Morgunblaðið - 14.06.1992, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14..JUNI 1992
—---------:--------
—
Minning’:
Jón Kristófer
Þeir tína tölunni gömlu Hólmar-
amir. Fyrir réttum mánuði var
Eyjólfur Bjamason kvaddur hinstu
kveðju, og nú er „kadettinn" allur.
Jón Sigurðsson fæddist í Stykkis-
hólmi þ. 7. janúar 1912 og ólst upp
í Fagurey á Breiðafirði. Þannig
hefur skaparinn snemma farið að
leggja línumar, því hver hefði átt
að alast upp í ey með slíku nafni
ef ekki einmitt Jón Sigurðsson?
Ég sá fyrst til ferða Jóns út um
gluggana á húsinu mínu í Stykkis-
hólmi skömmu eftir að ég fluttist
þangað haustið 1963. Ég man að
það var rigning þann dag. Hann
gekk þvert yfir torgið í Hólminum
klæddur gömlum frakka, á gúmmí-
stígvélum með sixpensara á höfði.
Hjá mér vom gestir að sunnan, en
einn Hólmari var í hópnum, hann
segir: „Þama kemur kadettinn."
Fólkið, sem flest hafði lesið bók
Jónasar um Jón kadett, rak upp
stór augu og þótti merkilegt að slík
hetja sprangaði eins og ekkert væri
eftir götunum í Stykkishólmi.
Seinna átti ég eftir að hafa mik-
ið saman við Jón þennan Sigurðsson
að sælda, því margt vetrarkvöldið
kom hann niður í apótek að heim-
sækja mig og „frænku" sína. Alltaf
kom hann uppábúinn til þessara
funda, ósjaldan með slaufu um háls-
inn og vasaklút í brjóstvasanum.
Eftir kaffíð spurði hann hvort hann
mætti reykja, og í stómm þykkum
höndum hans varð sígarettan svo
lítil að hún minnti á eldspýtu.
Og hvað bar svo á góma á þess-
um kvöldum? í stuttu máli allt milli
himins og jarðar og stundum var
farið með skáldskap:
Ég segi það engum, segi það engum
hvað sorg minni veldur,
það skilur enginn í víðri veröld,
varla ég heldur.
Sorg mín er dul eins og Dauðans auglit,
dimm eins og nóttin.
Hún víkur aldrei frá vitund minni,
vonlaus er flóttinn.
Þó dreymir mig stöðugt þann dag, sem hún
kveður
á dýrlinga heiti,
og er nú að vona að hún verði farin
að vori um þetta leytii
(Einkamál e. Jón Sigurðsson)
Þá voru trúmál algengt umræðu-
efni, en þau voru Jóni ætíð afar
hugleikin, og sjálfur sagði hann að
án sambands við skapara sinn væri
hann ekki nema hálfur maður, eða
tæplega það.
Við hjónin höfðum á sínum tíma
lesið bók Jónasar Árnasonar um Jón
Kristófer og haft gaman af, og úr
því söguhetjan sjálf sat nú ljóslif-
andi í næsta stól var ekki nema von
að við freistuðum þess að fá meira
að heyra af þeim ævintýrum. Og
kímileitur og lágróma hóf Jón frá
sögnina, hann sagði okkur m.a. af
því þegar þeir Ólafsvíkur-Kalli
sluppu við illan leik úr kúlnahríð
lögreglunnar í Maricaibo í Venezú-
ela, eftir að hafa selt utan af sér
sparifötin. Þá lýsti hann fyrir okkur
fagnaðarlátum mannflöldans á
bryggjunni í Saloniki þegar Ólafs-
víkur-Kalli hafði blásið lífið í
drukknu rottuna.
Um þær dáðir sem han drýgði
upp á eigin spýtur var hann fá-
málli, eins og t.a.m. þegar hann
skreið í botntankinn á Nurgis til
að hreinsa stífluna og skipið fljót-
andi innan um tundurduflin, eða
þegar hann stjómaði uppreisninni
á Jessi og kom skipinu undan Hitl-
er til Bretlands.
Þá sagði Jón okkur margt af
öðrum vinum sínum og samferða-
mönnum, sem ef til vill töldust ekki
allir ævintýramenn í efsta flokki,
og koma þá í hugann nöfn eins og
Bergur Pálsson, Óskar Jónsson,
Sigurbjörn biskup og Dósótheus
Tímóteusson.
Jón Sigurðsson var einstaklega
umtalsfrómur maður, en það var
ekki vegna tephiskapar og þaðan
af síður af setningi, og þó að trúin
hafi vissulega gert hann að betra
manni er mér nær að halda að þessi
þáttur í fari hans hafl allt eins ver-
ið eitthvað gott að vestan; eitthvað
sem hann hefur drukkið í sig og
andað að sér í eynni þar sem óx
úr grasi.
Það þykjast menn hafa haft eftir
Marteini gamla Lúther, að Sá sem
ekki elski vín/óð né fagran
svanna/verði alla ævi sín/and-
styggð góðra manna./
í þessum sálmi er hins vegar
ékkert sagt um þá sem elskuðu
þetta þrennt, umfram allar aðrar
Guðs gjafir, en það var einmitt það
sem Jón Sigurðsson gerði, ekki síst
hið fyrst talda, enda varð það hon-
um honum örlagaríkt, sjálfur gaf
hann sér titilinn Hafnarstrætisróni.
Aðra titla tvo sem þykja öllu eftir-
sóknarverðari hafði hann áður
misst við lítinn orðstír, fyrst lautin-
antstign í hinum göfuga Hjálpræð-
isher og síðan sergentstign í Kon-
unglega breska landhemum.
En þó að Jón hafi þannig siglt
fleyi sínu djúpa dali á lífsins ólgu-
sjó missti hann aldrei með öllu sjón-
ir á þeim kúrs sem skaparinn ætl-
aði honum að sigla, og vissi í hjarta
sínu að hvorki dauði né líf, hvorki
hæð né dýpt, né englar, né tignir,
né hið yfirstandandi, né hið ókomna
geta gert oss viðskila við kærleika
Guðs í Kristi Jesú. Og þess vegna
sökk bátur hans aldrei alveg þótt
hann maraði stundum í hálfu kafi.
Jón Kristófer Sigurðsson var
guðfræðingur af gamla skólanum
og vildi ekki láta hnoða saman við
guðsorðið einhverskonar gervivís-
indum, endurholdgun eða andatrú.
Þarna var hann á svipuðu róli og
séra Hákon Loftsson, klaustur-
presturinn, sem einnig var tíður
gestur á Hafnargötu 1 á Stykkis-
hólmi á þessum ámm. Og stundum
leiddu þeir saman hesta sína. Jón
situr í stofunni, búinn blankskóm,
með bros í augum, og inn tríflar
séra Hákon á sokkaleistunum með
inniskóna og reykelsið í skjala-
möppunni.
Já, þetta vom dýrlegir dagar.
Þetta var í Hólminum í „þá“ daga.
Áður en fréttamenn og plötusnúðar
fóm að stjórna landinu.
Eftir að við hjónin fluttumst úr
Hóminum varð lengra milli funda
okkar við Jón Kristófer. En þó kom
hann stundum og dvaldist hjá okkur
tíma og tíma, einkum um jólin.
Seinna fluttist hann sjálfur suður,
varð vistmaður í Víðinesi og síðar
á Hrafnistu í Reykjavík.
Sumarið 1989 kemur hann í
heimsókn til okkar í Breiðholtið og
er þá í för með honum glæsileg
kona, Guðrún Karlsdóttir að nafni,
en henni hafði hann kynnst á
Hrafnistu. Þau Guðrún gengu
hjónaband þá um haustið. Jón lýsti
kynnum þeirra þannig: Ég sá hana,
og hún sá mig, svona forbigáende.
Nú má Guðrún sjá á bak góðum
dreng, orðin sjúk og öldmð. Nokkur
raunabót má það vera henni að Jón
lýsti þeim tíma sem þau áttu saman
sem einhveijum bestu ámm ævi
sinnar.
Vera má að Jón Kristófer Sig-
urðsson sé ýmsum nokkur ráðgáta
og menn velti því fyrir sér hver
hann hafl verið í raun og vera þessi
ofurhugi, þessi orðsnillingur, þessi
liðhlaupi úr tveimur heijum, þetta
þorstláta guðsbam.
En hvað sem líður öllum slíkum
vangaveltur, þá vitum við að vinum
sínum var hann sú sól sem lýsti upp
margt vetrarkvöldið, og sá geisli
sem einatt yljaði þeim um hjarta.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Sigurkarlsson.
Barri reisti
2000 fm
gróðurhús
AÐALFUNDUR skógræktar-
stöðvarinnar Barra hf. var hald-
inn í Hótel Valaskjálf 30. maí sl.
Árið 1991 er fyrsta eiginlega
starfsár Barra hf. en félagið var
stofnað síðla árs 1990.
Lokið var við byggingu
2000 fm gróðurhúss og sáð til
fyrstu uppskeru í maí ’91. Ræktun-
in gekk að óskum og vom fram-
leiddar liðlega milljón plöntur. Þar
af vom um 580 þúsund plöntur
seldar til haustgróðursetningar
Héraðsskóga en eftirstöðvar
geymdar til vorgróðursetningar
sem nú er hafin.
Tap á rekstri félagsins sam-
kvæmt rekstrarreikningi var
2.575.605 kr. en áætlun gerði ráð
fyrir um 5,8 milljóna króna tapi svo
niðurstaða ársreikninga telst viðun-
andi. Áætlanir gera hins vegar ráð
fyrir jákvæðri afkomu á þessu ári.
Én eins og fram kom í skýrslu for-
manns þá hefur orðið svo mikil
verðlækkun á skógarplöntum vegna
aukinnar samkeppni svo lítið má
út af bera.
Eigið fé í árslok samkvæmt efna-
hagsreikningi nam 32.391.757 kr.
Heildarhlutafé í árslok nam
35.925.000 kr. og skiptist það á
135 hluthafa.
Fastir starfsménn vora tveir en
lausráðið starfsfólk vann sem svar-
ar til tveggja ársverka. Stjóm fé-
lagsins var endurkjörin og hana
skipa Sveinn Jónsson sem er stjórn-
arformaður, Eyþór Hannesson,
Guttormur V. Þormar, Jónas Magn-
ússon og Sigurður Grétarsson.
Framkvæmdastjóri er Einar Gunn-
arsson.
(Fréttatilkynning)
ÍKVÖLD 14. JÚNÍ
55. hóf siómannadagsráðs
Húsið opnað kl. 19.00
Dagskrá: Pétur Sigurðsson, formaður sjómannadagsráðs, setur hófið.
Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti.
Þorvaldur Halldórsson syngur sjómannalög.
Model '79 sýna sjóstakka frá MAX
Berglind Björk ásamt bláu sveiflunni.
Stórglœsileg sýning á „ Can can “ dönsum.
Matseðill i
Sjávarréttasápa
Lambafille með Rósenpiparsósu
fs með jarðarberjakremi
Verðkr. 4.100
Hljómsveit Ingimars Eydal leikurfyrir dansi til kl. 03.00
Kynnir kvöldsins:
Rósa Ingólfidóttir
nom þjUAND
Miða- og borðapantanir á staðnum og í síma 687111.
Gamlar konur á Norðurlöndunum:
Helmingi fleiri konur
en karlar yfir áttrætt
NORRÆNA samstarfsverkefnið „Gamlar konur á Norðurlöndunum.
Líf þeirra í texta og tölurn" verður kynnt mánudaginn 15. jóní í
Norræna húsinu.
haft yfimmsjón með gerð verkefnis-
ins.
Kynningarfundur á verkefninu
verður haldinn í Norræna húsinu
mánudaginn 15. júní kl. 14.00.
Á fundinum kynnir Sigríður
Jónsdóttir, félagsfræðingur, verk-
efnið og Þóra Einarsdóttir, sópran-
söngkona, sjmgur við undirleik Kol-
brúnar Sæmundsdóttur, píanóleik-
ara. Fundarstjóri er Hrafn Pálsson,
deildarstjóri.
Aldraðir og áhugamenn um mál-
efni aldraðra em velkomnir á fund-
Hér er um að ræða fyrrihluta
norræns samstarfsverkefnis sem
unnið er að tilstuðlan Norrænu ráð-
herranefndarinnar. Þátttakendur í
verkefninu fyrir íslands hönd em
Félagsmálastofnun Reykjavíkur-
borgar og Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytið.
Norðurlöndin hafa lagt sinn skerf
af mörkum til verkefnisins, en nið-
urstöður birtast nú í bók sem gefin
er út í ritröð norsku Öldmnarfræði-
stofnunarinnar (Norsk Gerontolog-
isk Institutt), en Noregur hefur
PRO-STAR
markmannshanskar
Barna- og fullorðinsstærðir
Veróaóeins 1.190,-
Póstsendum
ÚTiLÍF',
GLÆSIBÆ, SÍMI 812922