Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 Linares: Nigel Short hefur betur gegn Karpov Linares. Reuter. BRESKI stórineistarinn Nigel Short þarf að fá einn vinning í tveim- ur skákum til að sigra Anatolíj Karpov, fyrrum heimsmeistara, í undanúrslitum keppninnar um réttinn til að skora á Garríj Ka- sparov, núverandi heimsmeistara. Er staðan sú sama í viðureign þeirra Jan Timmans frá Hollandi og Artúrs Júsúpovs frá Rúss- landi og stendur Timman betur. Keuter Short átti í litlum erfiðleikum með andstæðing sinn í áttundu skákinni á fimmtudag og neyddist Karpov til að gefa taflið eftir 36 Ieiki. Short hafði hvítt en Karpov, sem varðist með spánska ieiknum, lenti í erfiðleikum strax í byrjun og missti fljótt hrók fyrir biskup. Gafst hann svo upp þegar mát blasti við í næsta leik og hafði þá notað um tvær klukkustundir en Short eina. Short og Timman hafa nú 4,5 vinninga gegn 3,5 vinningum Karpovs og Júsúpovs og verður Björgunarmenn bera eitt líkanna 230 sem fundist hafa í rústum húsa er hrundu í gassprengingunni í Guadalajara í Mexíkó. Gassprengingarnar í Guadalajara í Mexíkó: Ottast að allt að eittþús- und manns hafi týnt lífi Guadalajara. Reuter, Daily Telegraph. MANNTJÓNIÐ af völdum gas- sprenginganna í Guadalajara, næst stærstu borg Mexíkó, á miðvikudag var af opinberri hálfu í gær talið vera 230 manns en íbúar í borgarhlutanum sem verst varð úti sögðust óttast að það kynni að vera enn meira eða allt að 1.000 manns. Fullyrt er að koma hefði mátt í veg fyrir sprengingarnar. Guillermo Cosio Vidaurri, ríkis- stjóri í Jalisco, en Guadalajara er höfuðborg þess, sagði að starfs- menn slökkviliðs og vatnsveitu borgarinnar hefðu hætt eftirliti með gasmynduninni í holræsakerfi borgarinnar upp á sitt eindæmi sjö stundum fyrir sprenginguna. Hefðu þeir borið við þreytu og ekki talið gasmengunina í holræs- unum réttlæta að íbúar Reforma- hverfisins yrðu beðnir að yfirgefa heimili sín, en Cosio sagði að fyrir- mæli þar að lútandi hefðu getað komið í veg fyrir manntjón. Um- mælin vöktu gremju um land allt og Carlos Salinas forseti fyrirskip- aði opinbera rannsókn á orsökum óhappsins. Gaf hann rannsóknar- mönnum þrjá sólarhringa til að ljúka verkinu. Komið hefur í ljós að vitað var um gasmengunina og höfðu starfsmenn slökkviliðs og vatns- veitu borgarinnar fylgst með henni í um sólarhring er þeir hættu því. Yfirmenn þessara stofnana liggja nú undir ámæli og er búist við hreinsunum í stjórnkerfi borgar- innar þegar niðurstöður úr rann- sókninni sem Salinas fyrirskipaði liggja fyrir. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt yfír- völd í Guadalajara harðlega vegna sprengingarinnar en ríkisútvarpið hefur m.a. skýrt frá að 10 mínút- um fyrir fyrstu sprenginguna hafi slökkviliðsstjóri borgarinnar full- yrt við fréttamann stöðvarinnar að það væri engin hætta á ferðum vegna gasmengunarinnar í hol- ræsakerfi borgarinnar. Talið er að eldfimar gastegundir hafí myndast í holræsakerfinu eftir að hexan- leysiefni hafði verið hellt niður. í fyrstu var því haldið fram af yfir- mönnum ríkisolíufélagsins Pemex að lítið einkafyrirtæki er fram- leiddi matarolíu hefði hellt leysi- efninu niður en forráðamenn þess hafa harðlega mótmælt ásökun- inni. GATT-viðræðurnar: Koma niðurgreiðslurnar í veg fyrir aukinn hagvöxt? Washington. Reuter. TALIÐ er, að á leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims í Miinchen í Þýskalandi í júlí gef- ist síðasta tækifærið til að ná samkomulagi í GATT-viðræð- unum, sem staðið hafa linnulítið frá 1986. Snýst deilan aðallega Patten landstjóri Breta í Hong Kong London og Hong Kong. Reutcr. CHRIS Patten, formaður íhaldsflokksins og einn nánasti sam- starfsmaður Johns Majors forsætisráðherra, var í gær tilnefnd- ur landsljóri Breta í Hong Kong. Það kemur í hans hlut að sljórna nýlendunni þangað til Kínveijar taka þar við stjórnartaumunum 1997. Patten, sem er 48 ára að aldri, stjórnaði sigursælli kosningabar- ' áttu íhaldsflokksins í þingkosn- ingunum 9. apríl síðastliðinn, en féll sjálfur í kjördæmi sínu, Bath. Hann mun taka við landstjóra- embættinu af Wilson lávarði af Tillyorn í júlímánuði næstkom- andi. Major sagði í yfírlýsingu að Patten mundi gegna „mjög mikil- vægu starfí á örlagaríkum tíma“. Það væri ómetanlegt að fá jafn- reyndan stjórnmálamann og Chris Patten í landstjóraembætt- ið nú til að tryggja að frelsi, stöð- ugleiki og hagsæld héldust þrátt fyrir breytingamar sem stæðu fyrir dyrum. Stjómmálamenn og stjómmál- askýrendur í Hong Kong hafa tekið tilnefningu Pattens vel. Sumir þeirra sögðust vonast til þess að hann yrði harðari í hom að taka en fyrirrennari hans. um niðurgreiðslur í landbúnaði en verði dregið úr þeim eins og að er stefnt munu heimsvið- skiptin aukast verulega. Verði hins vegar ekkert gefið . eftir óttast margir, að samdráttur- inn, sem einkennt hefur efna- hagslífið víðast hvar, muni breytast í kreppu. Á fundi George Bush, forseta Bandaríkjanna, með ýmsum frammámönnum Evrópubanda- lagsins í Washington á miðvikudag gekk hvorki né rak í umræðum um landbúnaðarstyrkina ef undan eru skildar nokkrar smávægilegar •tilslakanir. Sagði William Niskan- en, forstöðumaður Cato-stofnun- arinnar í Bandaríkjunum, fundinn' sýna, að tækist leiðtogum iðnríkj- anna ekki að ná samkomulagi á Miinchenarfundinum í júlí yrði ekkert af nýjum GATT-samning- um. Kvað hann einu vonina vera þá, að Þjóðvetjar eða Helmut Kohl kanslari neyddi Frakka til að fall- ast á minni niðurgreiðslur í land- búnaði en í Frakklandi eru bændur geysiöflugur þrýstihópur. R.K. Morris, yfirmaður alþjóða- viðskipta hjá samtökum banda- rískra framleiðenda, er ekki jafn svartsýnn og Niskanen. Segir tekið til við níundu skákina í dag, laugardag. Sá, sem síðan vinnur úrslitakeppnina, gengur á hólm við Garríj Kasparov í Los Angeles í ágúst á næsta ári. Eru verðlaun- in að sjálfsögðu heimsmeistaratit- illinn í skák og nærri 240 milljón- ir ÍSK. að auki, sem mun þá lík- lega verða skipt að einhveiju leyti á milli keppenda. SÞ vilja ekki senda friðar- gæslusveit- ir til Bosníu Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sagði í gær að ekki væri ráðlegt að senda friðargæslusveitir á vegum samtakanna til Bos- níu-Herzegovínu. Hann bætti við að það væri öllum hinum stríðandi fylkingum í Bosníu um að kenna hvern- ig komið er í lýðveldinu. Boutros-Ghali komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa fengið skýrslu frá sérleg- um sendimanni sínum, Cyrus Vance, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem hefur verið að kanna ástandið í Bosníu. Boutros-Ghali sagði að ljóst væri af skýrslunni að ástandið hefði versnað veru- lega í landinu frá því Vance kom þangað í síðasta mánuði. Allt var með kyrrum kjörum í höfuðborginni, Sarajevo, í gær og er það í fyrsta sinn í vikunni sem sól gengur til við- ar í borginni án bardaga. Hins vegar blossuðu upp skotbar- dagar annað veifið í nokkrum bæjum og þorpum í lýðveldinu þótt svo eigi að heita að vopna- hlé sé þar í gildi. hann, að talsmenn atvinnulífsins um allan heim leggi hart að ríkis- stjórnum að ná nýjum GATT- samningi og hann kveðst ekki trúa öðru en að leiðtogar þjóðanna átti sig hvað sé öllum fyrir bestu. Arthur Dunkel, framkvæmda- stjóri GATT, sagði í ræðu á fímmtudag, að Múnchenarfundur- inn myndi snúast um efnahags- ástandið í heiminum og um ástandið í sovétlýðveldunum fyrr- verandi og Austur-Evrópu. „Hann mun með öðrum orðum snúast um viðskipti. Það þarf ekki að taka það sérstaklega fram,“ sagði Dun- kel og kvaðst bjartsýnn vegna þess, að það mætti líkja því við óðs manns æði að gera sex ára langar samningaviðræður Úr- úgvæ-lotunnar svokölluðu að engu. Aðildarríki GATT eru 108 og í viðræðunum hefur verið samið um aukin og frjálsari viðskipti á ótal mörgum sviðum öðrum en í land- búnaði. Af þeim samningum verð- ur þó ekki nema niðurgreiðsludeil- an leysist. í yfirlýsingu nýsjá- lensku stjórnarinnar í gær sagði, að GATT-samningamir snerust um framtíðarvelferð þjóðanna og trúverðugleika leiðtoga ríkustu þjóðanna. Færrijap- anskir bíl- ar til EB Brussei. Reuter. JAPANIR hafa samþykkt að minnka bílaútflutning til Evr- ópubandalagslandanna um 6% á þessu ári. Var þetta haft eftir embættismanni hjá EB í gær en hann sagði, að ráðuneyti milli- ríkjaviðskipta og iðnaðar í Jap- an hefði fallist á að takmarka útflutninginn við 1,185 milljónir bíla í stað 1,260 á síðasta ári. Búist er við, að bílasala í EB- ríkjunum minnki aðeins á þessu ári en hlutur Japana í henni er áætlaður 11% en var 11,3% í fyrra. Samkomulagið við Japani tekur aðeins til bíla, sem framleiddir eru í Japan, en ekki til framleiðslu japanskra bíltegunda innan EB. Hún er áætluð 325.000 bílar á þessu ári en var 310.000 í fyrra. Gildir samkomulagið í sjö ár í meginatriðum en um aldamótin verða allar takmarkanir á inn- flutningi felldar niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.