Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992
Á LAU GARDAGINN NÆSTA
VERÐUR HLAUPIÐ MIKLA
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
KVENNAHLAUPIÐ þar sem vinukonur, systur,
mæðgur, mágkonur, svilkonur og frænkur hlaupa
saman í flokkum.
Morgunblaoið/KGA
ÍSLENSKAR KONUR hafa hlaupið meira um ævina en Carl Lewis
á öllum sínum ferli
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
EFTIR brautinni koma þrjú þúsund
konur blásandi með þetta blik í augum
sem aðeins sést á Olympíuleikum, og
axlastaða og fótaburður gefa berlega
til kynna að hér er einungis hlaupið
til sigurs. Sumar bruna með barna-
vagna og kerrur á undan sér þar sem
upp úr gægjast lítil eitilhörð snuddu-
andlit og aðrar styðjast jafnvel við staf
eða hækju. En þær sigra allar í hlaup-
inu mikla því þær eru valkyrjur Is-
lands. Alltaf fjölgar konum sem taka
þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ og ef þróunin
verður hin sama og hjá Finnum gæti
hlaupið jafnvel orðið alþjóðlegur við-
burður.
Nú er það löngu vitað að
konur á íslandi hafa
ætíð verið á hlaupum
og einkum gerast
hlaupin tíð þegar þær fínna upp á
því að stofna heimili. Skiptast þá
hlaupin reglulega niður á daginn
og hefjast strax á morgnana þegar
búið er að reima nokkur skópör á
litla fætur. Er þá hlaupið út í bíl
með börnin, út úr honum aftur og
inn á dagheimilið, inn í bílinn aftur
og útúr honum við vinnustaðinn,
hlaupið milli borða og hæða á
vinnustað þar til sama prógrammið
hefst aftur að vinnu lokinni, nema
nú bætast við hlaup inn og út úr
búðum með allt liðið organdi í eftir-
dragi og loks er hlaupið inn í eld-
húsið heima. Hefjast þar aftur
klassísk hlaup milli eldavélar, bað-
herbergis og þvottahúss sem end-
ast til miðnættis ef tíminn er nýtt-
ur vel.
Konur á Islandi kunna því vel
að hlaupa og hafa sennilega hlaup-
ið meira en Carl Lewis á öllum sín-
um ferli, nema hvað þær hafa aldr-
ei fengið nein verðlaun fyrir sín
hlaup. Fyrr en núna. Þær sem
hlaupa í Kvennahlaupinu fá allar
verðlaunapening sem hægt er að
hengja upp í eldhúsinu og líta á
sem viðurkenningu fyrir öll fyrri
hlaup.
FYRSTA KVENNAHLAUPIÐ
Upphafið að þessu mikla fjölda-
hlaupi kvenna má rekja til Finn-
lands, en þar hefur kvennahlaup
verið haldið frá 1984 og eftir því
sem tölur um fjölda gefa til kynna
má ætla að hlaupið þar sé á góðri
leið með að verða alþjóðlegt.
Margrét Jónsdóttir íþróttakenn-
ari á Seltjarnarnesi, sem sér um
upphitun fyrir hlaupið í Garðabæ,
var stödd á íþróttaráðstefnu í Hels-
inki í fyrra og hitti þá frumkvöðul
hlaupsins, Maijukka Uusitalo, að
máli. „Upphafið að hlaupinu var
þannig, að Maijukka og fimm vin-
konur hennar fóru til Honolulu til
að taka þátt í maraþonhlaupi," seg-
ir Margrét. „í Honolulu tóku þær
jafnframt þátt í kvennahlaupi og
voru svo hrifnar að þær ákváðu á
heimleiðinni að stofna til kvenna-
hlaups í Helsinki sem þær og gerðu.
Fyrsta hlaupið var síðan haldið í
maí 1984 og tóku um 300 konur
þátt í hlaupinu og þótti það mjög
góð þátttaka. í fyrra, sjö árum síð-
ar, voru þátttakendur hins vegar
orðnir 35 þúsund og segir það allt
um vinsældir hlaupsins."