Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
mnnmn
531
Hugsanlega er betra að fara
sér hægt?
HOGNI HREKKVÍSI
irFi
M
V7W+. *Uá
+11'1+
t, SKÆL FtR/NMf..
„NÚ FtohiLEGUR. F
<S£/S/-/}£>/SKt. >'
BRÉF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Lífríkið og græðgi mannsins
Frá Bjarna Valdimarssyni:
Fari Mammon flár úr skut,
fyrr en sjór er rokinn.
Annars stelur hann öllum hlut,
í vertíðarlokin.
Bólu-Hjálmar
LÍFRÍKJUM Móður Jarðar er um
megn að standa undir stofn- og
reksturskostnaði á „Babels turni“.
„Við viljum enga hvíta menn hér.
Svarthæðir eru min eign. Reyni
hvíti maðurinn að taka þær, mun
ég berjast." Þannig mæltist Sitjandi
bola, eða réttara sagt Tatanka Yot-
anka. Ekkert „menntamannamál",
engar málalengingar, ekkert „herra
fundarstjóri, góðir fundarmenn,
DRÁTTAVÉLA-
EIGENDUR:
Dráttarvélar og stórvirk vinnu-
tæki eru hættuleg í meðförum,
ef ekki er farið að öllu með gát.
Hugsið ykkur tvisvar um áður
en þið látið slík verkfæri í hend-
ur á unglingum eða jafnvel börn-
um.
mig langar til að segja fáein orð,
bla, bla, bla“ o.s.frv. Þetta minnir
á að umhverfisspillandi siðmenning
komst ekki á mótþróalaust. Reynd-
ar kostaði hún mesta blóðbað mann-
kynssögunnar og útrýmingu nokk-
ur þúsund þjóða. Ferli þetta var
hafið fyrr en skriður komst á við
fund Kanaríeyja, síðan Hispanióia,
og að lokum náðu ódæðin til allra
heimsálfa.
Þótt indíánar noti eintölu, var
alltaf um sameign að ræða, en ekki
einkaeign í nútíma skilningi. „Mun
ég berjast." Enginn hafði vald til
að senda annan til vígaferla. Sá sem
vildi ganga til orrustu dansaði
stríðsdans, sem kallaðist „að grafa
upp stríðsexina", stuðningur ann-
arra var tjáður með því að fleiri
blönduðu sér í dansinn. Viðskipti
voru algeng, en tungumál mörg,
þess vegna notuðu menn táknmál,
sem táknmál heyrnarskertra er
komið frá. Heit skáta eru svo til
orðrétt frá Cheyennum og Jam-
borree er uppfært sambýlisform
þeirra og hinna þjóðanna í Svart-
hæðum. Persónuleg eign umhverf-
isvænna þjóða var ekki meiri en svo
að hún yrði látin í bát, borin á baki
eða sett upp á drógar. í akuryrkju-
samfélögum eins og í Andesfjöllum,
fylgdi eins herbergis einbýlishús
með (runawasi). Land til lífræns
búskapar var aukið eða minnkað,
eftir fjölskyldustærð. Það er fátækt
þessarar tegundar sem Jesús hrós-
aði, full af örlæti og gistivináttu.
Ríka fólkið var samansaumað þá,
eins og nú.
Zúlúar í Suður-Afríku eru einnig
vel máli farnir. Fundarsköp þeirra
eru háþróuð og til eftirbreytni.
Ræðustaður er húsgagnalaus pall-
ur, sem nokkir sterkir menn standa
umhverfis og neðan við. Um leið
og maður tekur til máls, lyftir hann
öðrum fæti og grípur um öklann.
Enginn fundarstjóri með hamar eða
bjöllu. Orðið er laust öðrum til
handa um leið og taki um ökla er
sleppt. Lokaorð eru sögð á meðan
ræðumaður er ijarlægður styrkum
höndum.
íslensk fornrit bera með sér að
mælgi voru skorður settar. Ókunn-
ugt er mér hvernig þeir fóru að því.
Mikhail Gorbatsjov flautaði ríkis-
kapítalismann af, játaði mistök, og
er maður að meiri. George Bush
er heigull, þegar ekkert liggur ann-
að fyrir en að veita einkagræðgi-
skapítalisma náðarhöggið. Visthrun
mun verða þung lexía.
Lögspekingar gera einfalt mál
flókið. Spánverjar bönnuðu þeim
að fara í nýlendurnar í fyrstu, og
þeim er oft ýtt til hliðar frá samn-
ingaborði, þegar alvara kemst á að
semja. Oft hefur fram komið að lög
megi ekki vera orðfleiri en svo, að
þau verði lærð utanbókar. Svonefnt
Helgakver mun nálægt efri mörk-
um um utanað lærðan orðaijölda.
Hundruð þúsunda orða um hvernig
rækta skuli jarðarber og tómata til
sölu í Bandaríkjunum og Evrópu-
bandalagi er víti að varast en ekki
til eftirbreytni.
Setjum íslandi fáorð nothæf
umhverfislög. Nýting lífríkja skal
vera endumýjanleg. Allur úrgangur
skal fara mengunarlaust inn í
hringrás náttúrunnar aftur. Endur-
nýta skal þungmálma sem óhjá-
kvæmilegt er að nota, til dæmis i
rafhlöðum. Leggja umhverfisgjald
á öll stór húsdýr, og stighækkandi
eftir ijölda í einkaeign, til að tak-
marka ijölda þeirra. Neytandi á
engan rétt á vörum sem eru ódýrar
af því að líftegund hefur verið mis-
boðið. Fjórafalda verður rými á dýr
í svonefndum verksmiðjubúum.
Skömm er að hvernig farið er með
jólatré og blómjurtir. Tímabært er
að stofna Jurtavinafélag íslands.
Lífrænir orku- og vélvana atvinnu-
vegir þarfnast fleiri vinnandi handa,
og vinnur það móti atvinnuleysi.
Verkafólk á rétt á atvinnuvernd á
meðan aðrir njóta hennar. Enginn
virðist sjá athugavert við það, að
námsmenn ryðjist inn á ofsetinn
vinnumarkað á meðan þúsundir
ganga atvinnulausar.
BJARNI VALDIMARSSON
Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði
töldu íslendinga montna, hrokafulla
uppskafninga, sem væru í raun að
sálast úr minnimáttarkennd. Hér
er sennilega um alþjóðlegan ósið
að ræða en ekki séríslenskt fyrir-
bæri, að þurfa svo mjög á því að
halda að upphefja sig og sína þjóð
á kostnað annarra. Kannski er það
bara svo að þjóðernisvitund og þjóð-
ernisremba, sem verður náttúrlega
sérstaklega grasserandi þegar um
íþróttir er að ræða, sé á tímum
upplýsingar, ferðalaga, hruns hvers
konar piúra og minnkandi veraldar
að verða að úreltu fyrirbæri.
xxx
Heimir Karlsson, íþróttafrétta-
maður Stöðvar 2, var við
stjórnvölinn í þessari útsendingu en
sér til liðs hafði hann fengið Einar
Bollason, gamla körfuboltakempu.
Það var gaman að heyra Einar lýsa
eða öllu heldur öskra lýsingar á
bandarísku snillingunum og tilþrif-
um þeirra. Þar var enginn skortur
á lýsingarorðum og innlifun Einars
var svo einlæg að halda hefði mátt
að allir leikmenn Chicago og Port-
lands væru persónulegir vinir hans
og kunningjar.
Víkveiji skrifar
A
Stöð 2 gekk í það nokkur kvöld
fyrr í mánuðinum að bjóða
áhorfendum sínum upp á beina út-
sendingu frá úrslitakeppni banda-
ríska körfuboltans, NBA, þar sem
NBA-meistarar síðasta árs,
Chicago Bulls, kepptu við Portland
í úrslitununum. Fyrir síðasta leikinn
hafði Chicago unnið þijá leiki í úr-
slitahrinunni en Portland tvo. Port-
land varð því að sigra, ef um sjö-
unda leik átti að vera að ræða.
Víkveiji telur það lofsvert framtak
hjá Stöð 2 að gefa áhorfendum sín-
um kost á að fylgjast með í beinni
útsendingu því besta sem gerist í
körfubolta í öllum heiminum.
Michael Jordan, aðalstjarna
Chicago-liðsins er slíkur afburða-
íþróttamaður og fæmi hans með
körfuboltann, tækni og hittni, er
svo ótrúleg að fremur má likja við
list en íþrótt. Víkveiji hallast að því
að menn þurfi ekki að vera miklir
áhugamenn um körfubolta til þess
að geta haft ánægju af því að horfa
á hvers þessir úrvalsleikarar eru
megnugir þegar körfuboltinn er
annars vegar.
Akveðinn hluti annars ágætrar
þáttaraðar Stöðvar 2, Island
á krossgötum, rifjaðist upp fyrir
Víkverja þegar hann fylgdist með
beinni útsendingu á Stöð 2 sunnu-
dagskvöldið 14. júní sl. í úrslita-
keppni bandaríska körfuboltans,
þar sem Chicago og Portland leiddu
saman hesta sína í sjötta leik.
Chicago hafði betur í æsispennandi
leik, þar sem Portland hafði haft
undirtökin og forystuna allan leik-
inn. Það sem vakti athygli Víkveija
var að þulirnir, bæði þeir banda-
rísku og íslensku, töluðu aldrei um
keppnina án þess að tala um heims-
meistarakeppni og það hveijir yrðu
heimsmeistarar í körfubolta að leik
loknum. Þetta var alls ekki heims-
meistarakeppni, heldur NBA-
keppnin, eða bandaríska úrvals-
deildin í körfubolta. Þarna féllu
bandarísku þulirnir í þá gryfju, sem
fyrri daginn, að líta á Bandaríkin
sem alheiminn og íslenskir starfs-
bræður þeirra voru ekki lengi að
apa ósómann eftir þeim. Hveijum
þykir sinn fugl fagur — hvort sem
hann er bandarískur eða íslenskur
— sem kom rækilega fram í þáttun-
um Island á krossgötum, þar sem
ákveðnir viðmælendur stjórnandans