Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
Ole Didrik Lærum: „í starfl mínu sem rektor Háskólans í Björgvin hef ég notið góðs
af áhuga mínum á þjóðháttafræði, ég er fyrst og fremst læknir en hef innsýn í fleiri
fög vegna grúsksins."
Fræðimaður í
fortíð og nútíð
Ole Didrik Lærum rektor Háskólans í Björgvin er jafn-
framt yfirlæknir og prófessor í meinafræði við Hauke-
land-sjúkrahúsið. Hann er doktor í læknisfræði en hef-
ur ekki síður áhuga á þjóðháttafræði. Hann vill stuðla
enn frekar að samvinnu íslands og Vestur-Noregs þar
sem þessir frændur eigi margt sameiginlegt
eftir llrði Gunnorsdóttur. Mynd: Bjorni Eiríksson
„ísland er skemmtileg blanda nútímaþjóðféíags og þjóðar sem er
mjög meðvituð um menningu sína,“ segir Ole Didrik Lærum, rektor
Háskólans í Björgvin. Sjálfur er hann athyglisverður maður, hann
er doktor í læknisfræði en aðaláhugamál hans er þjóðháttafræði
og hefur hann ritað þrjár bækur um vestur-norska menningarar-
fleifð. Það eru engar ýhjur að kalla Lærum íslandsvin, hann hefur
komið nokkrum sinnum til landsins og talar íslensku. Hefur hann
mikinn hug á því að stuðla að enn frekari samvinnu íslands og
Vestur-Noregs og hefur m.a. rætt við rektor Háskóla íslands í því
skyni.
Ole Didrik Lærum er uppalinn
í Voss, sem er skammt frá
Björgvin. Hann er kominn af lækn-
um í þijá ættliði en faðir hans
hafði jafnframt mikinn áhuga á
þjóðháttafræði. „Hann hafði farið
í nærri því hvert hús í Voss og
þekkti nær alla. Ég fylgdi honum
oft eftir í vitjanir og heimsóknir
og smitaðist af áhuga hans á hvoru
tveggja, iæknisfræðinni og þjóð-
háttafræði," segir Lærum.
Hann talar ágæta íslensku, seg-
ir það íslenskum vinum sínum og
eigin móðurmáli að þakka. „Þegar
ég var nítján ára dvaldi ég hér eitt
sumar og vann við rafvirkjun. Fyrst
í stað talaði ég gamalt Vossa-mál
og bætti inn í íslenskum orðum.
Þetta skildu fiestir, enda eru mörg
orð í málinu sem talað er í Vestur-
Noregi lík íslenskunni. Þar spyijum
við t.d.: „Kvar var du i gaor?“ og
svarið getur verið: „Eg var i fjeil-
et“. Þetta mál lærði ég sem strák-
ur og það er enn talað, þó að það
eigi undir högg að sækja. Norskan
verður fyrir æ meiri áhrifum frá
enskunni, ný-norskan þó meira en
mállýskumar. Mér fínnst ánægju-
legt að sjá hvað íslendingar hafa
sinnt málvemd vel og vildi gjaman
sjá okkur Norðmenn taka ykkur
til fyrirmyndar."
Lærum hefur haft mikið sam-
band við íslendinga frá því að hann
dvaldi hér og hefur sótt landið
heim nokkrum sinnum. íslenskuna
segist hann hafa lært af vini sín-
um, rithöfundinum Jóhannesi
Helga, sem bjó í sex ár í Björgvin.
Hingað kom Lærum á þing nor-
rænna lungnalækna, en hann hefur
lagt stund á krabbameinsrann-
sóknir og liggja eftir hann 15 bæk-
ur um krabbamein. Hann er doktor
við Háskólann í Bergen og hefur
verið rektor skólans síðustu tvö ár.
„í starfi mínu sem rektor hef ég
notið góðs af áhuga mínum á þjóð-
háttafræði, ég er fyrst og fremst
læknir en hef innsýn í fleiri fög
vegna grúsksins. Töluverð sam-
vinna hefur verið milli Háskólans
í Björgvin og Háskóla íslands, t.d.
á sviði bókmennta, málfræði, haf-
rannsókna, læknisfræði og jarð-
eðlisfræði. Margir íslenskir læknar
hafa lokið doktorsprófí í Björgvin
og Norðmenn hafa lagt stund á
læknisfræði við Háskóla íslands.
Við viijum styrkja þessa samvinnu
enn frekar, ég hef rætt við rektor
Háskóla íslands í því skyni. Við
undirrituðum yfírlýsingu um vilja
stofnanana til að standa að kenn-
ara- og nemendaskiptum, auk þess
sem vísindamenn á stöðunum
sæktu hveijir aðra heim. Til dæm-
is hafa verið lögð drög að komu
rannsóknarskips frá Bergen og
áhöfn þess mun í samvinnu við ís-
lenska vísindamenn stunda fiski-
og hafrannsóknir norður af ís-
landi.“
Sem rektor Háskólans í Björgvin
er Ole Didrik Lærum búsettur þar
en hann dvelur öll sumur, í fríum
og um flestar helgar í húsi sínu í
Voss, þar sem hann leggur stund
á þjóðháttafræði. Mikill tími fer í
samtöl við eldra fólk, auk þess sem
Ole Didrik hefur unnið nokkuð við
rannsóknir og þar segir hann
læknavísindin koma að góðum not-
um. Hefur hann skrifað þijár bæk-
ur, sem hafa komið út á síðustu
þremur árum. „Bækumar voru
mikið til byggðar á samtölum mín-
um við eldra fólk og ég hef fengið
það á tilfínninguna að ég megi
engan tíma missa. Bækumar sem
komu út fyrir tveimur og þremur
árum hefði ekki verið hægt að
skrifa nú, þar sem nær helmingur
heimildarmanna minna er látinn."
Bækur Læmm eru um fíðluleik-
ara í Harðangursfirði, um útskurð-
arsniiling í Voss og svo um eitt
aðaláhugamálið, sem em reykstof-
ur. „Þær vom næstelstu norrænu
húsin og var langeldur fyrir miðj-
unni. Slík hús standa ennþá í Voss
og em þau elstu frá því á miðöld-
um, um 1200-1300. Það sem er
ef til vill merkilegast er að í sumum
þeirra var búið allt fram á þessa
öld. Ég hef rannsakað reykstofur,
bæði uppistandandi stofur og leifar
þeirra í samvinnu við fornminjaráð
á svæðinu og hef fundið 120 reyk-
stofur í Vosshéraði."
Hvemig gengur Læmm að sam-
ræma starf sitt og áhugamál?
„Þessi fræði bæta hvort annað
upp,“ segir hann. „Sem læknir
starfa ég að nokkm leyti á alþjóða-
vettvangi og mér fínnst vera aukin
þörf meðal þeirra sem hafa tengsl
við útlönd á að kynnast eigin menn-
ingararfí. Mér finnst eins og þörfín
fyrir að þekkja bakgmnn sinn hafí
aukist í kjölfar ótta margra við að
týnast í alþjóðlegri samvinnu. Þá
hefur það ekki síður áhrif að þegar
fólk hefur samskipti við útlendinga
sér það sjálft sig og þjóð sína í
nýju ljósi og það vekur forvitni
manna á því að kynnast eigin arf-
leifð. Það er grundvallaratriði að
þekkja hana og leggja rækt við
hana.“
Lærum hefur mikinn áhuga á
samvinnu íslendinga og Norð-
manna og var einn forvígismanna
að mikilli íslandskynningu sem
haldin var í Björgvin í maí. Forseti
íslands var heiðursgestur sýn-
ingarinnar, þar sem kynnt var ís-
lensk menning; bókmenntir, mynd-
list, tónlist, kvikmyndir, saga
o.s.frv. og haldinn fjöldi fyrirlestra.
Segir Læmm hátíðina hafa verið
mjög vel sótta. „Og þegar rætt er
um norræna samvinnu, samvinnu
Noregs og íslands, vil ég einnig
benda á hversu mikilvægur hlekkur
Norræna húsið er í því samstarfi.“
Ole Didrik Læmm segist fínna
vel hversu náskyldir íslendingar
séu Norðmönnum og segir það
greinilegra hjá þeim sem búa í
Vestur-Noregi. „Það sem tengir
þjóðirnar mest er málið, bókmennt-
ir, saga, siðir og venjur. Ljóðlist
er t.d. um margt lík með þjóðunum
og ég les töluvert af íslenskri ljóðl-
ist mér til ánægju. Þá er sagna-
hefðin rík hjá báðum, þó að hún
sé sterkari hjá íslendingum, þeir
hafa meiri tengsl við fortíðina. Það
er í raun stórkostlegt hvernig nú-
tímaþjóðfélag þrífst á þessari fá-
mennu sögueyju."
NINITANG
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í gegnum árin hefur það orðið
eitt helsta styrkleikamerki Lista-
hátíðar í Reykjavík hvað varðar
myndlistina, að ýmsir sýningaraðil-
ar, sem ekki tengjast stjórn Lista-
hátíðar með beinum hætti, hafa leit-
ast við að hafa fjölbreytta myndlist
á boðstólum á þessum tíma, bæði
til að auka íjölbreytnina og til að
styrkja myndlistina í sessi í júní-
mánuði, þegar tónlist og leiklist hafa
oftar en ekki verið í fyrirrúmi.
Þannig er þessu einnig farið nú
og margir smærri sýningarstaðir
hafa valið sýningar júnímánaðar
með þetta í huga og er mikið um
að vera í öllum sýningarsölum á
höfuðborgarsvæðinu. Einn þeirra er
Gallerí Sævars Karls við Banka-
stræti.
Þar stendur nú yfír sýning á verk-
um ungrar hollenskrar listakonu,
Nini Tang. Hún kynntist íslensku
myndlistarfólki þegar það kom til
framhaldsnáms við hollenska lista-
skóla og hreifst af landi og þjóð.
Þó að hún hafí fyrst og fremst starf-
að sem myndlistarmaður í heima-
landi sínu, þá hefur hún síðasta ára-
tuginn dvalið hér á landi öðru hveiju,
haldið hér sýningar og einnig starfað
sem gestakennari við Myndlistar-
skólann á Akureyri og við Myndl-
ista- og handíðaskóla Islands.
Nini Tang er fyrst og fremst list-
málari og miðar vinnu sína mjög við
þær aðstæður, sem verk hennar eru
sýnd í; hún lætur rýmið þannig að
nokkru stjórna útfærslunni. Fyrir
sýninguna í Gallerí Sævars Karls
hefur hún kosið að mála verk sín á
pappír, sem hún límir síðan beint á
veggina; uppsetning þeirra tekur
mið af einkennum sýningarrýmisins
(dyrum, gluggum), þannig að mynd-
irnar bera með sér vissan keim af
freskum, sem málaðar eru beint á
blautan kalkvegginn. En það er að-
eins keimur, því myndir á pappír
geta skiljanlega aldrei náð þeirri
dýpt og þeim tærleika, sem einkenna
vel útfærð veggmálverk.
Alls getur hér að líta ellefu verk,
flest stór og miðuð við hæð veggj-
anna. Listakonan notar mest bjarta
og hlýja liti, sem hún setur á pappír-
inn á léttan og lausbeislaðan hátt;
það er gott flæði í flötunum og eins
konar vorblær yfír heildarsvip gall-
erísins.
Nokkrar samsetningar mynda
draga helst að sér athyglina. Hrossa-
Nini Tang við uppsetningu verka
sinna.
gaukur á steini stendur við hlið hins
gyllta, upptrekkta næturgala úr sög-
unni góðu, sem stendur á keisaraleg-
um stalli í glæstu umhverfi (verk V
og VI); þrátt fyrir dýrðina (eða
vegna hennar) er hætt við að dýr
náttúrunnar eigi hug áhorfandans.
Engiil (verk VIII) og vængur (verk
IX) mynd eins konar hliðarvængi
fyrir stærsta glugga salarins, og
mynd með hestum (verk X) lokar
ofan við; þannig verður glugginn,
og það sem sést út um hann, hluti
af sýningunni, í góðu samræmi við
hinar litskrúðugu myndir grósku og
lífs, sem prýða veggina.
Eina verkið sem stingur í stúf við
þessa heildarmynd ber heitið Lista-
kona (IV), en þar drúpir svartklædd
kona höfði, líkt og buguð af ábyrgð
sinni eða aðstæðum. Þetta efni er í
andstöðu við gleði annarra verka á
sýningunni og rýfur því heildarsvip-
inn nokkuð.
Nini Tang getur augljóslega lagað
verk sín að aðstæðum og tekst hér
vel til. Hér er það yfirborðið sem
skiptir mestu, enda býður pappírinn
ekki upp á sömu möguleika til dýpt-
ar og myndbyggingar og blautur
kalkveggur eða strigi. En listakon-
unni tekst að skapa léttan vorsvip í
verkum sínum í þessu látlausa rými
og það er vel þegið í þeirri rigning-
artíð, sem hefur ríkt á höfuðborgar-
svæðinu undanfarnar vikur.
Sýning Nini Tang í Galleríi Sæv-
ars Karls við Bankastræti stendur
til 30. júní.
Morgunblaöið/Bjöm Blöndal
Mastrið fallið eftir að hafa staðið af sér íslenska veðráttu í 39 ár.
Það var orðið töluvert ryðgað og því ekki talið hagkvæmt að halda
rekstri þess áfram.
Loftnetsmastur fellt við Grindavík:
Nýtt mastur reist í sumar
Keflavfk.
LOFTNETSMASTUR sem reist var fyrir 39 árum við fjarskiptastöð
varnarliðsins við Grindavík var fellt á miðvikudaginn. Að sögn Frið-
þórs Eydal upplýsingafulltrúa varnarliðsins var mastrið, sem var
800 feta hátt, reist árið 1953 og siðan tekið í notkun árið eftir.
Gamla mastrið hafi því verið komið til ára sinna og ekki talið hag-
kvæmt í rekstri lengur.
Friðþór sagði að nýtt mastur
yrði reist í sumar í stað þess gamla
og væri áætlað að ljúka því verki
fyrir lok næsta árs. íslenskir aðal-
verktakar sáu um að fella gamla
mastrið. Þeir munu einnig reisa
nýja mastrið sem mun kosta um
67 milljónir króna og verður það
nokkru hærra eða 1.000 fet.
l'jarskiptasioom vio urmaavik er
ndistöð fyrir fjarskipti við skip
r flugvélar á Norður-Atlantshafi
r eru möstrin loftnet fyrir fjar-
’ipti á langbylgju. Fyrir er í stöð-
ni 600 feta mastur sem reist var
síðasta áratug í stað annars sem
i var fellt.