Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 27 Kristniboðsvígsla á sunnudag KRISTNIBOÐSVÍGSLA fer fram í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 3. maí kl. 14. Séra Sigurður Pálsson vígir hjónin Ragnheiði Guðmundsdóttur og Karl Jónas Gíslason til kristniboðsstarfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Karl Jónas mun prédika. Um kvöldið kl. 20.30 verður hátíðarsamkoma í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58 í Reykjavík, með ijölbreyttri dagskrá. Þar mun m.a. biskup íslands, hr. Ólafur Skúlason, ávarpa samkomuna og Katrín Guðlaugsdóttir flytur hug- leiðingu. Allir eru velkomnir. Ungu hjónin hafa dvalist við nám í Noregi og á Englandi undan- farin ár til að búa sig undir kristni- boðsstarf. Þau fara til Addis Ababa á miðju sumri og hefja nám í ríkis- máli Eþíópíu, amharísku, áður en þau byija að starfa. Þau eiga tvö börn, sex ára og níu ára. Alls starfa átta manns í Afríku á vegum Kristniboðssambandsins um þessar mundir, þrír í Kenýu og fimm í Eþíópíu. Nýlega var vígsluhátíð í Voitó í S-Eþíópíu þar sem íslensk hjón hafa dvalist und- anfarin ár. Þau bjuggu lengi í tjöld- um og stráfeofum en 1. mars voru ný hús tekin í notkun og hefur öll aðstaða batnað til muna. í Voitó er mikið um sjúkdóma og þar tíðk- ast barnaútburður. Þar er nú að myndast kristinn söfnuður. Nokkrir íslendingar starfa auk þess í Afríku á kostnað norskra samtaka. Til dæmis er Jóhannes Ólafsson læknir á sjúkrahúsi í Gíd- ole, um 50 km frá Konsó í Eþíópíu og hjón eru í Senegal í V-Afríku. Kostnaður við starf Kristniboðs- sambandsins er nær eingöngu bor- inn uppi af fijálsum framlögum vina og velunnara. Aætlað er að í ár þurfi að safna rúmlega 18 millj- ónum króna. Tekið verður á móti gjöfum til starfsins í guðsþjón- ustunni og-á samkomunni í Kristni- boðssalnum. (Fréttatilkynning) Hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Karl Jónas Gíslason ásamt börnum þeirra tveimur, Gísla Davíð og Ástu Maríu. Fjölskyldan fer til Eþíópíu um mitt sumar. Listasafn ASÍ: Haukur Dór með mál- verkasýning FÖSTUDAGINN 1. maí kl. 16.00 verður opnuð sýning á myndum eftir Hauk Dór í Listasafni ASI. Sýningin er á vegum safnsins. Haukur Dór er vel þekktur listamaður sem búið hefur lang- dvölum erlendis en er nú með vinnustofur bæði hér heima og í Danmörku. í umfjöllun í sýningarskrá segir m.a.: „Það er vor og sumar í nánd. Á þessari sýningu í Listasafni ASI skyggnumst við inn í hinn fijálsa hugarheim Hauks Dór. Hér er vor og birta, engin skil milli fijálsrar hugsunar og pappírsins, allt ofið saman í eina heild, litríkt, leiftr- andi myndmál og gljúpur handunninn pappírinn frá Asíu. Hér glitra lækir, sólir lifna, lifandi myndir leika sér á næstum gegnsæjum fletinum." Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00 til 19.00. Síðasti sýn- ingardagur er sunnudagurinn 24. maí. (Fréttatilkynning) \ ------------------ Steinunn Birna í Kirkjuhvoli SÍÐARI EPTA- tónleikar Stein- unnar Birnu Ragnarsdóttur verða haldnir í Kirkjuhvoli, Garðabæ, laug- ardaginn 2. maí kl. 17.00 síðdeg- is. ' Á efnisskrá Steinunnar eru tvær sónötur eftir Scarlatti, sónata í a-moll op. 143 eftir Schubert, Kinderszenen eftir Schumann og Ballaða nr. 1 í g-moll eftir Chopin. (Fréttatilkynning) Steinunn Birna Ragnarsdóttir VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI £8 Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 ISLENSKUR IÐNAÐUR VIUI IVERKI Flestir fslendlngar kjósa fremur íslenska framlelðslu en erlenda. Vörugæðl og vandvirknl eru því höfð í fyrlrrúml. Samt harf að treysta betur stöðuna á heimamarkaðl. i Iðnaðl eru margvísleglr mögulelkar á nýsköpun. Tll að nýta mögulelkana þurfa ráðamenn að sýna vlljann í verkl. Veljum íslenska framlelðslu og eflum íslenskt atvlnnulíf. ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda i Iðnaðl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.