Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
AÞREIFANLEG LIST
________Myndlist_______________
Bragi Ásgeirsson
Á skírdag opnaði Kees Visser sýn-
ingu á nýjum myndverkum í saman-
lögðum húsakynnum Nýlistasafnins
og stendur hún til þriðja maí. Kees
er óþarft að kynna íslenskum listnjót-
endum, því að hann hefur Iengi ver-
ið virkur í íslenskum núlistum og
víða komið við.
Listamaðurinn hefur réttilega bent
á, að myndir hans heyri frekar undir
hugtakið „installation" en t.d. má!-
verk eða skúlptúr og þannig er hann
þekktur fyrir frumlegar upphenging-
ar mynda sinna, sem hann hefur jafn-
vel dreift um alla veggi á líttskipuleg-
an hátt eins og t.d. að Kjarvalsstöð-
um um árið.
Skilgreina má hugtakið „installati-
on“ sem hnitmiðaða uppsetningu
myndverka í ákveðið rými og orðið
uppsetning á þannig betur við en
t.d. innsetning, sem sumir listamenn
hafa notað og leiðir hugann ósjálf-
rátt að innsetningu í'embætti. En
hér er komið enn eitt dæmið um al-
þjóðlegt orð, sem hefur sveigjanlega
merkingu og erfitt er í þýðingu. Það
getur t.d. einnig þýtt að koma ein-
hveiju ákveðnu fyrir, einnig skipul-
agða og útreiknaða lögn á einhveiju,
einkum pípum og rafleiðslum,-
Ástæðan til þess að ég kem hér
með skilgreininguna er núverandi
sýning Kees í Nýlistasafninu, sem
er einmitt gott dæmi um merkingu
orðsins, en hann hefur skipulagt
uppsetningu hennar af ýtrustu ná-
kvæmni.
Myndverkin í sjálfu sér eru einnig
þess eðlis að höfða til ákveðins rým-
is og jafnframt er visst samspil í
Kees Visser
heildinni, — þannig eru eintóna verk
í einum salnum, en á efstu hæðinni
eru verk sem fjalla um lit og það
gengur í hring um allan salinn. Verk-
ið byggir á þeim ellefu litaheitum,
sem til eru samkvæmt sannfærandi
skilgreiningu listamannsins og gerir
nokkrar kröfur til skoðandans. í
fyrstu finnst honum vafalítið, sem
hér sé einungis um litaprufur að
ræða, eins og t.d. í málningavöru-
verzlun, en smám saman rennur
kannski upp fyrir honum ljós um
dýpri hugsun í verkinu og um leið
öðlast það nýtt líf. Niðurröðunin virk-
ar að vísu nokkuð eintóna, en hér
er þó um formrænan leik framrásar
að ræða með eins konar undirspili
höfuðlitanna.
Mun auðmeltari eru smíðisverk
listamannsins á neðri hæðunum, en
þau eru unnin á mjög áþreifanlegan,
hlutbundinn hátt. Höfða til þess, sem
menn nefna gjarnan til skilgreining-
ar: myndverkið er concrete; er fal-
legt, er abstrakt. Þessi orðaleikur
segir í raun allt um inntjkið í raun-
hæfri hlutkenndri list, sem er hug-
lægt smíðisverk höfundarins, en þó
í nánum tengslum við sjálft sköpun-
arverk alheimsins og hluti þess án
þess að vera bein eftirlíking.
Menn skulu athuga hve vel þessi
skilgreining kemst til skila á sýningu
Kees Vissers, og þó ekki væri fyrir
annað hefur hún dijúga þýðingu og
á að vera hveijum efagjörnum manni
til nokkurs lærdóms um eðli mynd-
listar.
Smíðisverkin eru mjög vel gerð
og nákvæmt útfærð og það er feg-
urð í sjálfu sér, sem er svo undirstrik-
uð með samsetningu ólíkra efna og
ýmsum lit- og formrænum áherslum.
Þessi atriði koma nú einnig fram
í svonefndri hefðbundinni list, og ég
er ekki alveg sáttur við allt í hug-
myndafræðinni, sem hefur tilhneig-
ingu til einangrunar. Þannig er
tíminn einnig til í dæmigerðum sök-
kulskúlptúr og ekki alltaf kyrrsettur.
Eg nefni sem dæmi er lystigarður
er fylltur af núlistaskúlptúr, sem á
seinni árum er orðin að alþjóðaeign
og kennd í listaskólum í öllum heim-
sálfunum fimm. Mín lifun er sú, að
gömlu skúlptúrarnir sem fyrir eru
virka þá ferskir og nýir og í því ljósi
hefur maður þá aldrei séð þá áður
og hrekkur við. En nýskúlptúrinn
verður hins vegar líkastur stöðluðum
.sannindum og viðurkenndri hönnun.
í gamla daga var þetta öðruvísi, er
maður sá einn og einn nýjan skúlpt-
úrinnan um allt gamla kraðakið og
þá virkaði hann eins og opinberun k
sjóntaugarnar.
Á þann veg verður tíminn afstæð-
ur.. .
Verkefni um norræna tónlist í skólum:
Nemendur læra þjóðdansa og þjóðlög
NEMENDUR í þremur grunnskólum hér á landi hafa tekið þátt í verk-
efni um norræna tónlist í skólum. Um er að ræða samvinnuverkefni
milli tónlistarkennara frá Norðurlöndunum. Verkefnið spannar þrjú
skólaár og er fyrsta árinu að ljúka. Fyrstu tónleikarnir á vegum verk-
efnisins verða haldnir sunnudaginn 3. maí í Norræna húsinu kl. 17:00.
Þar koma fram íslensku nemendurnir, 75 talsins, og munu þeir syngja
og leika lög frá öllum Norðurlöndunum sem taka þátt í verkefninu.
Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur munu einnig sýna norræna
þjóðdansa og leikið verður á íslenskar og sænskar fiðlur.
Yfirstjórn verkefnisins er í hönd- hafa verið stofnað í hættu vegna
um aðila frá Musikvetenskapliga
Institutionen í Gautaborg en tónlist-
arkennari í hveiju landi er tengiliður
og ber ábyrgð á framkvæmd verk-
efnisins í sínu heimalandi. Helga
Gunnarsdóttir, tónmenntakennari, er
verkefnistjóri hér á landi. Þrír bekk-
ir í jafnmörgum skólum eru virkir
þátttakendur í verkefninu og eru
nemendumir á aldrinum 8-10 ára.
Bekkirnir eru undir umsjón tónmenn-
takennara hvers skóla en skólarnir
sem taka þátt í verkefninu eru Flata-
skóli Garðabæ, Grundaskóli Akra-
nesi og Melaskóli Reykjavík.
Norræna tónlistararfínum þykir
áhrifa og samkeppni frá fjölmiðla-
tónlist, þá einkum engilsaxneskri
tónlist. Markmið verkefnisins um
norræna tónlist í skólum er því öðru
fremur að efla norræna tónlist og
norræna samkennd. Helga segir að
mikil áhersla sé einnig á að kenna
krökkunum þjóðdansana og þeir hafí
verið teknir upp á myndband og
sendir til hinna Norðurlandanna
ásamt sönglagahefti og snældu með
lögunum.
Helga segir börnin hafa verið já-
kvæð og opin enda hafi verið lögð
áhersla að kynna þeim sem fjöl-
breyttastar stíltegundir og má þar
nefna þjóðlög í jassútsetningu.
Fyrsta árið er helgað þjóðlagatónlist
hvers konar en á næsta ári verður
farið í klassíka norræna tónlist en
lokaárið verður helgað rokk- og
djasstónlist og nemendur fá að semja
eigin tónverk og texta.
íslensku nemendurnir hafa lært
lög frá hinum Norðurlöndunum og
syngja þau bæði á íslensku og á
upprunalega málinu og að sögn
Helgu vilja bömin ekki síður syngja
á frummálinu enda hafí þau mörg
hver verið búsett á Norðurlöndunum.
Að sögn Helgu er mjög lítið um
íslenska tónlist í skólum hinna Norð-
urlandanna og því sé þetta verkefni
gott tækifæri fyrir Islendinga að
koma tónlist sinni á framfæri.
Nú þegar er hafinn undirbúningur
fyrir næsta ár og mun Þorkell Sigur-
bjömsson, tónskáld, vinna að tón-
verki í samvinnu við börnin sem síð-
an verður flutt á tónleikum næsta
vetur.
Súsanna Ásgeirsdóttir (frá Fróðá) sem situr við vél í Félagsprent-
smiðjunni réðst til starfa þar í júnímánuði árið 1926. Hún vann þar í
50 ár. Átti heima á Stýrimannastíg 10. (Var föðursystir þess sem
hér ritar).
Reykj avíkur líf
fortíðar á Mokka
Á Mokka kaffi við Skólavörðu-
stíg hafa verið gangandi listsýn-
ingar frá upphafi, og hafa þær
verið æði misjafnar, því eigendur
hafa verið frábitnir því að draga
listafólk í dilka og skipta sér af
listpólitík.
Eigi að síður hafa þar verið
haldnar ýmsar eftirminnilegar sýn- •
ingar, og nú eftir að hálærður list-
sögufræðingur tengdist eigendun-
um, og fór að hafa afskipti af þeim,
hafa þær verið skipulagðari en
nokkru sinni fyrr, þannig að með
þessu framhaldi verða listrýnendur
að taka fullt tillit til sýninga þar
svo sem í viðurkenndustu listhús-
um borgarinnar. Einkum horfir
það til framfara hve skilmerkilega
er sagt frá sýningunum og vel frá
þeim gengið og hér hefur staðurinn
nú þegar nokkra yfirburði yfir flest
önnur listhús.
Um þessar mundir prýða vegg-
ina ljósmyndir úr lífínu í Reykjavík
árið sautján hundruð og súrkál,
eins og sumir orða það, og eiga
þá við gömlu dagana.
Allar _eru ljósmyndirnar eftir
Magnús Ólafsson og hafa hver og
ein ótvírætt heimildagildi. Er langt
síðan myndir hafa sést á veggjun-
um, sem falla jafn vel að staðnum
og er því sérstaklega notalegt að
sækjan hann heim þessa dagana.
Eins og margur veit, þá ríkir á
Mokka sérstakt andrúm innileika
og reisnar, það þýðir að stíll er
yfir staðnum líkt og gerði víða í
gamla daga og mætti nefna marga
staði í Reykjavík sem nú eru horfn-
ir, en voru líkastir kennileitum
heimsmenningarinnar. Á Lauga-
veginum voru það t.d. skóverzlun
Lárusar G. Lúðvígssonar, verzlun-
in Málarinn og svo verzlun Mar-
teins Einarssonar og Brynja, raka-
rastofa Valdimars Loftssonar og
bílaverzlun Egils Vilhjálmssonar,
þar sem allt átti að vera á samá
stað o.m.fl. Á þeim tíma voru
menn stórhuga og vildu helst eng-
um skulda og þá voru menn kon-
unglegir hirðljósmyndarar sem
hirðbakarar.
íslendingum virðist einkar lagið
að myrða fortíðina og því miður
hið bezta í henni til hags fyrir tízk-
usveiflur dagsins á þá heimsmenn-
ingu, sem kennd er við fram-
úrstefnu, sápu, brillantín, Mikka
mús og félaga.
Nei, glitfögrum umbúðunum
fylgir ekki reisn, heldur einungis
andrúminu á staðnum og fólkinu
á bak við það.
Á ljósmyndum hins nafnkennda
Magnúsar Ólafssonar, sem lýsa
næmu auga fyrir umhverfinu og
eru vel teknar, kemur fram þessi
sérstakti stíll, sem var yfír bæjar-
lífínu. Þær bera sérstakt kenni-
mark höfundarins og eru auð-
þekkjanlegar jafnframt því sem
þær gleðja augað hvar sem þær
hanga uppi. Ekki spillir að hverri
mynd er fylgt úr hlaði með texta,
sem Pétur Pétursson útvarpsþulur
hefur tekið saman og er í senn
knappur sem gagnorður. Þá hefur
Friede P. Briem nafngreint nem-
endur í kennslustofu Barnaskól-
ans.
Myndimar eru í eigu Ljósmynd-
asafns Reykjavíkurborgar, en þar
í bæ eru menn stöðugt í leit að
heimildum um fólk á gömlum ljós-
myndum og mun jafnvel sitthvað
hafa uppgötvast á Mokka.
Þessi sýning er sem sagt veizla
fyrir augað og þótti listrýninum
rétt að vekja athygli á henni, en
hún mun standa til 6. maí.
NÝR OG STÆRRI FJÖLSKYLDUBÍLL
BIFREIÐAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF.
Ármúla 13, 108 Reykjavík, símar 68 12 00 i 3 12 36
Þessi bill er 20 cm lengri en hin
hefðbundna SAMARA og rúmbetri.
Billinn hentarþví vel fjölskyldufólki. LADA
SAMARA stallbakur er fimm manna og
með lokaðri farangursgeymslu (skotti).