Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 1
96 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
133. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tækninni beitt
í nábúakrytum
UPP er komið óvenjulegl deilumál
milli tveggja nágranna í Noregi, að
sögn norska dagblaðsins Aftenposten.
Tildrög málsins eru þau að annar
maðurinn hjó niður nokkur furutré í
garði hins þar sem hann taldi þau
draga úr útsýninu frá húsi sínu. Þetta
leiddi til handalögmála, heitinga og
svefnlausra nótta með reglulegu milli-
bili í þrjú ár þar til öðrum nágrannan-
um hugkvæmdist að taka nútímatækn-
ina í þjónustu sína. Hann kom fyrir
sjálfvirkri myndbandstökuvél í garði
sínum og beindi henni að húsi óvinar-
ins. Sá segir að vélin fylgist ekkl að-
eins með öllu sem gerist í garði sínum
heldur líka inni í stofunni. Deilan er
orðin að lögreglumáli enda er þessi
aðferð talin gróft brot á friðhelgi
heimilisins.
Þýska þjóðhá-
tíðin sögð of dýr
KOSTNAÐURINN við sameiningu
Þýskalands leggst nú þungt á lands-
menn og velta stjórnmálamenn mjög
vöngum yfir því hvernig megi leysa
vandamál sem honum tengjast og afla
ríkinu aukinna tekna. Komið hafa fram
margar ólíkar hugmyndir eins og að
hverfa aftur til fjörutiu stunda vinnu-
viku, frysta laun eða leggja niður ann-
an í hvítasunnu sem frídag. Sú tillaga
sem hvað mesta athygli hefur vakið
og hlotið hefur hljómgrunn í öllum
stjórnmálaflokkum er að binda þjóðhá-
tíðardaginn, dag þýskrar einingar, við
sunnudag fremur en mánaðardaginn
3. október. Helmut Kohl kanslari hefur
hafnað síðarnefndu hugmyndinni, seg-
ir hana út í hött og nefnir löndum sín-
um til áminningar að aldrei myndi
Frökkum detta í hug að hrófla við þjóð-
hátíðardeginum 14. júlí.
Bakveikir hundar
HÚS eru ekki reist með þarfir gælu-
dýra í huga og fólk áttar sig yfirleitt
ekki á að það er til
að mynda óhollt fyr- sjm ( , .
ir hunda að ganga ^ >V" ''
upp og niður stiga. '
Sænska tímaritið
Hundsport skýrir
frá því að rannsókn
á 400 hundum, sem
valdir voru af handahófi, hafi leitt í
jjós að 63 af hundraði þeirra voru bak-
veikir, þótt þeir hefðu ekki allir verki.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TZL HAMINGJU MEÐ DAGINN, SJOMENN!
Umhverfisráðstefnan í Ríó:
Vænta samkomulags á
fundi yfir 100 leiðtoga
Rio de Janeiro. Reuter, The Daily Telegraph.
SAMKOMULAG náðist um yfirlýsingu um verndun skóga og fleiri viðkvæm dcilumál
á umhverfisráðstefnunni í Rio de Janeiro áður en á annað hundrað þjóðarleiðtogar
settust við risastórt hringborð í gær að ræða árangur ráðstefnunnar. Búist var við
að samið yrði um þau atriði sem enn voru óleyst, eins og fjármögnun umhverfisvernd-
ar, fyrir lok ráðstefnunnar í dag, sunnudag.
Yfirlýsingin um verndun skóga var sam-
þykkt á föstudag eftir miklar deilur vest-
rænna ríkja og þróunarríkja. Iðnvæddu ríkin
höfðu gagnrýnt lönd eins og Brasilíu og
Malaysíu fyrir ágang þeirra á regnskóga sína,
en regnskógalöndin mótmæltu afskiptum ríku
þjóðanna og sögðu að fátæk lönd hitabeltisins
neyddust til að höggva skóg til eldiviðar og
til að afla sér gjaldeyristekna. Yfirlýsingin
viðurkennir yfirráðarétt ríkja yfir skógum sín-
um og lofar gildi ræktaðra nytjaskóga. Um-
hverfisverndarsinnar gagnrýndu yfirlýsing-
una, meðal annars af því að ákveðið var að
hún yrði ekki lagalega bindandi.
Áður hafði náðst samkomulag um svokall-
aða Ríó-yfirlýsingu um grundvallaratriði
umhverfísvemdar og um tvo lagalega bind-
andi sáttmála, um verndun andrúmsloftsins
og um verndun dýra- og jurtategunda. Illa
gekk hins vegar að leysa deilur sem komu
upp vegna kröfu olíuframleiðsluríkja um að
breyta orðalagi um endurnýjanlega orkugjafa
í texta um verndun andrúmsloftsins. Þá hafði
ekki tekist að ná samkomulagi um þá kröfu
þróunarríkjanna að ríkar þjóðir greiði 0,7
prósent af þjóðarframleiðslu sinni til þróunar
og umhverfísverndar í þriðja heiminum, en
ólíklegt var talið að ríki heims létu þessi atriði
aftra því að samkomulag næðist fyrir ráð-
stefnulok í dag, þar sem mörg erfiðustu ljón-
in á veginum væru að baki.
Tugir þjóðhöfðingja héldu ræður á leiðtoga-
fundi ráðstefnunnar í gær og á föstudag, en
fátt var um loforð um fjárframlög til umhverf-
ismála. George Bush Bandaríkjaforseti varði
stefnu sína í umhverfismálum - en hann hef-
ur sætt mikilli gagnrýni fýrir að neita að
skrifa undir sáttmálann um verndun dýra og
jurta - og sagði að Bandaríkin hefðu náð
betri árangri en flestar þjóðir í að minnka
mengun í vötnum og í andrúmsloftinu.
John Major, forsætisráðherra Breta, bauðst
til að halda ráðstefnu um veðurfarsbreytingar
og tækni og boðaði rannsóknarátak, svokall-
aða Darwin-áætlun, til að rannsaka lífríki
regnskóga hitabeltisins, þar sem talið er að
kunni að leynast allt að 10 milljónir tegunda
lífvera í viðbót við þær 1,4 milljónir sem
vísindamenn hafa greint hingað til.
Sjá Baksvið á bls. 4.
ASKAKI
MEÐ TRILLUKÖRLUM
FYRIR VESTAN
Að r^yta SLÓYAKÍA
aifa £ mál- W aarAi Minnimáttarkennd 1 knýr sjálffstæðishreyfinguna
JbShL v/ JL 10 14
í TILEFNISJÓMANNADAGS
í bræluskratta á Breifia-
lirðinum