Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 44
44
ftlORGUEJBLAÐIÐ yöSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
Jens Einarsson var mættur á æfingu í fyrradag með Hornfirðingana, en svona í gamni var sagt
að hinir háu og traustu veggir Reiðhallarinnar hentuðu hinurn ólmu Hornfirðingum vel.
Hestadagar í Reiðhöllinni:
Gæðingaval á afmæli Fáks
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Alexander Hrafnkelsson hyggst ríða blindreið á Hestadögum en
á æfingu sagði hann það ekki skipta höfuðmáli hvort hann væri
með augun byrgð eða ekki því á þeim skeiðsýningum sem hann
hefði tekið þátt í hefði hann ekki séð svo mikið í hálfrökkvuðum
salnum, en þess má geta að Alexander er með mjög skerta sjón.
Allt fór þetta vel á æfingunni og ekki vafðist fyrir honum að finna
hurðina á fullri ferð út úr salnum og þurfti ekki einu sinni að
hafa hendur á „stýrinu".
af mörgum líkleg til að hrista vel
upp í einkunnaskalanum í vor ef
hún mætir til keppni.
Mikill fjöldi kynbótahrossa
kemur fram og má þar nefna 10
stóðhesta sem hlotið hafa fyrstu
verðlaun og 5 aðra ósýnda hesta.
í kringum 20 úrvalshryssur verða
sýndar og kynntar auk þess sem
nokkrir af stóðhestum frá stóð-
hestastöðinni munu mæta á
laugardags- og sunnudagssýning-
arnar. Hornfirðingar verða með
númer í sýningunni og verða þar
að sjálfsögðu sýndir hestar af
hornfirskum meiði. _
Það sem á kannski eftir að
vekja mesta athygli er efalítið
framlag Alexanders Hrafnkelss-
onar sem ætlar að sýna hest á
tölti í höllinni með bundið fyrir
augun, en ekki lætur hann þar
við sitja því hann hyggst hleypa
hestinum á fulla ferð í gegnum
salinn og taka hann til kostanna.
Þá verður sérstök ræktunarsýn-
ing, ekki í líkingu við það sem
hefur getið að líta á svipuðum
sýningum heldur mun sá kunni
hestamaður Hinrik Ragnarsson
mæta þar sjálfur með afkomendur
sína sem allir eru harðsvíraðir
hestamenn og má þar nefna son
hans, Ragnar Hinriksson, þann
eina og sanna, dótturson hans,
Hinrik Bragason, og sonardóttur-
ina, Eddu Rún Ragnarsdóttur.
Gæti þetta orðið allt að 17 manns.
Alls verður boðið upp á þijár
sýningar föstudag, laugardag-og
sunnudag og hefjast allar klukkan
20.30.
Auk stöðvarhesta voru nokkrir
aðrir folar, sem voru í tamningu
á stöðinni, dæmdir. Fjórir þeirra
hlutu fyrstu verðlaun og stóð efst-
ur Kjamar frá Kjamholtum með
8,11, en hann er undan Kolgrími
frá Kjarnholtum og Hrefnu frá
Holtsmúla. Tamningamenn á
stöðinni í vetur vom Eiríkur Guð-
mundsson og Þórður Þorgeirsson
auk Elvars Einarssonar sem var
þar í verknámi á vegum Bænda-
skólans á Hólum. í dómnefnd sátu
Þorkell Bjamason, Kristinn Huga-
son og Jón Vilmundarson. I gær
var dómstörfum haldið áfram er
dæmd voru hross sem reyna skal
með á fjórðungsmóti Vestlend-
inga á Kaldármelum auk þess sem
mönnum var gefinn kostur á að
koma með ungfola til skoðunar.
Meðal þeirra sem áttu að mæta
til dóms var Kveikur frá Miðsitju
sem stóð efstur fjögurra vetra
hesta á Landsmótinu 1990.
Það var mál manna sem fylgd-
ust með dómunum að aldrei fyrr
hafi sést eins jafn hópur að gæð-
um á stöðinni. Allir verða folarnir
sýndir á laugardag og hefst sýn-
Morgnblaðið/Valdimar Kristinsson
„RÆKTUNARSÝNING“ HINRIKS
Hinrik Ragnarsson sá kunni hestamaður mætir ásamt afkomendum sínum og tengdabörnum á Hestadaga í Reiðhöllinni
um helgina en meðal hestamanna er haft á orði að hann þyki öðrum fremur hafa gefið af sér marga góða hestamenn.
Þar gefst brekkudómurum tækifæri til að meta „ræktunarárangur" Hinriks og vafalaust fær hann sinn dóm og þá í
formi BLUP-einkunnar eða kynbótamats eins og það heitir víst á íslensku máli. Á myndinni eru, frá vinstri: Guðrún
Jóhanna Þórðardóttir, Guðný Eysteinsdóttir, Sveinn Ragnarsson, Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Edda Rún Ragnarsdótt-
ir, Helga Claessen, Ragnar Hinriksson, Hinrik sjálfur, Edda Ragnarsdóttir, Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir.
Hestar
Valdimar Kristinsson
Lokaspretturinn í starfsemi
Reiðskólans hf. verður um helg-
ina þegar skólinn heldur hátið-
lega Hestadaga í samvinnu við
hestamannafélagið Fák. Er hér
jafnframt um að ræða afmælis-
hátíð Fáks, sem er sjötugur um
þessar mundir.
Að venju verður mikið í dag-
skrá hátíðarinnar lagt og boðið
upp á fjölbreytt skemmtiatriði.
Mörg af bestu hrossum landsins
munu koma þama fram og má
þar nefna Gými frá Vindheimum
og Hektor frá Akureyri, sem eru
hæst dæmdu gæðingar landsins
hvor í sínum flokki. Félag tamn-
ingamanna hefur alla jafna séð
um fánareið í upphafi Hestadaga
en nú munu 24 Fáksmenn sjá um
þann þáttinn og eru það að sögn
fulltrúar hins almenna hesta-
manns. Að sögn Jóns Alberts
Sigurbjörnssonar reiðhallarstjóra
verður meiri fjöldi manna og hesta
í mörgum atriðum en verið hefur
á sambærilegum sýningum. Börn
og unglingar verða með fjölbreyti-
legar sýningar og verða í það
minnsta þrír hópar og í einum
hópnum verða börn 6 til 10 ára.
Félag tamningarmanna verður
með töltsýningu og Sigurbjörn
Bárðarson sýnir hlýðniæfingar
þar sem blandað verður saman
slakandi hlýðniæfmgum og af-
kastareið á öllum gangi. Tvö al-
hliðahross verða sýnd saman, Só-
krón frá Sunnuhvoli, landsþekkt-
ur og margreyndur gæðingur, og
Mardöll frá Reykjavík, sem þykir
Stóðhestastöð BÍ:
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Farsæll frá Asi stóð efstur í yngri flokknum í fyrra en er nú efstur
í eldri flokki ásamt Glæði frá Hafsteinsstöðum með 8,10. Knapi
er Rúna Einarsdóttir.
stæði beggja megin vallarins.
Sýningargestum gefst kostur á
að skoða nýja húsið sem þykir
eitt glæsilegasta hesthús landsins.
Þá verður kvenfélagið Unnur með
kaffisölu í Gunnarsholti.
Fimm hestar fá
fyrstu verðlaun
Verða sýndir á sýningu stöðvarinnar um helgina
STÓÐHESTAR á Stóðhestastöð Búnaðarfélags íslands í Gunnars-
holti voru leiddir fyrir dómnefnd á þriðjudag. Tuttugu og sex
hestar fengu fullnaðardóm, tólf fimm vetra hestar og fjórtán
fjögurra vetra. Af eldri stöðvarhestum hlutu þrír fyrstu verðlaun
en tveir af yngri hestunum.
Farsæll frá Ási og Glæðir frá
Hafsteinsstöðum stóðu efstir og
jafnir í eldri flokki með 8,10 í
einkunn en Svartur frá Unalæk
stóð efstur í yngri flokki með 8,16,
sem þykir einstakur árangur hjá
fjögurra vetra hesti. Farsæll er
undan Náttfara 776 frá Ytra-
Dalsgerði og Vöku 5214 frá Ási
en Glæðir er undan Feyki 962 frá
Hafsteinsstöðum og Glóð 5181 frá
Hafsteinsstöðum. Svartur er und-
an Kjarval 1025 frá Sauðárkróki
og Fiðlu 5861 frá Snartarstöðum.
ingin klukkan 14. Að venju er
búist við miklum fjölda gesta á
sýninguna en þeir hafa skipt þús-
undum á síðustu árum. Verða
folamir sýndir á veliinum sem
staðsettur er við nýja stóðhesta-
húsið. Hefur aðstaða fyrir sýning-
argesti verið bætt nokkuð frá því
í fyrra á þann veg að nú eru bíla-