega flutt og vel sungin af þeim Eddu Heiðrúnu Backman, Jóhanni Sigurðarsyni, Agli Ólafssyni og Ásu Hlín Svavarsdóttur. Þótt ég geti ekki fundið neitt að efnisvalinu og hvert og eitt atriði hafi haldið ágætlega, verð ég að segja að mér fannst kvöldið gefa tilefni til meiri gleði en þarna var og meiri litadýrðar en eina og eina rauða eða bleika slæðu yfir svörtum kjól. Fyrir bragðið virkaði dagskráin of löng. Ami Egilsson. Jon Hendricks. Jón Páll Bjarnason Jon Hendricks & Company Jass Guðjón Guðmundsson Jon Hendricks & Company hafa þekkst boð um að koma fram á Rúrek ’92 sem haldið verður í þriðja sinn í Reykjavík í maímán- uði. Þetta er hvalreki á fjömr jass- áhugamanna því Hendricks er einn af stórsöngvumm jassins, nú kom- inn á áttræðisaldur. Með honum í för verður eiginkona hans, Judith, dóttirin Aria og sonurinn Kevin Burke ásamt hrynsveit. Hendricks ráðgerði að gera stuttan stans hér á landi en eftir að Vemharður Linnet, formaður Jazzvakningar, sendi honum íslandsbók Iceland Review, ákvað hinn aldni að lengja dvöl sína í landinu skrítna. Von er á disk með Jon Hendricks & Company í plötuverslanir hér á landi á næstunni. Diskur þessi var gefinn út 1990 og heitir Freddie Freeloader eftir lagi Miles Davis af Kind of Blue. Hendricks hefur samið texta við lagið og öll sólóin. Bobby McFerrin syngur sóló Wynt- ons Kellys, A1 Jarreau sóló Miles, Hendricks sóló Coltranes og Ge- orge Benson sóló Cannonball Add- erleys. Alveg magnaður söngur þar á ferðinni, enda um að ræða ijóm- ann af bandarískum jasssöngvur- um. Undir leika valinkunnir menn, þar á meðal Jimmy Cobb sem lék með Miles í uppmnalegu útgáfunni á Kind of Blue. _ Nú er Ijóst að Ámi Egilsson, bassaleikari og kompónisti í Los Angeles, Jón Páll Bjamason gítar- leikari á sömu slóðum, og Pétur Östlund trommuleikari í Svíþjóð leika saman í einni og sömu hljóm- sveitinni á Rúrek ’92. Árni hefur ekki leikið hér síðan hann lék á sviði Háskólabíós með Andre Pre- vin fyrir ca. 20 árum, en hann hefur gert garðinn frægan í stúdíó- og kvikmyndatónlist á vestur- strönd Bandaríkjanna. Tvær af skífum Árna hafa fengist hér á landi, Bassus Erectus og Fascinat- ing Voyage. Á þeirri síðarnefndu lék hann bassadúó með Ray Brown. Árni hefur auk þess feng- ist við annars konar tónsmíðar og þess má geta að Sinfóníuhljóm- sveit íslands mun flytja eitt verka Árna á næsta starfsári. Pétur Öst- lund lék hér síðast á eftirminnileg- um tónleikum með hljómsveit Tóm- asar R. Einarssonar og Frank Lacy. Með Pétri í för verða reynd- ar prír samstarfsmenn í Svíþjóð og munu þeir troða upp í endaðan Rúrek á Púlsinum. Stuttmyndahátíð á Borginni HALDIN verður stuttmyndahátíð á Hótel Borg dagana 27. - 29. apríl þar sem sýndar verða 24 íslenskar stuttmyndir og haldnir fyrirlestrar um kvikmyndagerð. Auglýst var eftir þátttakendum á hátíðina og voru viðbrögð áhuga- manna mjög góð að sögn Jóhanns Sigmarssonar hjá Kvikmyndafé- lagi íslands, sem skipuleggur hana. Haldnir verða níu fyrirlestrar um þætti er lúta að kvikmynda- gerð og sýnt verður kynningarefni úr þremur nýjum íslenskum bíó- myndum, Svo á jörðu sem á himni, Sódóma, Reykjavík og Veggfóður - erótísk ástarsaga. Á meðal mynda sem sýndar verða eru Sjúðu mig Nína eftir Óskar Jónasson, Uppfinningamað- urinn og „Happy Birthday" eftir Júlíus Kemp og Hundur, hundur eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson. Á meðal mynda sem áhugamenn sendu á hátíðina eru Réttur dags- ins eftir Bjama H. Þórarinsson, Undarleg hegðun eftir Margréti Hugrúnu Gústafsdóttur, í túninu heima eftir Svan Þór Karlsson, Sagnorð eftir Hlyn Hallsson, Skvísa eftir Ásmund Ásmundsson, Spuming um svar eftir Svavar Guðmundsson, Gluggar eftir Lauru Valentino, Reipið eftir Paul Lyn- don, Þjónar djöfulsins eftir Sigurð Guðmundsson, Leikin heimildar- mynd eftir Vilhjálm Ragnarsson, Eitt sinn var og mun ávallt vera óftir Braga Þór Hinriksson, Guðna Hilmar Halldórsson og Þorgeir Magnússon og „End of the World“ eftir Davíð Bjarnason. Fyrirlesarar verða m.a. Hilmar Oddsson sem talar um leikstjórn, Halldór Þorgeirsson sem talar um Áhugamenn sýna stuttmyndir. framkvæmdastjórn og framleiðslu, Jóhann Sigmarsson talar um hand- ritsgerð, Ari Kristinsson um kvik- myndatöku og lýsingu-og Kjartan Kjartansson um hljóðvinnslu. Sýningar hefjast klukkan hálf átta og kynnir verður Steinn Ármann Magnússon leikari. Þorbjörg Þórðardóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson í sýningarsölum Norræna hússins hefur undanfarið staðið yfir sýning á myndvefnaði Þor- bjargar Þórðardóttur veflista- konu. Þorbjörg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1968-72, og síðan við Konstfackskólann í Stokkhólmi næstu ár þar á eftir. Um langt árabil var hún kennari við MHÍ, jafnframt því sem hún hefur tekið mikinn þátt í starfí veflistafólks; hún var m.a. meðal stofnenda Gallerís Sólin íslandus og Gallerís Langbrókar, og formaður Textíl- félagsins um tíma. Þorbjörg hefur tekið þátt í fjölda samsýninga allt frá 1975, bæði hér á landi, á norrænum vettvangi og í Bandaríkjunum, en sýningin í Norræna húsinu nú mun vera fyrsta einkasýning lista- konunnar. Hún sýnir hér fímmtán myndverk, sem hún hefur unnið á síðustu þremur árum, og ofíð úr ull, hör og handspunnu hross- hári. í sýningarskrá kemst lista- konan svo að orði: „Það er langur vegur frá frum- hugmynd yfír í vef. Hugmyndir að verkunum sæki ég til náttúr- unnar og vinn úr þeim á óhlut- bundinn hátt. Þetta eru minning- arbrot af náttúrufyrirbærum þár sem samspil efnis og áferðar er mikilvægur þáttur." Með þessu má segja að Þor: björg sé að fylgja í fótspor fjöl- margra listamanna hin síðari ár, þar sem náttúran hefur orðið sí- fellt meira áberandi sem hug- myndavaki verka þeirra, þó út- færslan sé_ skiljanlega afar fjöl- breytileg. í verkunum á sýning- unni má greina tvo meginþætti, þ.e. ímyndir hafs og elda annars vegar og liti árstíðaskipta hins vegar. Eins og raunar gildir um verk fleiri veflistamanna í seinni tíð er frekar rétt að segja um verk Þorbjargar að hér séu á ferð- inni veggmyndir en einungis vefn- aður. Verkin eru sett á trégrind- ur, sem standa út frá veggfletin- um á mismunandi hátt, þannig að viss hrynjandi, sem hefst í vefnaðinum, er aukinn á mark- vissan hátt og fær meira vægi vegna lögunar verkanna í heild. Litanotkun Þorbjargar er einn- ig vel skipulögð, þannig að hveij- um einstökum litfleti er gefið aukið líf með því að fáeinir þræð- ir annarra lita eru settir inn á milli, og gefa heildinni þannig Þorbjörg Þórðardóttir. aukna dýpt og raunverulegri til- vísun til náttúrulita en ella. Hér væri auðvelt að ofgera hlutina, og nota skæra liti sem væru myndefninu óeiginlegir, en lista- konan stenst þá freistingu ágæt- lega. í vefnaðinum sjálfum verða hrosshárin einnig oft til að ýfa fletina, skapa hreyfingu og teng- ingu milli litflata, þar sem um skarpar skiptingar er að ræða. I frenirí salnum eru flest verk- in byggð upp á djúpbláum litum hafslns og fjarlægðarinnar í land- inu, en glóandi litir haustsins og eldsins rísa úr flötunum, kljúfa þá eða ummynda á annan hátt. Sá hrynjandi sem þessar samsetn- ingar ná að skapa kemur vel fram í verkum eins og „Mar“ (nr. 1) og „Stilla" (nr. 6), svo eitthvað sé nefnt. Innri salurinn hefur yfir sér blæ árstíðanna; í verkunum þar eru ríkjandi bjartari litir hausts og vors, sem minna á sölnuð lauf, gulnaða sinu — sem þó bera með sér stöku vott þess lífs, sem vakn- ar að vori. „Leysing“ (nr. 11) og „Vorþytur" (nr. 14) sýna tvær hliðar á þessu ferli, sem öll nátt- úran gengur í gegnum á hverju ári. Þessi fyrsta einkasýning Þor- bjargar Þórðardóttur er sýning þroskaðrar listakonu, sem hefur fengist lengi við sinn miðil. Verk hennar fylgja hefðinni í almenn- um vinnubrögðum, en sýna góða tilfínningu fyrir litum og hrynj- anda, sem eru grundvallarþættir í allri myndlist. Sýningu Þorbjargar Þórðar- dóttur í Norræna húsinu lýkur sunnudaginn 26. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.