Morgunblaðið - 14.06.1992, Page 35
35
> * ■
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 14. JLJNÍ 1992
HANDKNATTLEIKUR
Það þarf ekki kraftaverk
til heldur vinnu og þolinmæði
- segja norsku landsliðskonurnar Lynn Siri Jensen og Ingrid Steen, en
norska kvennalandsliðið er í fremstu röð í heiminum
„í STUTTU máli má segja að
við höf um sett okkur takmark,
unnið hörðum höndum að því
að nálgast það og uppskorið
árangur." Þetta eru orð Lynn
Siri Jensen, sem til margra ára
var einn af máttarstólpum
norska kvennalandsliðsins í
handboita sem hefur verið í
fremstu röð í heiminum undan-
farin ár. Lynn Siri, sem nú þjálf-
ar nú 1. deildar liðið Vestar í
Osló, var stödd hér á landi um
síðustu helgi ásamt landsliðs-
konunni Ingrid Steen. Á meðan
á dvölinni stóð fylgdust þær
| með og stjórnuðu æfingum hjá
* íslenska kvennalandsliðinu
sem heldur í keppnisferð til
Portúgals á morgun ásamt því
að halda fund í ÍSÍ þar sem þær
röktu leið norska landsliðins á
toppinn.
Vakninguna í norskum kvenna-
handknattleik má rekja til
þess að nýr landsliðsþjálfari, Sven
Tore Jacobsen, var
Hanna Katrín ráðinn árið 1982.
Friðríksen Hann hafði strax í
skrífar upphafi ákveðnar
hugmyndir um
■ hvernig ná skyldi árangri og fékk
" til liðs við sig hóp leikmanna sem
var tilbúinn til að leggja það á sig
a sem hann taldi þurfa til. Leiðin á
* toppinn var hvorki bein né greið
og norsku landsliðskonurnar hafa
Iekki malað gull á því að hefja norsk-
ar kvennaíþróttir til vegs og virð-
ingar í heiminum. Þær hafa hins
vegar öðlast virðingu og vinsældir
í heimalandi sínu sem varla eiga
sér hliðstæðu þar í landi. Það er
t.d. sagt að Ingrid Steen hafi verið
fyrsti norski afreksmaðurinn í
íþróttum sem vann hjarta norsku
þjóðarinnar með framkomu sinni
og norska kvennalandsliðið í heild
er ákveðin fyrirmynd ungs fólks í
landinu. „Þetta er einfalt,“ segir
Ingrid. „Við látum fólk hreinlega
vita af því að við höfum gaman af
því sem við erum að gera.“
Ingrid var valin besti handknatt-
. leiksmaður ársins í Noregi árið
I 1986, þá aðeins-18 ára gömul. Hún
var einn af máttarstólpum liðsins
_ sem vann brons á heimsmeistaras-
mótinu 1886 og silfurverðlaun á
Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og
hefur oft verið valin í heimsliðið í
| handbolta. Hún leikur nú með Vest-
ar, liðinu sem Lynn Siri Jensen
þjálfar og er komin aftur í landslið-
ið eftir stutt frí. Lynn Siri var til
margra ára aðalmarkvörður norska
landsliðsins. Hún var í bronsliði
Noregs á HM 1986, en lék ekki
með í Seoul vegna meiðsla.
Sparað til að geta keypt fleiri
bolta
Fram til ársins 1982 var Noregur
B-þjóð í handknattleik. „Það breytt-
ist allt þegar Sven Tore tók við lið-
inu. Hann hafði háleit markmið og
dreif okkur með. Strax í upphafi
setti hann strangar reglur fyrir
| hópinn. Sumir þurftu að létta sig,
aðrir að þyngjast, enn aðrir urðu
að hætta að reykja o.s.frv. Þær sem
| ekki fóru eftir þessu voru látnar
fjúka hversu góðar sem þær voru.
Þarna átti sér stað ákveðin hugar-
| farsbreyting.“
„Þegar landsliðshópurinn fór {
Lynn Siri Jensen aðstoðar hér landsliðsmarkvörðinn Fanneyju Rúnarsdóttur við æfingar.
orðar það. Þar sem tvö stórmót eru
framundan á árinu hjá norska
landsliðinu, þ.e. Ólympíuleikamir í
Barcelona og heimsmeistaramótið í
Noregi borgar handknattleikssam-
bandið vinnutap fyrir þá leikmenn
sem vilja vinna hálfa vinnu frá og
með júnímánuði vegna aukins æf-
ingaálags.
„Efniviðurinn er fyrir hendi á
íslandi"
Fyrstu deildar lið í Noregi æfa
6-7 sinnum í viku allan ársins hring
og á aðalundirbúningstímanum eru
10 æfíngar vikulega. Til viðbótar
eru landsliðskonur á einstaklings-
æfíngum tvisvar í viku eftir áætlun
frá landsliðsþjálfara. Norski
kvennalandsliðshópurinn kemur
síðan saman um 120 daga á ári þar
sem æft er tvisvar á dag.
„Einstaklingsæfíngar spila stórt
hlutverk þar sem áhersla er lögð á
að hver leikmaður kunni full skil á
því sem staða hans á vellinum felur
í sér. Leikmaður ber ábyrgð á eigin
framförum og þarf í raun að mörgu
leyti að æfa eins og um einstakl-
ingsíþrótt sé að ræða,“ sagði Lynn
Siri. Landsliðsþjálfari lætur hveij-
um leikmanni í té sérstaka áætlun
frá landsliðsþjálfara þar sem fram
kemur hvaða þætti hann þarf að
bæta hverju sinni. Ingrid sagði t.d.
að þeir þættir sem hún hefði verið
að vinna sérstaklega að með ein-
staklingsæfíngum væru skot af
gólfí og utanverðar „fintur.“
Eftir að hafa fylgst með íslenska
kvennahandknattleiksliðinu á æf-
ingum sagðist Lynn Siri sjá í honum
góðan efnivið og margar stúlkn-
anna gætu spjarað sig í fyrstu deild-
inni í Noregi - ef þær vildu. Munur-
inn á íslenskum og norskum hand-
knattleikskonum fælist fyrst og
fremst í líkamlegum styrk og bolta-
tækni. Árangur okkar sýnir að það
er ekkert kraftaverk sem þarf til.
Þessum þáttum er hægt að ná upp
með ríflegum skammti af vinnu og
þolinmæði ef efniviðurinn er fyrir
hendi,“ sagði Lynn Siri.
keppnis- og æfíngaferðir eyddum
við eins litlu og mögulegt var í gist-
ingu og mat. Við sváfum á farfugla-
heimilum og komum helst með nesti
að heiman til þess að geta frekar
notað peningana til æfinga, keypt
fleiri bolta, æfíngatíma o.þ.h. Mér
finnst ótrúlegt að rifja þetta upp,
en svona fórum við af stað,“ sagði
Lynn Siri. Á þessum tíma átti sér
einnig stað breyting sem án efa
hefur ráðið miklu um hvernig til
tókst, en þá var sett sú regla að
40% stjórnarmanna í íþróttafélög-
um urðu að vera kvenfólk.
Lynn Siri og Ingrid sögðu að
Sven Tore hefði að skömmum tima
breytt hugarfari leikmanna gagn-
vart æfíngum og gert hveijum leik-
manni grein fyrir mikilvægi fram-
lags hans til liðsheildarinnar. „Sven
Tore kenndi okkur líka að bera rétta
virðingu fyrir góðum andstæðing-
um og gera okkur grein fyrir því í
hveiju yfírburðir þeirra fælust. Síð-
an var tekið á þeim þáttum,“ sagði
Lynn Siri.
Kvenfólkið fær 50% af tekjum
norska handknattleiksam-
bandsins
Árangur vinnunnar skilaði sér
fyrst fyrir alvöru árið 1986 þegar
norska kvennalandsliðið hafnaði í
þriðja sæti á heimsmeistaramótinu
í Hollandi. „Við heimkomuna var
okkur þakkaður góður árangur og
svo var það búið. Handknattleiks-
sambandið fékk einhvern bónus en
ekkert fór beint í okkar vasa. Hins
vegar vorum við þarna búnar að
geta okkur gott orð og síðan hefur
ekki verið vandamál að fjármagna
æfingar og keppnisferðir. Þá hafa
50% af tekjum handknattleikssam-
bandsins runnið til kvennahand-
bolta frá 1986,“ sagði Lynn Siri.
Árangurinn hefur orðið tií þess að
norskum kvennahandknattleik er
mikið hampað af fjölmiðlum og fær
mun meiri umíjöllun en flestar
karlaíþróttir. „Það breyttist smám
saman eftir því sem árangurinn
jókst,“ sagði Ingrid, „en við vorum
þó aldrei afskiptar áður. Kvenfólk
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingrid Steen er komin aftur í norska landsliðið eftir að hafa tekið sér frí, en
hún hefur í nokkur ár verið meðal bestu handknattleikskvenna heims.
í íþróttum fær sinn hlut af umfjöll-
um til jafns við karlmenn í Noregi."
í dag fá norskar landsliðskonur
á bilinu þijú til fimm þúsund nor-
skrar krónur í mánaðargreiðslur,
eða 30-50 þúsund íslenskar krónur.
Greiðslan er sú sama allt árið í
kring þrátt fyrir mismunandi álag
og hluta hennar nota leikmenn til
að greiða vinnutap sem þeir verða
fyrir, eða til kaupa sér frí til að
mæta á æfíngar, eins og Ingrid