Morgunblaðið - 31.05.1992, Qupperneq 16
I
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1992
Seinni heimsstyrjöldin breytti öllum
forsendum í heiminum, og hann sat
í sendinefnd sem fór til Bretlands
1940 til að semja um viðskiptasam-
bönd, þegar teikn voru á lofti um
að stríðið yrði ekki staðbundið og
myndi hugsanlega vara um ófyrir-
sjáanlega framtíð. Fyrra atriðið
gerðum við okkur ljóst þegar Bret-
ar rufu hlutleysi landsins, en í kjölf-
ar þess hélt pabbi til Bandaríkjanna
til að leita eftir samningum um
verslun, og einnig vernd yfir stríðs-
árin. Bandaríkjamenn höfðu þá
dregið línu umhverfis Ameríku,
Grænland og víðar og lýst því yfir
að þeir myndu ekki líða nein átök
innan þessara marka, án beinna
afskipta. Fyrir atbeina Roosevelts
var ísland síðan tekið með. í þess-
ari ferð kynnist hann Coca-cola,
þjóðardrykk Bandaríkjanna, og sá
á augabragði að vinsældir hans
gætu ekki einskorðast við þau.
Pabbi hélt því til fundar með stjórn
fyrirtækisins á New York-svæðinu.
Hann hugðist flytja drykkinn inn,
en fyrirtækið hafði fasta reglu um
að drykkurinn væri framleiddur á
viðkomandi sölusvæði, og hann tók
þá ákvörðun að stofnsetja verk-
smiðju á íslandi. Þá var aðeins til
kók í einni stærð af flösku, nema
hvað þegar stríðsrekstur Þjóðverja
hófst, rofnuðu aðflutningsleiðir
hráefnis þangað og gerður var
samningur við þýska umboðið. Sá
samningur veitti þeim leyfi til að
framleiða appelsín undir nafninu
Fantastic og dreifa, og það drukku
Hitler og félagar öll stríðsárin.
Fantastic-drykkurinn varð síðan
forveri Fanta sem við seljum í dag.“
Pókerspilið gerði gæfumuninn
„Stofnfundur Vífilfells var síðan
haldinn snemma árs 1942 og var
Björn Ólafsson hf. aðaleigandi, en
smærri eigendur voru Vilhjálmur
Þór, atvinnumálaráðherra í utan-
þingsstjórninni, og hálfbróðir hans,
Gunnlaugur Einarsson læknir, auk
Sigurðar Jónssonar endurskoð-
anda. Stjórnin hélst svona, en tveir
síðastnefndu hættu snemma, og
Örn Þór, sonur Vilhjálms, seldi sinn
hlut í áföngum frá 1984. í dag eiga
því fyrirtækið erfingjar Björns Ól-
afssonar og hálfbróður hans, Guð-
mundar Elíassonar. Til að setja upp
fyrstu vélina, af Dixie-gerð, fengu
þeir Red nokkurn Davies, mikinn
ævintýramann sem hafði verið í
Shanghai og átt fótum sínum fjör
að launa þegar Japanar hertóku
borgina. Hann þraukaði þó ótrúlega
lengi, og sendi móðurfyrirtækinu
öðru hveiju skeyti, þar sem hann
lýsti því yfir að hann hefði hækkað
verðið á kók. Þá var sú stefna að
drykkurinn ætti að kosta nákvæm-
lega sem svaraði fimm sentum,
ekki eyri meira og ekki eyri minna.
Móðurfyrirtækið sendi skeyti um
hæl og sagði að hann mætti ekki
selja drykkinn á hækkuðu verði,
en hann svaraði og kvaðst hafa
hækkað drykkinn enn meir. Þá
sendu þeir skeyti og tilkynntu að
hann væri rekinn, en hann síms-
endi þau boð, að hann hefði hækk-
að verðið enn og nú ríflegar en í
fyrri skiptin. Þá fékk hann þau
svör að hann væri ráðinn aftur, því
þá var stríðið farið að hafa áhrif í
Bandaríkjunum og þeir voru búnir
að uppgötva fyrirbæri sem hét
verðbólga. Vífilfell flutti í byijun
inn 100 þúsund tómar flöskur, en
síðan gerðist það að íslenska inn-
flutningsnefndin neitaði þeim um
að kaupa fleiri flöskur og meiri
sykur, og bar við höftum vegna
stríðsins. Red Davies spilaði þá
póker allar nætur á Hótel Borg við
Charles Bonesteel hershöfðingja og
yfirmann Bandaríkjahers á íslandi,
og undir morgun þegar seig á
ógæfuhliðina fyrir hershöfðingj-
anum lýsti hann því yfir að verk-
smiðjan mætti fá sent eitt skip le-
stað sykri og flöskum, og það gerði
gæfumuninn um framhaldið. Raun-
ar spilaði inn í að Roosevelt forseti
hafði fyrirskipað, að bandarískir
hermenn, hvar sem þeir væru
staddir í heiminum, ættu að eiga
ndih
drai
erra
aums
eftir Sindro Freysson/ Myndir: Kristjón Arngrímsson o.fl.
COCA-COLA eða kók, eins og við köllum
drykkinn í daglegu tali, hefur sigrað öll land-
amæri ólíkrar hugmyndafræði og valds, því
neysla er öllum mönnum eiginleg og þorstinn
víðast hvar keimlíkur. Þess vegna hafa allt
frá hirðingjum Afríku til kommúnískra kerf-
isfauska í núliðnum Sovétríkjum sopið kók
og skilgetin afkvæmi þess. í hálfa öld hefur
Vífilfell hf. selt landsmönnum drykkinn, sem
hingað kominn var nokkurs konar fyrirboði
þeirra öru breytinga sem urðu frá seinni
heimsstyrjöld á lífsmáta og neysluvenjum
þjóðarinnar. Kók er fyrir löngu orðið meira
en svaladrykkur, það er sendiherra banda-
ríska draumsins margfræga og þeirra lifnað-
arhátta sem honum eru samfara.
Samkvæmt þessum skilningi er Vífilfell sendi-
ráð, nyrsti útvörður og ötull boðberi
draumsins. Pétur Björnsson, forstjóri fyrir-
tækisins, er þá tvímælalaust sendiherra sem
getur hrósað sigri, enda þykir íslenska
framleiðslan skara framúr og hvergi er meira drukk-
ið af gosdrykkjum fyrirtækisins í heiminum en hér,
miðað við höfðatölu. Aðeins sólbakaðir íbúar Mexíkó,
slaga upp í okkar drykkju á kók. Allt hófst þetta
árið 1886, sama ár og tæplega þijú þúsund íbúar
Reykjavíkur fögnuðu aldarafmæli kaupstaðarins, þeg-
ar bandarískur lyfjafræðingur, dr. John Styth Pember-
ton, blandaði elexír sem átti aðallega að hjálpa van-
búnum landbyggjum á leið til lítt numdra gresjanna
í suðri, að þreyja þorrann. Hann blandaði safa úr
ýmsum ávöxtum og jurtaefnum, og við þetta bætti
hann sykri og kókaíni. Af síðastnefnda hráefninu og
kóla-jurtinni dró drykkurinn nafn sitt. Laust eftir alda-
mótin bönnuðu stjórnvöld í Bandaríkjunum notkun
kókaíns í matvæli sökum þess hve hættulegt það
væri, uppskriftinni var breytt lítillega og þær vinsæld-
ir sem drykkurinn hafði áunnið sér hjá þorstlátum
landsmönnum margfölduðst. Coca-cola var ekki leng-
ur lyfjaelexír, heldur svaladrykkur framtíðar. Til
• •
PETUR
BIORNSSON
forstjóri Verksmiðjunnar
Vífilfells hefur
svalað þorsta þ jéðarinnar í hólf a öld
með drykk sem
blandaður var í
upphaf i til að
létta landnemum
lífið ó ferðinni út
ó sléttur
Bandaríkjanna
Pétur Björnsson stendur í elsta hluta verksmiðjulagersins í Stuðlahálsi, þar sem fyrir-
tækið verður undir einu þaki í fyrsta skipti í sögu þess næstkomandi haust.
marks um það er, að í dag er kók
selt í tæplega 160 löndum, og seg-
ir sagan að ef allt Coca-cola sem
framleitt hefur verið væri tappað á
meðalstórar flöskur og þeim raðað
upp, næði röðin 1.045 sinnum til
tunglsins og aftur til jarðar. Það
mun jafngilda einni ferð á dag í tvö
ár, tíu mánuði og ellefu daga —
en taka skal með í reikninginn að
þessar tölur úreldast á hverri sek-
úndu sökum hraðans í framleiðslu
og neyslu.
Þriðja kynslóðin og stríðið sem
breytti ásýnd heimsins
Pétur býður mér kaffísopa hon-
um til samlætis og mér til nokkurr-
ar furðu, á öðrum veitingum átti
ég von úr þessum herbúðum. Það
þarf þó kannski ekki að koma al-
gjörlega á óvart, því enn þamba
Islendingar meira kaffi og mjólk
en gosdrykki, og eiga aðrar drykkj-
arvörur langt í land með að ná
þessum þremur. Sjálfur segist Pét-
ur vera hófsemdarmaður á gos-
drykki, fái sér þó flösku af gamla,
sígilda kókinu stöku sinnum, en
sumir í ijölskyldunni drekki svo
mikið af gosi að helst þyrfti hann
að reisa aðra verksmiðju til að anna
eftirspurn á þeim markaði. Þar er
um hina svokölluðu „þriðju kyn-
slóð“ að ræða, og í nokkra .stund
ræðum við alþjóðlega goðsögu um
þá ágætu kynslóð, en hún segir að
fyrsta kynslóðin byggi upp fyrir-
tæki af naumum efniviði og geri
að stórveldi, önnur kynslóðin haldi
stöðunni og styrki hana skynsam-
lega, en síðan taki letiblóðin í þriðju
kynslóðinni við og byiji að þruðla
með eignir fyrirtækisins og veiki
það með innri ágreiningi. „Vonandi
er þetta helber goðsaga," segir
Pétur og sýpur á kaffinu, „faðir
minn, Björn Olafsson, byggði fyrir-
tækið upp til frambúðar. Hann
vann sig upp frá engu fljótlega
eftir aldamót, var sjálfmenntaður,
en vann um tíma sem fulltrúi á
Aðalpósthúsinu í Reykjavík, og
stofnaði síðan heildsölu. Hún
þraukaði kreppuna af, sem þótti
gott eins og sakir stóðu í efnahags-
málum. Um 1930 fór hann að hafa
afskipti af pólitískum störfum, og
var fyrst fjármálaráðherra í utan-
þingsstjórninni sem sat frá 1942
undir forsæti Sveins Björnssonar
þá ríkisstjóra og Björns Þórðarson-
ar forsætisráðherra. Tvisvar síðan
sat hann sem ráðherra með fjármál
og viðskiptamál á sinni könnu,
þangað til hann hætti öllum af-
skiptum af stjórnmálum 1960.