Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.06.1992, Qupperneq 24
24.MORGUNBLAÐIÐ MllMN^m^GUR 14. JÚNÍ 1992 Karl Elíasson, Hafn arfirði - Minning Fæddur 17. febrúar 1911 Dáinn 7. júní 1992 Aðfaranótt sunnudagsins 7. júní lést á Sólvangi Karl Elíasson fyrr- verandi umsjónarmaður þar. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn af þessum fágætu drengskap- armönnum, sem vinna verk sín hljóðlátlega af alúð og trúmennsku. Margir Hafnfirðingar minnast hans með þökk í huga, í vinsemd og með virðingu. Hann var þannig, hann Kalli á Sólvangi, eins og hann var oftast kallaður. Það var vegna þess að síðustu áratugi ævi sinnar starfaði hann sem umsjónarmaður á Sól- vangi í Hafnarfirði eða frá árinu 1954 og þar til hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Á Sólvangi ávann hann sér traust og vináttu samferð- amanna sinna eins og reyndar hvar sem hann fór. Karl Elíasson fæddist á Kjalvegi við Hellissand hinn 17. febrúar árið 1911. Hann var sonur Elíasar Krist- jánssonar bónda og sjómanns þar og Guðbjargar Guðmundsdóttur, sem ættuð var úr Ólafsvík. Elías var fæddur á Kjalvegi, sem er rétt hjá Ingjaldshóli á Snæfellsnesi, og þar bjó hann þar til hann fluttist á Hellissand, að undanskildum tveim- ur árum sem hann bjó á Skarði. Karl ólst upp hjá föður sínum á Kjalvegi til átta ára aldurs, en þá fluttust þeir feðgamir niður á Hell- issand. Þar stundaði Elías sjóróðra eins og hann hafði reyndar gert áður á vetrarvertíðum. Elías Krist- jánsson lést árið 1933, þá áttatíu ára gamall. Karl átti eitt systkini, hálfsystur, sem var sammæðra. Hún hét Helga Illugadóttir og var fædd í Ólafsvík árið 1901 og var því réttum tíu árum eldri en hann. Helga bjó lengst af á Laugalandi í Reykhóla- sveit. Hún lést í janúar 1991. Hún átti fjögur börn. Karl Elíasson átti heima á Hellis- sandi í aldarfjórðung eða til ársins 1944. Þar starfaði hann við þau störf sem til féllu, svo sem sjóróðra og beitningu. Karl gerði snemma jafnaðarstefnuna að lífsviðhorfi sínu enda félagshyggjumaður að allri gerð. Hann skipaði sér snemma í sveit forystumanna í verkalýðs- málum á Hellissandi og var m.a. í stjóm Verkalýðsfélagsins Aftureld- ingar á Hellissandi. Karl var einn af þeim mönnum sem gerðu sér ljóst að hugsjónir samvinnustefnunnar fóm vel saman við hugmyndir jafnaðarmanna. Hann gerðist því félagi í Kaupfélagi Hellissands og var þar í stjóm um nokkurra ára skeið. Og þegar hann kom til Hafnarfjarðar gerðist hann fljótlega félagi í Kaupfélagi Hafn- fírðinga og var þar virkur og áhuga- samur félagi og bar heill þess og" hag mjög fyrir brjóstí. Það var svo á sjálfu lýðveldisár- inu 1944 sem hann kynntist Guð- ríði Fjólu Óskarsdóttur frá Bervík á Snæfellsnesi, sem síðar varð eig- inkona hans. Guðríður Fjóla, eða Fjóla eins og hún er kölluð, er fædd 23. desember 1917. Foreldrar henn- ar voru Óskar Jósef Gíslason frá Tröð í Eyrarsveit og Pétrún Sigur- björg Þórarinsdóttir frá Saxhóli í Breiðuvíkurhreppi. Árið 1946 hefla þau Karl og Fjóla sambúð á Akranesi og þar eiga þau heima til ársins 1948 er þau flytja suður til Hafnaríjarðar. Og í Hafn- arfírði gifta þau sig árið 1949. Karl og Fjóla eignuðust fímm böm og em íjögur þeirra á lífí: Elías Andri, fæddur 1946, maki Rannveig Jónsdóttir frá Norður- garði í Mýrdal; Ómar Sævar, fædd- ur 1949, maki Fjóla Valdimarsdótt- ir frá Dalvík; Oskar Gísli, fæddur 1954, maki Brynhildur Jónsdóttir úr Kópavogi og Sólbjörg, fædd 1959, maki Tómas Þorsteinsson úr Garðinum. Og bamabörn þeirra Karls og Fjólu em ellefu talsins og bamabamabörnin era þrjú. Fyrstu árin eftir að Karl kom til Hafnarfjarðar vann hann við hafn- argerð í Suðurhöfninni á sumrin, en við beitningu á vetrarvertíðum. Þá vann hann í Hraunsteypunni í Hafnarfírði í tvö ár uns hann tók til starfa á Sólvangi 1954 eins og áður segir. Karli Elíassyni vom alltaf félags- störfín ofarlega í huga. Hann var félagslyndur, traustur og góður fé- lagi samferðamanna sinna og skynjaði mátt samtaka og sam- vinnu. Um það vitnar öll þátttaka hans í félagsstarfí alþýðuflokksfé- lags Hafnarfjarðar, Kaupfélags Hafnfirðinga, í Verkamannafélag- inu Hlíf, í Starfsmannafélagi Hafn- arfjarðar og í Byggingarfélagi Al- þýðu í Hafnarfírði, en þar sat hann lengi í stjórn. Við munum hann Kalla á Sól- vangi með bros á vör og spurn í auga, með lifandi áhuga á því sem var að gerast í veröldinni í kring um hann. Hógvær gekk hann um fundarsali en fylgdist vel með því sem fram fór þar. Hann vildi ávallt vita sem gleggst skil á öllu og spurði gjaman, ef honum fannst ekki ræð- umenn gera máli sínu nægilega góð skil. Hann var hlýr í viðmóti, sam- viskusamur í hveiju verki, hugsun og orði. Mönnum leið vel í návist hans. Við Hafnfírðingar kveðjum Karl Elíasson með virðingu og þökk. Vinsemd okkar í hans garð fylgir honum yfír landamæri lífs og dauða. Minningamar sem hann skilur eftir meðal vina sinna 'og ástvina em hlýjar og góðar. Hann var maður þeirrar gerðar. Fjólu, bömum hans og mökum þeirra, bamabömum svo og barna- bamabömum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ég og kona mín biðjum ykkur öllum guðsblessunar og þökkum honum og ykkur góð kynni. Maður er genginn götuna til Guðs, saddur lífdaga. Hvíldin verð- ur honum ljúf og góð. Guð blessi hann og minningu hans. Hörður Zóphaníasson. Kvaddur er frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði mánudaginn 15. þessa mánaðar vinur okkar, mágur og svili, Karl Elíasson. Hann andaðist á Sólvangi 7. júní eftir erfítt tíma- bil. Minningamar frá þeim tíma sem allir vom við góða heilsu em ánægjulegar. í mörg ár fóram við fjölskyldurnar saman í ferðalög um landið, tjölduðum og höfðum það skemmtilegt. Betri ferðafélaga var vart hægt að hugsa sér en Kalla og Fjólu. Hann hafði rólegt og yfír- vegað skap og ef einhver var leiðin- legur í hópnum, eins og stundum getur komið fyrir, var hann alltaf fyrstur til að slá á aðra strengi og gera gott úr öllu. Þegar við bjuggum í sveitinni vom synir hans hjá okkur á sumr- in. Það varð til þess að þau hjónin komu oft til okkar og vom alltaf jafn kærkomnir gestir. Þegar dóttir okkar var í skóla í Reykjavík var hún alltaf velkomin í Hafnarfjörð- inn til Kalla og og fjölskyldu, þar sem henni var alltaf tekið opnum örmum og notalegheitin vom í fyrir- rúmi. Við þökkum fyrir það. Kalli var einn af þeim sem var sannur vinur vina sinna og við fjöl- skyldan kveðjum hann með sökn- uði. Við þökkum honum alla þá tryggð sem hann sýndi okkur með- an hann lifði og sendum Fjólu og fjölskyldu hjartanlegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning góðs manns og vinar. Kristín og Ingi. Bjöm Hjartarson útibústjóri - Kveðja Að kveðja þann mann sem er manni kær er ekki auðvelt. Mig langar að skrifa nokkrar línur um vin minn Bjöm Hjartarson. Fyrstu kynni mín af honum vom þegar ég hafði sótt um vinnu hjá Útvegs- banka íslands fyrir 24 ámm og var send í viðtal til hans upp á Lauga- veg 105. Er ég gekk inn á skrifstof- una til hans var ég mjög óstyrk, því þetta var í fyrsta skipti sem ég fór í viðtal vegna atvinnu. í gegnum árin hlógum við oft af þessum fyrstu kynnum okkar. í mínu samstarfí við Bjöm lærði ég margt og ekki hvað síst mannleg samskiþti. Bjöm var mér mikill vin- ur og alltaf úrræðagóður þegar ég þurfti að leita til hans og er ég þess ævinlega þakklátur að hafa haft hann sem yfírmann þessi 24 ár. Nú þegar Bjöm hefur svo skyndi- lega verið á brott kvaddur mun ég sakna hans ævinlega og geyma minninguna um hann. Elsku Sigríð- ur mín, Ásta, böm, tengdabörn og bamaböm megi góður Guð blessa ykkur og styrkja í sorg ykkar. Anna Guðmundsdóttir. Það er erfítt að kveðja jafn fyrir- ferðarmikinn mann og Bjöm Hjart- arson frænda minn. Ifyrirferðar- mikinn á þann hátt að þegar ég hugsa til baka sé ég að öll mín ungdómsár var Bjössi frændi og fjölskylda hans fastur liður í tilveru minni. Nýtt ár var í raun ekki byrj- að fyrr en ég hafði farið niður í útibúið á Hlemmi og fengið Dagbók Útvegsbankans í hendumar. Það var ekki sumar fyrr en búið var að fara minnst tvisvar í sumarbústað- inn við Svignaskarð. Og ekki var kominn vetur fyrr en ég hafði inn- ritað mig í Ballettskóla Sigríðar Ármann (eða talað mig útúr skóla- vist með því að lofa að byqa „kannski næsta vetur“) Þegar maður varð eldri urðu ferð- imar í bankann fleiri. Ef maður var að leggja inn, stóð maður hreykinn á miðju gólfi í von um að útibústjór- inn myndi taka eftir manni í monit- orkerfí bankans. Ef aftur á móti var verið að biðja um frekari yfír- dráttarheimild lét maður minna á sér bara. En það gekk ekki, í hvert skipti, var komið auga á mann og ef ekki var sest niður til samræðna átti Bjössi alltaf nokkrar mínútur aflögu til að ræða málin yfír glerið í gjaldeyrnum. Ekki var minnst á erindið í bankann heldur mínútum frekar eytt í mikilvægari umræður. Ég fór betri maður út úr bankanum vitandi það að frændi minn hafði ósvikinn áhuga á því hvemig lífíð gekk hjá mér. Ofá vom þau einnig kvöldin sem fóm í það að ræða málin í símann. Þegar svarað var og á hinum enda línunnar var Bjössi frændi var eins ,gott að koma sér vel fyrir í síma- stólnum. Ævinlega stóð fyrir dymm klukkustundar símtal ef ekki lengra. Það var ekki gert upp á milli þeirra sem svömðu. Hver sem það var sem svaraði var þá þegar orðinn móttakandi frétta og í sama mund fréttafulltrúi sinnar íjöl- skyldu. Auk þess að forvitnast um þína eigin hagi var Bjössa unun af að segja fréttir af sinni fjölskyldu. Ekkert var það sem hann vildi ekki deila. Hvort sem það var ballettskól- inn, bankinn, sumarbústaðurinn, eða annað þá var Bjössi hreykinn af sínu fólki og hafði ærna ástæðu til. Ekki gerði maður sér grein fyr- ir hve lengi í raun hafði verið talað fyrr en upp var staðið og tekið eft- ir því að stillimyndin var kominn á sjónvarpsskerminn. Það skipti ekki máli. Tímanum hafði verið vel varið og Bjössi hafði talað við mig ungl- inginn sem jafningja og með því fengið mig til að tjá mig um hluti sem ég var óvanur að tala um við þá sem eldri voru. Nú þegar ég reyni að koma undir mig fótunum sem ungur maður sé ég hve mikil- vægar þessar stundir með Bjössa vom, og í sama mund syrgi ég það að hafa ekki fengið að þakka nægi- iega fyrir þær. En ég er viss um að Bjössi hefur komið sér upp ein- hvers konar monitorkerfí og fylgist hreykinn með sínu fólki. Það er erfítt að tjá fólki samúð sína þegar 10.000 mílur skilja að, en elsku Lilla, Sigurbjöm, Ásta og Pálína, af vanmætti reyni ég og vona að hluttekning mín aukist á ferðinni yfír hafíð. Missir ykkar er stór og ætla ég ekki að reyna að koma honum í orð. Minning um stórfenglegan mann hjálpar okkur öllum. Ég kveð vin minn og frænda Bjöm Hjartarson með söknuði. Hjörtur Grétarsson, Los Angeles. Það var á vordögum árið 1976 að ég kom við hjá mági mínum á Matstofu Austurbæjar sem þá var og hét. Þetta var um hádegisbil svo að ég fékk mér snarl á disk. Ég fékk mér sæti við borð þar sem mágur minn sat við annan mann og vom þeir í hrókasamræðum og var greinilegt að það fór vel á með þeim. Þessi glaðlyndi maður kynnti sig og kom þá í ljós, að þetta var hann Bjöm í Útvegsbankanum, sem ég hafði stundum heyrt nefndan. Yfír hádegisverðinum tókum við tal saman og kom þá í ljós að ég, ný- kominn úr skóla, var í atvinnuleit og Bjöm vantaði starfsmann í bank- ann sinn, svo ég sló til og sótti um starf hjá útibúinu á Laugavegi 105. Það er svo gaman að rifja upp þessi fyrstu kynni okkar Bjöms og það er enginn tilviljun að þau em svo ljóslifandi í huga mér. Þau vora upphafíð af sextán ára gæfuríku samstarfí. Ég vil með þessum fáu orðum þakka það að hafa orðið þeirri gæfu aðnjótandi að hafa kynnst og starfað með Bimi þessi sextán ár. Þessi ár em mikill skóli í mínum huga. Við sátum oft saman og ræddum um lífið og tilvemna, allt milli himins og jarðar og streymdu þá margir gullmolamir frá vömm hans og hafa margir þeirra orðið mér að leiðarljósi á lífsleiðinni. Ég kveð hér Bjöm með miklum söknuði og vil senda Sigríði, Ástu móður hans, Sigbimi og Rögnu, Ástu og Guðna og Pálínu mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð að styrkja þau við þessi snöggu umskipti í lífí þeirra. Kjartan O. Jóhannsson. Vinur minn og gamall starfsfé- lagi, Björn Hjartarson, er látinn. Skyndilegt fráfall þessa góða drengs minnti mig óþyrmilega á þau sannindi, að ótrúlega skammt er milli lífs og dauða. Hann kenndi sér einskis meins, svo orð sé á gerandi. Þess vegna kom harmafregnin um fráfall hans, eins og þmma úr heiðskím lofti. Ég kynntist honum ungur á æsku- heimili mínu við Sólvallagötu, þar sem hann var tíður gestur, enda bekkjarbróðir og vinur bróður míns. Hann hafði til að bera einstaka persónutöfra og glaðværð, sem gat komið hinum mestu fylupokum til að brosa. Jákvæðu hliðar lífsins hafði hann að leiðarljósi, þótt and- streymið mætti honum sem flestum öðmm. Bölsýni var ekki til í hans huga, enda átti hann það til að gera góðlátlegt gys að slíku fólki með meðfæddri lagni sinni í mann- legum samskiptum, að snúa bölsýni þess í bjartsýni. Hann var nærgæt- inn við alla, hjálpsamur, hlýr og alúðlegur, enda leitaðist hann við að greiða götu flestra, sem til hans leituðu. Það er ekki hugmyndin í þessum fátæklegu línum að draga upp dýrlingsmynd af Bimi, þó að hann hafí verið hinn mesti öðlingur og mörgum mannkostum prýddur. Það hefði einfaldlega verið 'þessum prúða og lítilláta manni á móti skapi. Ég kynntist honum náið í Ham- borg, þar sem hann var við fram- haldsnám um tíma, eða áður en hann gerði bankastörf að ævistarfí sínu. Minnist ég með þakklæti ljúfra stunda, sem við áttum saman, ásamt Sigríði eiginkonu hans. Það dreif margt skemmtilegt á daga okkar, þann stutta tíma, sem þau hjón dvöldu þar og svo einkennilegt sem það kann að virðast hefí ég jafnvel notið betur frásagnar Bjössa frá þessum tíma er dvalarinnar sjálfrar. Slík var frásagnargáfa hans og hæfileiki til þess að glæða sögur sínar lífi um löngu liðna at- burði. Bjöm átti því láni að fagna, að eignast traustan lífsföranaut, Sig- ríði Ármann, ballettkennara, en þau kynntust bamung og hafa stutt hvort annað dyggilega á lífsleið- inni. Hjónaband þeirra var að mörgu leyti til fyrirmyndar og ein- kenndist samband þeirra af gagn- kvæmri virðingu fyrir hvort öðm, samheldni og ástúð. Þau fluttu nokkm sinnum á fyrstu ámm hjónabandsins og stækkuðu við sig, eftir því sem fjöl- skyldan óx. Heimili þeirra bar vott um smekkvísi húsráðenda frá fyrstu tíð. Fyrir ca. 14 ámm byggðu þau yndislegt hús í Stallaseli 8, sem þau fengu tækifæri til að hanna eftir sínum smekk frá gmnni. Bjöm og Lilla áttu sér ennfremur athvarf í sveitinni, lítinn sumarbústað sem þau byggðu 1964 í landi Svigna- skarðs í Borgarfirði. Þar sem bú- staðurinn var svo að segja í alfara- leið var mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum, enda tóku þau á móti gest- um sínum af einlægri gleði og eng- inn hafði það nokkm sinni á tilfinn- ingunni, að hann eða hún væri að gera þeim ónæði. Björn hóf störf hjá Útvegsbanka íslands 1955. Starfaði hann í fyrstu sem fulltrúi í sparisjóðsdeild, en var ráðinn útibússtjóri vð útibú bankans á Laugavegi 105 frá stofnun þess í febrúar 1957. Það var jafnframt fyrsta útibú bankans í Reykjavík. Bjöm var frá fyrstu tíð hollur hús- bændum sínum og hafði hagsmuni bankans ætíð í fyrirrúmi, enda vildi hann veg sinnar stofnunar sem mestan. Hann hefur trúlega fengið markaðshyggjuna í vöggugjöf, því fljótlega sópaði hann að sér við- skiptamönnum, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Hann var vin- sæll og jafnframt farsæll banka- maður og stóð við hlið viðskipta- manna sinna í blíðu og stríðu. Starfsmönnum sínum reyndist hann vel og umgekkst þá sem jafningja, enda hafði hann frá fyrstu tíð geng- ið í flest störf í bankanum. Undirritaður sá um marga ára skeið um starfsmanna- og launamál í bankanum. Samkvæmt kjara- samningnum áttu að fara fram launatilfaerslur á milli þrepa í byijun desember ár hvert og var yfírmönn- um bankans ætlað að senda inn til- lögur fyrir sitt fólk. Bjöm var van- ur að senda sínar tillögur snemma fyrir starfsmenn útibúsins og fylgdi þeim svo úr hlaði með heimsókn til mín ár hvert. Honum var skiljanlega mikið í mun að halda góðu starfs- fólki, sem kunni til verka og hafði náð hylli viðskiptamanna og vissi sem var, að mannsæmandi laun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.