Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/INNLENT seer ivuji. ,m flUPAaunnua GiaAjaMuoflOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 íslenskt aldursgreiningartæki: Hátækiiibúnaður seld- ur til Bandaríkjanna Hátæknifyrirtækið Fjölnemar hf. er nú að hefja útflutning á tæki sem mælir mjög veik geislavirk sýni og geta t.d. fomleifa- fræðingar og jarðfræðingar notað það til að finna aldur lífrænna sýna, sem em u.þ.b. 30.000 ára og yngri. Fyrirtækið er nú að senda frá sér þrjú mælikerfi sem öll fara til rannsóknarstofu í Flórída. Heildarverðmæti tækjanna er um 7 milljónir króna. Útfluningurinn til Bandaríkjanna kemur í kjölfar kynningar sem Fjölnemar voru með á alþjóðlegri sýningu í fyrrasumar. Markaðs- setning á tækinu mun hefjast í haust. Að sögn Páls Theódórssonar eðlisfræðings, sem fékk hug- myndina að tækinu, hafa sýni frá íslandi hingað til verið send til útlanda til aldursgréiningar. „Ald- ursgreiningartækið er sprottið upp af áhuga mínum á að koma upp aldursgreiningarstofu á ís- landi. Nú er í athugun og undir- búningi að stofna aldursgreining- arstofu hérlendis þar sem svona tæki verður notað. Eftir að hag- nýtir möguleikar á útflutningi á aldursgreiningartækinu lágu fyrir stofnuðu nokkrir aðilar fyrirtækið Fjölnema hf., sem ætlar sér að markaðssetja hið nýja tæki. Sig- urður A. Einarsson eðlisfræðingur hjá Fjölnemum hefur séð um að þróa það,“ sagði Páll. Á myndinni em Öm Orrason rafmagnsverkfræðingur, Páll Theod- órsson eðlisfræðingur og Sigurður Einarsson eðlisfræðingur. Páll segir íslenska aldursgrein- ingartækið vera mun afkasta- meira en þau tæki sem hafi verið á markaðnum hingað til. „í stað- inn fyrir að mæla eitt sýni í einu þá mælir það 4 sýni í einu en hver mæling getur tekið 2-3 daga. Auk þess er hið nýja tæki einung- is um 300 kíló en önnur aldurs- greiningartæki eru um 1600 kfló. Tækið er því bylting á sínu sviði en verðið á því er u.þ.b. svipað og á þeim tækjum sem áður hafí verið á markaðnum," segir Páll. Landbúnaður 1945—1989: Framleiðsla jókst um 107% - ársverkum fækkaði um 56% HEILDARFRAMLEIÐSLA landbúnaðarins jókst um 109% á árunum 1945—1977, en hefur staðið í stað síðan. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðhagsstofnunar „Landbúnaður 1945—1989“. Þar kemur einnig fram að heildarfjármagn innan greinarinnar hefur vaxið á þessu árabili um 140% en ársverkum hins vegar fækkað um 56% og framleiðsla aukist um 107%. í tölunum kemur meðal annars fram að á tíu ára tímabilinu frá 1979 til 1988 hafí verið tap á nautgripa-, sauðfjár- og blönduðum búskap. Þó hafi aukabúgreinar skilað nokkrum arði, einkum svínabú, alifuglabú, kartöflurækt og gróðurhús. Þegar Listahátíð í ^ Reykjavík: ” Dagskrá Sunnudagur í Norræna húsinu verður fímmta sýning á Bandamanna- sögpi og hefst hún kl. 15. í Lang- holtskirkju verða, 10 ára afmæl- istónleikar íslensku hljómsveit- arinnar og hefjast þeir kl. 20. í Borgarleikhúsinu sýnir Dans- flokkur Maguy Marins og hefst sýningin kl. 20. Auður Bjarna- dóttir frumsýnir dansverkið Ertu svona kona á stóra sviði Þjóðleik- hússins og hefst sýningin kl. 17. í Áskirkju verða tónleikar Arn- aldar Arnaldssonar gítarleikara kl. 17. í sal 2 í Háskólabíói verð- ur lokadagur Halldórsstefnu og hefst dagskráin kl. 9. Mánudagur í Þjóðleikhúsinu koma Undra- börnin frá Rússlandi fram á tónleikum, sem hefjast kl. 20.30. Á Hótel Islandi heldur súdanski söngvarinn Abdel Gadir Salim tónleika sem hefjast 21.30. kemur fram á síðari hluta tímabilsins minnkar sá arður verulega. Fjöldi nautgripa hefur farið vax- andi frá 1945 til 1989 meðan fjöldi sauðfjár minnkaði snarlega úr um 900 þúsund árið 1977 niður í rúm- lega 550 þúsund árið 1989. Þá var svo komið að fjöldi hrossa, sem auk- ist hefur jafnt og þétt síðan botninum var náð um 1960, er nánast jafn fjölda nautgripa, eða um 70 þúsund dýr. Framleiðnitölur sýna tæplega fjór- földun í framleiðni vinnuafls í land- búnaði frá 1945 til 1989 meðan framleiðni fjármagns hefur dregist nokkuð saman. Samtals þýðir þetta rúmlega tvöföldun á heildarfram- leiðniaukningu f landbúnaði á tíma- bilinu. Umframframleiðsla mjólkur var 28.487 tonn 1965 en til ársins 1989 dró úr umframframleiðslunni og var hún 3.035 tonn það ár, að verðmæti 129,1 milljón kr. Mest var verðmæti umframframleiddrar mjólkur 1986, eða 492,6 milljónir kr. Verðmæti landbúnaðarframleiðsl- unnar hefur vaxið úr 1,885 milljónum kr. 1945 í 13.973 milíjónir kr. 1989 á verðlagi hvers árs. Þannig hefur verðmæti sauðfjárframleiðslu á verð- kr. 1945 í 4.292 milljónir 1989, naut- griparæktar úr 863 þúsundum kr. í 5.577 milljónir kr. 1989 og hrossa- framleiðslu úr 53 þúsundum kr. í 411,8 milljónir kr. 1989. Framleiðsla annarra búfjárafurða hefur vaxið úr 141 þúsund kr. í 2.181 milljón kr. Alls voru flutt út 1.903 tonn af kindakjöti 1965 og 1.937 tonn 1989. Útflutningur kindakjöts var mestur á þessu tímabili 1978, 4.569 tonn. Verðmæti sauðfjárafurða var 4.428 milljónum kr. 1965. Verðmæti um- framframleiðslu sauðfjárafurða var 3,1 milljón kr. 1965, en 912 milljón- ir 1989. Árið 1989 voru 560.920 kindur í landinu en voru 405.820 árið 1945. Alls voru 72.789 nautgripir í landinu 1989 en voru 38.444 1945. Hross voru 69.238 1989 en voru 54.720 1945. í ársbyijun 1945 voru 29.400 lagi hvers árs vaxið úr 634 þúsundum hektarar lands í rækt í landinu en ræktun lands jókst jafnt og þétt fram til 1989 er ræktað land var 147 þús- und hektarar. Mest nýrækt var. á tímabilinu 1958-1968 eða frá 4 þús- und hekturum til 6.100 hekturum á ári hveiju. Á sama tímabili féllu um 300 hektarar úr rækt. 1989 nam nýrækt 300 hekturum og féll jafn- mikið land úr rækt það ár. Heiðmörk: Thorgeirs- staðir end- urbyggðir NORDMANSLAGET félag Norð- manna á íslandi, hyggst endur- byggja Thorgeirsstaði, hús félags- ins í Heiðmörk. Hefur félagið þeg- ar fengið jákvæðar undirtektir borgaryfirvalda og þjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur. Að sögn Tore Skjenstad, formanns félagsins, er fyrirhugað að flytja inn norskan bjálkakofa. Hefur norskur arkitekt verið fenginn til að hanna húsið á grunni gamla hússins, sem brann síðastliðið haust. Útlit nýja hússins verður í líkingu við eldra húsið. Torgeirsstaðir voru reistir á ár- unum 1953 til 1954 og sagði Tore að það hefði verið mikið notað af félagsmönnum, félögum 5 Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur og öðrum sem leituðu þangað I skjól þegar rigndi. Von er á nýja húsinu til landsins í lok mánaðarins. Uppselt í siglingu með nýja Herjólfi NÝI Heijólfur Eyjamanna lagði upp í 8 daga hringsiglingu um landið á föstudag og var í Reykja- vík í gær. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs, sagði að rúmlega 50 miðar hefðu selst upp á 6-7 tímum. Magnús sagðist hafa orðið var við mikinn áhuga á hringsiglingu Her- jólfs og hafði eftir einum starfs- manna sinna að eflaust hefði verið hægt að fylla þijár slíkar ferðir. Aðspurður sagði hann að tekin hefði verið ákvörðun um að taka farþega með í siglinguna fyrir um það bil viku og hún auglýst einu sinni í Bæjarblaðinu. Siglingin tekur 8 daga og verður komið við í 7 höfnum. Aðallega verð- ur siglt á nóttunni og í morgunsárið. Magnús sagðist vonast til að hafnar- aðstaða í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum yrði klár þegar nýi Heijólfur kæmi til baka og hann gæti þá hafið áætlun. Hringsiglingin með Heijólfí kostaði farþegana 20 þúsund krónur með morgunverði. Guðni Þórðarson forstjóri Flugferða-Sólarflugs: Kannað hvort hægt verði að bæta fólki fjárhagslegt ijón Ekki búið að ákveða hvort beiðni um gjaldþrot verði lögð fram Fáskrúðsfj örður: Laxveiði í smá- bátahöfninni TALSVERÐ veiði hefur undan- farna daga verið í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Heimamenn hafa brugðið á það ráð að veiða í smá- bátahöfninni en þar hefur gengið inn töluvert af laxi. í gær voru um 20 manns að veið- um í smábátahöfninni að sögn Al- berts Kemp fréttaritara Morgun- blaðsins á Fáskrúðsfírði. Veiðiveður var gott, hlýtt en sólar- laust, og fískaðist vel hjá mörgum. „LINKIND okkar og sú vinnuregla að ganga ekki eftir því eins og aðrar ferðaskrifstofur að farþegar greiði ferðir sínar mánuði fyrir brottför gerðu það að verkum að rekstrarfé okkar var minna en allra annarra ferðaskrifstofa. Því þurftum við að hætta rekstri," sagði Guðni Þórðarson forstjóri Flugferða-Sólarflugs í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist ekki hafa verið búinn að sjá fyr- ir lok starfsemi skrifstofunnar fyrr vegna misskilnings sem varð til þess að útreikningar í sambandi við samning hans við Flugleiðir stóðust ekki. „Við munum beijast til þrautar til að bæta fólki það fjárhagslega tjón sem það hefur og kemur til með að verða fyrlr.‘‘ Ekki er búið að ákveða hvort fyrirtækið skili inn gjaldþrotabeiðni. ,Ef Flugferðir-Sólarflug skilar inn gjaldþrotabeiðni er engin von um það að menn fái bætur þar sem fyrirtækið er eignalítið. Lögfræð- ingar fyrirtækisins koma til með að ákveða hvort það verður gert. Nú er ekki Ijóst hvenær ákvörðun um það verður tekin," sagði Guðni Þórðarson „Það voru ekki nema liðlega 1.400 farþegar sem áttu hjá okkur staðfestar og innborgaðar pantanir þar sem af er sumarsins en ekki um 2.200 farþegar líkt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Einn- ig er það rangt að við höfum hald- ið áfram rekstri ferðaskrifstofunnar eftir að ieyfí til ferðaskrifstofu- rekstrar var skilað inn til sam- gönguráðuneytisins. Ég skilaði lejifínu inn kl. 12.45 á föstudaginn og þá var skrifstofunni lokað sam- stundis. Fram að þeim tíma höfðum við ástæðu til að ætla að málið leystist." Guðni segir að flestir farþegar Flugferða-Sólarfiugs hefðu staðfest sínar pantanir með innborgunúm upp á 3.000-8.000 krónur á sæti. „Flugferðir-Sólarflug voru eina ferðaskrifstofan sem ekki gerði það að skyldu að farþegar gengju frá og borguðu sína farseðla mánuði fyrir brottför. Yfirleitt komu okkar farþegar í síðustu vikunni og jafn- vel 2-3 dögum fyrir áætlaða brott- för og greiddu upp sínar ferðir. Sem betur fer er það því tiltölulega lítill hópur sem verður fyrir því tjóni að missa ferðakostnað sinn en það mun væntanlega gerast í einhveijum til- fellum. Við ætlum hins vegar að kanna hvort ekki sé hægt að bæta þeim aðilum það tjón en það liggur ekki fyrir nú hvort það verður hægt. Allra ráða verður leitað til þess. Flugferðir-Sólarflu átti ógreidda frá farþegum í sumaráætluninni méiri fjármuni en þurfti til þess að allir fengju sínar ferðir þegar upp er staðið. Hins vegar vantaði okkur rekstrarfé til að halda fyrirtækinu gangandi. Okkur tókst það m.a. ekki vegna þess að rekstraraðilar gefa ferðaskrifstofum ekki gjald- frest. Auk þess hefðum við þurft að borga Flugleiðum mun meira fyrirfram en tíðkast í Ieiguflugi. Hins vegar sögðum við upp samn- ingum við Atlantsflug og fórum að skipta við Flugleiðir þar sem þeir I gátu boðið upp á hagstæðari flutn- inga fyrir hvert sæti. Þungur rekst- ur leiguflugsins hefði þó alveg eins orðið til þess að ferðaskrifstofan hefði hætt starfsemi sinni og því hefði ekkert verið betra að vera áfram með samning við Atlantsflug. Ástæðan fyrir því að leiguflugið gekk ekki eins vel og í fyrra var vegna þess að Flugleiðir settu í vetur og vor á markaðinn lág far- gjöld í samkeppni við okkur á svip- uðu verði. Við höfðum því ekki jafn mikla sérstöðu og áður. Þau far- gjöld hjá Flugleiðum hafa síðan aftur hækkað. Það sem einnig gerði okkur erfítt fyrir var sú neikvæða umfjöllun sem við fengum í maí- mánuði vegna samskipta okkar við Atlantsflug. Sögur um skuldir upp á tugi milljóna voru skáldaðar upp en voru síðan leiðréttar af þeim sem héldu þessi fram. Umfjöliunin dró þó úr trausti fólks til skrifstofunn- ar.“ Guðni sagðist vona að starfsemi Flugferða-Sólarflugs hefði orðið til þess að sú lækkun sem almenning- ur hefði fengið á flugfargjöldum til útlanda myndi haldast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.