Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 12

Morgunblaðið - 31.05.1992, Page 12
12 MORGUNBlAÐIÐ SUNNUDÁGÚR 31. MAÍ 1992 Þ OG Ð AF ENSKUM UFFRUNA ÍSLENSKA stafrófið samanstendur af latnesku stafrófi auk tuttugu tákna, sem íslendingar eiga sameiginleg með ýmsum þjóðum. Engin þjóð á þó nákvæmlega sama stafróf. Af táknunum tutt- ugu eru 12 broddstafir, Á,á, É,é, Í,í, Ó,ó, Ú,ú og Ý,ý. Stafirnir Æ,æ og Ö,8 eru í stafrófum hinna Norðurland- anna en Ð,ð aðeins í færeysku. Þ,þ eru íslendingar einir um, eft- ir því sem best er vitað. En lítum aðeins nánar á hvaða stafir tveir þeir sfðastnefndu eru. Ari Páll Kristinsson málfræðingur hjá ís- lenskri málstöð tók saman þessar upplýsingar um þ og ð. í íslensku máli að fomu og nýju notum við þ- og ð-hljóð. Þessi hljóð tvö eru náskyld að allri gerð, munurinn felst aðallega í því að þegar sagt er ð titra raddböndin en ekki þegar sagt er þ. Hljóð þessi eru líka notuð í fornri og nýrri ensku, í spænsku og fleiri málum. Þ- og ð-hljóðin voru ekki til í latínu, og því voru engin sérstök tákn fyrir þau f latneska gmnn- letrinu sem lá til gmndvaliar ritmáii Norður-Evrópu- manna á miðöldum. íslendingar og Englendingar stóðu því frammi fyrir því að fylla þurfti í eyður í latneska stafrófinu þegar rita skyldi á móðurmáli þjóðanna. Prófessor Hreinn Benediktsson gerir grein fyrir þ- og ð-táknum og sögu þeirra í riti sínu Early Icelandic Script. Þar kemur m.a. fram að enskt ritmál 11. aidar hafl verið heista fyrirmynd íslendinga í því hvemig fara mætti að þegar latn- eska stafrófið nægði ekki hljóðkerfi þjóðtungnanna. Stafurinn þ var notaður í rúnaletri og bar þar nafnið þurs. Hann kemur svo fram í fornenskum textum, frá 8. öld og áfram, til að mynda í Bjólfskviðu, sem er varð- veitt í 10. aldar handriti. Stafurinn heitir í fornenska stafrófmu þorn. Þegar íslendingar taka að rita á móðurmáli sínu, um 1100, grípa þeir til stafsins þ og kalla hann þorn, samkvæmt heimildum frá öðrum fjórðungi 12. aldar. Það bendir til þess að þ hafi verið tekið hér upp að enskri fyrirmynd en hafi ekki borist úr rúnaletri beint í íslenska stafrófið. Lögun stafsins í íslenskum textum bendir og til ensks uppruna, Flest íslensku handritin hafa þ sem að lögun líkist mest ensku þ-i frá því á fyrri hluta eða um miðja 11. öld. Ð er notað í fornenskum textum, t.d. Bjólfskviðu sem fyrr var nefnd. Það er hins vegar ekki notað í allra elstu textum á íslensku, heldur var þ-táknið notað bæði fyrir hið raddaða og óraddaða hljóðbrigði í þeim; ð-ið kemst þó bráðlega í notkun hér, þ.e. í textum frá því snemma á 13. öld. Á 14. öld hverfur það smám saman úr notkun og var ekki tekið upp aftur fyrr en á 18. öld. í stað þess var notað d-tákn á þessu milliskeiði. gera okkur erfitt fyrir um lestur rita sem nú þegar hafa verið gefin út. Næsta skref gæti svo allt eins orðið tillaga um að leggja málið niður.“ Þorvarður Kári segir að þegar hættir okkar íslendinga rekist á alþjóðareglur þyki okkur erfitt að gefa eftir en það kosti aukna vinnu og fjármagn. „Við verðum því spyija sjálf okkur hvort venjur okkar séu peninganna virði, spurn- inga um sjálfsvitund okkar sem þjóðar, spuminga um verndun ís- lensks máls og svo framvegis. Stór hluti menningar okkar er íslensk tunga og við viljum ekki að hún breytist. Hingað til hefur það þótt sjálfsagt að tekið sé tillit til ís- lenskra aðstæðna hvað varðar t.d. tölvur en nú er komið í ljós að þessi mál leysast ekki af sjálfu sér. Því er nauðsynlegt að vinna að því að veija hagsmuni íslands og það lýtur ekki eingöngu að pen- ingahliðinni, heldur varðar það einnig áhuga og vilja til að leggja á sig aukna vinnu.“ Hvað er til ráða? Af þessum ástæðum var UT- staðlaráði komið á fót sem er faghópur Staðlaráðs Islands, en UT stendur fyrir upplýsingatækni. Nú er unnið að breytingum á starfsháttum þessa faghóps í þá átt að virkja sem flesta aðila sem staðlamál á sviði upplýsingatækni varða, út- vega fé og taka aukinn þátt í al- þjóðlegu samstarfi. Friðrik Sigurðsson, sem sæti á í UT-staðlaráði, segir skipta höfuð- máli að fá hagsmunaaðila inn í UT-staðlaráð. „Þetta kemur öllum við, en þeir sem eiga mestra hags- muna að gæta eru m.a. Póstur og sími, aðilar sem vinna að fjölmiðl- un, hagsmunasamtök tölvufyrir- tækja, allir þeir sem starfa að tölv- umálum og svo menntamálaráðun- eytið, sem hefur ekki sýnt staðla- málum nægilegan skilning hingað til. Hér er ekki um síðra menning- armál að ræða en það sem við köllum í daglegu tali menningu, nefnilega verndun málsins, við verðum jú að geta skrifað íslensk- una rétt. Auðvitað verðum við öll að halda vöku okkar, alls staðar þar sem við skynjum að verið sé að vinna að stöðlum fyrir ný tæki, verðum við að koma sjónarmiðum okkar að.“ Eins og áður hefur verið bent á, hafa Tyrkir beitt utanríkisráðu- neyti sínu fyrir sig í svokölluðu „Tyrkjaráni“. Staðlaráð íslands hefur gert slíkt hið sama. Leitað var til utanríkisráðuneytisins um aðstoð og hefur það beint því til sendiherra íslands í ríkjum EB og EFTA að þeir leggi ríka áherslu gagnvart samstarfsþjóðum okkar að íslenskir stafír séu í því samræmda hugbúnaðarkerfi sem er í undibún- ingi. Þá er til umræðu hjá Staðlaráði ís- lands að sækja um fulla aðild að ISO, Alþjóðasambandi staðlastofnana. ís- land er áheyrnar- fulltrúi en ekki full- gildur aðili að sam- bandinu.„Það er eindreginn vilji Staðlaráðs að sótt verði um aðild en það er eins og flest annað spurning um peninga. Aðild að ISO kostar um 1,2 milljónir króna á ári og Staðla- ráð hefur yfír mjög takmörkuðum fjármunum að ráða. Því veltum við því fyrir okkur hvernig við getum tryggt þessa greiðslu til ISO í framtíðinni," segir Þorvaður Kári. Barist á mörgum vígstöðvum í þeirri umræðu sem verið hefur um alheimstöfluna er rétt að ítreka að íslendingar þurfa að halda uppi vörnum fyrir íslensku stafína á fleiri en einni vígstöð. Mat Þor- varðar Kára er að auðveldast sé að halda íslensku stöfunum inn í sjálfum tölvunum. Hins vegar sé hætt við því að í þráðlausum fjar- skiptum og ýmsum rafeindatækj- um verði hlutur íslands fyrir borð borinn. „Ég get nefnt nokkur dæmi þar sem máli skiptir að íslenskir stafir séu inn í stafatöflum og er textavarpið líklega skýrasta dæm- ið um hvað gerist þegar ekki tekst að gæta hagsmuna okkar. Annað dæmi er textaboðkerfí sem gerir notendum kleift að senda texta á t.d. símboða. Nú þegar hafa verið samþykkt drög að stafatöflum fyr- ir kerfið, sem gera ekki ráð fyrir íslenskum stöfum. Þar sem íslend- ingar og fleiri þjóðir hafa mót- mælt þessum drögum, eru líkur á því að kerfið verði tekið til endur- skoðunar. Þá skiptir miklu að taka þátt í endurskoðunarstarfinu. Hönnunar- og teiknikerfi eru ekki öll með íslenskum stöfum og því er ekki hægt að skrifa á ís- lensku inn á teikningarnar. í leikja- tölvum er ekki eitt orð á íslensku og auðvitað ætti að þýða allt við- mót tölvanna yfir á íslensku en það er mjög dýrt. Segja Svíar það kosta um 1 milljón SEK að þýða eitt forrit. í framtíðinni munu koma á markað alls kyns rafeindatæki með tölvuviðmóti og þar verðum við að beijast fyrir hagsmunum okkar. Eg nefni útvarpstæki, sem líklegt er að verði með einhvers konar textaskjá, gagnaflutning með hljóðvarpi, upplýsingar á geisla- diskum, sem hægt er að skoða á litlum tækjum, svokölluðum data- discman, en þar eru upplýsingarn- ar samþjappaðar í eitt tæki og litlu hægt að breyta. Nokkur neyðarleg dæmi blasa við okkur í miðbænum. Skiltið við innkeyrsluna í Austur- stræti sýnir ekki íslenskt ð heldur útlendan staf sem er strikað d og þegar ökumenn leggja svo bílum sínum í bílastæðahúsin, þakkar sjálfsalinn fyrir sig með orðunum „pakka per“. Ef ekki er að gáð, eru þakkir sjálfsalans aðeins vísbending um það sem koma skal. Þær hefðu þó allt eins getað verið ættaðar úr prentsmiðju vikublaðsins Norður- slóðar, sem segir svo frá í Guðs- gjafaþulu Halldórs Laxness; „sér- staklega höfðu þeir orðið illa úti með stafinn þorn, einn þann nauð- synlegasta staf sem íslendíngar eignuðust þegar þeir bjuggu til stafróf sitt úr fomensku á elleftu öld. Ef skrifuð var grein þar sem mikið kom fyrir af þornum, þá mátti reiða sig á að þornin dugðu 'ekki nema í fyrstu línurnar og af- gánginn varð að bæta upp með péum. Þetta gaf stundum einkenni- legan texta sem ekki voru víst all- ir snoknir fyrir að lesa.“ FEGRIÐ GARDINN OG BÆTIÐ MEÐSANDI OG GRJOTI SANDUR SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR Þú færb sand og allskonar grjót hjá okkur. Vib mokum þessum efnum á bíla eöa í kerrur og afgreiöum líka í smærri einingum, traustum plastpokum sem þú setur í skottiö á bílum þínum. Leigum út kerrur og hjólbörur. BJÖRGUN HF. SÆVARHÖFÐA 33 SÍMI: 68 18 33 Afgreiðslan við Elliöaár er opin: mánud. -fimmtud. 7:30 -18:30 föstud. 7:30-18:00 laugardaga 7:30 -1 7:00 Opib í hádeginu nema á laugardögum. SNARA FÁNASTENGUR # Úr glasfiber # Með öllum búnaði # Lengdir 6-7-8-10 metrar SNARI SÍMI 72502 Ódýrtr J|L HARÐVIÐARVAL dákar HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.