Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 2

Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992 EFNI * Niðurstaða lokaritgerðar við Háskóla Islands; Höfum þegið mun meiri þrómiaraðstoð en við höfum veitt ÍSLENDINGAR hafa þegið margfalt meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt frá árinu 1944 fram til þessa dags. Framlag íslands til þróunaraðstoðar er hlutfallslega langtum minna en annarra vest- rænna ríkja, og miðast oft frekar við þarfir íslendinga en þiggj- enda. Þetta eru heistu niðurstöður nýútkominnar lokaritgerðar í stjóramálafræði við Háskóla íslands sem fjallar um þróunar- og neyðaraðstoð íslenska ríkisins og fijálsra félagasamtaka á íslandi. í ritgerðinni varpar höfundurinn, Aðalsteinn Leifsson, fram nokkrum tilgátum um þróunaraðstoð ísiend- inga og kemst að þeirri niðurstöðu að þær séu allar réttar. Sú fyrsta er að lítið samhengi sé á milli þeirr- ar stefnumótunar sem Alþingi og ríkisstjórnir hafi samþykkt og að- gerða íslenska ríkisins á sviði þró- unaraðstoðar. Þá séu framlög al- mennings til fijálsra félagasamtaka sem sinna þróunar- og neyðarað- stoð langt fyrir neðan það hlutfall af þjóðarframleiðslu sem Samein- uðu þjóðimar hafa hvatt til að stefnt sé að. Einnig eru færð rök að því að sú aðstoð sem ríkið og frjáls félagasamtök hafa veitt hafi oft og tíðum miðast við þarfir gefenda en ekki þarfír þiggjenda. Þá kemst höfundur einnig að þeirri niðurstöðu að sé miðað við þá skilgreiningu á þróunaraðstoð sem ríkið noti þegar það telur fram veitta aðstoð hafi Islendingar þegið allt að sjöfalt meiri þróunaraðstoð en þeir hafa veitt síðan lýðveldið var stofnað. í ritgerðinni segir Aðalsteinn Leifsson að íslenska ríkið hafí í framtölum yfír veitta þróunarað- stoð talið með framlög til ríkja sem ekki teljist til þróunarríkja, þar á meðal til Póllands, Portúgals og Líbýu. Þá séu framlög til hlutafjár- aukningar í Alþjóðabankanum, ákveðin framlög til Iðnþróunarsjóðs EFTA og framiög til Þróunar- aðstoðar SÞ talin til þróunaraðstoð- ar. Aðalsteinn telur að ef skilgrein- ingar ríkisins á þróunaraðstoð séu samþykktar hljóti framlög úr sömu og samskonar sjóðum og Islending- ar greiða til og kalla veitta þróunar- aðstoð að teljast til þróunaraðstoðar sem ísland hefur fengið. Sam- kvæmt því telur Aðalsteinn að eftir 1944 hafí ísland þegið þróunarað- stoð sem felist í Marshall-aðstoð- inni, hagstæðum lánum úr Alþjóða- bankanum og Lánasjóði V-Norður- landa og framlögum úr Iðnþróunar- sjóði EFTA og Þróunarstofnun SÞ. Sú upphæð sem íslendingar hafi þegið með þessum hætti sé a.m.k. sjö sinnum hærri en íslendingar hafí veitt til alþjóðlegrar þróunarað- stoðar á sama tíma. Aðalsteinn færir einnig rök að því í ritgerð sinni að þeir peningar sem íslenska ríkið hafi veitt til tví- hliða þróunarverkefna hafi að mestu leyti farið í að greiða íslend- ingum laun og til kaupa á íslepskum vörum og þjónustu þótt það hafí í mörgum tilfellum verið óhagstæð- ara fyrir þiggjandann. Einnig sé meirihluti hjálpargagna og mat- væla, sem frjáls félagasamtök senda til nauðstaddra svæða, feng- inn eða keyptur á íslandi, burtséð frá hagkvæmni eða hámarksnýt- ingu fjármagns. Aðalsteinn segir í ritgerð sinni að ástæðan fyrir sinnuleysi íslend- inga varðandi neyðar- og þróunar- aðstoð megi efalaust rekja til þess að fáfræði og fordómar um þróun- arlöndin og vandamál þeirra séu landlæg hér á landi. Nær ekkert sé fjallað um þessi lönd í skólum og fræðsla fijálsra félagasamtaka um þessi málefni ákaflega lítil og sú mynd sem gjarnan sé dregin upp af þróunarlöndunum í auglýsingum í kringum safnanir sé frekar til þess fallin að ala á ranghugmynd- um en að upplýsa fólk. Morgunblaðið/Bjami Bandaríkjamaðurinn Dick Conklin, sem er á ferð umhverfis jörð- ina, við einhreyfíls flugvél sina á Reykjavíkurflugvelli. Eftirlaunaþegi flýg- ur umhverfis j örðina BANDARÍKJAMAÐURINN Dick Conklin, sem er á ferð um- hverfis jörðina á einshreyfils flugvél sinni, hefur viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli nú um helgina. Conklin kom hingað frá Kanada en gerir ráð fyrir að koma aftur til heimaborgar sinn- ar, Baton Rouge í Louisiana í Bandaríkjunum, snemma í ágúst. Dick Conklin er fyrrum bygg- ingaverktaki í Baton Rouge en er nú kominn á eftirlaun. Hann segist hafa flogið sér til gamans í 18 ár, að mestu innan Bandaríkj- anna, en hann hafí aldrei fyrr lagt í jafn langa ferð. Hann segist frá unga aldri hafa látið sig dreyma um að fara um- hverfís jörðina.^JJpphaflega hafí hann ætlað að smíða bát til farar- innar en úr þvi hafí þó aldrei orð- ið. Hann hafí víða farið um ævina en draumurinn sé nú loks að verða að veruleika að nokkru leyti með þessari ferð. Conklin lagði af stað frá Baton Rouge á mánudag og kom hingað með viðkomu í Kanada. Héðan flýgur hann á mánudag og er ferð- inni heitið til Bretlandseyja. Þaðan hyggst hann fara til Evrópu og koma þar við í nokkrum borgum. Síðan mun hann fara til Egypta- lands, um Indland til Malaysíu og loks yfír Kyrrahafíð til Hawaii- eyja. Þar ætlar hann að dveljast í nokkra daga áður en hann legg- ur í lengsta áfanga leiðarinnar, sem er frá Honolulu til San Frans- isco. Ef allar áætlanir standast mun hann svo koma aftur til Ba- ton Rouge 5. eða 6. ágúst eftir 65 daga ferð. Pharmaco hættir í fiskeldi: Óvissa með framtíð Liiidalax og Islandslax ÓHAGSTÆÐ verðlags- og geng- isþróun eru aðalástæður þess að Pharmaco dregur sig nú út úr rekstri fiskeldisstöðva Lindalax og íslandslax, að sögn Sindra Sindrasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Seiðum sem ekki er unnt að sejja verður fargað, en einhveiju af matfíski verður slátrað í lok sumars og næsta ár. Að sögn forráðamanna Iðn- þróunarsjóðs og Fiskveiðasjóðs, sem eiga meirihluta í Lindalaxi og íslandslaxi, er ekki Ijóst hvort af frekari rekstri stöðvanna verður. Laxveiði á stöng hefst á morgun: Sérfræðingar spá góðu veiðisumri Laxveiði á stöng hefst í þremur ám á morgun, en þá verða færi bleytt í Norðurá og Þverá í Borgarfírði og Laxá á Ásum. Dagana 4. tíl 7. júní bætist svo Kjarrá við, en hún er efri hluti Þverár og er opnunartími hennar breytilegur frá ári til árs og fer eftir árferði hvenær fært verður. Veiði hefst síðan í flestum ám landsins á tímabilinu 10. til 20. júni. Sérfræðingar hafa spáð indunum og vætunni að undan- miklum laxagöngum því sterkir árgangar seiða hafí horfið úr ánum til sjávar tvö síðustu vor og ástand sjávar hafi verið ákjósanlegt fyrir seiðin. Leikmenn hafa verið á höttunum eftir físki við marg- ar ámar að undanförnu og séð laxinum bregða fyrir víða. Borgarfjarðarárnar tvær sem opna á morgun og gefa vana- lega tóninn hafa hins vegar verið mjög vatnsmiklar í hlý- förnu og því lítið sést til lax- ins. Miðað við almenn skilyrði og strauma má þó nokkum veginn slá því föstu að sá silfr- aði sé kominn. Byijunin er ekki síst mikilvæg þetta sumarið fyrir leigusala sem flestir sitja uppi með meira af óseldum veiðileyfum en áður. Gera þeir sér vonir um að hreyf- ing komi á markaðinn ef laxinn gefur sig vel fyrstu dagana. „Við sáum einfaldlega fram á taprekstur," sagði Sindri Sindra- son. „Með þessari verðlagsþróun verður enginn grundvöllur fyrir rekstrinum og aldrei neitt upp úr honum að hafa, þótt við séum með reksturinn á nrjög lágri leigu." Hann sagðist heldur ekki sjá fram á að leiðrétting gengis, sem ýmsir hefðu búist við, yrði að veruleika. Sindri kvað tap Pharmaco vegna fískeldisins ekki liggja fyrir. Hann sagði jafnframt að ísland hefði ekki upp á neitt sérstakt að bjóða í fiskeldi, flutningskostnaður væri hár, niðurgreiðslur í Evrópu óþæg- ur ljár í þúfu og aukin umsvif lág- kostnaðarframleiðslu í Chile vax- andi vandamál. Lindalax er i eigu Iðnþróunar- sjóðs og Den Norske Bank. Þor- varður Alfonsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarsjóðs, sem á 51% í Lindalaxi sagði í samtali við Morg- unblaðið að enn væri ekki búið að ákveða hvað gert verði. Þó hafí aðilar sýnt áhuga á að taka stöðina til leigu fyrir bleikjueldi. Hann sagði að mestur áhugi væri á að selja stöðina, og sér hefði skilist að Den Norske Bank væri á sama máli. Fiskveiðasjóður á 65% í íslands- laxi, en Framkvæmdasjóður 35%. Svavar Ármannsson,' aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs, kvað ekkert vera ljóst um framvindu mála eftir að Pharmaco hættir rekstri stöðvarinnar. Enginn hafí haft samband við sjóðinn um kaup eða leigu, en fyrir liggi að tap sjóðsins, ef leggja þarf fiskeldisstöð Islands- lax niður, verði nokkuð á þriðja hundrað milljónir króna. Þjóðleikhúsið: Jelena set- ur sýn- ingarmet KÆRA Jelena eftir Ljudmilu Razumovskaju verður sýnd í 117. sinn í kvöld. Ekkert ann- að verk hefur verið sýnt jafn oft á sama leikári í Þjóðleik- hús- inu. Verkið verður sýnt á Akur- eyri 19., 20., og 21. júní og verður hluti af framlagi íslend- inga á Norrænum leiklistardög- um í Reykjavík sem hefjast á fimmtudag. Tvö önnur verk eftir konur verða sýnd á leik- listardögunum á vegum Þjóð- leikhússins, Ég heiti ísbjörg, ég er ljón og Elín, Helga, Guð- ríður. Kæra Jelena er skrifað fyrir nokkrum árum en var lengi bannað. í Sovétríkjunum. Tyrkjaránið ►íslendingar vöknuðu upp við vondan draum er Tyrkir lögðu til að þrír íslenskir stafir yrðu feiidir út úr grunntöflum alþjóðlegra sta- fataflna. Ljóst er að framundan er mikið verk, ef halda á íslenskum stöfum inni í öllum tölvu- og raf- eindastöðlum framtíðarinnar./lO Inni í litadýrðinni ►Arabískir þankar í tilefni listvið- burðar./14 Sendiherra draums ►Pétur Bjömsson forstjóri Verk- smiðjunnar Vífilfells hefur svalað þorsta þjóðarinnar í hálfa öld með drykk sem blandaður var í upp- hafi til að létta landnemum lífíð á ferðinni út á sléttur Bandaríkj- anna./16 Enn á uppleið ►iron Maiden, ein fremsta þunga- rokksveit heims, leikur í Laugar- dalshöll næstkomandi fimmtu- dag./ 18 B HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-28 Smíðað til gaman ►í Smiðjunni í dag fjallar Bjarni Ólafsson um smíðarnar sem dægradvöl ./2 Tónninn íeynni ►Atvinna er næg í Hrísey, þar sem menn eldast vel og þora að veraþeirsjálfir./l Huggy á heimaslóðum ►Ljósmyndarinn og fyrirsætan Huggy er íslensk í húð og hár þó hún hafi búið erlendis nánast alla ævi. Hún kom í stutta heimsókn* á dögunum til að mynda íslenskar stúlkur./8 Bráðgáfuð bráð ►íslendingar á villisvínaveiðum í Kákasus./14 Af spjöldum glæpa- sögunnar ► Böðullinn frá Buchenwald, Ilse Koch, var í uppvexti sínum ekkert frábrugðin örðum bömum nema að hún þótti snemma harðdugleg og í greindara lagi./16 ► FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 13c I.eiðari 20 Fólk í fréttum 18c Helgispjall 20 Myndasögur 20c Keykjavíkurbréf 20 Brids 20c Minningar Stjömuspá 20c 2224 10C11C Skák 20c Iþrðttir 34 Bíó/dans 21c Útvarp/sjónvarp 36 Bréf til blaðsins 24c Gárur 39 Velvakandi 24c Mannlífsstr. 6c Samsafnið 26c Dægurtónlist 12c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.