Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR I. MAÍ 1992 Flugferðir-Sólarflug hf. skipta um flugvél: Farþegar með þotu Air Atlanta FARÞEGAR hjá Flugferðum-Sól- arflugi hf. til Kaupmannahafnar í dag, 160 talsins, munu fara ferðina með Tri-Star breiðþotu Air Atlanta en ekki þotu frá Atl- antsflugi eins og áformað hafi verið. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Atlantsflugs, segir að þeir hafi ekki getað látið leiguvél sína fara þessa ferð þar sem ekki hafi verið borgað fyrir Flestir vilja sameina ieigu- bílastöðvar MEIRIHLUTI leigubílsstjóra vill sameina leigubílastöðvar í eina eða tvær stöðvar samkvæmt úr- slitum viðhorfskönnunar í tengsl- um við aðalfund Frama stéttarfé- lags leigubílstjóra. Aðalfundurinn var haldinn í Fellsmúla 26 á þriðjudag. Félagar í Frama kusu á milli stjórnar sem setið hefur í eitt ár og eldri stjórnar félagsins. Af 600 félög- um kusu 519, 347 (68%) kusu sitj- andi stjórn og 163 (32%) eldri stjóm. Stjórnina skipa Sigfús. Bjamason, formaður, Ólafur Baldursson, Jónas Sveinsson, Sveinbjörn Stefánsson og Ólafur Oddgeirsson. í tengslum við aðalfundinn var efnt til viðhorfskönnunar um það hvort félögum fyndist að sameina ætti leigubílastöðvar. Niðurstöðurnar urðu þær að 168 vildu sameina allar stöðvar í eina stöð, 208 vildu sam- eina allar stöðvar í tvær stöðvar, 108 voru á móti og 35 seðlar voru auðir. flugið. Guðni Þórðarson, for- stjóri Sólarflugs, segir þetta rangt, þeir hafi borgað fyrir flugið inn á bankareikning til útborgunar um leið og flugið átti að hefjast. „Frá okkar sjónarmiði hefur Sól- arflug ekki staðið við gerða samn- ‘inga og því neyddumst við til að aflýsa fluginu með okkar vél,“ seg- ir Halldór Sigurðsson. „Það hefur álltaf verið venjan í leiguflugi okkar að ferðir eru borgaðar áður en flog- ið er af stað en ekki eftir. Greiðsla hafði ekki borist okkur í gærdag eða í morgun (fimmtudag, innsk. blm.).“ Guðni Þórðarsson segir að Sólar- flug hafi borgað fyrir ferðina inn á bankareikning en hins vegar sé málið að þeir hafi ekki viljað nota þá þotu sem þeim stóð til boða hjá Atlantsflugi. „Sú þota sem við sömdum um er nú í Víetnam en Atlantsflug bauð okkur þotu frá Júgóslavíu í staðinn. Við höfum slæma reynslu af slíkum þotum og höfnuðum henni því er okkur bauðst Tri-Star breiðþotan. Munum við nota breiðþotuna í næstu ferðum okkar,“ segir Guðni. Morgunblaðið/Þorkell Starfsfólk Landakotsspítala á Ieið til fundar við heilbrigðisráðherra, þar sem afhent voru mót- mæli vegna niðurskurðar á framlögum ríkisins og uppsögnum starfsmanna. Starfsfólk Landakots kveður STARFSFÓLK Landakotsspítala kvaddi vinnustað sinn í gær. Safnaðist fólk saman við spítalann, kveikti á kyndlum og gengið var á fund Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráðherra. Að sögn Jónínu Cortes ritara hjúkrunarstjórnar vakti athygli að enginn stjórnarmanna spítalans var viðstaddur til að kveðja starfsfólkið. í bréfi starfsfólks til ráðherra var lýst áhyggjum yfir því ástandi sem skapast hefur á Landakoti vegna mikils niðurskurðar. „Við hörmum þá stöðu sem spítalinn er kominn í vegna lokana deilda og uppsagna starfsfólks. Stór- felldur niðurskurður á framlagi. ríkissjóðs til rekstrar er skýlaust brot á samningi þeim er gerður var árið 1977 þegar ríkið keypti spítalann af St. Jósefssystrum. Kom þar skýrt fram að hann skyldi rekinn í óbreyttri mynd til ársins 1997. Það er ósk okkar að stjórnvöld endurskoði þann ómak- lega niðurskurð, sem varð á ijár- veitingu til spítalans á þessu 90. afmælisári og standi við áður- nefndan samning." Grandi hf. kaupir hlut í útgerðarfyrirtæki í Chile Stefnt er að 120 milljóna króna hlutafjárútboði í sumar HAGNAÐUR Grandajhf. á síðasta ári nam 97,7 milljónum króna skv. ársskýrslu félagsins sem lögð var fram á aðalfundi þess í gær. Arið áður var hagnaðurinn rúmar 190 milljónir og er munurinn að miklu leyti skýrður með aflasamdrætti. Á aðalfundinum kom fram að Grandi hefur gert samning um útgerðarfyrirtæki í Chile, Friosur, um að kaupa 20-49% hlutafjár í fyrirtækinu ásamt því að veita milligöngu um tækni- legar leiðbeiningar og tækjakaup. Þá var samþykkt tillaga sljórnar um aukningu hlutafjár um allt að 120 millj. Lottó: Einn tvöfald- ur á mánuði Selfossi. ÞRÍR tvöfaldir Lottóvinning- ar hafa lent á Selfossi frá því um miðjan febrúar og er það einn tvöfaldur vinningur á mánuði. Tveir síðustu tvöföldu vinn- ingamir voru keyptir í verslun- inni Horninu en sá fyrsti í Foss- nesti. Fyrsti viningurinn, 15. febrúar, var að upphæð 7.990.164 krónur. 21. mars kom vinningur að upphæð 7.957.019 og 25. apríl var sá tvöfaldi kr 7.184.466. Samtals nema vinn- ingamir 23.131.649 kr. Sig. Jóns. Ami Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður Granda, sagðist í samtali við Morgunblaðið búast við því að hluta- fjárkaup félagsins í Friosur yrðu í lægri kantinum miðað við samning enda væri þar um umtalsverða fjár- hæð að ræða sem skipti tugum millj- óna króna. „í samningnum við Frios- ur felst að Grandi fær í sinn hlut til ársloka 1996 25% þess hagnaðar sem fer umfram ákveðna lágmarksarð- semi eigin fjár fyrirtækisins, en njóti hagnaðar að öðru leyti til jafns við aðra hluthafa. Friosur er fjárhags- lega sterkt og samningurinn ætti að geta veitt Granda töluverðan fjár- hagslegan ábata þegar fram líða stundir, enda gerum við ráð fyrir að þekking okkar nýtist vel þar ytra,“ sagði Ámi. Hampiðjan hf. er þriðji stærsti hluthafmn í Granda og að sögn Áma er líklegt að fyrirtækið dragist inn í samstarfið við Friosur þar sem einn liður í hagræðingunni tengdist notk- un betri veiðarfæra. Rekstrartekjur Granda hf. vom 2.455 milljónir á sl. ári samanborið við 2.543 milljónir króna árið áður. Heildareignir í árslok 1991 voru metnar á 3.227 milljónir króna en heildarskuldir á 1.781 milljónir. Eig- ið fé fyrirtækisins varþví 1.445 millj- ónir og jókst um 2,5% milli ára. Eig- infjárhlutfall var 45% miðað við 40% árið 1990. Að sögn Brynjólfs Bjamasonar, framkvæmdastjóra Granda, má eiga von á því að heimildin til hlutafjár- aukningar upp á 120 milljónir verði að fullu nýtt í sumar. Miðað við nú- verandi gengi hlutabréfa í Granda ætti það að skila 250-280 milljónum króna til fyrirtækisins. Fyrirhugað er að í lok ágúst nk. verði öll starfsemi í frystihúsinu í Grandagarði sameinuð vinnslunni í Norðurgarði, enda hefur undanfarin Yantrauststillaga á formannn Menntamálaráðs samþykkt Á FUNDI Menntamálaráðs í gærmorgun var borin fram vantraust- stillaga á Bessí Jóhannsdóttur formann ráðsins og hún samþykkt með oddaatkvæði varafulltrúa Alþýðuflokksins, Ragnheiðar Davíðs- dóttur. Eftir að Bessí Jóhannsdóttir hafði verið felld sem formaður var Helga Kress fulltrúi Kvennalistans kjörinn formaður ráðsins. Helga Kress segir að lita beri á mál þetta sem menningarpólitískt en ekki flokkspólitískt. Vantrauststillagan var sett fram eftir felld hafði verið tillaga Bessíar og Sigurðar Bjömssonar, hins full- trúa Sjálfstæðisflokksins, um að leggja skyldi niður bókaútgáfu Menningarsjóðs. Bessí Jóhanns- dóttir segir að það sé afar sérkenni- legt að varafulltrúi Alþýðuflokksins í ráðinu skyldi með þessum hætti ganga gegn stefnu og samþykktum flokks síns í ríkisstjórn. „Þessi af- staða Ragnheiðar brýtur í bága við stefnu ríkisstjórnarinnar og ég var búin að vinna að þessari tillögu í nánu samstarfi við fyrrum aðalfull- trúa Alþýðuflokksins í ráðinu, Helgu heitna Möller,1' segir Bessí. Bessí segir að hún sé nú að láta athuga lagalega stöðu sína í máli þessu og muni tala við viðeigandi yfírvöld að því loknu. Ragnheiður Davíðsdóttir segir að tillaga þeirra Bessíar og Sigurðar hafi verið brot á lögum og því ekki annað hægt en að samþykkja van- trauststillöguna. „Það er vægast sagt óeðlilegt að formaður Mennta- málaráðs skuli standa að tillögu um að leggja niður bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs því slíkt er aðeins á valdi Alþingis,“ segir Ragnheiður. „Menntamálaráði ber siðferðisleg skylda til að gæta hagsmuna Menn- ingarsjóðs og ég taldi næga ástæðu til að fella formanninn þá að hún brást þessari skyldu. En áður hafði ýmislegt ámælisvert komið fram í störfum Bessíar Jóhannsdóttur og má þar sem dæmi nefna einhliða ákvörðun hennar að segja upp út- gáfusamningi við Bókmenntastofn- un Háskólans." Helga Kress, núverandi formaður Menntamálaráðs, segir að fráfar- andi formaður hafl unnið gegn hagsmunum ráðsins og Menningar- sjóðs sem heyrir undir ráðið. „Það er ekki hægt að leggja ráðið niður innanfrá eins og tillaga formanns- ins gerði í raun ráð fyrir,“ segir Helga. „Slíkt er ekki á okkar valdi heldur Alþingis og við hin í ráðinu gátum ekki samþykkt slíkt lögbrot. Að mínu mati snýst málið um menn- ingarpólitík en ekki flokkspólitík því það þarf ekki mikið til að bjarga íjárhag Menningarsjóðs og gera hann að stöndugri útgáfu." Helga segir að ef hún fái frið til þess muni hún beita sér fyrir ýms- um breytingum á vettvangi bókaút- gáfu Menningarsjóðs en þar hafi að hennar mati verið illa að málum staðið í tíð fráfrandi formanns. misseri skort talsvert á að tekist hafi að fullnýta framleiðsluaðstöðuna þar. Engar uppsagnir starfsmanna eru áætlaðar í kjölfar sameiningar frystihúsanna. Á aðalfundinum var samþykkt til- laga stjómar um úthlutun 8% arðs til hluthafa og að hlutafé verði aukið um 10%, úr 850 milljónum í 935 milljónir króna með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Þá var ákveðið að sækja um skráningu á Verðbréfaþingi Is- lands ekki síðar en að lokinni hluta- fjáraukningu í sumar. Stjórn félags- ins var endurkjörin á fundinum og skipa hana því áfram Árni Vilhjálms- son, Ágúst Einarsson, Benedikt Sveinsson, Gunnar Svavarsson, Jón Ingvarsson og Kristján Loftsson. Neskaupstaður: Islandsflug fær sérleyfíð HALLDÓR Blöndal sam- gönguráðherra veitti í gær Islandsflugi sérleyfi til áætl- unarflugs á milli Reykjavíkur og Norðfjarðar frá 18. þessa mánaðar að telja en Flugleið- ir hafa sagt upp sérleyfi sínu frá þeim tíma. Sérleyfið gild- ir til ársloka 1997. Starfsmenn íslandsflugs unnu í gær við að skipuleggja Norðfjarðarflugið. Gunnar Þor- valdsson framkvæmdastjóri sagði síðdegis að flogið yrði fimm sinnum í viku. Farið yrði frá Reykjavík síðdegis virka daga en á laugardögum yrði morgunflug. Þá hefur verið ákveðið að fljúga til Egilsstaða þegar ófært er til Norðjarðar. Islandsflug mun til að byija með nota Beechcraft-skrúfu- þotur sínar í þetta flug. Tveir flugmenn fljúga þeim og þær taka fimmtán farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.