Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 37 Kveðjuorð: Pálmi Pálsson óðalsbóndi , Fæddur 6. júní 1911 S Dáinn 19. febrúar 1992 Dav. salmur 123. 1. v. Sjá hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman. Þegar ég sá þá sorgarfregn frá Hjálmstöðum, að Pálmi bóndi þar í áratugi væri látinn, hitti það mig óviðbúna eins og reiðarslag. Ég hafði ekki heyrt um veikindi hans. En þeir sem voru börn í byrjun 20. aldar eru nú óðum að kveðja sem langlífir menn. Lengi hafa nán- ir nágrannar búið saman í friði á Snorrastöðum og Hjálmstöðum, og bræður búið saman í eindrægni á Hjálmstöðum. Þarna hafa, bræður, frændur og nágrannar verið hlið við hlið í áratugi. Aldrei hefur heyrst um erfitt sambýli. Á Hjálm- stöðum og Snorrastöðum hafa farið saman mannkostir og réttsýni, umhyggja og hjálpsemi. Það fyrsta sem ég kynntist Hjálmstöðum, var að á Laugarvatni var með mér í skóla Gróa Pálsdótt- ir, sem mér hefur enn ekki úr minni liðið. Hún var bráðgreind og mjög frjálsmannleg, mikil birta yfir and- liti og svip, gráblá augu skír, dökk á brún með ljósjarpt hár, drengja- koll. Mér þótti Gróa mjög skemmti- leg. Hún var alsystir Pálma Páls- sonar. Við komum eitt sinn tvær skóla- systur að Hjálmstöðum að finna hana, í aprílmánuði. Mér verður alltaf minnistætt, hvað ég sá þar mörg börn í dyrum og utandyra og virtust þau vera á öllum aldri. Þau munu hafa verið frá báðum bæjum Hjálmstöðum og Snorrastöðum, þar sem túnin liggja saman. Þá hafa elstu börn Páls og síðari konu hans verið nálægt fermingu. Veður var i fagurt, mikið sólskin og útsýnið frá Hjálmstöðum ákaflega frítt. En ævi vinkonu minnar Gróu, i varð ekki miklu lengri en hið fagra ' vor ungrar ævi. Mér þóttu það sorg- leg tíðindi er ég frétti lát hennar, er hún var nýgift ung kona. Ekki kom mér þá til hugar, að ég ætti eftir að kynnast föður henn- ar og stjúpu, systkinum hennar og frændfólki, miklu lengur en okkar kynni skólasystranna höfðu orðið. Pálmi, mun hafa verið þriggja ára, þegar móðir hans dó. Gróa hefur verið mjög nálægt honum í aldri. Rósa Eyjólfsdóttir frá Snorrastöð- um, giftist Páli bónda ekki löngu síðar, ung og falleg stúlka með heiðblá augu og mikið gullbjart hár. Hún tók að sér bæði stálpuð og einnig ung móðurlaus börn. Sennilega hefur fullorðið venslafólk líka verið á heimilinu og því mann- margt. Og hefur ekki verið vanda- laust að taka við húsmóðurstöð- unni. En Rósa var bæði skynsöm, og ljúf að gerð. Hún vann verk sín hljóðlát, og haggaðist aldrei, þrátt fyrir búverk og barnafjölda. Fyrri konu börn voru átta, og sjö börn eignuðust þau Rósa og Páll. Um Rósu sagði einn sonur hennar í af- mælisveislu á þá leið, að hún hefði verið athvarfið góða og festan í til- verunni. Páll var flugskarpur gáfu- maður og frægur fyrir snjallar vís- ur. Þegar ég kynntist þeim hjónum síðar, var hið mesta yndi að hitta þau. Frásögn hans var öll fjörleg og sérstæð með lifandi mannlýsing- um og gott var að hitta konu hans. Pálmi Pálsson hefur verið ungur maður, er hann í annað sinn mætti höggi dauðans, þegar hann missti Gróu alsystur sína. Pálmi var einn af þeim ungu mönnum, sem fór á sjó og litlu síð- ar á togara. Þá var togarapláss mjög eftirsótt, mátti heita sú eina atvinna þar sem talað var um hátt kaup. Ég heyrði fyrir mörgum árum gamlan togaraskipstjóra lýsa í út- varpi, skipshöfnum þess tíma. „Þá var valinn maður í hverju skips- rúmi.“ Þessi lýsing átti vel við um Pálma á Hjálmstöðum. Pálmi Pálsson, var hár maður og herðabreiður, þreklegur og vel á sig kominn að öllu. Hann var maður stálgreindur, sem hann átti kyn til. Ungu togaramennirnir komu líka til annarra landa og sáu heimsborg- ir, sem þá var fátítt meðal alþýðu. Þeir báru einnig oft nokkuð fijáls- mannlegri svip, heldur en flestir sem heima sátu. Á hinum fyrri sjó- Ingibjörgí. Hall- dórsdóttir frá Gadd- stöðum - Minning Góð vinkona mín, Ingibjörg Hall- dórsdóttir frá Gaddstöðum, er kvödd. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdamóður minnar en mér er vandi á höndum því hún vildi ekkert lof um sig og var ekki að flíka því sem hún gerði öðrum vel. Ingibjörg ísleif Halldórsdóttir hét hún fullu nafni og var fædd 2. maí 1909, dóttir hjónanna Þuríðar Sig- urðardóttur og Halldórs Þorleifs- sonar er bjuggu lengst af á Gadd- stöðum á Rangárvöllum en Hella er byggð upp á þeirri jörð og var Ingibjörg oft kennd við bemsku- og æskuheimili sitt. En fyrstu 3 árin ólst hún upp í Dagverðarnesi skammt frá Heklu. Sá bær hrundi í jarðskjálfta 6. maí 1912 og var hún inni ásamt Halldóru systur sinni og ömmu sinni Þuríði en þeim var bjargað út um glugga. Á þeirri stundu voru foreldrar hennar úti við vinnu. Eftir það fluttist fjölskyldan að Gaddstöðum og bjó þar í tæp 30 ár. Þar fæddist bróðir hennar Sig- urður og einniJ ólst upp á heimilinu frænka hennar Sigríður Þorgríms- dóttir en þær voru systradætur og voru þær eins og systur en mjög kært var með þeim systkinum öll- um. Imba, en svo var hún ávallt kölluð, giftist ung Helga Gísla Eyj- ólfssyni sem var fæddur 8. júlí 1903, mesta manndómsmanni frá Merkinesi í Höfnum en þau giftust 29. nóvember 1928 og höfðu þau því verið gift í rúm 63 ár og á hann nú um sárt að binda en hann liggur sjúkur á Keflavíkurspítala. Þau reistu sér heimili í Keflavík. Fyrst byggðu þau sér hús við Vest- urgötu 13, síðar á Njarðargötu 1 og síðast á Austurgötu 11. Einnig byggðu þau fiskvinnsluhús en Helgi vann að sjósókn og útgerð lengst af en hann var hinn mesti dugnað- arforkur en hún vann á heimili sínu og gerði það alla tíð með miklum sóma. Þau voru bæði höfðingjar heim að sækja. Imba og Helgi eign- uðust 4 syni, Hermann, f. 11. júlí 1929, hans kona er Áslaug Ólafs- dóttir, áttu þau sjö börn en einn son misstu þau 1982. Hermann átti einn son fyrir hjónaband. Eyj- ólfur, f. 2. júlí 1931, hans kona er Erla Knudsen og eiga þau 5 börn. Þórhallur, f. 27. júlí 1935, hans kona var Guðrún Þórðardóttir en sóknar- og togaraárum sínum, í kringum 1930 og lengur, leit Pálmi Pálsson svo á, að faðir sinn ætti kaupið sem hann fékk á vertíðinni. Hann óskaði oft með sjálfum sér, að hann gæfi sér ofurlítið af því. Honum datt aldrei í hug að taka neitt af kaupinu eða að hann ætti það sjálfur. Hann var einn af elstu sonum á þessu mannmarga barna- heimili. Þá var ekki barnastyrkur og það sem verra var, ekkert sjúkrasamlag. Eldri börn í stórum barnahópi, hjálpuðu oftast til að koma yngri börnum upp. Það er ótrúlegt að millibilið á milli hugsun- ar unga mannsins um vertíðarkaup- ið og nútíma sjónarmiða, skuli ekki vera lengra en 60 ár. Svo gjörólík sem viðhorfin eru. En segja má að hvorugur aldarhátturinn sé galla- laus. Pálmi og annar bróðir hans sigldu á togara milli íslands og Englands í síðasta stríði. Þá varð Pálmi fyrir þeirri þungu raun að missa bróður sinn í hildar- leiknum á hættusvæðinu sem þeir sigldu um. Það hefur verið mjög þungbært, til viðbótar við allt sem þeir sáu og heyrðu í árásum á skipa- lestirnar. Ég hugsaði oft, áður en ég vissi þetta, að það hvíldi þung alvara í svip hans Pálma, þótt hann væri glaðlegur í viðmóti. Pálmi Pálsson var sjálfmenntað- ur og mikill lesari, þrátt fyrir mik- inn dugnað og eljusemi í vinnu. En synir Páls voru allir nokkuð hlé- drægir, ekki síst þeir bændur á Hjálmstöðum, þessir miklu hæfi- leikamenn. Pálmi var orðinn þrítugur, þegar hann festi sér konu. Hann fór ekki langan veg að leita sér að brúði. Á Snorrastöðum ólst upp ung og yndisleg stúka, Rágnheiður Svein- bjarnardóttir. Um hana hefði mátt segja, eins og Jakob Thór lýsti stúlku í kvæði. „Mjúk á fæti og fögur öll“. Pálmi gekk þá götu í þessum efnum sem Eggert Ólafsson ráðleggur í Búnaðarbálki, að festa sér þá konu, sem maðurinn veit að hefur sömu siði og hann og hann þekki hennar góðu kosti, en renni ekki blint í sjóinn um flest. Tilfinn- ingar hjartans munu þó hafa vísað hinum unga manni veg, en ekki Búnaðarbálkur, Pálmi bjó sér í húsi með sinni konu, en Andrés bjó með foreldrum sínum og kom Þórdís systir hans ráðskona til hans síðar. Þeir bræður voru miklir bændur og véku skógar nokkuð fyrir túnum nálægt bæ. En mikill tijá- og blómsturgarður er fyrir framan hlöð. Mjög stunduðu hún lést langt um aldur fram 1985, þeirra börn voru 5 en fýrsta barn þeirra dó við fæðingu. Guðmundur, f. 10. nóvember 1943. Imba var alla tíð mjög félagslynd og starfaði bæði í kvenfélagi Kefla- víkur og sjálfstæðiskvennafélaginu, hún var alla tíð mikil sjálfstæðis- kona og hvikaði aldrei frá sinni sannfæringu. 1973 flytjast Imba og Helgi að Hellu en þar byggðu þau sér fallegt hús á Þingskálum 12. Þar búa þau til ársins 1987 er þau flytja aftur til Keflavíkur og kaupa þá litla íbúð á Faxabraut 32. Á Hellu eignaðist hún vini og kunn- ingja og komu þær oft saman 4 konur og spiluðu brids en Imba var mjög góður spilari. Oft var tekið í spil hjá henni og var þá ætíð glatt á hjalla. Gestagangur var alltaf mikill hjá henni en aldrei var skort- ur á mat eða meðlæti hversu marg- ir sem munnarnir voru enda var hún frábær bæði í matseld og bakstri. Þegar ég kynntist Imbu eignaðist ég ekki bara tengdamóður heldur öllu fremur góða vinkonu. Imba var mjög örlát og til æviloka sendi hún öllum niðjum sínum jólaglaðning en þeir eru nú orðnir 53. Nú síðustu árin hefur heilsu þeirra hjóna hnignað mjög og lést Imba á páskadag. Hénni vil ég þakka allt gott í þau 37 ár sem áttum saman. Helga, sonum þeirra hjóna og öðrum afkomendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi hún hvíla í friði og guði falin. Erla Knudsen. þeir bræður bóklestur með búskap og Andrés, sem er fæddur hljómlist- armaður er kirkjuorganisti og hefur æft kirkjukórinn í ijörtíu ár af mik- illi prýði. Pálmi Pálsson var mikill heimilis- faðir. Eftir því sem ég best skynjað fæ, tel ég að þau hjón hafi stofnað farsælt heimili. Ræktunarmenn bæði jarðar og hugarþels, þar fór saman ráðdeild og dugnaður hús- bóndans og ágæti húsfreyjunnar að öllu. Börnin ólust upp við inni- leika og kærleika. Skemmtilegt var að fá fallegu vel gefnu börnin þeirra í skóla, sem voru eftir því ljúf í umgengni. Þá var þel þeirra hjóna til kennara og skóla lærdómsríkt. Pálmi var traustur maður í vin- áttu, alvöru maður í öllu. Hann var manngersemi og ekki spillti eigin- konan því. Manninum mínum þótti vænt um Hjálmstaðabræður og skemmtilegt að hitta þá, var ánægjulegt við þá að tala, einnig eru eftirminnileg kynni við þær frú Ragnheiði og Þórdísi, systur þeirra bræðra. Vinátta þessa ágæta frændfólks hefur verið ómetanleg og stuðningur þess við kirkjustarf- ið. Mér hefur ávallt og okkur hjón- um failið þungt að heyra sorgar- fregn frá Laugardalnum fagra og frá elskulegum börnum sem við kynntumst þar og heimilunum þeirra. Fyrir nokkrum árum tók Páll Pálmason við jörðinni af föður sín- um. Má það til farsældar telja að þessum umbrotatímum. Svo að þau hjón gátu átt rólegri daga eftir langan vinnudag og strangan. Þar var löngum mannmargt og mikil risna. Sérleg snyrtimennska bæði úti og inni. Nú er þar skarð fyrir skildi. Nú drúpir björkin. Mikil eftirsjón er að hveiju slíku heimili, en vorum tíma eru takmörk sett. Ég lít svo til að Pálmi Pálsson hafi þrátt fyrir sjúkrahúsvist um tímá, átt jafnvel óvenju fagurt ævi- kveld meðal ástvina sinna, til hins sviplega dags. Og vissulega er heimilið enn, þótt ekki verði framar hið sama. „Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir." E.B. En skilnaðarstundin er sár, jafnt þótt kveldað sé. Séra Valdimar Briem, sem ungur missti foreldra sína, segir í einum sálmi: Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ í þeirri von eru sendar kærleiks kveðjur til ástríkrar eiginkonu og nánustu aðstandenda, frá húsi mínu. Rósa B. Blöndal. JHttgtui’* í Kaupmannahöftt FÆST I BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚstEIRÍKSSON, Safamýri 42, lést í Landspítalanum 22. apríl. Þóra Jenný Pétursdóttir, Ólfna Ágústsdóttir, Gunnar H. Stefánsson, Stefán S. Gunnarsson, Þóra Jenný Gunnarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, EINAR GUÐMUNDSSON sendibflstjóri, andaðist á heimili sínu Heiðargerði 18, Reykjavík, þann 22. apríl sl. Magnea S. Hallmundsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBORGAR VILBERGSDÓTTUR fró Fóskrúðsfirði, Skólabraut 1, Mosfellsbæ. Þorvaldur Sveinsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuin á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. I | j | i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.