Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 48
48______________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
Björn Jónsson,
Ytra-Hóti — Minning
Fæddur 24. nóvember 1907
Dáinn 21. apríl 1992
Bjöm fæddist á Fossi á Skaga í
Skagafjarðarsýslu og voru foreldrar
hans hjónin Jón Jósefsson og Þór-
unn Sigurðardóttir, búandi þar.
Hann nam við Búnaðarskólann á
Hvanneyri 1925-1927. Gerðist
bóndi á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi
í Austur-Húnavatnssýslu vorið
1930. í hreppsnefnd Vindhælis-
hrepps 1939 og síðan oddviti frá
1956. Sýslunefndarmaður frá 1958.
Eiginkona 16. júní 1937 Björg, f.
3. febrúar 1918, Björnsdóttir
hreppsstjóra á Örlygsstöðum (í-
Skagahreppi) Guðmundssonar.
Þessar ugplýsingar er að hafa í
bókinni Islenzkir samtíðarmenn,
sem út kom árið 1965. Sýnilegt er
að Björn hefir ekki hirt um að segja
nema sem minnst um sjálfan sig og
í bókinni Æviskrár samtíðarmanna,
sem út kom 1982, eru þessar upp-
lýsingar um Bjöm endurprentaðar
er mjög bendir til þess að hann
hafi ekki talið ástæðu til þess að
bæta þar við. Hefði hann þó getað
sagt frá fleiri störfum sem svei-
tungarnir fólu honum, því varla er
ofsagt að hann sinnti flestum þeim
opinbemm störfum í sveitarfélaginu
sem til féllu um áratuga skeið.
Hann var deildarstjóri og fulltrúi á
aðalfundum samvinnufélaganna og
búnaðarsambands sýslunnar mjög
lengi og var gerður heiðursfélagi
þess síðamefnda á hálfrar aldar
afmæli þess árið 1978. Verður ekki
farið út í að greina nánar frá störf-
um Bjöms umfram búskapinn en
mjög var það í samræmi við lát-
leysi Bjöms um ævina að halda
slíku ekki á lofti.
Bjöm missti móður sína aðeins
rúmlega ársgamall en móðurmissir-
inn reyndist honum ekki sár því
faðir hans kvæntist aftur mikilli
ágætiskonu sem gekk hinum korn-
unga dreng í móðurstað. Hún hét
Sigríður, dóttir Árna bónda og
hreppstjóra á Þverá í Hallárdal og
konu hans, Svanlaugar Bjömsdótt-
ur. Sjálfur segir Bjöm um þessa
stjúpu sína í stuttri minningargrein
sem hann skrifaði um uppeldisbróð-
ur sinn látinn, Þormóð Jakobsson,
sem Húnvetningum var að góðu
kunnur um árabil m.a. sem pakk-
húsmaður hjá Kaupfélagi Húnvetn-
inga, Blönduósi:
„Hún reyndist okkur svo í raun
að þar gat engin móðir verið betri
eða hugsunarsamari um velferð
okkar, heill og hamingju. Ég tek
undir með stórskáldinu: „Hvað er
engill í paradís hjá góðri og göf-
ugri móður.““
Þessi ágæta kona dvaldi með
Birni til æviloka 6. janúar árið 1958
en faðir Bjöms, Jón Jósefsson, dó
19. júní árið 1917. Þau hjón höfðu
flutt að Ytra-Hóli árið 1915 og átti
Björn þar heimili upp frá því. Er
Sigríður Árnadóttir var orðin ekkja
gerðist hún, um mörg ár, matráðs-
kona við sjúkrahúsið á Blönduósi
og dvaldi Bjöm þar hjá henni um
nokkur ár, þar til hann hóf sjálfur
búskap á Ytra-Hóli. Jósef, afi
Björns, var einn af hinum mörgu
og kunnu Háagerðissystkinum og
sonur hans Jón, faðir Bjöms, -var
fjölgefinn og orðlagður dugnaðar-
maður.
Björn á Ytra-Hóli var einbimi og
eignaðist ekki systkini þar sem síð-
ara hjónaband föður hans var bam-
laust. Þormóður Jakobsson, sá er
áður hefir verið nefndur, gekk hon-
um í bróðurstað og var með þeim
fullkominn bróðurkærleikur. Sjálf-
um varð Ytra-Hólshjónunum sex
bama auðið og samheldinnar og
góðrar fjölskyldu. Bömin fæddust
í þessari aldursröð:
Elst var Sigríður, hún lést á fjór-
tánda aldursári, 2. mars árið 1950.
Ásgeir Sigmar var næstur, varð
lektor við Kennaraháskóla Islands
en lést 20. ágúst árið 1989. Hann
var frábærlega vinsæll og vel gerð-
ur maður. Sigríður, búsett í Þor-
lákshöfn, er þriðja í röðinrii, Sigrún
hjúkrunarfræðingur á Blönduósi,
en búsett á Ytra-Hóli, sú fjórða og
svo þau Björg Sigríður og Björn
Þormóður, einnig búsett þar heima
og á þeim hvíldi búskapurinn þar á
heimilinu hin síðari árin.
Missir tveggja barna varð þeim
Ytra-Hólshjónunum mikil lífs-
reynsla og harmur, sem þau bám
þó af miklu æðruleysi. En nú gerð-
ist skammt stórra högga á milli í
lífi Ytra-Hólsfjölskyldunnar. Björg
húsfreyja andaðist 11. nóvember
árið 1989 aðeins tæpum þrem mán-
uðum eftir lát sonarins Ásgeirs.
Þormóður Jakobsson andaðist svo
8. september á sl. ári. Hár aldur
tók að sækja fast á Björn bónda
og honum þyngdist fótur. Af með-
fæddri forsjá hafði hann látið af
umsvifum, bæði heima fyrir og utan
heimilis. Hann tók því sem verða
vildi af mikilli rósemi og karl-
mennsku en ekki leyndi sér að hann
var tilbúinn að taka vistaskiptunum
hvenær sem þau bæm að höndum.
Vissi vel að hlutverki hans í lífinu
var að ljúka og leit það sem koma
skyldi í auðmýkt og trúnaðar-
trausti. Biðin reyndist ekki löng.
Hann varð að fara á Héraðssjúkra-
húsið á Blönduósi um skamman
tíma á öndverðu þessu ári en auðn-
aðist að komast aftur heim að Ytra-
Hóli og andaðist þar síðdegis 21.
þ.m. Var það u.þ.b. tveimur og
hálfu ári eftir lát konu hans, en hún
dó einnig þar heima.
Með Bimi á Ytra-Hóli er genginn
merkur samferðamaður sem átti
óskorað traust allra sem honum
kynntust. Gæfa hans bjó í honum
sjálfum, í rólegri skapgerð og yfir-
vegun um hlutina er færði honum
tiltrú og ábyrgð á herðar. í því hlut-
verki brást hann ekki.
í ágætri afmælisgrein sem Jón
ísberg sýslumaður ritaði um Björn
áttræðan segir:
„Bjöm var gætinn í fjármálum
og var forsjármaður minnsta hrepps
sýslunnar. Hann var einskonar loft-
vog, þegar rætt var um fjármál.
Teldi Björn áætlun í hófi, létu aðrir
af mótstöðu. En þótt Bjöm vildi sjá
fótum sínum forráð, var hann ekki
hemill á framkvæmdir."
Sýslumaður nefnir síðan dæmi
um það að Bjöm studdi að framf-
aramálum Austur-Húnavatnssýslu
í sýslunefnd, s.s. sjúkrahúsmálum
og málefnum aldraðra. Ráð Björns
vom mikils metinn, en hann hafði
ekki mörg orð þar um og lét ekki
á sér bera umfram það sem hann
taldi nauðsynlegt. Slíkum mönnum,
sem Bimi á Ytra-Hóli, vinnst oft
vel og til farsældar.
Áðurnefndum minningarorðum
um uppeldisbróður sinn lauk Bjöm
með tilvitnun í eitt af þrem erindum
skáldsins Davíðs Stefánssonar í
kvæðinu Við dánarbeð:
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Þeim er þessi minningarörð ritar
finnst að þetta tilfærða erindi lýsi
viðhorfi Bjöms á Ytra-Hóli til al-
mættisins. Honum skal þökkuð löng
samfylgd og vinátta, sem alltaf óx
eftir því sem árunum fjölgaði. Börn-
um hans, bamabörnum og öðmm
er næstir honum stóðu eru færðar
samúðarkveðjur. Enginn harmur
hefir orðið, heldur miklu fremur
langþráð hvíld göngulúnum öldnum
vegfaranda.
Björn Jónsson verður jarðsettur
á Höskuldsstöðum á Skagaströnd
laugardaginn 2. maí 1992.
Grímur Gíslason.
Við viljum minnst Bjöms Jóns-
sonar bónda á Ytra-Hóli nokkmm
orðum. Björn fæddist á Fossi á
Skaga 24. nóvember 1907, sonur
hjónanna Jóns Jósepssonar bónda
frá Finnsstöðum á Skagaströnd og
Þórannar Sigurðardóttur frá Fossi.
Bjöm missti móður sína aðeins
tveggja ára gamall, og ólst upp hjá
föður sínum og síðari konu hans,
Sigríði Ámadóttur frá Þverá í Hall-
ardal. Jóni Jósepssyni er m.a. svo
lýst í Skagfirzkum æviskrám að
hann hafi verið greindur vel, glað-
vær, hlýr í viðmóti, hjálpsamur,
bóngóður, mikilvirkur og vandvirk-
ur, hagleikssmiður, bókelskur og
áhugamaður um framfarir í land-
búnaði. Því er vísað til þessarar
lýsingar að okkur þykir sem Björn
bóndi hafi erft þessi einkenni í rík-
um mæli. Jón keypti jörðina Ytra-
Hól 1915 og hefur Björn átt þar
heima nær óslitið síðan. Bjöm var
einbimi en honum bættist leikfélagi
og fóstbróðir er-foreldrar hans tóku
til sín ungan dreng, Þormóð Ingvar
Jakobsson frá Skúfi í Norðurárdal.
Þormóður lést 3. september síðast-
liðinn og lýsir Björn svo vináttu
þeirra í minningargrein: „Við leik
og störf urðum við óaðskiljanlegir.
Einhvem tíma ræddum við um það,
að ef við yrðum ósáttir í leikjum
okkar, þá ættum við að segja „ertu
vinur“.“ Það kom aldrei til þess að
þeir þyrftu að hreyfa þessu meðan
báðir lifðu. Þessi tilvitnun lýsir Bimi
ekki síður en Þormóði. Drengirnir
léku sér með hom og leggi og segl-
skútur sem sigldu á vit ævintýranna
en komu ævinlega heilar í höfn
drekkhlaðnar dýrum vamingi. Ský
dró fyrir sólu er Björn missti föður
sinn, aðeins tíu ára að aldri, en
Sigríður bjó áfram á Ytra-Hóli og
hélt heimilinu saman. Þetta hefur
verið þrekvirki á þessum árum.
Birni þótti afar vænt um fósturmóð-
ur sína og lýsir henni svo í fyrr-
nefndri grein: „Hún reyndist okkur
svo í raun að þar gat engin móðir
verið betri eða hugulsamari um
velferð okkar, heill og hamingju."
Þrátt fyrir fátækt og foreldramissi
hefur Bjöm notið þess sem mest
er um vert í uppvextinum, ástríkis,
vináttu og öryggis.
Björn gekk í farskóla svo sem
tíðkaðist þá í sveitum. Hann reynd-
ist með afbrigðum námfús og bók-
elskur. En um frainhaldsnám var
ekki að ræða fyrr en alllöngu síðar
er Björn tók sig upp og reið gömlum
jálki til Hvanneyrar. Þar settist
hann á skólabekk 1926-27, en
hrossið endaði í eldhúsi skólapilta.
Á árunum 1923-30 vann Björn
ýmis störf, einna lengst hjá Krist-
jáni Arinbjarnarsyni lækni. Hann
var hestamaður, fjósamaður og sá
um ljósamótor sem framleiddi raf-
magn fyrir nokkur hús á Blöndu-
ósi. Hann fór líka í vetrarferðir með
lækninum í misjöfnum veðrum. Þá
fór Björn ferð með fósturbróður
sínum sem reyndist í frásögur fær-
andi. Um áramót 1929-30 tóku
þeir sig upp og fóm á vetrarvertíð
til Vestmannaeyja. Þeir fóru fót-
gangandi suður í Borgames og
þaðan á skipi til Eyja. Sveitungi
þeirra, reyndur sjómaður og vanur
ferðamaður, var þeim samferða. Þó
hefur þetta tiltæki verið glæfraför
og reynt á kraft og kjark. Vest-
mannaeyjar reyndust Bimi strang-
ur skóli, enda púluðu þeir fóstbræð-
ur svo lengi sem þeir gátu staðið á
fótunum allt til vertíðarloka. Þeir
hafa verið drjúgir með sig, ungu
mennirnir, er þeir komu heim úr
þessu ævintýri með 650 krónur.
Vertíðarhýran renndi fjárhagsleg-
um stoðum undir búmennsku
Björns, en hann hóf búskap á Ytra-
Hóli 1930 og var Sigríður fóstur-
móðir hans þar bústýra fyrstu árin.
Björn kvæntist Björgu Björnsdótt-
ur, dóttur Sigurlaugar Kristjáns-
dóttur og Björns Guðmundssonar
hreppstjóra frá Örlygsstöðum, í
Skagahreppi 16. júní 1937. Björn
lýsir hjúskap sínum sem gæfuspori
í viðtali sem birtist við hann í Húna-
vöku af tilefni áttræðisafmælis
hans. Jafnræði var með þeim hjón-
um. Björg hafði til að bera festu
og glaðværð, næmt fegurðarskyn
og ríka ást á íslensku máli og þjóð-
legum fróðleik. Gagnkvæm virðing,
væntumþykja, glaðværð og bjart-
sýni einkenndu hjúskap þeirra jafnt
í andbyr sem velgengni. Þau Björg
og Björn eignuðust sex böm. Elstu
dóttur sína, Sigríði, misstu þau
fermingarvorið hennar. Nærri má
geta að sú sorg markaði djúp spor
í líf beggja. Ásgeir, magister í ís-
lensku og lektor við Kennarahá-
skóla íslands, var annað barn
þeirra. Hann féll frá langt um aldur
fram 1989, eftir erfiða sjúkdóms-
legu, síðast heima á Ytra-Hóli. Eft-
irlifandi börn Bjöms og Bjargar
em; Sigríður, húsfreyja í Þorláks-
höfn, Sigrún, hjúkmnarfræðingur
og húsfreyja á Ytra-Hóli II. Yngst
eru þau Björg og Björn Þormóður
sem annast nú saman um búið á
Ytra-Hóli.
Ævi Bjöms Jónssonar spannar
eitt mesta breytingaskeið í íslenskri
sögu og í hugum okkar var hann
einn verðugasti fulltrúi hins besta
í íslenskum hefðum og menningu,
en jafnframt víðsýnn og framsæk-
inn nútímamaður. Hann hóf búskap
í torfbæ með 50 kindur og þtjú
hross og vantaði raunar allt til alls.
Menning og mennt setti mark á
heimili þeirra Bjargar og má geta
þess að þar var lestrarfélag sveitar-
innar til húsa allt frá árinu 1939
til þessa dags. Björn lét sér annt
um að halda bókakostinum við og
auka hann. Björn byggði sjálfur
nýjan bæ í þjóðbraut milli Blöndu-
óss og Skagastrandar og sléttaði
yfir torfbæinn, keypti sér einna
fyrstur manna þar um slóðir litla
dráttarvél (kubb) og síðar jeppa.
Af hlaðinu blasir Húnaflói við og á
björtum dögum glitra Balafjöll í
blámóðu fjarlægðar. Það er stuðla-
berg í fjallinu fyrir ofan bæinn sem
töfrar fram í hugann sögur af hul-
dufólki og horfnum vættum. Slíkt
umhverfi hlýtur að móta hugsun
og tilfinningu enda var víðsýni, ást
á náttúmnni og á íslensku máli,
Ijóðum og sagnahefð einkennandi
fyrir Björn.
Björn valdist til félagsstarfa í
sveitinni; hann sat í hreppsnefnd
óslitið frá áramótum 1938-39, er
hreppnum var skipt, til 1974 og var
oddviti frá 1956. Þá var hann í
stjóm Búnaðarfélagsins frá 1939
og var gerður að heiðursfélaga
Búnaðarsambands Austur-Hún-
vetninga 1978.
Við kynntumst Birni síðustu árin
sem hann lifði f tengslum við sjúk-
dóm og fráfall vinar okkar og
starfsbróður, Ásgeirs S. Björnsson-
ar, og voru þau kynni okkur dýr-
mæt. Til hinstu stundar náði Björn
að vekja með samferðafólki sínu
glaðværð, hlýju og skemmtilegar
viðræður um bókmenntir, stjórnmál
eða annað sem var efst á baugi
hveiju sinni. Hann bjó yfir þeim
hæfíleika til efsta dags að geta
lært utanbókar ljóð og efni góðra
fyrirlestra í útvarpi. Hann var enn
að bæta við kunnáttu sína og átti
Vantar þig rafmagn í
sumarbúsfaðinn ?
Ótímabundinn afsláttur
Sólin, í samvinnu við Skorra hf,
hefur ákveðið að veita
ótímabundinn 100% afsláttaforku
sinni í sumarbústaðarhverfum.
Þú kaupir eina sólarrafhlöðu (sem
endist nær ævilangt) hjá Skorra hf
og verður þar með þinn eiginn
raforkustjóri. Þú borgar þar með
enga rafmagnsreikninga né
tengigjöld - aldrei.
SólarrafhlöðurnarfráSkorra hfframleiða 12 voltaspennu alladagaársins.
Þú getur því lýst upp þinn sumarbústað, horft á sjónvarp og látið dæluna
ganga alla daga.
Þetta kunngerist hér með þeim sem hagsmuna eiga að gæta.
SÓLIN og nr (útibú að Bíldshöfða 12)
LIQSLIFANDI AFL