Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 ÍÞRÚmR FOLK ■ SIGURÐUR Jónsson hefur gengið frá félagaskiptum sínum frá Arsenal til Akraness. Sigurður lék með ÍA gegn Selfossi í Litlu- bikarkeppninni á sumardaginn fyrsta. Hann verður orðinn löglegur þegar Skagamenn leika sinn fyrsta leik í 1. deild - gegn KR í Frosta- skjóli. ■ JAKOB Jónsson og félagar hans hjá Víking náðu ekki að kom- >-ast í úrslitaleikina un Noregsmeist- aratitilinn í handknattleik í gær- kvöldi. Þeir töpuðu stórt, 22:34, fyrir SIF Stavanger. Jakob skor- aði flögur mörk. SIF Stavanger og Runar leika til úrslita. ■ ARNLJÓTUR Davíðsson, sem lék með Eyjamönnum í 1. deild í . knattspyrnu sl. keppnistímabil, hef- ! ur gengið til liðs við Valsmenn. ■ GARY Lineker hefur verið út- nefndur knattspyrnumaður ársins í 1 Englandi 1992. ■ LEIKMENN landsliðs Þýska- lands fá 2,9 millj. ísl. kr. ef þeir vinna Everópukeppni landsliða í Svíþjóð í sumar, en þess má geta að hver leikmaður þýska liðsins ' 7^íengu 4,5 millj. fyrir að verða heimsmeistarar á Ítalíu 1990. Leikmennirnir fá 2,2 millj, fyrir að komast í úrslitaleikinn í Sví- þjóð, en 1,5 millj. fyrir að komast í undanúrslit. ■ PETER van Vossen, 24 ára landsliðsmaður Hollands, sem leik- ur með Beveren, skrifaði undir þriggja ára samning við And- erlecht í gær. ■ STEFAN Effenberg, miðvall- ; arspilari hjá Bayem Miinchen, er I 3*á leið til Italíu og hefur hann nú : þegar rætt við forráðamenn Firont- ína. Hann er 23 ára. I RUDI VöIIer, miðhgerji Róma, mun taka við fyrirliðastöðu Lothar Matthaus hjá þýska landsliðinu, • en Matthaus meiddist á dögunum og var skorinn upp. Liðbönd í hné slitnuðu. Hann verður frá keppni í átta mánuði. Um helgina HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppni kvenna: í dag kl. 16 leika Stjaman ogVfking- ur fimmta úrslitaleikinn um Islands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna. KÖRFUKNATTLEIKUR Körfuknattleikshátíð verður í Njarð- vík í dag í tilefni 50 ára afmælis Njarðvikurbæjar. Hátíðin hefst kl. 14 með þriggja stiga skotkeppni og troðslukeppni. Kl. 16 leikur Njarð- víkurliðið gegn Iandsliðinu. Valur Irigimundarson leikur með sinum gömlu félögum hjá Njarðvík. I leik- hléi verða úrslit í skot- og troðslu-_ keppninni. GOLF Fyrsta opna golfmótið verður haldið hjá Golfldúbbunum Keili í dag kl. 9. Mótið er 25. ára afmælismót GK. Keppnisfyrirkomulag verður 7/8 sta- belford. KEILA Félagakeppni úrvalsliða keilufélag- anna verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í dag og hefst kl. 10 árdeg- is. I kvöld er síðan laugardagsmót og þar eru allir velkomnir. Mótið hefst kl. 20. KVONDO Kvondo-mót verður haldið í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í dag og hefst kl 12. Kvondo er sjálf- svamarlist sem nýlega er farið að keppa í hér á landi. FIMLEIKAR Unglingameistaramótið í fimleik- um fer fram í Laugardalshöllinni í dag og hefst kl. 11. KNATTSPYRNA Tveir leikir verða leiknir í Tactic- mótinu á Akureyri í dag. KA - Tinda- stóll kl. 13 á KA-velli og Þór - Leift- ur kl. 16 á Þórsvelli. Á morgun leika Leiftur - Tindastóll kl. 13 á Þór- svelli og KA - Þór kl. 16 á KA-velli. HANDKNATTLEIKUR Slgurður Svelnsson fagnar að leik loknum. Hann skoraði átta mörk fyrir Selfoss. Morgunbiaðið/Bjarni Einksson Var of stífur og spenntur - segir Gísli Felix Bjarnason, markvörður, sem náði sér ekki á strik ífyrri hálfleik Eg var búinn að sökkva mér allt of mikið niður í leikinn og var því stífur og spenntur í fyrri hálf- MKMMMKK leik,“ sagði Gisli SkúliU. Felix Bjarnason, Sveinsson markvörður Selfyss- skrifar inga, sem varði að- eins tvö skot í fyrri hálfleik en 13 skot það sem eftir lifði leiks. „Einar skipaði mér að setjast niður og slaka ærlega á. Ég gerði það og náði áttum og var svo blúss- heitur það sem eftir var og allt small saman. Vörnin var líka alveg heil og því ekki hægt annað en veija nokkra bolta. Svo er útilokað en standa sig fyrir svona frábæra áhorfendur. Framhaldið hjá okkur er að taka einn leik fyrir í einu og við ætlum okkur gott framhald, annars er þetta orðið frábær bónus á veturinn," sagði Gísli Felix. Veit ekki hvað fór úrskeiðis „Það er fátt hægt að segja eftir svona baráttu. Ég veit ekki hvað fór úrskeiðis hjá okkur en þegar Selfyssingar tóku Bjarka úr umferð gekk sóknin ekki nógu vel hjá okk- ur. Hún varð hálf vandræðaleg, en samt vorum við viðbúnir því að þeir tækju Bjarka, en það gekk ekki hjá okkur þrátt fyrir að við vissum hvernig við ætluðum að bregðast við. Eg hélt um tíma að við myndum hafa þetta, en það tókst ekki og ég óska Selfyssingum til hamingju með þennan áfanga," sagði Guðmundur Guðmundsson þjálfari Víkinga. „Það er alveg frábært að leika í svona stemmningu, það er enginn tími til að hugsa og ekki hægt að tala saman, en því miður tókst okk- ur ekki að klára þetta. Ég veit ekki hvað klikkaði hjá okkur, en Gísli Felix fór að veija í síðari hálfleikn- um. Við vorum fjórum mörkum yfir í hálfleik og byijuðum síðari hálf- leik ágætlega og hefðúm átt að klára þetta, en það tókst ekki. Þeir komust strax yfir í framlengingunni og við náðum ekki að klára dæmið. Selfyssingar léku vel og ég óksa þeim til hamingju og vona að þeim gangi vel í úrslitunum,“ sagði Birg- ir Sigurðsson fyrirliði Víkinga. Leikið í Eyjum í dag eða á morgun Fresta varð leik ÍBV og FH 1 úrslitakeppninni í gærkvöldi vegna veð- urs. Ef FH-ingar og hluti Eyjaliðsins komast með flugi til Eyja snemma í dag leika liðin síðdegis. Verði enn ófært fara leikmennirnir með Heijólfi um hádegið og liðin mætast þá á morgun, sennilega kl. 14. Sigri Eyjamenn verður oddaleikurinn því á mánudag eða þriðjudag. Selfyss- ingar til Portúgal Leikmenn Selfossliðsins tryggðu sér farseðla til Portúgal með því að leggja Víkinga að velli. Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss hét á leikmenn liðsins eftir að þeir kom- ust í undanúrslit, að ef þeir kæm- ust i úrslit myndi stjórnin bjóða leik- mönnum og eiginkonum þeirra í viku sólarferð til Portúgal eftir ís- landsmótið. Þrátt fyrir sand- og moldrok á Suðurlandi í gær eiga leikmenn Selfossliðsins eftir að sjá til sólar. SKIÐI / ANDRESAR ANDARLEIKARNIR Morgunblaðið/Rúnar Þór Jafnir í mark í þriðja sinn Jón Garðar Steingrímsson, Siglufirði, til vinstri og Helgi Heiðar Jóhannesson, Akureyri, sigruðu í þriggja km göngu 12 ára drengja á Andrésar andarleikun- um og komu jafnir í mark þriðja árið í röð. Keppni hófst á sumardaginn fyrsta í Hlíðarfjalli við Akureyri. Þátttakendur eru um 740 og keppa tæplega 700 í alpagreinum, um 50 í göngu og liðlega 60 í stökki. Leikarnir halda áfram um helgina. ARSÞING/KKI Helgi Hólm býður sig fram gegn sitjandi förmanni Helgi Hólm, formaður íþróttafé- lags Keflavíkur, hefur ákveðið að gefa kost á sér gegn Kolbeini Pálssyni sitjandi Björn formanni Körfu- Blöndal knattleikssambands skrifarfrá íslands á ársþingi Keflavik sambandsins sem fer fram í Borgamesi og hefst á fimmtu- daginn kemur. Helgi var einn af frumkvöðlum þess að gera körfu- knattleik að vinsælli íþróttagrein í Keflavík. Allir körfuknattleiksmenn sem keppa undir merkjum ÍBK eru félagar í ÍK. Helgi Hólm hefur verið búsettur í Keflavík síðan 1963 og var á sínum yngri árum kunnur íþróttamaður; fyrst í frjálsum íþróttum og síðan í körfuknattleik og golfi. Afskipti hans af körfuknattleik hófust árið 1971. Helgi sagði í samtali við Morgunblað- ið að ÍK hefði verið stofnað árið 1969 í tengslum við fijálsar íþróttir en síðan hefði körfuknattleikurinn fljót- lega orðið ofan á. Árið 1974 gerðist Helgi formaður ÍK og hefur hann verið formaður félagsins síðan. „Körfuknattleikurinn stendur með miklum blóma og við sem að þessu framboði stöndum teljum að við get- um lagt ýmislegt af langri reynslu til að efla körfuknattleiksíþróttina enn frekar. Ég tel að leggja verði meiri áherslu á að gera allt starf KKÍ skipulagðara og starfsemina mark- vissari. Einnig hef ég mikinn áhuga á að auka veg kvenfólksins og skipa þeim þann sess sem þeim ber,“ sagði Helgi Hólm ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.