Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992
29
Aðalfundur Þróunarfélag’s Reykjavíkur:
Stofnað verði fyrirtæki
um rekstur bifreiða-
stæða og bifreiðahúsa
Á FYRSTA aðalfundi Þróunarfélags Reykjavíkur í gær kynnti Markús
Örn Antonsson borgarsljóri áætlun um framkvæmdir í miðborginni
næstu fimm ár, og er þar meðal annars gert ráð fyrir endurnýjun
gatna og lagna í miðborginni. Áætlaður heildarkostnaður er 1.550
milljónir króna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður félagsins, sagði
að fram hafi komið hugmynd um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir
stofnun sjáifstæðs fyrirtækis sem annist rekstur bifreiðageymsluhúsa
og bifreiðastæða í borginni. Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri
félagsins, ræddi tillögur að úrbótum í miðborginni og nefndi meðal
annars að æskilegt væri að ráðsstefnu- og sýningarmiðstöð yrði í
tengslum við viðskipta-, verslunar- og samgöngumiðstöð í Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu. Enn fremur að fram hafi komið hugmynd um
að ráða „húsvörð" Reykjavíkur, er yrði eftirlitsmaður með umgengni
i miðborginni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði
meðal annars að viðamesta verkefni
félagsins hafi verið skráning og
flokkun fyrirtækja og stofnana eftir
starfsgreinum og götum. Starfsmenn
í miðborginni væru 7.742 í 1.002
fyrirtækjum og stofnunum. 346
verslanir eru í miðborginni, flestar
við Laugaveg eða 178 og starfsmenn
þar eru 1.551. Sagði hann að meðal
mála sem stjórn Þróunarfélags
Reykjavíkur hefur fjallað um og
vænta má tillagna um á næstunni
er endurskoðun lóðamats í miðborg-
inni. „Sú hugmynd hefur komið fram
að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir
stofnun sjálfstæðs fyrirtækis sem
annist rekstur bifreiðageymsluhúsa
og bifreiðastæða í borginni. Hags-
munaaðilar, kaupmenn og almenn-
ingur komi inn í reksturinn og með
því móti yrði reksturinn sveigjanlegri
og nýting stæða bætt,“ sagði Vil-
hjálmur.
Sagði hann að uppbygging í mið-
borginni hafi gengið hægt og ætti
það við framkvæmdir á auðum lóð-
um, flutning og niðurrif eldri húsa
sem flytja ætti samkvæmt skipulagi.
„Til að flýta uppbyggingu miðborg-
arinnar hefur stjórn Þróunarfélags
Reykjavíkur lagt til að stofnaður
verði þróunar- og framkvæmdasjóð-
ur. Hlutverk sjóðsins verði meðal
annars að kaupa lóðir, sameina þær
ef með þarf, byggja upp og selja
húsnæði á mismunandi byggingar-
stigi eða leigja út tímabundið. Fram-
kvæmdir verði í samvinnu við lóðar-
eigendur og verktaka."
Pétur Sveinbjarnarson fram-
kvæmdastjóri rakti tillögur félagsins
að úrbótum í miðborginni en þær eru
í sextán liðum. Þar er meðal annars
bent á að endurskoða þurfi fasteigna-
mat og lóðamat í miðborginni þar
sem markaðsverð hafi lækkað.
Skortur sé á hentugum og ódýrum
eða ókeypis bílastæðum fyrir starfs-
fólk í miðborginni en 62% þess kem-
ur á eigin bíl til vinnu. Mikilvægt sé
að kvikmyndahús, söfn og menning-
arhús fái aðstöðu í miðborginni og
er bent á Tjarnarbíó sem hugsanlegt
barnaleikhús eða kvikmyndahús.
Sagði Pétur að fram hafi komið hug-
mynd um að Þróunarfélagið réði
„húsvörð Reykjavíkur". Hlutverk
hans yrði daglegt eftirlit með um-
gengni í miðborginni og að hafa
frumkvæði að úrbótum.
Borgarstjóri rakti síðan áætlanir
um framkvæmdir í miðborginni og
sagði að á þessu ári væri fyrirhugað
hefja framkvæmdir við Geirsgötu og
að flytja fram Miðbakkann í Norður-
höfninni, þannig að erlend skemmti-
ferðaskip geti lagst þar að bryggju
í framtíðinni. Við Tryggvagötu 13
er fyrirhugað að reisa bifreiðastæða-
hús með 234 bílastæðum. Er gert
ráð fyrir að árið 1995 verði 1.285
bifreiðastæði i miðborginni.
Markús vék að fyrirhuguðum
' breytingum á Hafnarhúsinu og þeim
hugmyndum sem_ fram hafa komið
um gleryfirbyggingu yfir portið í
miðju húsinu. Undirbúningsvinna er
þegar hafin en áður en ákvörðun
yrði tekin um hvaða starfsemi ætti
að miða við í húsinu yrði að fara
fram markaðskönnun. Borgarstjóri
rakti áætlanir um endurnýjun gatna
og lagna í miðborginni en fram-
kvæmdir eru þegar hafnar í Aðal-
stræti.
Við Aðalstræti væri fyrirhugað að
reisa hús í líkingu húsa frá landn-
ámsöld og tíma Innréttinga á 18. öld
og standa yfir samningar um kaup
á lóðum undir þau hús. Sú hlið Geys-
ishússins sem snýr að Aðalstræti
verður færð til upprunalegs horfs en
fyrirhugað er að leigja út neðstu
hæðina í sumar.
Markús sagði að í umræðu hefði
komið fram að fýsilegur kostur væri
að kanna hvort sá hluti Morgunblaðs-
hússins sem er í eigu blaðsins kæmi
til greina undir starfsemi aðalsafns
Borgarbókasafnsins. Tillaga hafi
komið fram frá fulltrúa Kvennalist-
ans í borgarráði þess efnis og for-
ráðamenn safnsins telji það vænleg-
an kost að safnið sé í miðborginni í
tengslum við athafnalíf, verslun og
viðskipti.
Þá sagði Markús að fram hafi
farið úttekt á Iðnó en borgaryfirvöld-
um væri kappsmál að koma húsinu
í varanlegt ástand. Varað hafi verið
við alvarlegu ástandi raflagna í hús-
inu og lagt bann við að það verði
notað fyrr en viðeigandi ráðstafanir
hafi verið gerðar. Fram kom að við-
ræður hafa staðið yfir við Seðlabank-
ann að undanfömu um framkvæmd-
ir við Arnarhól og sagðist borgar-
stjóri vera vongóður um að fljótlega
hæfust menn handa þar en nokkur
ár eru síðan efnt var til hugmynda-
samkeppni um skipulag svæðisins.
_ _ v •
Kostnaður vegna endur-
nýjunar 1,5 milljarðar
AÆTLAÐUR kostnaður vegna gatnaframkvæmda og endurnýjunar
lagna í miðborg Reykjavíkur næstu fimm ár, er 1.550 milijónir króna.
Eru framkvæmdir þegar hafnar í Aðalstræti.
í ár er gert ráð fyrir að endurnýj-
un fari fram í Vallarstræti, Thor-
valdsenstræti, vesturhluta Kirkju-
strætis og suðurhluta Aðalstrætis
ásamt Fógetagarði. Áætlaður kostn-
aður er 104 millj. Auk þess er gert
ráð fyrir framkvæmdum við Geirs-
götu í Norðurhöfninni og þátttöku í
færslu Miðbakka og er áætlaður
kostnaður 40 millj. Heildarkostnaður
árið 1992 er 147 millj.
Árið 1993 er gert ráð fyrir end-
umýjun í Austurstræti, Ingólfstorgi,
norðurhluta Aðalstrætis og Grófart-
orgi og er áætlaður kostnaður 225
millj. Lokið verður við framkvæmdir
við Geirsgötu og er kostnaður áætl-
aður 8 millj. í Ijarnargötu er gert
ráð fyrir endurnýjun götunnar sunn-
an við Ráðhúsið að Skothúsvegi og
er kostnaður áætlaður 90 millj. Við
Laugaveg er gert ráð fyrir endurbót-
um frá Frakkastíg að Vitastíg og er
kostnaður áætlaður 56 millj. Heildar-
kostnaður árið 1993 er 382 millj.
Árið 1994 hefst endurnýjun Aust-
urvallar og framkvæmdir við Kirkju-
torg, þar sem gatan verður endurnýj-
uð ásamt Skólaþrú og suðurhluta
Pósthússtrætis. Áætlaður kostnaður
er 181 millj. í Túngötu (austan Garð-
arstr.), Suðurgötu að Vonarstræti
og Vonarstræti að Tjarnargötu fer
fram endurnýjun og er áætlaður
kostnaður 67 millj. Einnig við Skóla-
vörðustíg frá Laugavegi að Smiðju-
stíg og við Smiðjustíg milli Lauga-
vegs og Skólavörðustígs. Áætlaður
kostnaður er 55 millj. Þá er gert ráð
fyrir nýbyggingu við Vitatorg og er
áætlaður kostnaður 20 millj. Kostn-
aður vegna framkvæmda árið 1994
er 323 millj.
Árið 1995 verður Tryggvagata
endurnýjuð frá Lækjargötu að Gróf-
inni, einnig Naustin og Pósthús-
stræti milli Tryggvagötu og Geirs-
götu og er kostnaður áætlaður 158
millj. Vesturgata austan Garðastræt-
is, Grófin og Tryggvagata að Geirs-
götu verða endurnýjaðar og er áætl-
aður kostnaður 103 millj. Við Lauga-
veg verður gatan endurnýjuð frá
Vitastíg að Snorrabraut og er kostn-
aður áætlaður 93 millj. Kostnaður
vegna framkvæmda árið 1995 er 354
millj.
Árið 1996 verður Hafnarstræti,
Naustin að Tryggvagötu og Lækjart-
org endumýjuð og er áætlaðurkostn-
aður 138 millj. Þá verður Skúlagata
endumýjuð og er áætlaður kostnaður
195 millj. Kostnaður vegna fram-
kvæmda árið 1996 er 333 millj.
-♦..» ♦ ■
Lions:
V ímuvarnardag-
ur á laugardagimi
ÁRLEGUR vímuvarnardagur Lions verður næstkomandi laugardag,
2. maí og er þetta í sjöunda sinn sem slíkur dagur er haldinn.
Markmið dagsins er að kynna vímuvarnarstarf Lionshreyfingarinn-
ar og verkefnið Lions Quest sem hefur verið nefnt „Tilveran".
Þetta verkefni hefur verið hluti af námsefni 7. bekkjar grunnskóla
víða um land, en er þó ekki skyldunámsefni, að sögn Jórunnar Jör-
undsdóttur frá Lionsklúbbnum Kaldá.
Bára Mjöll Þórðardóttir, Hrann-
ar Sigurðsson og Þorsteinn Már
Þorsteinsson eru öll nemendur í 7.
bekk í Víðistaðaskóla í Hafnar-
firði. Þau eru sammála um að Lions
Quest, eða Ljónaleit eins og þau
kalla það, sé mjög skemmtilegt og
segjast hafa lært mikið á þessu
verkefni. „Við erum miklu jákvæð-
ari núna og við þekkjum krakkana
í bekkjunum okkar miklu betur en
áður. Við getum talað við fleiri og
erum óhræddari við það. Fyrst þeg-
ar við byijuðum á þessu námsefni
kastaði allur bekkurinn bolta á
milli sín og þegar við gripum hann
þurftum við að segja eitthvað um
okkur sjálf,“ segja þau.
Markmið þessa verkefnis er m.a.
að byggja upp sjálfstraust með
betri samskiptum, læra um tilfínn-
ingar, að öðlast fæmi í sjálfsmati
og sjálfsögun og að bæta og styrkja
samskipti við aðra. „Þegar við vinn-
um að verkefnum þá vinnum við
saman í hópum og það er miklu
Morgunblaðið/EmiHa
Þorsteinn Már Þorsteinsson, Hrannar Sigurðsson og Bára Mjöll
Þórðardóttir halda hér á túlipönum sem Lionshreyfingin ætlar
að selja í tiiefni að vímuvarnardeginum.
betra að vinna svoleiðis. Við sitjum
í hring og getum talað miklu betur
saman,“ segja þau.
Bára, Hrannar og Þorsteinn eru
á einu máli um að þetta námsefni
sé bæði skemmtilegt og hjálplegt.
„Við vonum að allir krakkar fái
þetta námsefni því það er mjög
gott. Manni líður miklu betur og
það er miklu betri bekkjarandi,“
segja þau.
Á laugardag ætla Lionsfélag-
ar, unglingar og aðrir, sem láta
vímuvarnir unglinga til sín taka,
að selja túlipana og rennur and-
virði sölunnar til styrktar
unglingastarfsemi í landinu og
til Vímuvarnarsjóðs Lionshreyf-
ingarinnar. „Ég vil biðja fólk um
að taka vel á móti sölufólki en
bæði verður gengið í hús og
einnig verða túlipanar seldir í
stórmörkuðum og í bönkum,"
segir Jórunn Jörundsdóttir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði;
Fjölskylduhá-
tíð í Kaldárseli
SUNNUDAG, 3. maí, efnir Frí-
kirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði til
fjölskylduhátiðar í sumarbúðun-
um við Kaldársel. Verður boðið
upp á fjölbreytta dagskrá við
hæfi ailra aldurshópa.
Dagskráin hefst með því að safn-
ast verður saman { Kaldárseli um
kl. 13.30. Verður skipulögð göngu-
ferð um nágrennið fyrir þá sem þess
óska en börnunum boðið í leiki á
sama tíma. Upp úr kl. 15 verður
helgistund í íþróttahúsi sumarbúð-
anna, en að því búnu sest að kaffi-
borði. Börnunum verður hins vegar
boðið í útigrill. Tilgangurinn með
þessari fjölskylduhátíð er að ná sam-
an öllum aldurshópum til hátíðahalda
á fallegum stað. Á fjölskylduhátíðina
í fyrra komu um 200 manns. Þeim
sem ekki koma á eigin bílum í Kald-
ársel er bent á rútuferð frá Fríkirkj-
unni kl. 13.
♦ ♦ ♦■
■ LEIKFELA GIÐ Baldur frum-
sýnir í kvöld, föstudaginn 1. maí,
leikritið Höfuðbólið og lijáleigan
eftir Sigurð Róbertsson. Leikstjóri
er Eyvindur Erlendsson. Með
helstu hlutverk fara Eva Björg
Sigurðardóttir, Jón Guðmunds-
son og Rósa Björk Ágústsdóttir.
Alls taka 14 manns þátt í sýning-
unni sem er ein sú viðamesta sem
Baldur hefur ráðist í um nokkurt
skeið. Sýningin hefst kl. 21.00.
Önnur sýning verður sunnudaginn
3. maí kl. 14.00 í Baldurshaga,
Bíldudal. Síðar mun ráðgert að sýna
vítt og breitt um Vestfirði og víðar.