Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR L MAÍ 1992
10
Sigiiý Sæmundsdóttir og Jónas
Ingimundarson í Gerðubergi
Tónlist
Ragnar Björnsson
Söngveislum Gerðubergs starfs-
árið 1991—1992 lauk með sérlega
gððum og merkum tónleikum sl.
mánudag. Hvað er, hvemig verður
svokölluð góð, eða falleg, söngrödd
til? Þegar stórt er spurt verður
. fátt um svör, en fyrir undirrituðum
er þessi raddfegurð, litur raddar-
innar, framsögn eða hvað nú á að
kalla það, manneskjan sjálf í öllu
sínu litrófi tilfinninga, þroska,
reynslu, ósigrum, sigrum, úrvinnsl-
an úr þessu öllu er það sem gefur
röddinni lit, líf, frásagnarhæfi-
leika. Sem mörgum er kunnugt
hefur Signý gengið í gegnum tölu-
verða lífsreynslu undanfama mán-
uði. Slík reynsla hlýtur að breyta
Grillskálinn, Ólafsvík
Til sölu er Grillskálinn í Ólafsvík , í eigin húsnæði.
Góð velta.
Upplýsingar hjá Herbert í símum 93-61362 og 93-61331
og Páli í síma 93-61490.
EIGNAMIÐLUNIN Hi
Sími 67-90-90 - Síðxunúla 21
Sumarhúsalóðir
í grennd við Flúðir
Til leigu eru sumabústaðalóðir í landi Ásatúns í Hruna-
mannahreppi. Aðeins rúmlega klukkustundar akstur frá
Reykjavík og bundið slitlag nær alla leið.
Um er að ræða fallegt land með stórbrotnu útsýni.
Heitt og kalt vatn er lagt að lóðarmörkum og unnt er
að taka inn rafmagn strax. 5 mínútna akstur er að Flúð-
um en þar er m.a. sundlaug, verslun o.fl. í nágrenninu
er einnig golfvöllur og margskonar útivistarmöguleikar.
Nánari upplýsingar veita Grímur og Guðbjörg í Ásatúni
í síma 98-66683.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali
Til sölu eru að koma m.a. eigna:
Skammt frá Hótel Sögu
Mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð tæpir 80 fm á 3. hæö. Nýtt parket.
Nýtt gler. Sólsvalir. Risherb. með snyrtingu. Sameign töluvert endumýj-
uð. Laus fljótlega. Sanngjarnt verð.
í Vogunum - hagkvæm skipti
Vel byggt og vel með farið steinhús ein hæð 165 fm auk bílskúrs. 5
svefnherb., 2 stofur m.m. Skrúðgarður. Eignaskipti möguleg.
Úrvals íbúð með sérinngangi
3ja herb. íbúð tæpir 70 fm á 1. hæð við Hraunbæ. Allar innr. og tæki
af vönduöustu gerð. Vélaþvottahús og gott gufubaö fylgir í sameign.
Húsið ný málað að utan.
Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti
Vel byggt raðhús um 240 fm á þremur hæðum. 6-7 svefnherb. Tvenn-
ar svalir. Á jarðhæð (ekki kjallari) má gera séríbúð. Stór og góður
bílskúr. Margskonar eignaskipti möguleg.
Við Næfurás - langtímalán
Stór og giæsileg 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Parket. Sólsvalir. Sérþvotta-
hús. Ágæt sameign. Mikið útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 2,4 millj.
Skammt frá KR-heimilinu
10 ára íbúð 3ja herb. á 1. hæð. Ekki stór en vel skipulögð. Parket.
Sótsvalir. Þvottahús á hæð. Góð geymsla í kjallara. Skipti möguleg á
einstaklingsibúð á 1. eða 2. hæð.
Einstaklingsíbúð við Ljósheima
Á efstu hæð í lyftuhúsi 2ja herb. íbúð rúmir 40 fm nettó. Laus strax.
Frábært útsýni. Tilboð óskast.
Ný íbúð - sérþvottahús - bílskúr
3ja-4ra herb. íbúð 118 fm við Sporhamra. Næstum fullgerð. Hús-
næðislán til 40 ára kr. 5 millj. Eignaskipti möguleg.
Við Hulduland - tilboð óskast
5 herb. íbúð 120 fm á 2. hæð. Sólsvalir. Sér þvottahús. Bílskúr fylgir.
Frábær staður.
Á söluskrá óskast
fyrir fjársterka kaupendur:
Einbýlishús stórt og vandað á Flötunum eða á Arnarnesi.
Raðhús eða einbhús miðsvæðis í borginni á einni hæð 110-150 fm.
3ja-4ra herb. góð íbúð á 1. eða 2. hæð miðsvæðis í borginni. Lyftu-
hús kemur til greina.
3ja-5 herb. góðar ibúðir með bílskúr.
Einbýlishús eða raðhús um 80-100 fm í borginni eöa nágrenni. Má
þarfnast endurbóta.
Margskonar eignaskipti möguleg. Margir bjóða útborgun i peningum
fyrir rétta eign.
• • •
Opið í dag f rá kl. 10-12.
Opið á iaugardaginn
frákl.10-16.
Gleðilegan 1. maí.
AIMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAvÉGn8SÍMAR2ÍÍ5Ö,^Í377
einstaklingnum, sem fyrir verður
og hvemig tekst honum síðan að
vinna úr hlutunum? Ég sé ekki
betur en Signý hafi unnið rétt og
vel úr þessari reynslu og að hún
hafi þroskast bæði raddlega og list-
rænt. Röddin er mýkri og fylltari
en var og ekki get ég betur heyrt
en að listrænt hafi hún þroskast
mikið. Því miður missti undirritað-
ur af fyrstu fimm lögunum á efnis-
skránni, lögum eftir Fr. Liszt sem
trúað gæti ég að hafi hentað
Signýju vel. Þá komu tvö gyðingleg
sönglög eftir Maurice Ravel, það
fyrra „Bæn fyrir dauðum“, sem
Signý söng á aramísku, þeirri
tungu sem Kristur á að hafa tal-
að, síðara lagið „Gátan eilífa",
þjóðvísa sem hún söng á jiddísku
og var flutningur beggja laganna
áhrifamikill og þó sérlega fyrra
lagið sem var og ólíkt meiri og
þéttari „komposition“. Eftir hlé
komu tvö lög eftir Frakkann Dup-
arc, „Fyrra líf“og „Harmatölur“,
hvoru tveggja lög sem fyrst komu
Duparc á blað sem tónskáldi og.
sýna hæfni hans að laða tónlist
að texta. Þessi lög fluttu þau Signý
og Jónas af næmum skilningi.
Signý Sæmundsdóttir
Fimm argentínskir alþýðusöngvar-
ar eftir argentíska tónskáldið Al-
berto Ginastera voru næstir á efn-
isskrá, mjög skemnmtilegir söngv-
ar þar sem Signý sýndi ýmis blæ-
brigði raddarinnar og 'um leið að
spila á hin ólíkustu tilfinningamið.
Jónas fékk einnig að taka á honum
stóra sínum í sumum þessara laga
og slapp vel frá. Þessari erfiðu og
metnaðarfullu söngskrá lauk með
verki eftir furðufuglinn Erik Satie,
Jónas Ingimundarson
„Ég vil þig“. Sérstök ástæða er til
að óska Signýju til hamingju með
þessa tónleika. Með þeim undir-
strikaði hún nafn sitt meðal ís-
lenskra söngvara svo um munar.
í lok tónleikanna var Reyni Axels-
syni sérlega þakkað fyrir ljóðaþýð-
ingar í efnisskrár ljóðatónleika
Gerðubergs og víst hefði efnisskrá-
in orðið mun fátæklegri án fram-
lags Reynis, eins og Jónas Ingi-
mundarson orðaði það.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Málfræðileg bygging setninga
,er á undanhaldi. Fólk sinnir ekki
um samræmi milli frumlags og
umsagnar. Þetta er slappleiki,
hugarleti, hættumerki, enda þótt
til sé á því fínt heiti: con-
structio ad sensum. Um hvað
er maðurinn að tala? Ég skal
taka dæmi. Eina helgina um
daginn fylgdist ég vandlega með
málfari fréttamanna í útvarpi
og sjónvarpi, báðum stöðvum.
Mér þótti það næstum því vera
regla, fremur en undantekning,
að setningar af eftirfarandi tagi
heyrðust: Mikill fjöldi manna
„eru“ hér sam.an „komnir“. Stór
hópur fólks „lögðu“ á fjöllin. Er
ekki ljóst að fjöldi og hópur eru
orðmyndir í eintölu, en eru,
lögðu og komnir í fleirtölu?
Víst er svo. Þess vegna á undan-
bragðalaust að segja: Mikill
Qöldi manna er hér saman kom-
inn. Stór hópur fólks lagði á
ijöllin.
Engin afsökun er það okkur,
þó Englendingar segi „people
are“. Við segjum auðvitað: fólk
er, því að fólk er eintöluorð,
þó að það feli í sér fleirtölu-
merkingu. Enginn íslendingur,
óhaltur á máli, segir: Fólk „eru
óánægð“. Þess vegna segjum við
ekki heldur: Fjöldi manna „eru“
þar saman „komnir“. Við segj-
um: fjöldi manna er þar saman
kominn. Hins vegar segjum við:
Margir menn eru þar saman
komnir, af því að menn er fleir-
tala.
Á mjóum þvengjum læra
hundamir að stela, og ef við
réttum skrattanum einn fingur,
er sagt að hann sé vís til að
taka höndina alla, gott ef ekki
báðar hendumar.
Ef við leyfum okkur hugsana-
leti og slappleika í málfari, fer
illa. Við megum hvergi láta und-
an síga heldur halda uppi vörn-
um á öllum vígstöðvum, beijast
linnulaust og kappsamlega.
Þetta var því miður ekki það
eina sam angraði mig fyrrnefnda
helgi. Getur verið að fréttir séu
á verra máli um helgar en virka
daga?
Frásagnir voru auðvitað af
kynningarsamkomu Háskóla ís-
lands og annarra skóla nokk-
urra. Ég átti nú kannski veika
von á að fréttafólk vandaði sig
við þvílíkt tækifæri, en nei, og
fomei! Háskólastúdentar á Is-
landi „töldu“ eitthvað á sjötta
þúsund. Hvern sjálfan satan
vom háskólastúdentar að telja
upp í þess konar tölu? Hafa þeir
ekíri reiknivélar og tölvur? Það
kom á daginn að þeir töldu eng-
in þúsund, heldur töldust það
eða öllu heldur voru á sjötta
þúsund. Við höfum enga afsök-
un, að fara að tala dönsku í
þessu sambandi.
Því síður er afsakanlegt að
gelda þolmyndina æ ofan í æ,
eins og þegar seinþroska börn
og unglingar segja: „það var
barið mig“ eða jafnvel „það var
lem(b)t(!) mig í skólanum".
í háskólanum er ekki „lagt
stund“ á eitt eða neitt. Stund
er kvenkyns, og ógeld þolmynd
er: Það er lögð stund á ýmis-
legt nytsamlegt í höfuðskólum
okkar.
Já, og því miður eitt enn sem
ég var nærri því búinn að
gleyma. Engan eignarfallsflótta!
Helgi Jóhannsson er fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar, ekki „Samvinnu-
ferða-Landsýn“.
Kemur þá þriðji og síðasti
hluti skinnduldakenningarinn-
ar:
„Að lokum er rétt að geta
þess, að heimildir finnast fyrir
því að fornmenn hafi einnig
skrifað á fugla þótt ótrúlegt sé.
Frægasta dæmi þess eru lögin
sem á þjóðveldistíma voru varð-
veitt á grágæsum og var laga-
safnið í heild nefnt Grágás (pars
pro toto). I rauninni þarf engan
að undra að lögin skyldu einmitt
vera skráð á gæsir. Engar
skepinur gátu borið sig hraðar
yfir, en þess þurfti einmitt við
til að koma þeim til alþingis í
tæka tíð á hverju vori.
Þessar gæsir hafa verið vel
tamdar og líklega verið varð-
veittar á heimili lögsögumanns
utan þingtíma. (E.t.v. hafa þær
þó alltaf verið hafðar á sama
bænum og kemur þá helst til
greina höfðingjasetrið Oddi á
638. þáttur
Rangárvöilum, sbr. orðið odda-
flug sem e.t.v. ætti að skrifa
með stórum staf, hafi það merkt
flug löggæsanna til og frá Odda.
Ekki getur þetta þó talist senni-
leg tilgáta.) Þegar líða tók á
alþingi hafa löggæsimar verið
látnar fljúga af stað til Þing-
valla. Hafa þá fróðleiksfúsir og
metnaðargjarnir unglingar á
svæðum þeim, er gæsirnar flugu
yfir, vafalaust staðið úti á hlaði
og reynt að lesa og nema þær
lagagreinar sem á gæsunum
stóðu. Én ekki hefur slíkur lest-
ur verið á færi annarra en þeirra
sem bæði vora fluglæsir og
fluggreindir. Það má því segja
að gæsir þessar hafi verið fyrstu
flugrit hérlendis ...
(Skinnduldakenningin er rí-
morð á móti kynduldakenning
en sú kenning er miklu viða-
meiri og tekur til efnis fornrita,
en ekki varðveislu þeirra.)“
Umsjónarmaður þakkar
Kristjáni Eiríkssyni fyrir birting-
arleyfíð. Umsjónarmanni hefur
borist til eyma að til muni vera
„apókrýf“ viðbót kenningar
þessarar eða kenninga þessara,
en mun láta hér víð nema.
★
Gísli Konráðsson kvað:
Ein blómarós borin á Fróni
fór brosandi’ í reiðtúr á ljóni.
Er til baka þau bar
hún í betanum var
en brosandi leó - sá dóni.
★
Ég ræddi við Gunnlaug Ing-
ólfsson á Orðabók Iiáskólans
um hugsanlegan merkingarmun
orðanna krap og krapi, sjá
næstsíðasta þátt. Við fórum yfir
býsna mörg dæmi, og er skjótt
af því að segja, að eftir þeim
dæmum í heild sinni er ekki að
finna stuðning við „kenningu“
okkar Sverris Páls, eða tilfinn-
ingu okkar, um merkingarmun
þessara orða. Fróðlegt væri að
heyra hvað ykkur finnst um það
sem sagt var um krap og krapa
í næstsíðasta þætti, enda hef ég
rætt við nokkra Norðlendinga
sem eru harðir á því, að sami
munur, og okkur Sverri Páli
finnst, sé á merkingu marg-
nefndra orða.