Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 17 Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Litlir leikhúsgestir við Vesturberg Litla leikhúsið, en að því standa leikararnir Emil Gunnar Guðmunds- son, Jón Hjartarson og Ragnheiður Tryggvadóttir, stendur um þess- ar mundir fyrir sýningum á leikritinu „Stuttir fætur“ á gæsluvöllum í Reykjavík. Þegar hefur leikritið verið sýnt á völlunum við Tungu- veg og Vesturberg en í dag kl. 14 verður það sýnt á vellinum við Arnarbakka. Á morgun verður það sýnt við Fífusel, á föstudaginn við Fannafold, á mánudag við Frostaskjól, á þriðjudag við Malarás, á miðvikudag við Rauðalæk, á fimmtudag á Njálsgötu og á föstudag- inn í næstu viku verður það sýnt við Stakkahlíð. Allar sýningarnar hefjast klukkan 14. Þessi mynd sýnir ánægða áhorfendur á gæsluvell- inum við Vesturberg í gær. Kór frá Silkeborg í Norræna húsinu KÓR FRÁ Silkeborg í Dan- mörku mun byrja kvöldið á því að syngja nokkur lög eftir nor- ræn tónskáld og frumflytja verk eftir Svend S. Schults við ljóð Matthíasar Johannessens og hefjast tónleikarnir kl. 19.30. Opið hús hefst svo kl. 20.30. Fyrirlesari er fil.dir. Árni Sigur- jónsson. Fyrirlesturinn nefnist Halldór Laxness. Eftir fyrirlestur- inn verður kaffihlé og í kaffistofu verður m.a. hægt að gæða sér á ijómapönnukökum. Að loknu hléi verður myndin Eldur í Heimaey sýnd og er hún með norsku tali. í bókasafni Norræna hússins liggja frammi bækur um ísland og þýðingar íslenskra bókmennta á norrænum málum. Kaffistofa og bókasafn eru opin til kl. 22.00 á fímmtudagskvöldum í sumar. Aðgangur er ókeypis að opnu húsi og allir eru velkomnir. Halldóra Jónsdóttir frá Skeggjastöðum látin Halldóra Jónsdóttir frá Skeggjastöðum í Flóa er látin 103 ára að aldri. Hún var næst- elst íslenskra kvenna. Halldóra fæddist þann 17. ágúst árið 1888 á Skeggjastöðum, næstyngst 9 systkina. Halldóra var dóttir Jóns Guð- mundssonar bónda og Guðrúnar Bjarnhéðinsdóttur frá Þjóðólfs- haga. Hún flutti til Reykjavíkur árið 1919 og vann við saumaskap framan af. Halldóra bjó á Drop- laugarstöðum sl. 10 ár. Halldóra var ógift alla tíð og eignaðist ekki börn. 12 mánaða fangelsi fyrir að misnota 5 ára sljúpdóttur NYLEGA var 47 ára gamall maður dæmdur í sakadómi Reykjavíkur til 12 mánaða fang- elsisvistar fyrir að hafa fyrir fjórum árum misnotað kynferð- islega stjúpdóttur sína, sem þá var fimm ára. Málið var kært á síðasta ári eftir að uppkomin dóttir mannsins greindi móður telpunnar frá því að faðir henn- ar hefði beitt hana kynferðisleg- um þvingunum í æsku. I fram- haldi af því ræddi móðirin við dóttur sína og frásögn hennar af atvikinu kom þá fram í fyrsta skipti. kvaðst hafa drukkið tvær flöskur af vodka þetta kvöld og kvaðst muna að telpan hafði legið nakin í hjónarúminu þegar hann vaknaði um morguninn. Hann kvaðst aldrei hafa fundið til kynferðislegrar löngunar til barna og kvaðst enga skýringu hafa á ásökunum eldri dóttur sinnar um kynferðislega kúgun. Fyrir dóminn voru lögð gögn um viðræður sálfræðinga við telp- una, þar á meðal myndbandsupp- taka af viðtali við hana. Á grund- velli þeirra gagna var frásögn telp- unnar lögð til grundvallar við sak- fellingu mannsins enda þótti hún fá að ýmsu leyti stoð í framburði mannsins. Hann var sakfelldur fyrir að hafa látið hana horfa með sér á klámmynd og fyrir að hafa við hana kynferðismök, en gögn málsins þóttu ekki gefa tilefni til sakfellingar fyrir samræði. Auk 12 mánaða fangelsisvistar var maðurinn dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í málsvarnar- og saksóknarlaun. Hann hefur áfrýjað dómi saka- dóms, sem Arngrímur Isberg saka- dómari kvað upp',' til Hæstaréttar. Atvikið átti sér stað íyrir rúmum ijórum árum á þáverandi heimili mannsins og móður telpunnar úti á landi. Móðirin var í Reykjavík að ala barn og maðurinn gætti telpunnar og tveggja systkina hennar. Telpan bar að hún hefði vaknað um miðja nót til að fara á salerni og hefði þá stjúpfaðir henn- ar sem sat frammi í stofu látið sig horfa á klámmynd, síðan síðan hafi hann leitað á hana, lagt hana í rúm hjá sér og haft við hana samfarir. Maðurinn hvorki játaði né neitaði sakargiftum en kvaðst ekki hafa trú á að telpan væri að búa til það sem hún sagði. Hann LISTAHÁTÍÐIN LOFTÁRÁS Á SEYÐISFJÖIH): Dagskráin í dag Gallerí Ingólfsstræti: Tónleikar kl. 20.30. Sigrún V. Gestsdóttir söngkona og Einar Kristján Einarsson gítar- leikari flytja lútusöngva eftir J. Dowland og útsetningar á frönskum trúbadorsöngvum eftir F. Farkas. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytur Nocturne ópus 9. nr. 1 í B-moll og ópus 9 nr. 2 í Es-dúr eftir Chopin og Tunglskinssónötuna ópus 27 nr. 2 í Cís-moll eftir Beet- hoven. Guðmundur Brynjólfs- son, Svanhildur Eiríksdóttir og Þórhallur Guðmundsson flytja ljóð. Héðinshúsið: Sólstöðusýn- ing; fatahönnuðir, textíllist, hár og förðun, tónlist og fleira. tjóðdansasýning. tjóðdansafé- lag íslands tekur sporið. Djúpið: Gospeldjass kl. 21.30. Páll Pálsson, Óskar Ein- arsson, Guðný Einarsdóttir, Steingrímur Guðmundsson, Hjalti Gunnlaugsson, Helga Bolladóttir og íris Guðmunds- dóttir. STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST 0G ENDAST PLASTHUÐ MEÐ LIT GRUNNUR BINDIGRUNNUR VALSAÐ STÁL GALVANHÚÐ LP þakrennukerfið sameinarkosti ólíkraefna-kjarninn úrstáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu HEILDARLAUSN • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert lím. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 KJÖLUR hf. ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891 FYRIR SUMARBÚSTAÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.