Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRIL 1992 Ást er... z-n . . . aðnuddaá henni bakið. TM Reg U.S Pat Ott —all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Er fyrsta tönnin komin nið- Konan mín tekur ætíð á ur? móti mér brosandi út undir eyru ... fWtrápwMaMts* BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Er til líf án kúamjólkur? stjóranna og gerir jafnvel grín að örvæntingarfullum og vansvefta mjólkurþömburum, sem mæta í mjólkurbiðröðum mörgum klukku- stundum fyrir opnunartíma versl- ana. En hveiju skal trúa? Eigum við kannski að trúa því, að til sé heil- brigt líf án kúamjólkur? Gæti meg- inþorri þjóðarinnar lifað af margra mánaða mjólkur- og rjómaskort? Og ef satt væri, gæti þá íslenska þjóðin jafnvel drukkið vatn og ávaxtasafa 1 langtímum saman, þó ekki væri til l annars en að losa sig við hið síendur- tekna kverkatak skömmtunarstjór- anna? Ég vil trúa því. Frá Gunnari Inga Gunnarssyni: NU hafa mjólkurfræðingar enn einu sinni lagt krumlur sínar um kverkar íslendinga og hóta síðar hertum tök- um, nái þeir ekki fram viðsættanleg- um kjarabótum. Skömmtunarstjórn- ar lífselexírsins eru byijaðir að skrúfa fyrir rennslið. Fjölmiðlarnir köstuðu ljósi sínu á mjólkurlausa framtíðina með við- tölum við skömmtunarstjóra, niður- greiðslubaróna og viðsemjendur. Ottinn við mjólkur- og ijómaskort gróf strax um sig í titrandi þjóðarsál- inni. Alsaklausir mjólkurþambarar og ijómaneytendur spenntu greipar og lögðust á bæn. Hryllingurinn blasti við. Þeir, sem bjuggu við brúklegt h'k- amlegt og andlegt atgerfi, hentust úr húsi og hreinsuðu mjólkurbása verslana. Þegar heim var komið, voru lítrarnir taldir, ísskáparnir rýmdir, og næsta atrenna skipulögð, vegna væntanlegrar sendingar dag- inn eftir. Hinir, sem hvergi komust, undirbjuggu mjólkurlausa framtíð sína í áframhaldandi bæn, um leið og þeir veltu vöngum yfir því, hvern- ig lífið myndi fjara út í algjöru mjólk- urleysi. Einstaka sérhyggjumenn sátu þó heima í æðruleysi. Þetta fámenna lið telur yfirvinnubann og verkfalls- hótanir skömmtunarstjóranna ekki lífshótandi. Þetta fólk fullyrðir, að það sé til iíf án mjólkur. Sumir sér- hyggjumannanna þora að drekka vatn með matnum og telja nýmjólk- urþambið skipulagt af offramleið- endum til þess, fyrst og fremst, að halda smjöríjallinu í skeijum. Þetta fólk treystir sér til að lifa löngu og góðu lífi í verkföllum skömmtunar- GUNNAR INGI GUNNARSSON, læknir, Logafold 56, Reykjavík. VELVAKANDI VESKI Veski fannst við Listabraut við Kringluna fyrir páska. Upp- lýsingar í síma 77047. KETTIR Þrír átta vikna kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 53954. Svört læða með hvítum og brúnum deplum tapaðist þriðju- daginn 15. apríl. Vinsamlegast hringið í síma 677164 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Kettlingar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 682489. Dökkbröndóttur högni, mjög loðinn með hvíta bringu, tapað- ist frá Fögrubrekku 16 í Kópa- vogi fyrir skömmu. Vinsamleg- ast hringið í 43089 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Svartur fressköttur, sem gegnir nafninu Pjakkur, hvarf miðvikudaginn 15. apríl frá Víðigrund 7 í Kópavogi. Ef ein- hver hefur orðið var við hann eða ekið yfir hann, vinsamleg- ast Iátið vita í síma 43129 eða 11614. Níu mánaða fressköttur hvarf miðvikudaginn 15. apríl. Hann er grár og mjög loðinn, með hvíta bringu og hvftar loppur. Vinsamlegast hringið í síma 17473 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. GLERAUGU Spangargleraugu töpuðust á miðvikudagskvöldið 15. apríl á Hótel Sögu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Ólaf í síma 656005. BARNASKÓR Grænir, reimaðir barnaskór nr. 23 töpuðust fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 79470. LYKLAVESKI Brúnt lyklaveski tapaðist í Reykjavík 14. apríl. í því voru fjórir lyklar. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 40418. ÚR Kvenúr tapaðist í eða við Þjóðleikhúskjallarann á mið- vikudag. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 42082. ÁKEYRSLA Ekið var á hægra afturbretti á gulbrúnum Ford Fiesta fyrir utan Endurvinnsluna í Knarrar- vogi 4 þriðjudaginn 14. apríl. Ef einhver hefur orðið vitni að ákeyrslunni er viðkomandi vin- samlegast beðinn að hafa sam- band við Sigríði í síma 678522 eða lögregluna í Reykjavík. I I HOGNI HREKKVISI Víkveiji skrífar Nýlega var Víkveiji staddur í Hagkaupi og ætlaði að fá sér gosflösku. Þar voru þá miklar stæð- ur af Coke bæði í 2ja lítra flöskum og eins í hálfs annars lítra flöskum. En það sem undraði Víkveija var verðlagning á þessum mest aug- lýsta drykk heims. Samkvæmt viti Víkveija var þar enga glóru að finna. 2ja lítra flaskan kostaði sem sé 154 krónur á meðan 1,5 lítra flaskan kostaði 185 krónur. Stæðurnar af 1,5 lítra Cokeinu voru óhreyfðar sem vonlegt var, þar sem þær flöskur voru miklum mun dýrari en 2ja lítra flöslurnar. Jafn- framt var skírtið hversu mikið rými 1,5 lítra flöskurnar fengu í hillum verzlunarinnar, þar sem enginn við- skiptavina hennar virðist líta við þeirri pakkningu. Víkveija finnst að lækka hefði mátt 1,5 lítra flö- skurnar til samræmis við hinar stærri. xxx ýzka afrekskonan, Katrín Krabbe, hefur oft komið fram í fréttum að undanförnu og væntan- lega verður hún mikið umtöluð á olympíuleikunum í sumar. Þar sem Krebbe-nafnið lætur nokkuð kunn- uglega í eyrum íslendinga, m.a. vegna Þorvalds Krabbe og Haralds Krabbe, hefur kannski læðst að fólki, að þarna kunni að véra á ferð kona af íslenzku bergi brotin. Haraldur Ágústsson var einn þeirra, sem datt þetta í hug og því skrifaði hann til Danmerkur til þess að spyijast fyrir um þetta. Sendi hann svo Morgunblaðinu eftirfar- andi: „Þar sem all mikið hefur verið rætt um Katrínu Krabbe, hlaupa- garp datt mér í hug hvort hún væri skyld Harald Krabbe, prófess- or, sem kvæntist Kristínu Jónsdótt- ur, Guðmundssonar ritstjóra. Ég skrifaði því til tveggja frænda minna þeirra Úlriks Krabbe, syni Knuds Krabbe, yfírlæknis og Jóns Erlings sonarsyni Jóns Krabbe sendiráðsritara. Þeir fræddu mig á því að Katrín Krabbe væri ekkert skyld þeim, enda er hennar ekki getið í ættartali Krabbe ættarinnar, en hún er gömul aðalsætt frá því um 1498.“ Vinkona Víkverja varð undrandi um daginn, þegar hún fór að a snæða í Perlunni. Hún var að setj- ast til borðs þegar sokkabuxur hennar rifnuðu á einhverri ójöfnu á stólnum. Þjónninn sá atburðinn og áhyggjusvipinn á andliti konunnar og flýtti sér að segja að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa, hann gæti látið hana hafa nýjar sokkabuxur. Hún hló við og fannst þetta heldur undarlegt boð á veitingastað, en enn meiri varð undrun hennar þeg- ar þjónninn kom hlaupandi með sokkabuxur í pakka. Hún þáði þær með þökkum og komst þar með hjá því að vera í götóttum sokkabuxum það kvöldið. Þetta vekur hins vegar þá spurningu, hvort ekki sé eitthvað athugavert við stólana í Perlunni, fyrst nauðsynlegt er talið að eiga birgðir af sokkabuxum fyrir kon- umar. Ef svo er, væri þá ekki eðli- í legra að firra gesti vandræðum með öllu og laga stólana, svo konurnar komist hjá því að fara afsíðis og ( skipta um sokkabuxur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.