Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 31.05.1992, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 31. MAI 1992 Auglýsingateiknari Auglýsingateiknari - myndlistarmaður óskar eftir verkefnum/starfi. Hefur mikla reynslu í að vinna sjálfstætt. Átta ára starfsreynsla. Nánari upplýsingar í síma 622555. Leikskólastjóri óskast á foreldrarekinn leikskóla í Hafnarfirði. Starfið er veitt frá 1. september nk. eða eft- ir nánari samkomulagi. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 15. júní nk. merktar: „LS-12411." „Au pair“ til Bandaríkjanna íslensk hjón, bæði hjúkrunarfræðingar, bú- sett á Long Island, leita að barngóðri mann- eskju til að gæta átta ára drengs og annast létt heimilisstörf. Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára, hafa bílpróf og má ekki reykja. Þarf að geta byrjað 1. júlí og vera eitt ár. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. júní merktar: „Ameríka - 14376". Kl Frá Kópavogsskóla Okkur vantar sérmenntaðan skólasafns- kennara frá og með næsta skólaári. Um er að ræða sem næst 2/3 starfs. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 40475. Lyfjatæknir Lyfjatæknir óskast til sumarafleysinga í 4-5 vikur. Upplýsingar í síma 26222 fyrir hádegi. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Þarftu að ráða starfsmann? Okkar þjónusta byggist á þekkingu og reynslu Aðalmarkmið okkar er að auðvelda viðskipta- vinum leitina að hæfum starfsmönnum. Því veitum við: • Persónulega þjónustu. • Vönduð og fagleg vinnubrögð. • Málsmeðferð byggða á marktækri reynslu. • 3ja mánaða ábyrgð á ráðningum. • 6 mánaða ábyrgð á ráðningum í stjórnun- arstörf. • Einnig sjáum við um gerð ráðningarsamn- ings verði þess óskað. Við bjóðum þig velkominn á skrifstofu okkar í Skipholti 50c. Einnig erum við fús til að veita þér allar nánari upplýsingar í síma 628488. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA LÖG Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hœð, 105 Reykjavík AUGLYSINGAR Atvinna óskast Fertugur maður óskar eftir góðu framtíðar- starfi. Hefur mjög góða tungumálakunnáttu og margþætta starfsreynslu á sviði erlendra samskipta, sölu- og kynningarstarfa. Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Framtíð - 4949". Sölumaður á fasteignasölu Vanur sölumaður óskast á fasteignasölu. Góð vinnuaðstaða. Nafn og símanúmer leggist inná auglýsinga- deild Mbl. merkt: „S-11278“ fyrir4. júnínk. Vélatækni- fræðingur nýlega kominn heim frá Danmörku úr námi, óskar eftir vinnu. Ýmislegt kemur til greina. Hef einnig 4. stigs vélstjórapróf. Margvísleg reynsla, hef starfað sem vélstjóri til sjós, við kælitækjaviðgerðir og fl. Uppl. í síma 656321. Listaháskóli ríkisins Listaháskóli ríkisins (Statens kunstakademie - SKA) er sá ríkis- skóli sem í Noregi veitir myndlistarmönnum æðstu menntun. ( skólanum eru 105 nemendur og starfsmenn eru um 30, marg- ir þeirra í hlutastörfum. I skólanum eru deildir fyrir grafík, högg- myndalist og málun. Hann er staðsettur miðsvæðis í Osló skammt frá Slottsparketn. Skólastjóri Listaháskóla ríkisins SKA ætlar að ráða nýjan skólastjóra. Staðan er auglýst til fjögurra ára og er um fullt starf að ræða. Hægt er að sækja um lengingu ráðningarsamnings. Staðan er laus frá og með 1. janúar 1993. Skólastjóri ber ábyrgð gagnvart skólastjórn á faglegum rekstri og þróun skólans. Listaháskólinn hefur áhuga á aðila með víð- tæka reynslu á sviði lista, alþjóðlega reynslu og stjórnunarreynslu. Fyrir liggur starfslýsing og tekin hefur verið saman skrá yfir þær forsendur, sem taldar eru nauðsynlegar fyrir starfið. Við hvetjum þá, sem ætla að sækja um stöðuna, að kynna sér þá skrá sem og starfslýsinguna. Þær er hægt að nálgast með því að snúa sér til SKA. Umsækjendur verða auk umsóknar að senda inn skjalfest yfirlit yfir starfsreynslu sína á þessu sviði og af reynslu sinni af stjórnun. Umsækjendur verða að gera grein fyrir hug- myndum sínum og markmiðum með sér- stakri áætlun. Umsækjendur, sem taldir eru líklegir til starfans, mega gera ráð fyrir að verða boðaðir í viðtal. Laun eru samkvæmt launaflokki 1 tr. 27, NOK 305 593. Frá laununum er eru dregin 2% til Lífeyrissjóðs ríkisins (Statens pen- sjonskasse). Stjórn SKA mun skipa nefnd, sem saman- stendur af aðilum með haldgóða þekkingu á sviði lista og sérfræðingum á sviði stjórnun- ar, sér til ráðgjafar. Ráðuneyti kirkjumála, menntunar og rannsókna hefur yfirumsjón með ráðningunni. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um há- skólann er hægt að fá með því að hafa sam- band við SKA, Olavsgate 32, 0166 Oslo, sími 90 47 2 200150. Nánari upplýsingar um stöðu skólastjóra veitir Per de Seva, skrifstofustjóri. Umsækjendur verða að hafa vald á norræn- um tungumálum. Umsóknarfrestur rennur út 20. júní 1992. Hljóðupptökustjóri nýútskrifaður frá skóla í Bandaríkjunum ósk- ar eftir vinnu strax. Öllum fyrirspurnum svarað. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „BG - 14377". Atvinnurekendur ath.! Fjöldi námsmanna á skrá með margvíslega menntun og starfsreynslu. Opið frá kl. 9-18 alla virka daga. ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA, símar 621080 og 621081. Tölvunarfræðingur með mikla reynslu, getur bætt við sig minni verkefnum á sviði forritunar, ráðgjafar eða kennslu. Aðstoð við val á hug- eða vélbún- aði, gerð og úrvinnsla útboðsgagna, hönnun hugbúnaðarkerfa. Löng reynsla af Unix, DOS, OS/2, Windows, Macintosh, PC net- umhverfi og gagnasafnskerfum. Vinsamleg- ast sendið fyrirspurnir í PO. box 5404, 125' Reykjavík merkt: „SOFT - 92". miir IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK Ræstingar Starfsfólk vantar strax við ræstingu í sumar. Upplýsingar í síma 26240. Iðnskólinn í Reykjavík. Vantar þig aukavinnu? Bókaforlagið Vaka-Helgafell óskar að ráða áhugasamt fólk til að annast lifandi kynningar- og sölustarf ertengist klúbbum þeim, erfyrir- tækið rekur. Vinsamlegast hafið samband við Hildi Hall- dórsdóttur í síma 688300 á mánudag og þriðjudag kl. 9.00-13.00. Síðumúla 6 Sími 688 300 Sérhæfður sölu- maður á tæknisviði Stórt og öflugt innflutningsfyrirtæki á ýmsum tæknibúnaði hefur falið mér að útvega sér starfsmann í stöðu sölumanns. Leitað er að framsæknum einstaklingi, sem hefur þekkingu og reynslu af sölu á ýmsum tæknibúnaði þ.ám. símkerfum og öðru því tengdu. Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og metn- að, hafa þjónustuvilja og góða samskipta- hæfileika. í boði er krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki, spennandi og fjölbreytt verkefni ásamt góð- um launum fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð, ásamtfrekari upplýsing- um um starfið, eru veittar á skrifstofu minni, Hafnarstræti 20, 4. hæð. TEITUR lÁRUSSON STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf. HAFNARSTRÆTI20, VH) LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.