Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
27
Kristniboðsvígsla á sunnudag
KRISTNIBOÐSVÍGSLA fer fram í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í
Reykjavík sunnudaginn 3. maí kl. 14. Séra Sigurður Pálsson vígir
hjónin Ragnheiði Guðmundsdóttur og Karl Jónas Gíslason til
kristniboðsstarfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga.
Karl Jónas mun prédika.
Um kvöldið kl. 20.30 verður
hátíðarsamkoma í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58 í Reykjavík,
með ijölbreyttri dagskrá. Þar mun
m.a. biskup íslands, hr. Ólafur
Skúlason, ávarpa samkomuna og
Katrín Guðlaugsdóttir flytur hug-
leiðingu. Allir eru velkomnir.
Ungu hjónin hafa dvalist við
nám í Noregi og á Englandi undan-
farin ár til að búa sig undir kristni-
boðsstarf. Þau fara til Addis Ababa
á miðju sumri og hefja nám í ríkis-
máli Eþíópíu, amharísku, áður en
þau byija að starfa. Þau eiga tvö
börn, sex ára og níu ára.
Alls starfa átta manns í Afríku
á vegum Kristniboðssambandsins
um þessar mundir, þrír í Kenýu
og fimm í Eþíópíu. Nýlega var
vígsluhátíð í Voitó í S-Eþíópíu þar
sem íslensk hjón hafa dvalist und-
anfarin ár. Þau bjuggu lengi í tjöld-
um og stráfeofum en 1. mars voru
ný hús tekin í notkun og hefur öll
aðstaða batnað til muna. í Voitó
er mikið um sjúkdóma og þar tíðk-
ast barnaútburður. Þar er nú að
myndast kristinn söfnuður.
Nokkrir íslendingar starfa auk
þess í Afríku á kostnað norskra
samtaka. Til dæmis er Jóhannes
Ólafsson læknir á sjúkrahúsi í Gíd-
ole, um 50 km frá Konsó í Eþíópíu
og hjón eru í Senegal í V-Afríku.
Kostnaður við starf Kristniboðs-
sambandsins er nær eingöngu bor-
inn uppi af fijálsum framlögum
vina og velunnara. Aætlað er að í
ár þurfi að safna rúmlega 18 millj-
ónum króna. Tekið verður á móti
gjöfum til starfsins í guðsþjón-
ustunni og-á samkomunni í Kristni-
boðssalnum.
(Fréttatilkynning)
Hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason ásamt
börnum þeirra tveimur, Gísla Davíð og Ástu Maríu. Fjölskyldan fer
til Eþíópíu um mitt sumar.
Listasafn ASÍ:
Haukur Dór
með mál-
verkasýning
FÖSTUDAGINN 1. maí kl. 16.00
verður opnuð sýning á myndum
eftir Hauk Dór í Listasafni ASI.
Sýningin er á vegum safnsins.
Haukur Dór er vel þekktur
listamaður sem búið hefur lang-
dvölum erlendis en er nú með
vinnustofur bæði hér heima og
í Danmörku.
í umfjöllun í sýningarskrá segir
m.a.:
„Það er vor og sumar í nánd. Á
þessari sýningu í Listasafni ASI
skyggnumst við inn í hinn fijálsa
hugarheim Hauks Dór. Hér er vor
og birta, engin skil milli fijálsrar
hugsunar og pappírsins, allt ofið
saman í eina heild, litríkt, leiftr-
andi myndmál og gljúpur
handunninn pappírinn frá Asíu.
Hér glitra lækir, sólir lifna, lifandi
myndir leika sér á næstum
gegnsæjum fletinum."
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14.00 til 19.00. Síðasti sýn-
ingardagur er sunnudagurinn 24.
maí.
(Fréttatilkynning)
\ ------------------
Steinunn Birna
í Kirkjuhvoli
SÍÐARI EPTA-
tónleikar Stein-
unnar Birnu
Ragnarsdóttur
verða haldnir í
Kirkjuhvoli,
Garðabæ, laug-
ardaginn 2. maí
kl. 17.00 síðdeg-
is. '
Á efnisskrá
Steinunnar eru
tvær sónötur eftir Scarlatti, sónata
í a-moll op. 143 eftir Schubert,
Kinderszenen eftir Schumann og
Ballaða nr. 1 í g-moll eftir Chopin.
(Fréttatilkynning)
Steinunn Birna
Ragnarsdóttir
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI
£8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
ISLENSKUR
IÐNAÐUR
VIUI
IVERKI
Flestir fslendlngar kjósa fremur íslenska
framlelðslu en erlenda. Vörugæðl og
vandvirknl eru því höfð í fyrlrrúml. Samt harf að
treysta betur stöðuna á heimamarkaðl. i Iðnaðl
eru margvísleglr mögulelkar á nýsköpun. Tll að
nýta mögulelkana þurfa ráðamenn að sýna vlljann
í verkl. Veljum íslenska framlelðslu og eflum
íslenskt atvlnnulíf.
ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtök atvlnnurekenda i Iðnaðl