Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 1

Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 1
96 SIÐUR B/C 122. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 3l. MAÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar fallast á harðar refsi- aðgerðir gegn Serbíustióm • • Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna: Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóðanna ætlaði að greiða atkvæði um refsiaðgerðir gegn Serbíu og Svartfjallalandi í gær og virtist ekkert í vegi fyrir samþykktinni. Rúss- ar, sem hafa verið tregir til að beita Serba hörðu, hafa nú vent sínu kvæði í kross og talsmaður Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði í gær, að hann hefði fallist á aðgerðirnar. Væri það í samræmi við þá stefnu Rússa að vinna að friði og stuðla að því, að alþjóðalög væru virt. Nokkuð dró úr bardögum í Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu, í gær. Refsiaðgerðirnar gegn Serbum og Svart- fellingum felast í algjöru viðskipta- og olíu- banni en matvæla- og lyfjainnflutningur verður áfram leyfður. Flug til og frá ríkjun- um verður bannað, eignir þeirra erlendis frystar og hvers konar íþrótta-, vísinda- og menningarsamskiptum hætt. Þá verður fækkað verulega í sendiráðum Serbíu, áður Júgóslavíu, erlendis. Til að vera samþykkt þarf ályktunin að fá atkvæði níu ríkja af 15 í öryggisráðinu og þá að því tilskildu að enginn fastafulltrúanna, Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Frakklands eða Bretlands, beiti neitunarvaldi. Ríkin sem ekki eiga fastafulltrúa eru Austurríki, Belgía, Ekvad- or, Grænhöfðaeyjar, Indland, Japan, Mar- okkó, Ungveijaland, Venezúela og Zimbabwe. Talið var líklegt, að fulltrúar Kína og Zimbabwe s_ætu hjá. Eins og gagnvart írak á sínum tíma tek- ur ályktunin til 7. kafla stofnskrár Samein- uðu þjóðanna en hún heimilar valdbeitingu. Um hana hefur þó ekki verið rætt en mörg íslömsk ríki, sem vilja koma múslímum í Bosníu til hjálpar, eru þó farin að þrýsta á um beinar bernaðaraðgerðir. Vilja þau, að byrjað verði á því að stugga serbnesku her- skipunum á Adríahafi burt. James Baker, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og frammámenn í Bretlandi hafa gefið í skyn að hervaldi kunni að verða beitt en fulltrúar í öryggisráðinu sögðu í gær að um það yrði ekki rætt fyrr en ljóst væri hvaða áhrif refsiaðgerðirnar hefðu. Nokkuð dró úr bardögum í Sarajevo í gær en á föstudag voru átökin þau hörðiistu frá því stríðið í landinu hófst. Serbar héldu hins vegar áfram eldflauga- og stórskotáliðsárás- um á borgir og bæi í Króatíu og Bosníu, meðal annars á hina fornu borg Dubrovnik á Adríahafsströndinni. . Aukinn hernaður Serba síðustu daga þrátt fyrir yfirvofandi refsiaðgerðir er talinn sýna að sósíalistastjórnin í Belgrad ætli ekkert að gefa eftir, hvað sem það kann að kosta fyrir almenning og efnahagslífíð í landinu. Morgunblaðið/RAX Kátir krakkar á Tálknafirði „Ekkí sjúkur, bara sænskur“ ÞAÐ hefur lengi verið metingur milli Norðmanna og Svía og í hitun- um í vor blossaði upp ísstríð á milli þeirra sem ekki sér fyrir endann á. Stríðið náði hámarki þegar birtar voru heilsíðuauglýsingar í norskum blöðum þar sem heimskur Svíi reyn- ir að pranga íspinna með smjörlíkis- klípu í norsk börn. Vísað er til þess að sænskir ísframleiðendur nota að- allega grænmetisfeiti við ísgerðina en norskir rjóma. Börnin í auglýsing- unni halda sig auðvitað við norska ísinn og eitt þeirra hvíslar: „Hann er ekki sjúkur, bara sænskur.“ Perot og spill- ingin í flotanum ÞÓTT Ross Perot, milljarðamæring- urinn frá Texas og líklegur forseta- frambjóðandi, sé mikill föðurlands- vinur er ekki hægt að bjóða honum hvað sem er. Andstæðingar hans í stjórnmálunum hafa fundið skjöl sem sýna að hann reyndi að komast hjá tveggja ára herþjónustu þegar hann var ungur og efnilegur eftir að hafa komist að því að hermenn í banda- ríska flotanum nota blótsyrði, drekka áfengi og eru ekki alltaf skír- lífir. I bréfi einu til þingmanns í Texas eru tíundaðir þeir „erfiðleik- ar“ sem blöstu við þessum saklausa manni ef hann þyrfti að gegna her- þjónustu. „Eg hef komist að því að sjóherinn er fremur guðlaus stofn- un,“ skrifaði hann. „Eg gleðst ekki yfir þeirri tilhugsun að verða áfram íiðsforingi flotans í erlendum höfn- um, þurfa að hlusta á drukkna menn segja siðlausar sögur, útbýta penís- illíni og verða vitni að lauslæti kvæntra manna.“ Sítrónusafi hindr- ar krabbamein SÍTRÓNUSAFI bætir ekki aðeins bragð matvæla heldur getur hann útrýmt krabbameinsvaldandi efnum í þeim, að því er japanskt dagblað skýrði frá í gær. Blaðið hefur eftir japönskum vísindamönnum að C-vít- amín úr ferskum sítrónum hafi drep- ið krabbameinsvaldandi efni sem hefðu myndast á glóðarsteiktum fiski. Vísindamennirnir höfðu þróað sérstakan búnað til að mæla ná- kvæmlega magn „sindurefna“, sem eru mjög hvarfgjðrn og talin valda krabbameini og öðrum sjúkdómum. ísiendingar vöknuðu upp við vondan draum er Tyrkir lögðu til að að þrír íslenskir stafir yrðu felldir út úr grunntöflum alþjóðlegra stafataflna. TYRKJA RÁNIO 16 Sendi- herra draums Arabískir þankar í tilefni listviðburðar 20 INNI í „ LITADYRÐINNI Tó onmnn íevnni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.