Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
Landverad eða sandverad?
eftir Sigurjón
Benediktsson
Fréttabréf „Landverndar"
Stórir og merkir atburðir gerð-
ust nú nýverið í sögu umhverfis-
vemdar á íslandi. Fagurlega lit-
prentað, á góðan pappír, flaug
fréttabréf „Landverndar" inn um
bréfalúguna. Hvílík reisn, hvílík
fegurð. Já, landvemdarfólkið hlýt-
ur að vera duglegt í landgræðsl-
unni! Forsíðuna prýðir mynd, raun-
ar tvískipt mynd. Innankápu 'er
okkur sagt að forsíðumyndin sé af
holtasóley. Hinn ódámurinn sem
breiðir úr sér blá og fögur með
birki í baksýn er ekki nefnd á nafn.
Flestir landvinir þekkja þó sína
góðu vinkonu, lúpínuna, og hefði
meira að segja ég getað frætt land-
vemd um það, og er ég þó ekki
grasafræðingur, aðeins áhugamað-
ur norður við Dumbshaf.
Við lestur þessa merka frétta-
bréfs kemst lesandinn að því að
einhveijir landvemdarskussar
norðurfrá eru að græða upp land
með lúpínu! Það er víst talin ós-
vinna og svívirðing á sumum bæj-
um og skal nú safna liði og beija
niður þennan kjánaskap hið snar-
asta. Lúpínan, sem verið hefur hér
í sautján ættliði, er að mati „Land-
verndar", skaðvaldur í hinni
„ómenguðu" íslensku náttúru.
Hugsa sér, íslenska eyðimörkin
yrði kannski hulin lúpínu eftir 50
ár! „Landvernd" finnst það ótækt
og það má aldrei verða að mati
umhverfissnobbsins sem allt veit
og hefur „gríðarlega reynslu" í
endurheimt landgæða.
Hvað næst?
Hinn mikli liðssafnaður „Land-
verndar" gegn lúpínunni hlýtur að
kalla á verðugri viðfangsefni fyrir
slíkan félagsskap frábærra hug-
sjóna. Hvað með hreinsun krók-
skeljalaganna úr Tjömeslögunum?
Þetta voru aðskotadýr í „íslenskri"
náttúru og væri mikil landvernd
og landhreinsun að þeirri aðgerð.
Einnig væri verðugt viðfangsefni
allra þeirra fræðinga sem prýða
stallinn hjá „Landvernd" að hreinsa
upp drit farfuglanna sem eru svo
ósvífnir að yfirgefa eyðimörkina
ísland yfir erfiðustu mánuðina. í
driti farfuglanna gæti leynst mörg
hættan fyrir hina „ómenguðu" ís-
lensku náttúru í formi fræja og
eggja. Réttast væri að banna far-
fuglunum alfarið að koma, og að
fara. Húrra fyrir „Landvernd".
Landvernd = sandvernd?
Það þarf fjörugt ímyndunarafl
til að sjá fyrir sér forsprakka
„náttúruverndar" á íslandi flengj-
ast um landið vítt og breitt til að
beijast á móti gróðurvemd og upp-
græðslu. Og við venjulegt fólk klíp-
um okkur í handlegginn þegar
forsprakkar Náttúruverndarráðs,
Landvemdar, einhveijir grasafræð-
ingar og sjálfskipaðir umhverfis-
spekingar aðrir, apa hver upp eftir
Sigurjón Benediktsson
„Flestir landvinir
þekkja þó sína góðu
vinkonu, lúpínuna, og
hefði meira að segja ég
getað frætt landvernd
um það, og er ég þó
ekki grasafræðingur,
aðeins áhugamaður
norður við Dumbshaf.“
öðrum, hjal um einhvem lúpínufar-
aldur sem sé að eyðileggja allar
eyðimerkur landsins. Gott ef satt
væri. Hveijum þykir sinn fugl fag-
ur en sumum finnst þessar eyði-
merkur og eyðileggingarkraftur
þeirra ömurlegt fyrirbæri. Nóg er
eftir af sandi og eyðimörkum þó
verið sé að reyna að ná aftur land-
kostum á 0,01% landsins.
Þegar horft er yfir grátlega
stöðu okkar í landgræðslu hlýtur
hugurinn að hvarfla til hóps eins
og „Landvemdar“. Hvað skyldi
þessi hópur sem slíkur (á ríkisfram-
færi og einokari á plastpoka-
framlagi kaupmanna og viðskipta-
manna þeirra) hafa afrekað í
endurheimt landkosta á Hólasandi
þá verður manni hugsað til afstöðu
formanns „Landvemdar" á Alþingi
þar sem formaðurinn greiddi at-
kvæði gegn friðun landnáms Ing-
ólfs. Já, maður líttu þér nær! Látið
okkur í friði með okkar landvemd-
armál og látið okkur hvorki njóta
„víðsýni" ykkar né „kunnáttu"
hvað þá fjörs og gleði. Af öllu þessu
höfum við nóg, meira að segja get-
um við miðlað til annarra ef ein-
hver vill.
Af hverju Hólasandur?
Sérhveijum sem farið hefur hina
eðlilegu leið frá Húsavík til Mý-
vatns um Hólasand hlýtur að renna
til rifja landeyðingin og hin snöggu
umskipti sem verða sitt hvomm
megin eyðimerkurinnar. Þessir
jaðrar eru að nagast upp vegna
sandfoks. Þessi svarti sandur, sem
í augum umhverfissnobbaranna er
dýrmætt djásn til að dást að úr
vemduðu umhverfi, er í augum
annarra tákn um dauða, eyðilegg-
ingu og vonbrigði. Hólasandur var
kjarri vaxinn á miðri 18. öld. Þar
er víða að fínna merki um kolagraf-
ir og jaðargróðurinn sýnir okkur
hvernig þessi eyðimörk var fyrr á
tímum. Við ætlum að endurheimta
fyrri landgæði. Eina færa leiðin í
dag, til að það megi verða, er að
sá lúpínu með raðsáningarvélum.
Þar ræður mestu kostnaðurinn,
sem er aðeins 1/10 hluti þess sem
það kostar að rækta upp samskon-
ar svæði með grasfræi og áburði.
í öðru lagi eru það eiginleikar lúpín-
unnar, sem em öllum kunnir, og
svo í þriðja lagi lega og ástand
Hólasands, en hann liggur vel við
samgöngum og er véltækur að
mestu.
Einhveijir eru að agnúast út í
þessa framkvæmd. Hví getur fólk
ekki fundið eitthvað verðugra verk-
efni við sitt hæfi? Ekki ætti verk-
efnaskorturinn í gróðurvernd að
vera því fólki fjötur um fót! Á það
virkilega að vera hlutverk guðfor-
eldra svartrar náttúruvemdar að
setja fótinn fyrir afl, áhuga og
framtak annarra í náttúruvernd?
Nei.
Hólasandur verður græddur upp.
Lúpínan mun vaxa þar og dafna
og búa í haginn fyrir annan gróður
og þar verða allir landnemar
náttúmnnar velkomnir. Og í fram-
tíðinni getur svarta náttúmverndin
nartað í nestið sitt í faliegum lundi
á miðjum sandinum áður en hún
fer að kaupa svartan sand í plast-
pokum af sandríkum bændum í
Mývatnssveit.
Höfundur er áhugamaður um
ræktun Hólasands.
Viðbrögð við missi
eftirKristin Ágúst
Friðfinnsson
Von. Bók um viðbrögð við missi.
100 bls. Höfundur: Sr. Bragi
Skúlason. Útgefandi: Hörpuút-
gáfan, 1972.
Sorgin gleymir engum. Sú stað-
reynd er ljós öllu fólki, sem komið
er til vits og ára. Upphaf og end-
ir, innganga og útganga, líf og
dauði. Fram hjá þessum þáttum
mannlegs lífs verður vart litið.
Þroski, lífssátt og fæmi til að lifa
innihaldsríku lífí er að meira eða
minna leyti komin undir því, hvern-
ig við tökumst á við sorg og missi.
Rannsóknir benda til þess, að ef
fólki tekst ekki að vinna úr einstök-
um þáttum óhjákvæmilegra sorg-
artilfínninga, geti sorgin sett mark
sitt á líf fólks með einhveijum
þeim hætti, sem ekki er endilega
sett í beint samhengi við sorgarat-
burðinn. Ef hins vegar bærilega
tekst til við að vinna bug á einstök-
um þáttum, t.d. doða, afneitun,
reiði, sektarkennd og kvíða, má
vænta þess, að sygjandinn öðlist
aukinn þroska og dýpri lífsskilning
en ella. Af þessum ástæðum er það
fagnaðarefni, að umíjöllun um
sorg og sorgarviðbrögð hefur færst
í vöxt á síðustu árum. Bókin Von
eftir sr. Braga Skúlason, sjúkra-
húsprest, er athyglisvert framlag
til þeirrar umræðu, um leið og hún
kemur til með að verða í senn leið-
beinandi og styrkjandi fyrir þá,
sem syrgja.
Bókin skiptist í 9 kaflar. Fyrsti
kafli bókarinnar fæst við skilgrein-
ingu sorgarhugtaksins, lýsingu
sorgarferilsins og hvernig sorgin
birtist sem verkefni, sem vinna
þarf að. Þá er einnig fjallað um
hagnýt atriði, sem tengjast útför
og skilnaðarstund. Annar kafli
fjallar um missi eldri kynslóðarinn-
ar, nauðsyn þess að undirbúa ellina
og þann vanda sem getur skapast
þegar miðaldra kynslóðin tekur við
hlutverki eldri kynslóðarinnar.
Þriðji kafli fjallar um sorg bama,
sem ekki einasta tengist dauðan-
um, heldur einnig missi vegna
margskonar breytinga á fjöl-
skylduhögum, t.d. vegna skilnaðar
og búferlaflutninga. Fjórði kafli
fjallar um sorg foreldra við missi
bama. Þá er einnig fjallað ítarlega
um svokallaða forsorg, þ.e. tíma-
bilið eftir að bam hefur verið úr-
skurðað með sjúkdóm, sem mjög
líklega muni leiða til dauða. Að
lokum er fjallað um missi bama í
öðrum aðstæðum en dauða, t.d.
vegna vímuefna og glæpa. Fimmti
kafli gefur hagnýt ráð um útfarir
og tengsl syrgjenda við þá sem
annast þær. Sjötti kafli fjallar um
missi maka, bæði vegna skilnaðar
og vegna dauða. Þá er góð umfjöll-
un um rétt eftirlifandi maka til
bóta úr almannatryggingum. Sjö-
undi kafli fjallar um stuðningsaðila
við þá, sem hafa misst: vini, presta,
lækna, hjúkrunarfólk, sorgarsam-
tök o.fl. Áttundi kafli fjallar um
missi í öðrum aðstæðum en dauða,
t.d. vegna skertrar líkamsmyndar,
atvinnumissis, vegna breytinga á
högum fjölskyldunnar og vegna
breytinga á andlegum og félags-
legum högum. Lokakaflinn fjallar
um gildi trúar og bænar fyrir þann,
sem missir og hvernig kirkjan kem-
ur til móts við okkur í gleði og
sorg. í þessum kafla er athyglis-
verð umfjöllun um þann trúarlega
afflutning í daglegri umfjöllun um
dauðann, sem margir þekkja.
Heimildaskrá aftast í bókinni er
Sr. Bragi Skúlason
fróðleg og hagnýt þeim, sem vilja
fræðast betur um viðfangsefni
bókarinnar.
Bókin Von er væntanlega kær-
komin fagfólki, syrgjendum og
aðstandendum þeirra. Hún geymir
í senn andlegan stuðning og hag-
nýtar upplýsingar til syrgjenda og
fagleg ráð til stuðningsaðila. Kost-
ir bókarinnar felast ekki síst við-
leitni höfundar til að hjálpa lesend-
um við að horfa beint til auglitis
við staðreyndir mannlegs lífs, en
hörfa ekki undan í ótta og afneit-
un. Þá verður það einnig að teljast
kostur hennar, hversu vel höfundi
tekst að tefla saman eigin reynslu,
faglegri þekkingu og skýrandi sög-
um úr daglega lífínu. Ef til vill á
mörgum lesendum eftir að koma
á óvart, að fleira er missir en dauði.
Vafalaust má ætla að skoðanir
verði skiptar um ýmis atriði, sem
lúta að hagnýtum ráðum, t.d.
vegna útfara. Mér fínnst það til
að mynda nokkuð djörf ákvörðun,
að birta gildandi verð vegna útfar-
arþjónustu, þó ég leyfi mér að
vona að verðbólga verði það lítil í
framtíðinni að smávægilegar
verðmisvísanir leiðréttist við
endurútgáfur bókarinnar. Þá hefði
ég kosið að sjá ákveðnar og skýrar
leiðbeiningar um hvernig syrgjend-
ur ættu að leita milliliðalaust til
eigin sóknarprests þegar sorg ber
að dyrum. Hitt er þó mikilvægast,
að bókin flytur syrgjendum kær-
leiksríkan stuðning og hjálp við
að horfast í augu við sorgina.
Umbrot bókarinnar er létt og að-
gengilegt, kaflaskipting og niður-
röðun efnis rökrétt í öllum aðal-
atriðum, aðal- og millifyrirsagnir
skýrar og leiðbeinandi og efnistök
líkleg til að gera bókina að nota-
dijúgri handbók.
Höfundur er prestur.
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, tímastilling á
hellum.
TH2010
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastiilir og
hitaljós.
TH490
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þar af tvær halógen,
sjálfvirkur hitastiliir og
hitaljós.
TH 483 B mm
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680