Morgunblaðið - 14.06.1992, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
ERLEINIT
INNLENT
VIKUNA 7/6-13/6
Sólarflug
hættir
Samgönguráðuneytið afturkallaði
á föstudag ferðaskrifstofuleyfí
Flugferða-Sólarflugs eftir að
Guðni Þórðarson, eigandi fyrir-
tækisins, tilkynnti ráðuneytinu að
það gæti ekki staðið við fjárhags-
legar skuldbindingar sínar. Sam-
gönguráðuneytið mun samkvæmt
lögum tryggja heimferð 300-400
farþega sem eru erlendis á vegum
ferðaskrifstofunnar og kostnaður
við það .greiðist af tryggingafé
ferðaskrifstofunnar. Á þriðja þús-
und manns hefur greitt inn á eða
að fullu farseðla með Sólarflugi.
Fyrr í vikunni rifti Sólarflug samn-
ingum við Atlantsflug um leiguflug
fyrir ferðaskrifstofuna og samdi
við Flugleiðir í staðinn. Á föstudag
riftu Flugleiðir samningum við Sól-
arflug þar sem greiðslur fyrir ums-
amið flug voru gjaldfallnar.
Hæstaréttardómur í
Ávöxtunarmálinu
Pétur Björnsson og Ármann
Reynisson, eigendur og fyrrum
framkvæmdastjórar Ávöxtunar sf.,
voru dæmdir fyrir Hæstarétti í 2‘/z
árs og 2 ára óskilorðsbundið fang-
elsi. Reynir Ragnarsson, löggiltur
endurskoðandi, sem hlaut sýknu-
dóm í héraði, var dæmdur í þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi og
fjársekt vegna síns þáttar í málinu.
Sakfellt var í fleiri ákæruatriðum
en í dómi undirréttar, en refsing
Péturs og Ármanns er hin sama
og þeir hlutu í héraði. Sýknudómur
yfír Hrafni Bachmann, fyrrum
framkvæmdastjóra Kjötmiðstöðv-
arinnar, var staðfestur.
Breyttur fjár-
magnsmarkaður með EES
Verðbréfafyrirtækjum verður ekki
ERLENT
Klaus seg’ir
upplausn
Tékkóslóv-
akíu óhjá-
kvæmilega
Vaclav Havel, forseti Tékkóslóv-
akíu, fól Vaclav Klaus, formanni
Lýðræðisflokksins (ODS), að hefja
stjómarmyndunarviðræður á
sunnudag eftir sigur flokksins í
þingkosningunum i Bæheimi og
Mæri. Klaus hóf viðræður við
Vladimir Meciar, leiðtoga Hreyf-
ingar fyrir lýð- _
sem vann stór-
unum í Slóvakíu.
dag að sam- f
Tékkóslóvakía Vaclav Havel
ætti enga fram-
tíð fyrir sér og framhaldsviðræður
þeirra myndu snúast um upplausn
ríkisins en ekki framtíð þess.
Vaclav Have! sagði hins vegar að
upplausn Tékkóslóvakíu væri ekki
óumflýjanleg. Framtíð hans í emb-
ætti forseta þykir mjög óviss en
hann kvaðst þó á miðvikudag ætla
að sækjast eftir endurkjöri þegar
sambandsþingið kýs nýjan forseta
í næsta mánuði. Meciar afþakkaði
boð um að koma til viðræðna við
Havel í forsetahöllinni á fimmtu-
dag.
Hungursneyð vofir yfir í
Sarajevo
Um 300.000 manns eru innilokað-
heimilt að reka verðbréfasjóði og
krafa verður gerð um að þau fjár-
festi a.m.k. 90% af eignum sínum
í skráðum verðbréfum samkvæmt
lagafrumvörpum sem samin hafa
verið í viðskiptaráðuneytinu vegna
samningsins um EES og lögð verða
fram á Alþingi síðar í sumar.
Lyfjakostnaður eykst
LyQakostnaður stefnir í að verða
300 milljónum kr. hærri en gert
er ráð fyrir í fjárlögum. Aðalástæð-
an er aukin útgáfa lyfjaskírteina,
sem hefur flölgað um 14 þúsund á
einu ári. Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra upplýsti að við-
ræður stæðu yfír við fulltrúa verka-
lýðshreyfíngarinnar um að breyta
fastagjaldi lyfja yfír í hlutfallsgjald.
Einkaskóla veitt starfsleyfi
Menntamálaráðherra hefur heim-
ilað rekstur einkaskóla í Reykjavík
og er ráðgert að skólinn taki til
starfa í haust. Miðað er við að skól-
inn, Miðskólinn, taki 100 nemend-
ur, 9-12 ára, og skólagjald verður
15 þúsund kr. á nemanda á mánuði.
Ekki hefur verið gengið frá hús-
næðismálum skólans en hann verð-
ur í miðbæ Reykjavíkur. Aðstoðar-
maður menntamálaráðherra segir
að skólinn muni ekki fá fjárveitingu
frá ríkinu.
Störfum fækkað um 14.000 á
fimm árum
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, sagði á
flokksþingi á fímmtudag að störf-
um á vinnumarkaðnum hefði fækk-
að um 14 þúsund á undanfömum
fímm árum, úr 140 þúsund í 126
þúsund, skv. skýrslum um slysa-
tryggðar vinnuvikur í formi mann-
ára. Jón Baldvin benti á að hætta
á viðvarandi atvinnuleysi væri fyrir
hendi. Hann sagði að ef þjóðar-
framleiðsla íslendinga hefði aukist
um 3% á ári til jafnaðar, eins og
í grannlöndunum, hefði þjóðin úr
að spila 18 milljörðum kr. hærri
þjóðartekjum.
ir í Sarajevo og horfast í augu við
hungursneyð eftir tveggja mánaða
umsátur Serba og harðar stór-
skotaárásir undanfama daga. AI-
gjört neyðarástand ríkir í borg-
inni. Sendinefnd á vegum Samein-
uðu þjóðanna reynir nú að semja
um vopnahlé milli hinna stríðandi
fylkinga og opna flugvöllinn í
Sarajevo til að hægt verði að koma
vistum til íbúanna. George Bush
Bandaríkjaforseti kvaðst á
fímmtudag vera tregur til að senda
herlið til Bosníu og sagði að
Bandaríkin væru ekki „lögregla
heimsbyggðarinnar". Hann útilok-
aði þó ekki möguleikann á hemað-
aríhlutun. Tillögur um hemaðarí-
hlutun fengu ekki hljómgrunn á
Evrópuþinginu í Strassborg á
fímmtudag.
Varað við valdatöku
kommúnista í Moskvu
Sergej Shakhraj, einn af nánustu
samstarfsmönnum Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta undanfarin ár,
sagði á fímmtudag að hætta væri
á að harðlínukommúnistar reyndu
að bola forsetanum frá fyrir árs-
lok. Embættismenn Atlantshafs-
bandalagsins hafa einnig vaxandi
áhyggjur af því að harðlínukomm-
únistar séu að endurheimta fyrri
völd sín innan hersins og geti kom-
ið í veg fyrir efnahagslegar um-
bætur.
Líbýumenn efast um
„arabíska einingfu“
Fjölmiðlar í Líbýu hafa undan-
fama daga gefíð til kynna að
vænta megi kúvendingar í stefnu
líbýskra stjórnvalda í utanríkis-
málum. Birtar hafa verið greinar
þar sem trú Muammars Gaddaf-
is, leiðtoga landsins, á „arabískri
einingu" er líkt við hillingar og
þess krafíst að Líbýustjóm frið-
mælist við Vesturlönd. Talið er að
greinarnar hafí verið birtar að
undirlagi Gaddafís og hann hafi
jafnvel skrifað nokkrar þeirra
sjálfur til að undirbúa landsmenn
undir tilraunir til bættra samskipta
við Vesturlönd.
Fátækir bændur í Suður-Ameríku brenna skóg til viðarkolagerðar.
Hart deilt um vemdun skóga á umhverfisráðstefnunni í Ríó:
Eyðing regnskóga mesta
áfallið fyrir líf á jörðu
FÁ MÁL á umhverfisráðstefnunni í Ríó hafa verið umdeildari
og torleystari en verndun skóga. Hitabeltisregnskógar eru rudd-
ir af svæði á stærð við ísland á hverju ári og álíka stórt svæði
er stórskemmt. Með sama áframhaldi verða regnskógamir horfn-
ir snemma á næstu öld. Þar sem allt að 90% allra dýra- og jurta-
tegunda búa í regnskógunum hefur þetta í för með sér aldauða
yfir 10.000 tegunda á ári, sem er versta áfallið sem lífið á jörð-
inni hefur orðið fyrir síðan risaeðlurnar liðu undir lok fyrir 65
milljónum ára. Sumir líffræðingar telja reyndar að ástandið nú
sé verra, því blómplöntur hafi ekki dáið út í stóram stíl þá eins
og nú, og því sé um mestu afturför í fjölbreytileika lífsins að ræða
í fjögurra milljarða ára sögu þess.
að eru ekki bara dýr og jurtir
sem gjalda ásóknar mannsins
í regnskógana. Um 50 milljónir
manna búa í skógunum sjálfum og
lifa af afurðum hans. Þrefalt fleiri
hafa sitt lifíbrauð af nýtingu þeirra,
sem mun endast stutt ef skógurinn
er höggvinn og brenndur gegndar-
laust án endurnýjunar.
Það hefur verið reiknað út að
milljarður manna, eða um fimmt-
ungur mannkyns, hafí fundið fyrir
afleiðingunum af eyðingu regn-
skóganna, sem lýsir sér meðal ann-
ars í skorti á eldiviði, mengun áa
og jarðvegs og ágangi eyðimarka
á gróið land.
Meira að segja
hin mannskæðu
flóð í Bangladesh
má að stórum
hluta rekja til
skógareyðingar í
Himalayafjöllum, sem veldur því
að jarðvegur skolast burt með ám
og sest í óshólmunum svo þær
flæða yfír bakka sína.
Þriðjungur regnskóganna
horfinn
Regnskógar hitabeltisins þöktu
tíunda hluta þurrlendis jarðar fyrir
nokkrum áratugum, áður en stór-
felldur ágangur mannsins hófst.
Nú hefur rúmlega þriðjungi þeirra
verið eytt og um næstu aldamót
verða aðeins tvö stór samfelld
svæði eftir: á vestanverðu Amazon-
svæðinu og í Zaire í Mið-Afríku.
Það er mjög erfítt að græða
skóginn að nýju. Regnskógar hita-
beltisins eru ólíkir vistkerfum
tempruðu landanna að því leyti að
þár er nær engínn jarðvegur undir.
Hringrás næringarefnanna er svo
ör að þau ná ekki að safnast fyrir
í mold á skógarbotninum.
Þegar landið er rutt fyrir land-
búnað er það fijósamt í eitt eða tvö
ár af ösku tijánna sem eru brennd,
en síðan breytist það í harðan leir
þar sem fátt vex. Líffræðingar
hafa reiknað út að þar sem lítil
rjóður eru höggvin í skóginn taki
það 100 ár fyrir hann að ná fyrra
horfí, en það kann að vera ógerlegt
að græða upp stór landflæmi. Bras-
ilíumenn hugðust verða stórveldi á
því að ryðja Amazon-skóginn - sem
er víðáttumeiri en Vestur-Evrópa
- til landbúnaða'r, en þeir draumar
eru nú að engu orðnir.
Einn ættbálkur indíána deyr
út á ári
Helstu fómarlömb eyðingarinn-
ar eru frumbyggjar regnskóganna.
í Brasilíu er talið að einn ættbálkur
indíana - með eigin tungu og
menningu - hafi dáið út á hveiju
ári þessarar aldar. Síðustu
frumbyggjar Amazon-skógarins
búa nú á afskekktum stöðum í
Brasilíu, Kólombíu og Venezuela,
en þrátt fyrir aðgerðir stjómvalda
fer þeim ört
fækkandi vegna
sjúkdóma, sem
þeir hafa lítil
mótefni gegn, og
jafnvel vegna
skæra við
bændur og gullgrafara. Það má
segja að það standi á endum að
þjóðamorð Evrópumanna í
Ameríku verði fullkomnuð á 500
ára afmæli landafunda
Kólumbusar.
í Sarawak á eynni Borneó eiga
skógarbúar mjög undir högg að
sækja vegna ágangs erlendra fyr-
irtækja í harðviðartré. Stjórnvöld í
Malaysíu, sem ráða svæðinu, hafa
bælt niður mótmæli þeirra, en hirða
sjálf þann hluta gróðans sem ekki
fer til hinna útlendu fyrirtækja.
Trjábolimir eru sendir að mestu
óunnir úr landi, langt undir sann-
virði, enda nota Japanir verðmæt
harðviðartré meðal annars í móta-
timbur og einnota matpijóna.
Framtíð regnskóganna skiptir
þó fleiri máli en íbúa þeirra. Eyðing
skóga á stóran hlut í uppblæstri
og rýrnun jarðvegs, sem ógnar til-
veru 900 milljón manna, að áliti
umhverfísmálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna. Þegar skógurinn er
brenndur losnar koltvísýringur út
í loftið, sem eykur hin svonefndu
gróðurhúsaáhrif. Um fjórðungur
allra lyfja eru unninn úr plöntum
sem vaxa í hitabeltisskógum.
Fátækt og óstjórn ýta undir
skógareyðingu
Hvað er til ráða til að stöðva
eyðinguna? Ekki duga boð og bönn;
íslendingar telja sig kannski hafa
efni á því að fórna skammtíma-
hagsmunum með því að draga úr
þorskveiðum til að byggja stofninn
upp, en í fátækum ríkjum þriðja
heimsins eiga menn fárra kosta völ.
Þau hafa krafíst þess að ríku
þjóðimar borgi kpstnaðinn við
verndun skóganna. í sáttmálanum
um verndun dýra og jurta, sem
iagður var fram til undirritunar í
Rfó, er reynt að taka á þessum
vanda með því að lögfesta einka-
leyfisgjöld til ríkja fyrir vörur sem
eru unnar úr lífríki þeirra; þannig
myndi svissneskt lyfjafyrirtæki
borga Brasilíu hluta af gróðanum
af lyfi sem unnið væri úr klifurp-
löntu eða snákaeitri úr Amazon-
skóginum. Eins og kunnugt er neit-
uðu Bandaríkjamenn að skrifa und-
ir sáttmálann vegna þessa ákvæðis.
Umhverfísvemdarsinnar hafa
gripið til þess ráðs að kaupa hluta
af skuldum þjóða í Rómönsku
Ameríku með afslætti gegn því að
viðkomandi þjóðir vemdi skóga.
Slík ráð duga þó skammt í ríkjum
þar sem fátækt og upplausn neyða
þegnana til að ganga á skóginn til
eldiviðar og hokurbúskapar. Það
er engin tilviljun að versta skógar-
og jarðvegseyðing í Rómönsku
Ameríku er í E1 Salvador, þar sem
ríkir óstjórn, borgarastríð og mikið
misrétti.
Tempraðir regnskógar
einnig í hættu
Vestræn ríki geta aðstoðað með
því að veita fé til verndunar, en
einnig með því að ýta undir sjálf-
bæra nýtingu regnskóganna, svo
sem takmarkað skógarhögg. Þær
geta einnig takmarkað timburkaúp
frá ríkjum eins og Malaysíu, þar
sem spilltir embættismenn selja
heimkynnin ofan af valdlausum
þegnum sínum fyrir mútufé eða
sett skilyrði fyrir áframhaldandi
kaupum.
Síðast en ekki síst gætu vestræn
ríki reynt að sýna gott fordæmi. Á
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og
Kanada eru víðáttumiklir temprað-
ir regnskógar, sem eru höggnir
niður af kappi á meðan þessar þjóð-
ir biðja regnskógum hitabeltisins
griða. Þetta er gert jafnvel þó að
í skógunum fínnist sjaldgæf tré,
sem úr er unnið verðmætt lyf til
lækninga á krabbameini.
Síst af öllu hæfír það okkur ís-
lendingum að vera með vandlæt-
ingu yfir eyðingu regnskóganna.
Skóg- og kjarrlendi er talið hafa
þakið yfír 30 þúsund ferkílómetra
á landnámsöld, en nú er aðeins um
einn þrítugasti hluti þess eftir, og
mun engin þjóð í Evrópu hafa
gengið eins rösklega fram í skóga-
reyðingu. Vonandi bíða regnskóga
hitabeltisins - verðmætustu vist-
kerfa jarðar - ekki sömu örlög og
íslenska birkikjarrsins.
BAKSVIÐ
eftir Huga Ólafsson