Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR T. MAÍ 1992
OEIRÐIRNAR I LQS ANGELES
Reiði, biturleiki, uppgjöf og of-
beldi í kjölfar sýknunarinnar
Skiptir andlit réttlætisins litum eftir því hvort svartir eða hvítir eigi í hlut?
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKIL óvissa ríkir nú í Los Angeles og um öll Bandaríkin eftir
óeirðimar sem bmtust út á miðvikudagskvöld í lqölfarið á því að
fjórir lögregluþjónar voru sýknaðir af ákærum um að hafa beitt
svartan mann, Rodney King, óþarfa hörku þegar hann var handtek-
inn í mars í fyrra. Fyrstu viðbrögð lýstu sér í undmn og hneyksl-
an um land allt. Leiðtogar svartra segja að niðurstaðá kviðdómsins
beri því vitni að ekkert hafi breyst í málefnum svartra frá því að
barist var fyrir jafnrétti á sjöunda áratugnum og sumir gengu svo
langt að svartir sitji enn við sama borð fyrir dómstólum og á dög-
um þrælahalds. Aðrir sögðu að með þessum úrskurði hefðu þau
boð gengið til lögreglu að öll meðul væm leyfileg. Aðeins tals-
menn lögreglu og lögfræðingar lögregluþjónanna fjögurra virtust
réttlæta dóminn og meira að segja í þeim herbúðum heyrast einn-
ig raddir hneykslunar.
Tom Bradley, borgarstjóri Los
Angeles, sagði tveimur klukku-
stundum eftir að dómur var kveð-
inn upp að úrskurður kviðdómsins
myndi aldrei „blinda okkur gagn-
vart því sem við sáum á myndband-
inu [sem áhorfandi í nærliggjandi
húsi tók af barsmíðunum]. Menn-
imir sem börðu Rodney King eiga
ekki skilið að vera í lögreglu Los
Angeles."
Bradley sem er fyrrverandi lö-g-
regluþjónn skoraði á blaðamanna-
fundi í gær á menn „að láta tilfinn-
ingar sínar í ljós með orðum en
ekki valdi.“ Bradley sagði að öllum
ráðum yrði beitt til að tryggja ör-
yggi almennra borgara í Los Ang-
eles og stjómlaust ofbeldi yrði ekki
liðið.
Séra Jesse Jackson, mabnnrétt-
indafrömuður og fyrram forseta-
frambjóðandi, benti á að meira
segja George Bush Bandaríkjafor-
seti virtist ekki vera sáttur við að
lögregluþjónarnir vora sýknaðir.
Hins vegar yrði að hafa hugfast
að mál Rodneys Kings væri.ekki
einangrað. Jackson tók undir með
þeim sem hvatt höfðu til stillingar
í Los Angeles en sagði að stjóm-
málamenn og aðrir valdhafar yrðu
að gera sér grein fyrir því að ann-
að og meira þyrfti að koma til en
slíkar áskoranir. „Það þarf að finna
lausn, leggja fram tillögur um leið-
ir til úrbóta," sagði Jackson. [í
Bandaríkjunum] era tvö þjóðfélög,
annað svart, hitt hvítt, annað fá-
tækt, hitt ekki. [Svartir] njóta
meira öryggis í fangelsum en á
götum úti og það verður að finna
meðal við sársaukanum, firring-
unni, húsnæðisskortinum..."
William Clinton, væntanlegt for-
setaefni demókrata í næstu for-
setakosningum, kyaðst hafa séð
myndbandið og það væri engin
spuming úm hvað þar gerðist. „Sú
tilfinnig ríkir að kerfið sé brostið,
það bregðist ekki rétt við og það
sé ekki réttlátt," sagði Clinton.
„Svarið felst ekki í óeirðum. Það
verður að lækna sárin milli kyn-
þátta og fylkja þjóðinni saman.“
Púðurtunnur stórborganna
Svertingjahverfi stórborga í
Bandaríkjunum era eins og púður-
tunna. Alls staðar er örbirgð og
vonleysi. Svartir í „gettóum" stór-
borganna eygja enga von um rétt-
læti og þeim líður eins og utan-
garðsmönnum í bandarísku þjóðfé-
lagi. Yfirgnæfandi meirihluti
svartra karlmanna kemst á unga
aldri í kast við lögin. Lífslíkur
svartra karlmanna eru sýnu minni
en Bandaríkjamanna af öðram lit-
arhætti. Ein helsta dánarorsök
svartra karla er vegna ofbeldis.
Allir þessir þættir komu saman í
þeim borgarhluta Los Angeles þar
sem óeirðimar bratust út á mið-
vikudagskvöld. Þar gengur helm-
ingur íbúa í ofanálag atvinnulaus.
Vopnuð gengi ráða götunum og
morð era daglegt brauð. Aðgerðar-
leysi stjómvalda í málefnum fá-
tækrahverfa stórborganna hefur
verið gagnrýnt og ýmist ballast
að því að þangað þurfí að veita
aðstoð af svipuðu umfangi og rætt
er um að veita til ráðstjómarríkj-
anna fyrrvemadi. .
Ofbeldi hefur af og til brotist út
í fátækrahverfum bandarískra
stórborga undanfara áratugi. í
Miami kom til átaka eftir að dóm-
ur gekk í máli lögregluþjóns, sem
skaut mann af suður-amerískum
uppruna í bakið. Óeirðir loguðu um
öll Bandaríkin eftir að Martin
Luther King var myrtur árið 1968.
I Los Angeles kom síðast til meiri-
háttar átaka árið 1965. Þá biðu
34#bana og um 1.000 manns særð-
ust í hinum svokölluðu Watts-
óeirðum, sem bratust út eftir að
svartur maður var handtekinn en
áttu rætur að rekja til heimilisleys-
is, atvinnuleysis og glæpa.
Spenna hefur ríkt í svertingja-
hverfum Los Angeles allt frá því
að kóresk-bandarískur verslunar-
eigandi fékk aðeins skilorðsbund-
inn dóm fyrir að skjóta fimmtán
ára stúlku til bana eftir átök út
af fernu af appelsínusafa í verslun
sinni.
Einnig hefur ríkt mikil reiði
vegna starfsaðferða lögreglunnar
í Los Angeles undir stjóm hins
umdeilda Daryl Gates. Lögreglan
í borginni þykir einkar skotglöð.
Tölur sýna að árið 1986 báru hveij-
ir þúsund lögregluþjónar ábyrgð á
dauða þriggja manna og 8,9 særð-
um. Detroit kom næst á eftir með
aðeins 1,2 dauðsföll á hveija þús-
und lögregluþjóna og fimm særða.
Lögreglan í Los Angeles er hins
vegar ekki ein á báti. í Bandaríkj-
unum hafa borist um 15.000 ákær-
ur um ofbeldi lögreglu á undanför-
um áram.
Orð lögreglu hafa yfirleitt vegið
þyngra í réttasölum en meintra
fómarlamba hennar. í máli Rodn-
eys Kings þótti myndbandið hins
vegar bera því órækt vitni að lög-
regluþjónar hefðu sleppt af sér
beislinu og niðurstaða réttarins
gæti aðeins verið á einn veg.
Réttarhöldin flutt til
Hins vegar fengu ýmsir á tilfinn-
inguna að ekki væri allt sem sýnd-
ist þegar ákveðið var að flytja rétt-
arhöldin úr því umdæmi sem bar-
smíðamar áttu sér stað, í Simi-dal
60 kílómetra í burtu. Þar búa nær
eingöngu hvítir og margir íbúa era
ýmist núverandi eða fyrrverandi
lögregluþjónar. Tíu hvítir menn
sátu í kviðdóminum þar af einn
náinn ættingi lögregluþjóns á eftir-
launum, einn asískur Bandaríkja-
maður og einn af suður-amerískum
upprana, en enginn svartur maður.
Því hefur verið haldið fram að með
því að flytja réttarhöldin á þennan
stað hafi málum verið komið þann-
ig fyrir að valinn yrði hleypidóma-
fullur kviðdómur.
Ramona Ripston, fulltrúi Banda-
rísku lýðréttindasamtakanna
Gífurlegt eignatjón varð í óeirðunum í Los Angeles og var mörg bifreiðin eyðilög í sknlslatunum.
íslendingar í Los Angeles:
Ekki laust við að maður væri
óttasleginn að sjá ástandið
- segir Hrefna Borgþórsdóttir nemi
Los Angeles. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
„ÞAÐ lá brunastækja yfir miðborginni og hér í götunni voru brenn-
andi bílflök í nótt,“ sagði Loftur Eiríksson myndlistarmaður, sem býr
í grennd við ráðhús Los Angeles og höfuðstöðvar lögreglunnar, þar
sem skrílslæti blossuðu upp á miðvikudagskvöld. Loftur kvaðst hafa
séð óeirðalögreglu vopnaða rifflum reyna að halda aftur af æstum
lýðnum, sem fór um hverfið, braut rúður, vann skemmdarverk og
rændi verslanir. „Hér á næstu götu var lagður eldur að stórri raftækja-
verslun og hann logaði fram eftir nóttu.“
Þeir sem Morgunblaðið ræddi við
í Los Angeles á fimmtudag töldu að
enginn íslendingur byggi í South
Central-hverfinu þar sem ofbeldis-
aldan reis hvað hæst.
Eftir því _sem næst verður komist
stunda níu íslendingar nám við Há-
skóla Suður-Kalifomíu, sem er á
mörkum íbúðarhverfisins sem varð
hvað harðast úti í óeirðunum. Stein-
þór Baldursson viðskiptafræðinemi
kvaðst hafa átt erindi við fjölskyldu
blökkumanna á 55. stræti, sem er
aðeins spölkorn frá þeim stað þar
sem skríll réðist að hvítum ökumönn-
um og barði þá til óbóta. Hann sagð-
ist hafa komið úr kennslustund um
klukkan átta og liefði því ekki heyrt
neinar fréttir af óeirðunum. Ástandið
í South Central-hverfinu hefði hins
vegar verið ógnvekjandi, skrílslæti á
götunum og víða búið að vinna
skemmdarverk.
„Fjölskyldan sem ég var að heim-
sækja var að vonum undrandi að ég
skyldi hafa hætt mér inn á þetta
svæði og bað mig um að koma mér
sem fyrst í burtu. Hvítum manni
væri ekki óhætt að vera þar á ferð-
inni,“ sagði Steinþór. „Það var ekki
laust við að maður væri smeykur á
leiðinni heim, gat allt eins átt von á
því að byssumenn væru á götunum."
Hrefna Borgþórsdóttir, nemi í
förðun, sem býr norðan við South
Central, kvaðst hafa orðið vitni að
ráni og gripdeildum víða í næsta
nágrenni. „Fólk ók í bílum upp að
verslununum sem hafði verið brotist
inn í, gekk inn og kom út berandi
kassa fulla af vörum. Við ókum um
hverfið seint á miðvikudagskvöld og
sáum kjörbúðir og hverfisverslanir á
stóru svæði sem brotist hafði verið
inn í. Víða loguðu eldar í byggingum.
Hér aðeins spölkom í burtu brann
stór bygging og slökkvilið barðist við
að halda eldinum frá bensínstöð við
hliðina,“ sagði Hrefna. „Það var ekki
laust við að maður væri hálf óttasleg-
inn að sjá ástandið á götunum."
Tók barsmíðamar
upp á myndband
King reyndi að stinga af til að kom-
ast hjá því að fara aftur í fangelsi
Los Angeles. Reuter.
UPPHAF óeirðanna í Los Angeles í fyrrinótt má rekja til þess
atburðar er blökkumaðurinn Rodney King sinnti ekki stöðvunar-
merkju lögreglubifreiðar sem mældi hann á of miklum hraða á
hraðbraut í San Fernando-dalnum í Los Angeles 3. mars í fyrra.
Á endanum tókst lögreglunni að
króa King af og stöðva hann. Hlupu
ljórir lögregluþjónar til, drógu King
út úr bifreið sinni og hófu barsmíð-
ar. Maður nokkur var þar rétt hjá
að prófa myndbandsupptökuvél
sem hann hafði keypt sér fyrr um
daginn. Tók hann kvikmynd af
aðgerðum lögreglunnar og var hún
sýnd um heim allan. Þar sást að
lögreglumennirnir gengu í skrokk
á King með kylfum áður en þeir
reyndu að koma á hann járnum.
Höggin skiptu tugum. Varð myndin
tilefni mikilla umræðna um meint
ofbeldi bandarísku lögreglunnar.
Lögreglan hélt því fram að King
hefði ekið á allt að 175 km/klst
hraða. Gaf hann þá skýringu að
hann hefði reynt að stinga lögregl-
una af þar sem hann hefði nýlega
verið látinn laus til reynslu eftir
að hafa afplánað hluta refsingar
vegna ráns. Með umferðarlagabrot-
inu hefði hann brotið gegn ákvæð-
um reynslulausnarinnar og því
reynt að stinga af og komast þann-
ig hjá því að lenda aftur sjálfkrafa
í fangelsi.
Lögreglumennimir voru kærðir
fyrir óþarflega mikið ofbeldi við
handtöku Kings og leiddir fyrir
rétt. Þar héldu þeir því fram að
hann hefði veitt öfluga mótspyrnu
við handtökuna og því hefði kylfum
verið beitt. Ekkert kemur þó fram
á myndbandinu af handtökunni er
styður það.
Lögreglumennimir sögðust einn-
ig hafa staðið í þeirri trú að King,
sem var óvopnaður, hefði verið
undir áhrifum ofskynjunarlyfja, þar
sem hann sýndi engin merki um
sársauka við barsmíðamar. Við
blóðrannsókn fundust hins vegar
engin merki um lyíjaneyslu.
Saksóknari hélt því fram að
framganga lögreglumannanna við
handtökuna væri með öllu óréttlæt-
anleg og þeir reyndu að skýla sig
á bak við lögregluskírteini sitt með
því að halda því fram að þeir væru
að vernda þjóðfélagið.
Það tók kviðdómenduma 12 sjö
daga að kveða upp dóminn. Höfn-
uðu þeir öllum ákæruatriðum nema
einu sem þeir sögðust ekki geta
náð samstöðu um. Það kvað á um
óþarflega mikið harðræði eins lög-
reglumannsins er veitt hefði King
45 högg með stálkylfu. Dómarinn,
Stanley Weisberg, úrskurðaði að
þar sem dómurinn hefði ekki kom-
ist að niðurstöðu væri ekki hægt
að taka þetta ákæruatriði til greina.
Einn kviðdómendanna sagði í
gær að King hefði kallað barsmíð-
arnar yfir sig. Hann hefði sýnt
mótþróa við handtöku og ítrekað
fleygt af sér handjárnum. Kæmi
þetta fram þegar myndbandið af
handtökunni væri sýnt hægt.
í kviðdóminum sátu 10 hvítir
menn, einn af asísku bergi brotinn
og einn sem á rætur að rekja til
Mið-Ameríku.