Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 1

Morgunblaðið - 01.05.1992, Side 1
88 SIÐUR B/C/D 98. tbl. 80. árg. FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vargöld og upplausn í Los Angeles eftir sýknudóm yfir hvítum lögreglumönnum: Morð á götum úti, íkveikj- ur og gífurlegt eignatjón Lögreglumenn standa á verði við brennandi byggingar í Los Ang- eles er miklar óeirðir blossuðu þar upp í fyrrinótt eftir að kveð- inn hafði verið upp sýknudómur yfir fjórum lögreglumönnum, sem voru sakaðir um að hafa misþyrmt blökkumanni. Óeirð- irnar kostuðu sextán manns lífið og á fimmta hundrað særðust. I gærkvöídi höfðu rúmlega 250 manns verið handteknir. Utgöngubann í gildi og 4.000 þjóðvarð- iiðar kallaðir til aðstoðar lögreglunni Los Angeles. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SEXTÁN manns biðu bana og á fimmta hundrað saérðust í öldu ofbeld- is- og skemmdarverka sem reið yfir Los Angeles í fyrrinótt og í gær- kvöldi. Slökkvilið reyndi að slökkva elda í hátt í 600 byggingum í gærkvöldi og lögreglan hafði í engu tré við æstan skríl sem lagði eld að verslunum og fór um með ránum og gripdeildum. Eldar loguðu enn um alla borgina. Flugumferð um alþjóðaflugvöllinn var takmörkuð í gær vegna þess að þykkan reykjarmökk lagði yfir suðurhluta borgar- Fylkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfír neyðarástandi í borginni og kall- að 4.000 þjóðvarðliða til aðstoðar við að koma á lögum org reglu. Út- göngubann verður í gildi til dögunar í dag. Að sögn lögreglustjóra borgar- innar á lögreglan að stöðva og hand- taka fólk sem er á ferli að nætur- lagi, gefi það ekki gilda ástæðu fyr- ir ferðum sínum. Óeirðirnar blossuðu upp síðdegis á miðvikudag að staðartíma þegar tilkynnt var um sýknudóm yfir fjór- um hvítum lögregluþjónum sem ákærðir voru fyrir að hafa misþyrmt svörtum ökumanni þegar þeir hand- tóku hann fyrir ári. Mikil ólga greip um sig í borginni þegar sjónvarps- og útvarpsstöðvar skýrðu frá sýknu- dóminum. Tom Bradley borgarstjóri kvaðst orðlaus vegna dómsins. „Kviðdómur- inn sagði veröldinni að það sem við sáum með eigin augum væri ekki glæpur, bað okkur um að leggja blessun okkar yfir að hjálparvana maður væri beittur ofbeldi. Við látum ekki viðgangast að lögregluþjónar, sem láta ekki að stjórn, gangi milli bols og höfuðs á borgurunum,“ sagði Bradley á blaðamannafundi. Aðeins fáeinum stundum eftir að tilkynnt var um dóminn fluttu sjón- varpsstöðvar myndir í beinni útsend- ingu af skrílslátum í South Central- hverfmu, þar sem lýður réðst að bíl- um hvítra ökumanna, <jró þá út á götu og barði til óbóta. Eldar voru lagðir að byggingum um allt South Central-hverfið í gær- kvöldi og slökkvilið borgarinnar hafði ekki undan að svara útköllum, sem voru allt að 200 á klukkustund þeg- ar verst lét. Þá þurftu slökkviliðs- menn á lögregluvernd að halda til að veijast árásum leyniskyttna og var a.m.k einn fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka á hálsi. Ólæti voru einnig við ráðhús borg- arinnar og höfuðstöðvar lögreglunn- ar í borginni. Eignatjónið er metið á 100 milljónir dala, tæpa sex milljarða ÍSK. Sjá fréttir á bls. 30-31. Ekkert lát var á íkveikjum og gripdeildum í Los Angeles í gær. Þessi mynd var tekin af verslunarbyggingu í miðborginni í gærkvöldi. Reuter Opinberir starfsmenn leggja niður vinnu í Þýskalandi: Kohl skorar á verkfalls- menn að sýna sanngirni Vaxandi efasemdir um framtíð sljórnarsamstarfsins Bonn. Reuter. OPINBERIR starfsmenn í Þýskalandi slökuðu aðeins á verkfallsað- gerðum sínum í gær en ekkert bendir til samninga á næstu dögum. Helmut Kohl kanslari höfðaði í gær til samvisku verkfallsmanna og spurði hvort ein ríkasta þjóð í heimi gæti ekki afsalað sér örlitlu í svipinn til að tryggja sem fyrst sömu kjör í öllu landinu, í austurhlut- anum jafnt sem vesturhlutanum.. Verkfall opinberra starfsmanna í Þýskalandi hefur staðið í fjóra daga og er nú orðið það lengsta, sem þeir hafa efnt til frá stríðslok- um. í gær ákváðu samtökin að senda suma starfsmenn í sam- göngukerfinu aftur til starfa í einn dag til að sýna samningsvilja en ríkisvaldið og vinnuveitendur segj- ast ekki vera til viðræðu um nærri 10% kauphækkun. Kohl kanslari skoraði í gær á verkfallsmenn að sýna sanngirni og krefjast ekki kauphækkana, sem hefðu eingöngu í för með sér aukið atvinnuleysi, einkum í Austur-Þýskalandi. Kvaðst hann ekki fara fram á nein- ar fórnir en spurði hvort ekki væri Viðbrögð George Bush Bandaríkjaforseta við óeirðunum í Los Angeles: A Ihuga málsókn gegn lögreglumönnunum Boston. Frd Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins, GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að bandaríska dóms- málaráðuneytið myndi kanna möguleikann á málsókn gegn lögreglu- mönnunum fjórurn sem dómstóll í Los Angeles sýknaði af ákærum um að hafa gengið í skrokk á blökkumanni. Forsetinn gaf engin loforð um að mennirnir yrðu sóttir til saka en útilokaði það þó ekki í yfirlýs- ingu sem hann las í Hvíta húsinu 'áður en hann lagði af stað í ferð vegna forkosninga repúblikana. Hann hafði frestað ferðinni til að geta rætt við ráðgjafa sína um sýknudóminn og óeirðirnar í Los Angeles. George Bush, sem fyrir ári kvaðst hafa fyllst óhug eftir að hafa horft á myndband af barsmíð- inni á King, sagði að rannsókn málsins yrði haldið áfram og tryggja yrði að allir nytu sömú rétt- inda. Hann sagði að það væri alltaf áhyggjuefni þegar lögregla beitti ofbeldi en einnig yrði að fordæma og stöðva ofbeldi, rán og gripdeild- ir, sem almennir borgarar væru valdir að. Forsetinn sagði að lög- reglusveitir um öll Bandaríkin yrðu að starfa af heilindum og bætti við að öfgar og fordómar ættu ekki heima í bandarískri þjóðarsál. William Barr dómsmálaráðherra sagði eftir langan fund með forset- anum að alríkislögreglan myndi annast rannsókn málsins og Wayne Budd aðstoðardómsmálaráðherra, sem er blökkumaður, myndi fara til Los Angeles til að stjórna henni. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort lögreglumennirnir hafi beitt King svo miklu harðræði að alríkisstjórnin geti sótt þá til saka. unnt að bíða með miklar launa- hækkanir til að tryggja einingu Þjóðveija. Kohl á við annan vanda að glíma, sem er óeining innan stjórnarinnar. í kjölfar átaka innan flokks fijálsra demókrata um utanríkisráðherra- embættið og eftirmann Hans- Dietrich Genschers virðist sem ein- stakir forystumenn hans séu að verða afhuga samstarfinu við kristi- lega demókrata og Kri'stilega sósíal- sambandið í Bæjaralandi. Otto Lambsdorff, formaður fijálsra dem- ókrata, sagði í gíer, að hann efað- ist um, að stjómin stæði út kjör- tímabilið og kvaðst þegar vera far- inn að finna meiri þef af „stóru samsteypunni" en honum líkaði. Átti hann þá við samstjórn kristi- legra demókrata og jafnaðarmanna en Björn Engholm, formaður Jafn- aðarmannaflokksins, vísaði þessu á bug. Engholm sakaði stjómina um að láta allt reka á reiðanum og sagði, að Kohl-hefði misst stjórnartaum- ana úr höndum sér. Hann kvað flokk sinrt samt vera tilbúinn til að ræða við stjórnina um mikilvæg mál eins og vaxandi fjárlagahalla og fólksstrauminn til landsins en því aðeins, að rétt væri sagt frá fjárhagserfiðleikum ríkisins’og allr- ar þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.