Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 25 Um hvarfakúta Tilkynning frá dóms- mála- og umhverfis- ráðuneytinu í opinberri umræðu hefur að undanförnu gætt efasemda um gagn af notkun hvarfakúta til þess að minnka mengun í út- blæstri bíla. Auk þess hefur verið látið að því liggja að um sé að ræða óheyrilegan kostnað fyrir þjóðarbúið. í viðtali í fréttum ríkissjónvarps 14. júní sl. komu fram þijár full- yrðingar hjá Einari V. Ingimund- arsyni verkfræðingi. í fyrsta lagi sagði Einar að verð bíla hækki verulega með mengunarvamar- búnaði. í öðru lagi sagði hann að /mengunarvarnarbúnaðurinn sé gagnlítill á íslandi vegna kaldrar veðráttu og í þriðja lagi fullyrti Einar að eldsneytisnotkun bíla með hvarfakútum aukist um 10:20%. í grein í tímaritinu Vísbendinu, sem tekin var upp í Staksteinum í Morgunblaðinu 19. júní sl. full- yrðir Tryggvi Þ. Herbertsson, rekstrarfræðingur að kostnaður þjóðfélagsins af mengunarvamar- búnaði í bílum sé um 15 milljarð- ar, reiknað á núvirði. Auk þess fullyrðir Tryggvi Þór að hvarfa- kútar auki eldsneysisnotkun og það sem meira er, að þeir séu gagnslausir nema bílvélin snúist jafnan snúningshraða. Þess má geta að þær reglur sem taka gildi hinn 1. júlí nk. um bún- að innfluttra bíla era þær sömu og í gildi hafa verið í mörg ár m.a. í öðram ríkjum EFTA, mörgum ríkjum Evrópubandalagsins og í Bandaríkjunum og Japan. Ekki er vitað um neinn búnað eða aðferð til að draga frekar úr skaðlegum áhrifum útblásturs frá bílum en með noktun hvarfkúta. Þess má jafnframt geta að sömu reglur koma til framkvæmda í öllum ríkj- um Evrópubandalagsins hinn 1. janúar næstkomandi. Á sínum tíma skipaði umhve- rifsráðherra nefnd til að fara yfir þessi mál, m.a. þá gagnrýni sem fram hefur komið í notkun hvarfk- úta til að draga úr m engun frá bílum hér á landi. Engu að síður þótti ráðuneytunum rétt í ljósi umræddrar gagnrýni að fjalla aft- ur um álið og var fyrir milligöngu Bifreiðaskoðunar íslands leitað til tveggja sérfræðinga á þessu sviði, þeirra Ágústs Jónssonar, vélaverk- fræðings og Lennart Erlandsson forstöðumanns Motortestcenter í Stokkhólmi, sem r virt rannsókn- arstofa á sviði mengunarvarna í bílum. Þeir ásamt Karli Ragnars forstjóra Bifreiðaskoðunnar eru höfundar að skýrslunni „Greinar- gerð um mengunarvamir í bílum“, sem kom út í júlí 1991. Niðurstaða úr umfjöllun sér- fræðinganna, sem fram fór í síð- ustu viku, styður alfarið fyrri niðurstöður nefndar umhverfis- ráðuneytisins. Hún er eftirfarandi: 1. Flestir bílaframleiðendur, ef ekki allir, geta boðið bíla með hvarfakútum, einnig bílaframleið- endur í A-Evrópu. Ekki er vitað til að bflar með hvarfakútum hafí hækkað í verði þeirra vegna. Raunar ber bílablöðum saman um að svo sé ekki. Ástæðan er sú að flest lönd í V-Evrópu, N-Ameríku, Ástralíu og Japan geri kröfur um hvarfakúta. Þannig era þeir orðnir hluti af raðsmíðinni í bflafram- leiðslunni. Þess vegna era sumar tegundir orðnar dýrari án hvarfa- kúta. Reynslan í öðram löndum þar sem sambærilegar reglur hafa komið til framkvæmda staðferstir þetta. 2. Útihitastig hefur nánast eng- in áhrif á virkni hvarfakúta. Til þess að hvarfakúturinn vinni eðli- lega þarf hann að hafa náði 300- 400°C. Þessu hitastigi er náð á u.þ.b. 90sek frá gangsetningu sem svarar til u.þ.b. 1 km aksturs. Litlu máli skiptir, hvort útihitastig er 0°C eða 20°C, þar munar 5-6% sem eykur upphitunartíma hvarf- akútsins um 5 sek. 3. Eldnseytisnotkun bíla með hvarfakútum minnkar að jafnaði um 5-10% þegar miðað er við ný- lega bíla án hvarfvakúta. Sé hins vegar miðað við eldri bfla með háþrýstum vélum fyrir blýbensín er eldsneytisnotkun bfla með hvarfakútum svipuð. Ástæðan er sú að nýtni vélanna minnkaði þeg- ar þær urðu lágþrýstari fyrir blý- laust bensín. Með tilkomu hvarfa- kútanna er magn súrefnis til bran- ans mælt af mikilli nákvæmni með svokölluðum súrefnisnema, sem eykur nýtni eldsneytisins nokkurn veginn til jafns við mismuninn á há- og lágþrýstum vélum. Sjálfur hvarfakúturinn hefur engin áhrif á eldsneytisnotkunina. Ekki er óvarlegt að ætla að almenn notkun hvarfakúta á íslandi muni minnka eldsneytisnotkunina um 5%, með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. 4. Ójafn snúningshraði bflvélar- innar hefur engin áhrif á virkni hvarfakútsins. I hvarfakútunum era framkallaðar efnabreytingar eða þeim hraða þar sem kolmónox- íð og kolvetni breytast í koldíoxíð og vatn og köfnunarefnisoxíð breytist í hreint köfnunarefni. Þessar efnabreytingar verða þegar lofttegundir streyma um innra yfirborð hvarfakútsins og era þær algerlega óháðar snúningshraða vélarinnar. Með vísun til framanritaðs má ljóst vera að fullyrðingar um veru- legan kostnaðarauka og minni gagnsemi hvarfakúta hér en ann- ars staðar fá ekki staðist. Ráðu- neytin benda á að þegar reglu- gerðin um hámark mengandi efna í útblæstri bifreiða var kynnt hinn 1. nóvember síðstliðinn var gerð íterleg grein fyrir þessum þáttum. Færi vel á að menn kynntu sér betur staðreyndir og fyrirliggjandi gögn áður en svo róttæk gagnrýni er sett fram í fjölmiðlum. Reykjavík, 23. júní 1992. Hljómsveitin Stjórnin. Stjómin heldur útgáfutónleika NOKKUR mannaskipti hafa orðið í Stjórninni á síðustu misserum. Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte, Frið- rik Karlsson, gítarleikari sömu sveitar, og Halldór Hauksson trymbill eru nú fastir liðsmenn Stjórnarinnar. Undanfarna mánuði hefur þessi hópur unnið að gerð geislaplötu og snældu sem nú nýverið komu á markaðinn. Ásamt því tóku þau þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Áf þessu tilefni mun Stjómin, sem nú er á hljóm- leikaför um landið, leika efni af plötunni fimmtudagskvöldið 25. júní á Tveimur vinum. WIÆKOAUGL YSINGAR Eyrarbakki Umboðsmaður óskast frá og með 1. ágúst. Upplýsingar í síma 691122. fHvrgtutMafrt& Skipstjóri - rækjufrystiskip Óskum eftirvönum skipstjóra á rækjufrystiskip. Vinsamlegast sendið nafn og símanúmer ásamt upplýsingum til Mbl., merktum: „Rækja - 19/19“. Hárgreiðsla Hárgreiðslustofa í miðbæ 'Reykjavíkur vill gjarnan leigja hárgreiðslusveini stól. Þeir, sem hafa áhuga, leggi inn nafn og síma- númer á auglýsingadeild Mbl., merkt: „P - 14393", fyrir 1. júlí. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi, m.a. hlutastörf. Góð starfsaðstaða. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 688500. Aðalfundur verður haldinn í safnaðarheimili Seljakirkju í dag, miðvikudaginn 24. júní, kl. 20.00. Stjórnin. Verslunarhúsnæði Óskum að taka á leigu verslunarhúsnæði, 120-200 ferm., á góðum og fjölförnum stað í Reykjavík. Þeir, sem áhuga hafa á að leigja slíkt húsnæði, leggi inn nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. fýrir hádegi 30. júní nk., merkt: „V - 3500“. IÁskorun til greiðenda fasteigna- _____gjalda í Hafnarfirði Hér með er skorað á þá, sem eigi hafa lokið greiðslu 1.-4. hluta fasteignagjalda ársins 1992, er féllu í gjalddaga 15. jan., 15. febr., 15. mars og 15. apríl, að gera full skil nú þegar. Vakin er athygli á því, að vangreiðsla á einum hluta gjaldanna veldur því að gjöld- in falla þá öll í gjalddaga. Óskað verður nauðungaruppboðs á fasteign- um þeirra, sem eigi hafa lokið greiðslu gjald- anna innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, skv. heimild í lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Hafnarfirði, 23. júní 1992. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar. HAGKAUF Hagkaup hf. auglýsir eftir gömlum Ijósmyndum af fyrstu verslun sinni við Miklatorg svo og öðru efni, sem gæti á einhvern hátt tengst fyrstu dögum fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir Sif Kristjánsdóttir í síma 686566. FERÐAFÉIAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudag 24. júní: Kl. 20. Heiðmörk. Síðasta ferð- in í ár til umhirðu skógarreits Ferðafélagsins. Frltt. Brottför fró Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Helgarferðir 26.-28. júní: 1. Þórsmörk. Gist í Skag- fjörðsskála. Gönguferðir um Mörkina. 2. Hagavatnsskóli 50 ára. Gist í húsi/tjöldum. Gönguferðir inn með Jarlhettum, upp að Hagavatni og víðar. Ferðir 1 og 2 brottför kl. 20 föstudag. Dagsferð til Þórsmerkur sunnud. 26. júnf kl. 08. Kynnið ykkur tilboðsverð á sum- ardvöl í Þórsmörk. Pantiö tíman- lega - þeim fjölgar sem verja hluta sumarleyfis ( Þórsmörk. Verð ( dagsf. er kr. 2.500 (hálft gjald frá 7-15 ára). Pantið far á skrifstofunni. Næstu sumarleyfisferðir: 1. 26.-28. júní. Miðnætursólar- ferð í Grímsey og Hrlsey. Ferð- in sem frestað var frá sfðustu helgi. Nokkur sæti laus. Brottför kl. 17 til Akureyrar. Fararstjóri: Þórunn Þórðardóttir. 2. 26.-28. júnf. Hlöðuvellir- Hagavatn. Bakpokaferö. Gist í skálum og tjöldum. Fá sæti laus. Brottför kl. 09. Fararstjóri: Vig- fús Pálsson. 3. 27. júní-1. júlí. Breiðafjarða- reyjar-Látrabjarg-Barða- strönd-Dalir. Ökuferð, sigling, skoðunar- og gönguferðir. Far- arstjóri: Ólafur Sigurgeirsson. Fá sæti laus. Utanlandsferðirnar fyrir félags- menn, pantið fyrir mánaðar- mótin júnf-júlf. 1. Suður-Græn- land 25/7-1/8. Spennandi ferð á slóðum Eirfks rauða. 2. Fjalja- ferð f Jötunheimum Noregi 14.-24. ágúst. 3. Alpaganga f þremur löndum 29/8-9/9. Far- ið kringum Mont Blanc. Ferðafélag (slands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. SÍK, Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaðun Bjami Gunnarsson. Einsöngur Laufey Geirlaugsdóttir. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar J. Gfslason. Afmælis kristnitöku minnst. NÝ-UNG KFUM-KFUK Samvera fyrir fólk á öllum aldri f kvöld á Holtavegi. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Lofgjöröar- og bænastund. Vitnisburður. Hugleiðing: Guðmundur Jó- hannsson. Kynning á sögu Al- mennu mótanna. Ath. breyttan fundarstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.