Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Höfundar greinarinnar með börn sín. Opið bréf til Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkskvenna Trio Borealis á tónleikaferð: Súrsæt samsetning — segir Einar Jóhannesson klarinettleikari um efnisskrána Trio Borealis skipa þau Einar Jóhannesson, Beth Levin og Richard Talkowsky. Ágætu kynsystur! Þegar þetta bréf er skrifað lítur út fyrir að við undirritaðar sængur- konur á Fæðingarheimili Reykja- víkur séum síðustu konurnar sem njótum þeirrar gæfu að fá að fæða börnin okkar hér. Sú mikla reynsla að ala barn í þennan heim er vafalaust stærsti viðburðurinn í lífí hverrar konu. Sérhver kona á að hafa þau sjálf- sögðu mannréttindi að hafa val um hvort hún elur barn sitt á stóru sjúkrahúsi eða á fæðingarheimili. Fyrir síðustu kosningar sögðu þið sjálfstæðiskonur, að ekki væri þörf á sérstökum kvennalista vegna þess að þið létuð ykkur „mjúku málin“ varða. Hvert er ykkar svar við þessari aðför að Fæðingarheim- ili Reykjavíkur? Ykkar flokkur er í stjórn. Eru konur kannski áhrifa- lausar innan Sjálfstæðisflokksins? 0g hver eru viðbrögð ykkar Al- þýðuflokkskvenna? Heilbrigðis- málaráðuneytið er nú í höndum Alþýðuflokksins. Konur innan ríkisstjórnarflokk- anna, við skorum á ykkur að láta í ykkur heyra, munið að þögn er sama og samþykki. Virðingarfyllst, sængurkonur á Fæðingarheimili Reykjavíkur vik- una 13.—17. apríl 1992, Guðrún Sæmundsdóttir, Kristín Þ. Harðardóttir, Jórunn I. Kjartansdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Kristveig Halldórsdóttir, Vilma B. Ágústsdóttir, Björg Ingadóttir, Bjarndís Arnardóttir. Trio Borealis er aftur komið á kreik og hyggst halda tónleika í Reykjavík og víðar á Suð- vesturlandi dagana 1.-5. maí. Tríóið var stofnað í fyrra og hélt síðast tónleika hérlendis í fyrravor en fór síðan til Spánar þar sem leikið var á tónlistarhá- tíðum í Katalóníu. Það eru þau Einar Jóhannesson klarinett- leikari, Richard Talkowsky sell- óleikari og Beth Levine píanó- leikari sem skipa Trio Borealis. Borealis vísar til norðursins og að sögn Einars Jóhannessonar klarinettleikara var nafnið valið með hliðsjón af Spánarferðinni í fyrra. Hann sagði að tríóið væri fyrst og fremst hugsjónastarfsemi, eins og kammermúsík væri einatt, menn hugsuðu ekki um fjárhags- hliðina heldur vonuðu að fólk sýndi framtakinu áhuga. Á Spáni virðast menn hafa áhuga, því tríóinu hefur verið boðið að koma þangað aftur og spila á hátíðum víða um landið nú í sumar. Hvað varðar efnisskrá tónleik- anna nú sagði Einar að alltaf væri vandi að setja saman efnisskrá þannig að verkin upphefðu hvert annáð í stað þess að draga hvert úr öðru. „Ef maður setur til dæm- is sætt með sætu getur það endað í bragðleysi, þannig að þetta er svona súr-sæt samsetning hjá okk- ur. Þetta er eins og þýsk-róman- tísk samloka, með franskri kæfu og íslenskum blábeijum inn á milli.“ Með öðrum orðum: Flutt verða tvö verk frá rómantíska tímabilinu, eftir Max Bruch og Emil Hartmann, sellósónata eftir Claude Debussy, klarinettsónata eftir Francis Poulenc og síðan sex íslensk þjóðlög sem Þorkell Sigur- björnsson hefur færtí „sinn pers- ónulega búning“ eins og Einar orðar það. „Ég tel að Þorkell sé hreinn snillingur í að taka þennan þjóðlega efnivið sem við eigum og gera úr honum efni sem er nýst- árlegt en samt þjóðlegt," segir Einar. Verkin voru skrifuð fyrir tríóið í fyrra og frumflutt á Spáni þar sem þau gerðu mikla lukku. Félagarnir í Trio Borealis eru allir reyndir tónlistannenn. Beth Levin er búsett og starfandi í New York og lærði m.a. hjá Rudolph Serkin. Hún vann til verðlauna í alþjóðlegu píanókeppninni í Lee'ds árið 1978 og hefur leikið einleik með fjölda bandarískra sinfóníu- hljómsveita auk þess að leika inn á hljómplötur fyrir Columbia Masterworks. Richard Talkowsky útskrifaðist frá Boston-háskóla þar sem aðal- kennari hans var George Neikrug. Hann hefur leikið víða um lönd og var m.a. annar leiðandi sellóleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Barcel- ona á árunum 1981-87. Hann starfar nú í Sinfóníuhljómsveit Is- lands eins og Einar Jóhannesson, sem er fyrsti klarinettleikari hljóm- sveitarinnar. Einar nam hjá Bern- ard Walton og John McCaw við Konunglega Tónlistarháskólann í Lundúnum. Hann er félagi í Blás- arakvintett Reykjavíkur og kemur auk þess fram sem einleikari víða um lönd. Væntanlegur er einleiks- diskur með Einari á vegum breska fyrirtækisins Chandos í júlí næst- komandi. Þar leikur hann enska músík við undirleik píanóleikarans Philips Jenkins. Diskurinn var hljóðritaður í Cambridge í fyrra og býst Einar við að um frekari upptökur verði að ræða í framtíð- inni. Vonast hann til að koma ís- lensku efni að með tíð og tíma. Einar leikur að sjálfsögðu einnig með á þeim diskum sem eru að koma út með Sinfóníuhljómsveit íslands hjá sama útgáfufyrirtæki. „Margir hafa spurt mig af hveiju ég sé að vinna hérna heima, af hveiju ég starfi ekki í útlönd- um,“ segir Einar. „En mér finnst fjarlægðir ekki'vera til lengur og mér líður vel hér. Aftur á móti vil ég gjarnan drífa það sem við erum að gera hér út fyrir landsteinana og vera með í samspili þjóðanna. Annars er svo mikil hætta á að við einangrumst og missum sjónar á því sem við erum að gera. Þetta er spurning um að fá annað sjónar- horn á viðfangsefnið og vera ekki hræddur við að leggja sitt verk undir alþjóðlegan dóm.“ Fyrstu tónleikar Trio Borealis verða í Njarðvíkurkirkju í kvöld, þeir næstu í Tónlistarkóla Akra- ness á morgun og þeir þriðju í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, á sunnudaginn og hefjast þessir tón- leikar allir kl. 17.00. Fjórðu og síðustu tónleikarnir hérlendis að þessu sinni verða í Listasafni Is- lands þriðjudaginn 5. maí kl. 20.30. Mætum í og á útifundinn 1. maí. Safnast verður saman við Hlemm kl. 13.30, gangan leggur af stað kl. 14.00. Samstaða er styrkur. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna íReykjavík. Nv sölu-sálfræði (TheNewPsychoIogyofselling) -forskotið sem vantar Árangursríkt söluþjálfunarkerfi fyrir sölufólk. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum Brian Tracy, myndböndum á ensku, vinnubók og umræðum. Hljóðsnældur tit upprifjunar á öllu námsefni fylgja. Ilj inu sinni á öld kemur fram Þessi nýja tækni er sett fram ný sölutækni sem gerir þá tækni af manni sem hefur starfað sem var fyrir hendi lítils virði. við sölu og hefur kennt öðrum að selja, manni sem hefur starfað náið með fjölda fyrirtækja og fjármálasér- fræðingum á fjölmörgum sviðum. Brian Tracy hefur starfað í yfir 80 löndum í fimm heimsálfum. Hann talar 4 tungumál, hefur B.Comm og M.B.A. gráðu og hefur hlotið æðstu viðurkenningu Brian Tracy C.P.A.E. fyrir ræðumennsku. Hann er forstjóri Institute for Executive Development sem hefur skrifstofur víðsvegar í Bandaríkjunum og Kanada. Þetta myndbandanámskeið stendur eitt sér eða með hvaða söluþjálfunamámskeiði sem er. Yfir 50.000 sölumenn, víðsvegar um heim, frá hundmðum fyrirtækja á fjölmörgum sviðum, hafa notfært sér þær hugmyndir sem kenndar em á þessu námskeiði. Tími 14., 15. og 16. maí. Innritun hafin. Stjórnunarfélag islands Ánanaustum 15, sími 621066 Nanari upplýsingar fást hjá Stjórnunarfélagi íslantís / síma 621066 — rhv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.