Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Lögreglan í ljósi fj ölmiðlaumræðu eftir Guðmund Guðjónsson Nokkur umræða hefur verið af og til á undanförnum árum um störf lögreglumanna og þá í sambandi við kvartanir (klögumál) aðallega fyrir harðræði við handtöku. Helst er á umræðum að skilja að kærum hafi fjölgað á síðustu árum og lög- reglan sé orðin harðhentari en áð- ur. Þegar kvartanir á lögreglumenn eru skoðaðar kemur í ljós að stað- reyndin er samt sem áður sú að þeim hefur farið fækkandi. T.d. bárust 27 kvartanir til yfirstjórnar lögreglunnar vegna lögreglumanna á árinu 1990 en 13 á árinu 1991. Bókuð verkefni stjórnstöðvar lögreglunnar, hverfastöðva og rannsóknardeilda árið 1991 voru um 80.000 en gera má ráð fyrir að heildar verkefni hafí verið yfir 100.000 og náð tii 290 lögreglu- manna (260 fastra og 30 afleys- ingamanna á ársgrundvelli). Þær kvartanir og klögumál sem komu varða undantekningalítið fram- komu lögreglumanna og þá sérstak- lega í sambandi við afskipti af öku- mönnum vegna umferðarlagabrota eða atriða sem snúa að handtöku. Útköll vegna ölvaðs fólks voru um 3.500 og umferðarlagakærur voru um 13.000. Þegar fjöidi lögreglu- manna og verkefnafjöldi er borinn saman við fjölda kvartana og tii þess er litið hversu starfíð er í reynd erfitt og gerir miklar og sívaxandi kröfur til lögreglumanna, þá held ég að lögreglan í Reykjavík geti vel við unað. Umræddar 13 kvartanir eða klögumál vegna starfa lög- reglumanna á árinu 1991 voru flest- öll mjög smávægileg og sum reynd- ust ekki á rökum reist eða höfðu eðlilegar skýringar. Ekkert þessara mála var þess eðlis að lögreglumenn teldust hafa brotið af sér í starfí. Svarar þessi fjöldi kvartana til þess að ein kvörtun komi á hvem lög- reglumann á um 20 ára fresti. Lögreglan hefur á allra síðustu árum orðið að taka á nokkrum málaflokkum með meiri ákveðni en áður, svo sem vegna ofbeldisverka, óláta og skemmdarverka í miðborg Reykjavíkur, sem aftur hefur skilað þeim árangri að verulega hefur dregið úr slíkum brotum. Þrátt fyr- ir þessi auknu afskipti, þar sem lögregla þarf oft að fjarlægja ölvað og æst fólk með valdi, fer klögumál- um á lögreglumenn fækkandi. Lögreglustarfið er vandasamt og erfítt og krefst mikillar þekkingar, fagmennsku og umfram allt gífur- legrar sjálfstjórnar og þolinmæði. Mörg dæmi eru þess að snarræði lögreglumanna og hnitmiðuð vinnu- brögð hafí komið í veg fyrir voðaat- burði, þar sem mannslífum og eig- um fólks er bjargað. Það er á lög- regluna sem fólk leggur traust sitt þegar voðaatburðir verða eða vand- ræði skapast. Lögreglumenn leggja metnað sinn í það að vera þess trausts verðugir og til þess verða þeir á stundum að sýna áræðni og leggja jafnvel heilsu sína og líf í hættu. Lögreglumaðurinn verður oft fyrir mikilii áreitni og mótlæti frá umhverfínu, honum er ógnað, hótað og réttmætum fyrirskipunum hans er jafnvel ekki hlýtt. Á hinum erfiða starfsvettvangi lögreglunnar er ekki hjá því komist að lögreglumönnum verði á mistök og lögreglumenn geta gengið harð- ar fram í orði eða athöfnum en efni standa til. Slíkt verður aldrei hægt að útiloka. Stefna embættis- ins er að taka á mistökunum og læra af þeim. Sífellt er verið að skoða það sem betur má fara innan lögreglunnar og árangur hefur orð- ið. Kröfur við ráðningar lögreglu- manna hjá lögreglunni i Reykjavík hafa verið auknar mikið á síðustu árum og dæmi eru um að lögreglu- menn hafi verið látnir hætta störf- um vegna þess að þeir stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. Vinnubrögð lögreglumanna eru orðin faglegri og mistökum fækkar, en þau hverfa ekki frekar en hjá öðrum starfsstéttum. Það verður að gera ráð fyrir þeim og meta þau af sanngimi. Einnig verður að hafa hugfast, að lögreglumönnum þurfa ekki endilega að verða á mistök, til að lenda í kærumálum eða umræðu um að hafa farið offari. Dæmi eru þess að fólk hafi slasast t.d. við handtöku þó að lögreglumenn þeir sem handtökuna framkvæmdu hafi í öllu farið eftir þeim reglum sem þeim eru settar. Ef sá sem verið er að handtaka veitir mikla mót- spymu, er sama hvernig lögreglan stendur að verki, aldrei er hægt að tryggja fullkomlega að enginn meiðist. Jafnvel við kennslu í Lög- regluskóla ríkisins koma af og til upp tilvik þar sem- nemar meiðast við handtökuæfíngar. Þeir æfa þó undir leiðsögn kennara og þar er fyllstu varúðar gætt. Lögreglan þarf oft í starfi sínu að yfírbuga fólk sem er gjörsamlega viti sínu ijær af bræði og veitir alla þá mót- spyrnu sem það getur — og jafnvel reynir allt til að skaða sjálft sig og aðra. Þá nægir ekki að lögreglan gæti fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að einhver meiðist enda ekki bara undir því komið hvað lög- reglan gerir, heldur ekki síður hvað sá gerir sem verið er að handtaka. Þó svo að það sé sjaldan nefnt þá hafa lögeglumenn einnig slasast þegar þeir eru að handtaka fólk, þó svo að slíkum tilvikum hafi farið fækkandi á allra síðustu árum eins og klögumálunum. Einnig verður til þess að líta að sum klögumál sem upp koma og jafnvel fá mikla og neikvæða umfjöllun í ijölmiðlum, snúast ekki endilega um það að lögreglumaðurinn, sem kærður er hafí brotið eitthvað af sér eða að honum hafi orðið á mistök. Hann gæti t.d. hafa staðið rétt að öllu og unnið samkvæmt bestu sam- visku. Þessi tilvik snúast um mat lögreglumannsins, þar sem hann þarf að taka ákvörðun á svip- stundu, jafnvel undir miklu álagi og án þess að iagabókstafurinn sé sérstaklega vel upplýsandi um við- komandi atriði. Síðan er málið kannski skoðað og metið af lög- fræðingum með lagasafnið sér við hlið, hvort það hefði nú átt að gera þetta í staðinn fyrir eitthvað allt annað. Dæmi um þetta er þegar lögregluvarðstjóri var ákærður fyrir nokkrum árum fyrir að ákveða að vista ölvaðan mann í fangageymslu lögreglunnar, en viðkomandi hafði verið handtekinn fyrir skemmdar- verk. Hlutverk varðstjóra í fanga- móttöku lögreglunnar er einmitt að meta, hvort efni sé til að vista fólk í fangageymslunni. Honum eru lagðar þær skyldur á herðar að meta þetta og fengið til þess ákveð- ið vald. í þessu tilviki lét ákæruvald- ið reyna á það fyrir dómi hvort mat varðstjórans hafí verið rangt og vistunin hafi verið að nauðsynja- Guðmundur Guðjónsson „Segja má að kannski sé ósanngjarnt að leggja alla fjölmiðla að jöfnu, enda er frétta- flutningur þeirra mis- jafn og sumir miðlar standa öðrum framar í hlutleysi og fag- mennsku. Tilgangur greinar þessarar er hins vegar ekki að hnýta í einstaka fjöl- miðil, heldur til að vekja fréttamenn og aðra til umhugsunar um þessi mál og koma sjónarmiðum lögregl- unnar á framfæri, sem svo oft hafa orðið undir í umræðunni.“ lausu og þá með því að höfða opin- bert refsimál gagnvart varðstjóran- um, þ.e.a.s. ekki var bara verið að fjalla um það hvort vistunin hafi verið að nauðsynjalausu, heldur var verið að láta á að reyna hvort ekki ætti að gera varðstjórann persónu- lega ábyrgan fyrir því ef mat hans reyndist hafa verið rangt að mati dómara. Varðstjórinn var hins veg- ar sýknaður af ákærunni bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Ákæru- valdið hafði ekki aðra leið til að láta reyna á málið, en að höfða mál á hendur varðstjóranum sem einstaklingi. Þetta sýnir í hvaða BFGoodrich Low Profile fólksbíladekk Comp T/Afyrir alla hraða Dekk íýrir kröfuharða bíleigendur GÆÐI Á GÓÐU VERÐI „SR Speed“ upp í 180 kni/liraða „HR Speed“ uppí210 km/hraða „VR Speed“ upp í 240 km/hraða „ZR Speed“ yílr 240 km/hraða bmibukb Greiðslukjör I—11 allt að 18 máiiuðum starfsumhverfí lögregiumenn starfa og hver er oft bakgrunnur þess mikla fjölmiðlafárs sem oft ein- kennir málefni lögreglumanna. Þetta sýnir líka hvað gífurlegar kröfur eru gerðar til lögreglu- manna. Setja má dæmið öðru vísi upp, svona til fróðleiks: Maður er úrskurðaður í gæsluvarðhald af sakadómara. Sá unir ekki úrskurð- inum og kærir málið til Hæstarétt- ar. Hann kærir hins vegar ekki dómara þann sem kvað upp úr- skurðinn, né lendir dómarinn í ákærumeðferð, þó svo að Hæsti- réttur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður dómarans standist ekki og hnekki honum. Það getur leitt til skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart manninum, en dómarinn er ekki gerður ábyrgur. Lögreglan er bundin í aðra fjötra sbr. ákæru- meðferðina gagnvart varðstjóran- um. Þegar dómar eru skoðaðir vegna starfa Iögreglumanna, kemur í ljós að fá mál hafa gengið og sakarefn- ið oftast smávægilegt þegar upp er staðið og með ólíkindum hversu farsæl lögreglan hefur verið miðað við hversu erfitt lögreglustarfið getur verið. Fólk á lögbundinn rétt á því að koma fyrir yfirmann í lögreglunni telji það sig sæta röngum vinnu- brögðum lögreglumanna. í flestum tilvikum fer fram könnun eða rann- sókn þegar kvörtun kemur fram, allt eftir eðii kvörtunarinnar. Slíkar rannsóknir fara fram innan viðkom- andi lögregluembætta, nema ef grunur leikur á að lögreglumaður hafi gerst brotlegur við lög. í siíkum tilvikum fer fram opinber rannsókn og þá hjá öðru embætti. Þessi rétt- ur fólks til að koma kvörtunum eða kærum á framfæri veitir lögreglu aðhald, eykur möguleika á að hægt sé að bæta vinnubrögðin og leið- rétta misskilning. Sumt fólk getur búið við hatur út í lögregluna ævi- langt sem jafnvel á rætur sínar að rekja til misskilnings sem aldrei var leiðréttur. Mikið reynir á stjórnendur sem taka þurfa á kvörtunum eða klögu- málum. Rétt allra verður að virða, þ.e. bæði borgarans og lögreglu- manns, en tortryggni er oft ráðandi hjá báðum. Þegar klögumál berast er mikilvægt að: a) Kanna málið frá öllum hliðum. b) Meta alvarleika brots ef um brot er að ræða. e) Meta þau úrræði sem líklegust eru til að skila árangri. d) Taka ákvörðun um hvaða af- greiðslu málið skuli fá. e) Afgreiða málið með farsælum hætti og að sá sem klögumál setur fram fái svör og skýringar, eða eftir atvikum þá afgreiðslu sem málið gefur tilefni til að mati yfir- manns og að lögreglumenn sem klagaðir eru eða kærðir njóti sann- mælis. Þegar lögreglumönnum verða á mistök i starfi eða eru bornir slíkum sökum þó annað komi síðar í ljós, kemur oft mikið fjölmiðlafár í kjöl- farið. Þegar fjölmiðlaumræðan er borin saman við niðurstöður t.d. Hæstaréttar íslands, er með ólík- indum hve lítið samræmi er á milli umræðunnar og dómsniðurstöðu. Miklar og alvarlegar sakir á lög- reglumenn í upphafi reynast kannski síðan varða við ákvæði hegningarlaga um gáleysi, þó svo að kæruefnið og málatilbúnaður í upphafí hafi snúist um vísvitandi og gróft brot. Þegar talað er um handtöku þar sem valdi er beitt, setja sumir sama- semmerki milli lagalegrar heimildar og skyldu lögreglumanna til að beita valdi þegar nauðsyn krefur og ofbeldis. Dæmi um þetta er mikil fjöl- miðlaumfjöllun fyrir nokkrum árum þar sem sí og æ var fjallað um að lögreglan hafí tvíhandleggsbrotið handtekinn mann í fangageymsl- unni með því að skella handlegg hans af alefli í afgreiðsluborðið. Ákæruvaldið 'lét reyna á það í þessu máli hvort um ólöglega hand- töku hafi verið að ræða, ólöglega vistun í fangageymslu og vísvitandi líkamsmeiðingu. Tveir lögreglu- menn voru ákærðir. Dómsniður- staða var sú að sýknað var af öllum ákæruliðunum, en annar lögreglu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.