Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 \ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Fullnýting sjávar- fangsins Jóhannes Nordal á ársfundi Seðlabankans í gær: Ovíst er hvenær má við efnahag Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur á undanfömum misserum unnið afar þarft starf í þágu sjávarútvegsins og þjóðarinn- ar. Úttektir og rannsóknir stofnun- arinnar benda til að hægt sé að auka útflutningsverðmæti um millj- arða króna, ýmist með því að huga betur að vannýttum fiskitegundum og því, að nýta betur þann fisk, sem þegar er unninn, einkum um borð í frystitogurum. Nýjasta skýrsla RF fjallar um vinnsluskip og fullnýtingu sjávarafla. I henni er þess freistað að gera grein fyrir helztu leiðum til að fullnýta það sjávarfang, sem um borð kemur í vinnsluskip íslenzka fiskiskipaflotans. Talið er að frá vinnsluskipum okkar fari á næstu árum um 66.000 tonn af úrgangi og aukaafla í hafið miðað við að þau verði 35 talsins. í ágripi skýrsl- unnar segir höfundur hennar, Jón Heiðar Ríkharðsson, svo: „Fjárfest- ingar til þess eins að hirða úrgang borga sig ekki nema fyrir stærstu togarana. Arður af því að hirða úrgang á minni togurunum er háður því skilyrði að þau skip verði lengd og að þannig skapist einnig tæki- færi til að bæta nýtingu á aðalafurð- um. Breytingar á togbátum borga sig ekki nema þeir afli meira en 2.000 tonna af bolfiski á ári. Heild- amiðurstaðan er sú, að það sé þjóð- hagslega hagkvæmt að ráðast í breytingar á togurunum í þessu skyni. Miðað við 10% ávöxtunar- kröfu fjármagns myndi 3,4 milljarða fjárfesting til nauðsynlegra breyt- inga borga sig upp á rúmum þrem- ur ámm með 22% innri vöxtum. Árlega myndi hún skila 1,7 milljarði í aukin útflutningsverðmæti, 350 milljóna hagnaði til útgerða og 150 milljóna hagnaði vegna úrvinnslu aukaafurða úrgangs í Iandi." Hér er mikið sagt enda er það óveijandi að verðmætum sé hent í hafíð, hvort sem er á samdráttartím- um eða í góðæri. Hins vegar er það svo, að yfírleitt þarf erfíðleika til að vekja menn til umhugsunar um þau tækifæri, sem fyrir hendi eru. Þessi skýrsla er mikið verk og felur í sér margvíslegar upplýsingar. Þar sem segja má, að verið sé að saka útgerðarmenn vinnsluskipa um hirðuleysi og virðingarleysi gagn- vart auðlindinni og þeim veiðiheim- ildum, sem þeim hefur verið úthlut- að eða áskotnazt með öðrum hætti, verður skýrslan að vera áreiðanleg. Allur útreikningur verður að vera réttur og áður en niðurstöður eru gerðar opinberar þyrfti að fara í saumana á þeim með útgerðar- mönnum og skipstjórum þessara skipa, til að fá að vita hvað fer úr- skeiðis og hvers vegna þessar leiðir eru ekki farnar. Er það vegna ókunnugleika útgerðarmanna, eða hafa útreikningar þeirra leitt til annarra niðurstaðna? í skýrslunni er gert ráð fyrir þvi, að meltu, sem unnin verði um borð í fiskiskipunum, sé unnt að selja til frekari vinnslu í landi á 4.200 krón- ur tonnið. Á því verði er hag- kvæmni vinnslunnar grundvölluð, en 1.185 tonn af meltu eru talin skila viðkomandi skipi árlegum hagnaði að núvirði upp á rúma hálfa milljón. Þama virðist höfundur skýrslunnar teygja sig heldur langt, því nánari eftirgrennslanir benda til þess að erfitt muni að losna við meltuna hér á landi og verð yrði miklu lægra en gert er ráð fyrir í skýrslunni. Má í því sambandi minna á ummæli Gísla Jóns Hermannsson- ar, framkvæmdastjóra Ögurvíkur, hér í blaðinu. Okkur er fátt mikilvægara við nýtingu auðlinda hafsins, en að ganga um hana með virðingu og nýta til fulls, það sem aflast. Allar tilraunir til að vekja menn til um- hugsunar eru nauðsynlegar og af hinu góða, því hvert brot til batnað- ar skilar miklu. Hins vegar verður að gæta þess í umræðunni og út- reikningum um mögulegan arð af betri nýtingu, að þar sé stuðst við raunverulega möguleika og að þeir aðilar, sem hlut eiga að máli, vinni saman. Því miður virðist raunin sú, að mikið skorti á þessa samvinnu og útkoman verði á þá lund, að út- gerðarmönnum og sjómönnum fínn- ist „fræðingaveldið" í landi vera að gera lítið úr sér. Þannig lenda þeir í andstöðu við vísinda- og rannsókn- armenn og þeir hópar, sem verða að vinna saman, verða andstæðing- ar þó markmið beggja sé í raun hið sama; að auka arðinn af auðlindinni með skynsamlegri nýtingu hennar. Með þessum skrifuðu orðum er ekki verið að gera lítið úr viðleitni Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og fleiri til að vekja athygli á mögu- leikum til bættrar nýtingar sjávar- fangsins. Aflakaupabankinn og starfsmenn hans hafa unnið afar þarft verk, einmitt í góðri samvinnu við útgerðar- og sjómenn. Afkoma okkar grundvallast á því að við nýt- um með skynsamlegum hætti alla þá möguleika, sem auðlindir hafsins gefa okkur. Claude Stagg, bæjar- stjóri í Catalina á Nýfundnalandi, lýsir ástandinu þar á eftirfarandi hátt í samtali við sérblað Morgun- blaðsins um sjávarútveg, Úr verinu, síðastliðinn miðvikudag: „Með minnkandi afla hefur mikið skort á, að vinnsluvirði afurðanna hafi verið aukið til að skapa meiri at- vinnu og tekjur. Menn hefðu átt að fara þá leið fyrir allnokkru og full- vinna fískinn í neytendaumbúðir hér í Catalina, í stað þess að senda blokkir og hálfunnar pakkningar til frekari vinnslu í Bandaríkjunum. Þá hefðum við þurft að huga betur að aukinni nýtingu annarra fiskteg- unda en þeirra hefðbundnu. Því miður skorti menn framsýni á þeim tíma. Nú sjá menn mistökin og það er sárt að horfa upp á afleiðingarn- ar, atvinnuleysi hundruða fólks. Það er ekki of seint að snúa þessari þróun við, við þurfum að hugsa um vinnu fyrir Nýfundlendinga, ekki Bandaríkjamenn. Afkoma okkar og framtíð er í húfi. Fólk vill fá að vinna, en sé það svipt stoltinu og verði á framfæri hins opinbera árum saman getur ill.a farið.“ Svona er staðan þama í dag. Hún er svo sannarlega vlti til vamaðar hverri þjóð, sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi. Hér fer á eftir í heild ræða dr. Jóhannesar Nordals, formanns bankastjórnar Seðlabankans, á ársfundi bankans í gær: Fyrir hönd bankastjómar Seðla- bankans býð ég yður öll velkomin á þennan 31. ársfund bankans. Er hann haldinn í tilefni þess, að við- skiptaráðherra hefur í dag staðfest reikninga bankans fyrir árið 1991, en jafnframt hefur ársskýrsla bank- ans verið gefin út. Auk upplýsinga um rekstur bankans og starfsemi er í skýrslunni gerð rækileg grein fyrir þróun efnahags- og peningamála á liðnu ári. Mun ég nú að venju gera nokkra grein fyrir efnahagsþróun undanfarins árs, en þó beina athygl- inni sérstaklega að hlutdeild Seðla- bankans í mótun og framkvæmd stefnu stjórnvalda í efnahagsmálum. Fyrir ári fjallaði ég á þessum vett- vangi sérstáklega um það, hvemig tryggja mætti áframhald þess aukna stöðugleika í verðlags- og launamál- um, sem náðst hafði eftir Iq'ara- samningana árið 1990. í þeirri um- fjöllun var lögð sérstök áherzla á mikilvægi gengisfestu og hvernig hana mætti treysta með samræmdri stefnu í fjármálum ríkisins og pen- ingamálum. Þegar litið er yfir þróun síðustu tólf mánaða orkar ekki tví- mælis sá mikli árangur, sem náðst hefur í þessum málum. Þótt verð- bólga ykist um stuttan tíma síðastlið- ið sumar bæði vegna áhrifa launa- hækkana og aðgerða í ríkisfjármál- um, sem áhrif höfðu til verðhækkun- ar, hefur síðan verulega dregið úr verðhækkunum, og reyndist árshraði verðbólgunnar síðustu sex mánuði aðeins um 2% á mælikvarða vísitölu framfærslukostnaðar. Yfir síðastliðin tvö ár, þ.e.a.s. frá apríl 1990 til jafn- lengdar í ár, er árlegur meðalverð- bólguhraði hins vegar rétt tæplega 6%. Sé litið til hinnar rótgrónu verð- bólgu, sem einkennt hefur íslenzkt efnahagslíf áratugum saman, en þó einkum síðustu tvo áratugi, er hér vonandi um þáttaskil að ræða, sem boða að verðbólga hér á landi verði I framtíðinni að jafnaði sízt meiri en I iðnríkjum Vestur-Evrópu og Norð- ur-Ameríku. Fastgengisstefnan Sú fastgengisstefna, sem fylgt hefur verið undanfarin tvö ár, hefur verið ein meginundirstaða þess árangurs, sem náðst hefur I launa- og verðlagsmálum. Síðastliðið haust var þessi stefna mörkuð með enn skýrari hætti með sameiginlegri yfír- lýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka. Var þar ekki aðeins lögð áherzla á áframhaldandi stefnu stöðugs geng- is, heldur ákveðið að vinna skipulega að því að skapa forsendur þess, að íslenzka krónan verði síðar tengd evrópsku mynteiningunni ECU. Þessu til áréttingar var ECU gefíð 76% vægi I þeirri gengisvog, sem gengi íslenzku krónunnar hefur mið- ast við frá síðustu áramótum. Jafn- framt var I yfirlýsinginni lögð áherzla á það, að varanleg gengisfesta yrði aðeins tryggð með samræmdri stefnu á öðrum. sviðum efnahagsmála, ekki sízt peningamála, íjármála ríkisins og launamála. Enn vantar verulega á, að tekizt hafí að koma á nægilega samræmdri stefnu I ríkisfjármálum og peningamálum, eins og ég mun víkja nánar að síðar. Á launamark- aðnum standa nú yfir samningar, sem ég mun ekki gera sérstaklega að umtalsefni, en hlýt þó að taka undir þær almennu vonir, sem eru bundnar við það, að þeir stefni á engan hátt í hættu þeim stöðugleika I verðlagi, sem náðst hefur að undan- förnu. Sú staðreynd, að það mark- mið að tryggja hér á landi aðeins 2-3% verðbólgu næstu árin sé nú innan seilingar, er án efa öllum aðil- um hvatning til sátta og hófsamrar samningsgerðar. Þar að auki leikur ekki á tveim tungum, að stöðugleiki I verðlagi og launum er mikilvægasta forsenda þess, að íslendingum takist að brjót- ast út úr þeirri stöðnun, sem ríkt hefur í efnahagsstarfsemi hér á landi undanfarin fjögur ár, og skapa I þess stað skilyrði heilbrigðs hag- vaxtar án verðbólgu. Efnahagslægðin ekki eins djúp og talið var Nú liggur fýrir ný áætlun Þjóð- hagsstofnunar um þjóðarframleiðslu og útgjöld á árinu 1991, en jafn- framt hafa þjóðhagsreikningatölur undanfarinna ára verið endurskoð- aðar, og eru breytingar á þeim yfir- leitt til hækkunar. Samkvæmt þess- um nýju tölum hefur efnahagslægð undanfarinna fjögurra ára ekki verið eins djúp og áður var talið. Þannig sýna þær aðeins 0,5% lækkun lands- framleiðslu samtals á árunum 1988 og 1989, en 0,5% aukningu á árinu 1990, sem þýðir með öðrum orðum, að landsframleiðsla hafi nánast stað- ið I stað á þriggja ára tímabilinu 1988-1990, eftir að hafa aukizt að meðaltali um 6,5% árin þrjú þar á undan. Nokkuð rættist hins vegar aftur úr á síðasta ári, en þá er vöxt- ur landsframleiðslu áætlaður 1,4%. Voru fram eftir árinu sterkar vonir bundnar við það, að þjóðarbúskap- urinn væri á leið út úr efnahags- lægðinni og framundan væri hæg- fara bati I framleiðslu- og þjóðartekj- um. Virtust þessar bjartari horfur einnig studdar af spám um betri tíð I atvinnulífi iðnríkjanna, einkum Bandaríkjanna og Bretlands, þar sem efnahagslægðin hafði verið dýpst. Því miður .reyndust þessar vonir byggðar á ótímabærri bjart- sýni, bæði hér á landi og erlendis. Tvennt varð því einkum valdandi, að efnahagshorfur hér á landi versn- uðu að mun, þegar leið að lokum síðastliðins árs. Annars vegar hafa horfur um þorskafla farið versnandi og hefur það leitt til verulegrar lækkunar veiðikvóta á þessu ári en hins vegar að ákvörðun um bygg- ingu nýs álvers hefur verið frestað, en frestunin var bein afleiðing versn- andi efnahagsástands I iðnríkjunum, sem hefur m.a. komið fram I lækkun á verði á áli og erfiðari fjármögnun- arskilmálum. Eru þetta mikilvæg- ustu ástæðurnar fyrir því, að nú er spáð allt að 3% lækkun landsfram- leiðslu á þessu ári og mjög óvíst, hvenær umtalsverður efnahagsbati fer að gera vart við sig hér á landi. Skammvinnur bati Hinn skammvinni bati, sem átti sér stað á fyrri hluta síðasta árs stafaði að nokkru leyti af því, að viðskiptakjör fóru þá verulega batn- andi, einkum vegna verðhækkana á útfluttum sjávarafurðum, en I heild bötnuðu viðskiptakjör á árinu um 4,5%, þannig að þjóðartekjur jukust um 2,8% frá árinu áður, enda þótt landsframleiðsla ykist aðeins um 1,4%. Þessi viðskiptakjarabati fór hins vegar að ganga til baka undir lok ársins, og fer verðlag sjávaraf- urða nú lækkandi á ný. Meginorsök aukir.nar atvinnu- starfsemi á fyrri hluta síðasta árs lá hins vegar I stóraukinni einka- neyzlu og opinberum útgjöldum. Þannig jókst einkaneyzlan um 5,6% frá fyrra ári, en árin þrjú þar á undan hafði einkaneyzla minnkað samtals um tæp 9%. Margt virðist hafa stuðlað að þessari aukningu, svo sem nokkur hækkun rauntekna og bjartsýni um betri efnahagshorf- ur. Þyngst á metunum hafa þó vafa- laust verið þensluáhrif frá halla- rekstri ríkissjóðs og miklum lántök- um heimilanna, sem síðar verður nánar að vikið. Mikil aukning varð I opinberum útgjöldum I formi sam- neyzlu, sem jókst um 4,6% saman- borið við 4,1% aukningu árið áður. Athyglisvert er, hve miklu hraðar samneyzla hefur aukizt en aðrir þættir þjóðarútgjalda á síðastliðnum árum. Til dæmis má nefna, að á síð- astliðnum fjórum samdráttarárum hefur samneyzla aukizt um rúm 16%, en á sama tímabili hafa þjóðar- tekjur staðið I stað. Áð meðtaldri ijárfestingu, sem jókst um 3% frá fyrra ári, og birgða- breytingum, varð aukning þjóðarút- gjalda á síðasta ári 5,7% á móti aðeins 2,8% hækkun þjóðartekna. Jókst því hallinn á viðskiptajöfnuð- inum við útlönd verulega á árinu, eða úr 2,2% af landsframleiðslu I 4,9%, og hefur viðskiptahallinn ekki verið meiri síðan á árinu 1982. Reiknað á meðalgengi ársins dróst útflutningur saman um einn milljarð á árinu, og þjónustujöfnuður rýrnaði um þrjá milljarða, einkum vegna meiri útgjalda til ferðalaga. Mest munaði þó um sjö milljarða króna aukningu vöruinnflutnings, sem einnig stafaði að verulegu Ieyti af aukinni neyzlu. Vegna viðskiptahallans hélt er- lend skuldabyrði þjóðarbúsins áfram að hækka á árinu, en þó minna en undanfarin þrjú ár, einkum vegna hækkunar landsframleiðslu og nokkru hærra raungengis. Erlendar langtímaskuldir reyndust í árslok 51,2% af landsframleiðslu, sem er sama hlutfall og árið áður, en hins vegar hækkuðu nettóskuldir erlend- is, en þá er einnig tekið tillit til skammtímaskulda og gjaldeyrisf- orða, úr 46% af þjóðarframleiðslu í 46,8%. Veruleg aðlögunarvandamál í atvinnulífi Það sem ég hef nú stuttlega rak- ið um þróun þjóðartekna og -gjalda sýnir hina þröngu stöðu, sem þjóð- arbúskapur íslendinga er I um þess- ar mundir. Þótt vandann sem við blasir á þessu ári megi að verulegu rekja til framleiðslusamdráttar I sjávarútvegi og þeirrar efnahags- lægðar, sem nú gengur yfír öll helztu viðskiptalönd íslendinga, nægir það ekki til skýringar á fimm ára stöðn- un I hagvexti. Ljóst er að atvinnu- starfsemin á ennþá við veruleg að- lögunarvandamál að etja eftir lang- varandi tímabil verðbólgu og mið- stýringar í atvinnumálum og á fjár- magnsmarkaði. Of mikil framleiðslu- geta og þung skuldastaða krefst þess, að nýfjárfestingn sé frestað um sinn, og kröftunum einbeitt að því að endurskipuleggja rekstiir og bæta fjárhagsstöðu. A vandamálum af þessu tagi eru engar einfaldar eða skjótvirkar lausnir, heldur verð- ur hvert fyrirtæki fyrir sig að taka á vandanum í samráði við og með eðlilegri þátttöku þeirra lánastofn- ana, sem þau skipta við. Bein af- skipti ríkisins af rekstrarvandamál- um fyrirtækja hafa sjaldnast gefízt vel, enda oftast verið fólgnar I því að fresta vandanum fremur en leysa hann. Með þessu er ekki við það átt, að ríkisvaldið hafí veigalitlu hlut- verki að gegna varðandi þróun at- vinnuvega, heldur hitt að því beri fyrst og fremst að einbeita sér að því að skapa hin almennu skilyrði heilbrigðs markaðsbúskapar, sem bæði agar fyrirtæki og einstaklinga og hvetur til dáða. Að undanförnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.