Morgunblaðið - 31.05.1992, Side 14

Morgunblaðið - 31.05.1992, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ. 1992 Brúðarhöfuð- búnaður frá Palestinu eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur LISTMUNIR úr heimi araba eru flestum hér ókannaður heimur. Þrátt fyrir langa sögu arabískrar menningar sem við lesum um í kennslubókum og höfum þar af leiðandi hugboð um tign og mikilleik hennar er yfirborðið þar aðeins létt gárað. Hin arabíska ímynd í margra hugum er af frumstæðum hálf- villimönnum með hníf milli tanna og sverð í hendi, reiðu- búnir að skera náunga sinn á háls, stela öllu steini léttara, þrífa sig aldrei, hafast við í tjöld- um í eyðimörkinni og taka sig stundum upp, með allt sitt kvennabúr, kvikfénað og úlfalda og reika eitthvað annað, allt eftir eigin duttlungum. Hvort sem ég dreg upp ýkta hugmynd Vestur- landabúans af aröbum eða ekki með þessum fyrstu,orðum leyfí ég mér að stað- hæfa að þekking okkar, að ekki sé nú minnst á skilning, er afskaplega gloppótt. Það á við um flesta þætti mannlífsins, menningararfleifðina, nútímann, menntun og verðmæta- mat. Kannski er þetta að breytast, en það gerist hægt. Það má kannski segja að þeir eigi nokkra sök á ein- blíningunni á neikvæða þætti araba. En við mættum einnig vera mót- tækilegri og opnari fyrir því fagra og vitra úr heimi araba en raun ber vitni. Svo aðeins sé minnst á fáein atriði; bedúínar sem fara um eyði- merkurlöndin skipuleggja ferðir sín- ar út í æsar. Þeir eru kannski frum- kvöðlar umhverfísvemdar þó fáir hafí velt því fyrir sér. Því flakk bedúína er aldrei út í bláinn. Þeir setjast að í vinjunum með sinn bú- fénað en þeir taka upp tjöld sín og halda á brott með sitt hafurtask áður en of nærri gróðrinum er geng- ið. Enginn kemur og hreiðrar um sig í vininni fyrr en aftur fer að grænka á heimaslóð. Arabar eru í öðru lagi með hreinlátara fólki sem ég hef kynnst. Það er eitur í þeirra beinum ef þeir geta ekki þrifíð sig og sína hátt og lágt morgun hvern. Hreinlæti er þáttur af hefðinni, trúnni. Snjáð klæði stinga stundum í augu en þau eru undantekningar- lítið tandurhrein. Arabar eru litaglaðir og það má einkum sjá í kvenfatnaði og þeim húsbúnaði sem þeir vilja hafa í kringum sig. Þó þeir mubleri ekki húsin sín eða tjöldin upp á sama hátt og Vesturlandabúar er litadýrð- in ráðandi. Svört tjöldin verja þá hitanum, svartir kuflar sömuleiðis. Þeir eru skartgjamir og siifurgripir þeirra — hvort sem er í kvenmanns- skraut á búningum, skreyting á belgjum sem þeir geyma vatn í, útsaumur á teppunum eða sessunum sem þeir sitja á — allt ber þetta vitni sköpunarþörf og listfengi. Vitanlega væri ósköp auðvelt að fara út í fleiri þætti sem okkur kæmi Feisal prins með konu sinni og dóttur. Kvenklæðnaður Morgunblaðið/RAX Silfurskart ekki aðeins vel að vita heldur gætu sömuleiðis ýtt undir umburðarlyndi, áhuga og skilning á heimi araba, því mér hefur fundist vilja vera misbrest- ur á að við sýnum menningu og mannlífí utan okkar litla hrings þá virðingu sem hún verðskuldar. Af sýningunni í Listasafninu sem var opnuð í gær, „2000 ára litadýrð — mósaík og búningar frá Jórdaníu og Palestínu", geta menn fræðst. Og glaðst. Því þar er staðfestingin á sköpunarauðlegð þeirra og merkri arfieifð sem segir í sjálfu sér meira en orðaflaumur. Óneitanlega fínnst mér okkur ís- lendingum hafa verið sýnd virðing með því að senda þessa dýrgripi hingað og vonandi verðum við á einn eða annan hátt menn til að gjalda í sömu mynt — þó ekki væri nema með því að skoða þessa sýn- ingu með opnum huga og gefa ímyndunaraflinu færi á að leika sér. Mósaíkgólfín, búningarnir og skart- ið eiga sér þá sögu að það beinlínis krefst þess. Arabískir þankar í tilefni listviðburðar Gestir frá Jórdaníu Það blandast engum hugur um að á undanförnum árum hafa íslend- ingar fræðst töluvert um arabaheim- inn, þó það hafí kannski einskorðast fullmikið við fréttir af átökum, sundurlyndi og eymd. Því meira ánægjuefni er að með sýningunni getum við efalaust dálítið fært út okkar landabréf. Því hefur ekki mik- ið verið haldið á lofti að sýningin er hingað komin fyrir frumkvæði og Kanina að borða vínber. Úr Maríu-, Elíasar- og Soreg-kirkjugólfi í Jerash. ötula vinnu Stefaníu Reinharðsdóttur Khalifeh, ræðismanns okkar í Jórdan- íu, sem hefur verið óþreytandi að kynna ísland í sínu heimalandi og svo Beru Nordal, forstöðumanns Lista- safns íslands, sem tók hugmyndinni um að koma upp sýningu frá gripum og klæðnaði frá Jórdaníu og Palestínu opnum örmum. Ætlunin var að Noor Jórdaníu- drottning opnaði sýninguna, en af því varð ekki en þess í stað gerði það Feisal prins sem flutti ræðu hennar í Listasafninu og góðar kveðjur. Feisal prins er 3. í röðinni til erfða í Jórdaníu, á eftir Hassan krónprins bróður Husseins konungs og Abdulla prins, sem er eldri bróð- ir hans. Feisal prins er sonur Husseins konungs og breskrar konu, Munu Gardiner sem var önnur eiginkona kóngsins. Faðir hennar var land- stjóri á svæðinu meðan Bretar réðu því. Feisal prins er 28 ára, menntað- ur í Jórdaníu og síðar í Englandi og Bandaríkjunum. Hann er raf- eindaverkfræðingur að mennt og auk þess hefur hann lært flug. Hann er kvæntur Aliu Tabbaa, sem er dóttir jórdansks kaupsýslumanns og þau eiga litla dóttur, Ayah.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.