Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 22

Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/RAX Á SJÓMANNADAGINN ÞETTA ER EKKERT INNFJARDARGEIM eftir Friðrik Indriðason / Myndir: Róbert Schmidt ÞAÐ ER kyrrlát kvöld við fjörðinn er við rennum niður að flotbryggjunni í höfninni á Tálknafirði síðla vors. Um það bil tuttugu trillur eru bundnar við bryggjuna, af öllum möguleg- um gerðum, gáskabátar og sómabátar, Færeyingar og flugfisk- ar, skeljar og víkingar. Margir af trillukörlunum eru úti við að dytta að bátum sínum og snöfla í kringum þá. Þetta er mislitur hópur, allt á miUi harðsoðinna togarajaxla og háskóla- stúdenta í sumarafleysingum. En eitt eiga þeir sameiginlegt, drauminn um að vera sinn eigin herra. Guðmundur „Grímseyingur" Haraldsson er þekktur meðal flestra trillusjómanna þrátt fyrir ungan aldur. Stefán Stefánsson fjármagnar nám sitt með skaki. orðinn afar sjaldgæft fyrirbrigði í skakveiðinni því þessa dagana þurfa karlarnir oftast að sækja fiskinn 20-3ð'mílur á haf út, og standa við í 16-18 tíma í einu. Eins og einn Akureyringur orðaði það í samtali Þama er mættur Guð- mundur „Grímseyingur", 26 ára strákur sem hefur yfir sér þjóðsagnakennd- an blæ meðal trillukarla. „Ég fór fyrst á skak þriggja ára gamall“, segir hann kankvís, „en þá var pabbi bamapía“. Guðmundur byrjaði að róa einn 10 ára gamall og til er sú saga af honum að eitt sinn hafi hann siglt lítilli trillu sem unglingur á skak norður fyrir Kol- beinsey. Drekkfyllti þar bátinn og hélt heim til Grímseyjar. Hann var hepp- inn að ekki hreyfði sjó þennan dag og aðspurður hvort hann hefði hent afl- anum fyrir borð ef eitthvað hefði gefið á bátinn var hann snöggur að svara því til að fyrr hefði hann farið niður með bátnum. Dagana áður en við kom- um til Tálknaíjarðar hefur verið rífandi afli á þessum slóðum og allt að fímmtíu trillur sem þama lögðu upp afla. Á þessum dögum þótti lélegt að koma með minna en tonn inn eftir daginn og algengt að dagsaflinn næmi tveimur tonnum. En þetta skot fjaraði svo út og menn hugsuðu sér til hreyfíngs á hafnir norðar, Flateyri og Þingeyri. Svona góður afli skammt undan landi er Aðalsteinn Bjarna- son segir að hann hafi ekki síðrí tekj- ur á trillunni sinni en hann hafði á togara. Sigurður Sigur- dórsson telur að ráðamenn eigi að hugsa sinn gang með krókaleyfin því Uóst sé að það eru ekki handfær- in sem eru að ganga af fiski- stofnunum dauð- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.