Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 27 I í I < I ( i i í i í Það var maður í vagninum með veikan páfagauk og ljótan, sem eitthvað gekk að í glymunum, gaman væri að hafa haglabyssu og skjót- ’ann. Þessa vísu átti að flytja þannig að öll orka var lögð í síðasta vísu- orðið, sérstaklega á orðið „gaman“. Ef vel var flutt sprakk kristall, rafmangsljós slokknuðu og ístöðu- litlar konur flugu upp um hálsinn á flytjandanum og báðu hann um að gera þetta aldrei aftur. Fáir Njarðvíkingar náðu tilskyldum árangri í þessum söng en þó voru þeir til. Fyrir utan framansagt var þetta æfingastef fyrir söngmenn og verðandi ræðumenn. Einnig hef ég grun um að þetta sé upphaf popptónlistar í heiminum. Þá kenndi Hilmar mér uppskrift að meðali við þunglyndi sem hafði gefist vel í Vestmannaeyjum, þegar menn þar fengu óslökkvandi strekkju til meginlandsins. Farið skyldi í fjöru, velt við steinum og smalað saman hæfílega mörgum marflóm, þær átti síðan að gleypa lifandi og skola þeim niður með brennivíni. Við prófuðum aldrei þessa uppskrift enda vorum við ekki þunglyndir — allra síst Hilmar. Svo vorum við komnir á kaf í félagsmálin. Ég nefni Ungmennafé- lagið. Á þeim árum var það skemmtilegt félag og breitt en ein- skorðaði sig ekki við einhvers konar boltaleiki sem allir enda á einn veg, það er að segja annaðhvort er skor- að eða ekki skorað. Við héldum málfundi, sýndum sjónleiki, ferðuðumst og fram- kvæmdum og meðal þeirra fram- kvæmda var aðstaða fyrir íþrótta- fólk. Á æskunnar löngu liðnu dögum vorum við Hilmar félagar í Sósíal- istaflokknum og þurfti ekki langt að leita skýringa á því hvað hann varðaði því hans frændgarður var með þeim rauðari í landinu. Seinna gerðist hann krati og fyrst á eftir þeim sinnaskiptum kallaði ég hann „fyrrverandi vin minn“ en það stóð ekki lengi, við áttum svo margt annað sameiginlegt. Og árin liðu hjá, eftir á að hyggja allt of hratt. í fyrirrúmi var það hlutskipti sem lífið leggur hveijum einum á herðar og er þess skemmti- legt að minnast. En félagsmálin gerðu líka sínar kröfur. í tólf ár sátum við Hilmar saman í sveitar- stjóm en hann fjórum árum lengur. Sveitarstjórnarmál em óslitið ferli. Fátt er það sem byijar eða endar við kosningar. Einn tekur við af öðmm. Eins langar mig til að minnast frá þessu tímabili. Það var myndun Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum. Ég tel að þetta samband skipti sköpum fyrir byggðirnar hér syðra. Víða annrs staðar hefur hlið- stæðum stofnunum verið hleypt af stokkunum en hvergi hafa þær náð sambærilegum árangri og hér. Ýmsa erfiðleika hafa Suðurnesin mátt þola á undanfömum ámm en Samband sveitarfélaganna hefur verið okkur bijóstvöm og er þó margt óunnið á því sviði ef vel er á málum haldið. Þó að vinnustaður Hilmars væri lengst af á Keflavíkurflugvelli þá kom hann víða við og er vel spor- rækt eftir hann hér syðra sem ekki verður greint frá í stuttri minning- argrein. Stærsti bakhjarlinn hans Hilmars í gegnum þykkt og þunnt var heim- ili hans og fjölskylda. Fallegt heim- ili og falleg og samhent fjölskylda. Þau sjá nú á bak góðum dreng og félaga. En svona gengur lífið um ár og öld og nú er ég kominn á þann aldur að mér kæmi ekkert á óvart þótt í fjarlægð greindi ég daufan nið af ánni. Gaman væri ef Hilmar væri á bakkanum þegar yfír vaéri komið. Oddbergur Eiríksson. í dag er jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju elskulegur tengd- afaðir minn, Hilmar B. Þórarinsson eða Bebbi afi, eins og hann var jafnan kallaður af okkur fjölskyldu- meðlimunum. Hilmar hafði átt við þrálát veik- indi að stríða undnafarna mánuði og það var vissulega erfítt að horfa á vin sinn smám saman missa þann styrk og þá staðfestu sem einkennt höfðu hann alla tíð. Hann lét það þó ekki í frammi að erfiðleikar hans væru miklir og síst af öllu lét hann það bitna á ástvinum, eða þeim er hann umgekkst dags daglega. Þvert á móti sýndi hann mikinn kærleik og áræðni í því sem honum gekk til, allt fram til hinstu stundar. Á sjómannasunnudaginn kvaddi Hilmar þennan heim og það má með sanni segja að þann dag hafí almættið skipað fyrir birtu og sól- skin í grámuggu sumarsins og sú birta hefur eflaust fallið vini mínum vel í geð. Hilmar naut sín best í björtu veðri og hug hans allan, áttu þær framtíðarstundir sem blöstu við þeim hjónum á suðlægari ströndum, umvafin fjölskyldumeð- limunum í sínu eigin húsnæði. Hann sýndi það best hversu áræðinn hann var í þeim efnum, með því að sækja námskeið í spænskri tungu, þótt kominn væri á sjötugsaldur. Hann ætlaði að hugsa vel um sitt fólk á erlendri grundu og geta bjargað sér og sínum á tungumáli innfæddra, ef svo bæri undir. En þrátt fyrir áhuga hans á suð- lægum slóðum var Hilmar mikill ættjarðarvinur og sannur íslending- ur. Heimahagar hans, Vestmanna- eyjar, voru honum hugleiknir og oftar en ekki lá við hlið hans bók, sem innihélt sögur og sagnir úr eyjunum. Lengstum sína ævi bjó hann þó í Njarðvík og ekki var það bæjarfélag honum síður hugleikið enda gegndi hann þar fjölmörgum nefndarstörfum, jafiit í bæjarstjóm sem og öðrum stjórnum og nefndn- um. Þar byggði hann fjölskyldu sinni fallegt heimili, sem bar vott um ást og umhyggju enda ól hann ásamt Völlu eiginkonu sinni, fjögur mann- vænleg böm, sem í dag bera þess vott að vel hafí verið að þeim hlúð. Hans æðsti draumur var að koma þeim vel til mennta, draumur sem hans samtíðarmenn gengu eftir að efna og í dag nýtur samfélagið þess í heild sinni. Ér nokkuð hægt að óska sér æðri draum rætast? Hilmar hlúði einnig vel að þeim er minna máttu sín og þeir fjöl- mörgu, sem leituðu til hans í erfið- leikum sínum, gengu allir hressari í bragði á eftir, enda var hans vænt- umþykja með eindæmum. Sjálfur leitaði ég til hans í fjölda tilvika, ef illa bjátaði á. Hann var mér sem faðir, hvort heldur ég þurfti leið- sögn á viðskiptasviðinu eða í mann- legum samskiptum. Alltaf gat mað- ur reitt sig á hlustun og fengið góð ráð við stórvægilegum vandamál- um, sem voru síðan lítilsháttar eftir samræðurnar. Ávallt enduðu einnig samræðurnar með léttu ívafi og strákslegu heilabrotin, sem íþyngt höfðu tengdasyninum í þó nokkurn tíma, urðu yfirleitt að aðhlátursefni í lok samtals. Hilmar var og afburða sagna- maður og sögur hans léttu lund allra er hlustuðu. Dýrmætastar þóttu mér þær er hann sagði af sjálfum sér og föður mínum, en þeir jafnaldramir fengust víst við ýmis strákapörin á sínum ung- dómsárum, þvó svo ég ætli mér ekki að tíunda þau hér. Sögurnar urðu þó til þess að sýna mér fram á hversu líkt er á með feðgum þeg- ar allt kemur til alls. Þetta lagði hann ávallt áherslu á um leið og hann leit á mig og sagði undantekn- ingalaust hversu innilega ég væri nú líkur honum föður mínum. En við Hilmar vorum einnig á margan hátt áþekkir, enda báðir bogamenn. Langtímum saman sát- um við andspænis hvor öðrum, án þess að segja orð. Engu að síður leið mér alltaf vel í návist hans undir slíkum kringumstæðum og það veit ég vel, að slíkt var hið sama á hinum endanum. Undir niðri var ávallt gjöfult hjarta, hjarta manns sem öllum vildi vel. Elsku Valla mín, Guðrún amma, systkini, börn, bamabörn og ástvin- ir, ég sendi ykkur hugheilar samúð- arkveðjur og bið Drottin Guð að varðveita ykkur og styrkja á sorgar- stundu. Valur Ketilsson. Jón Einarsson, Skógum — Minning Fæddur 7. september 1932 Dáinn 14. júní 1992 Hverfulleiki hins stundlega er sín- álægður og þráfaldlega erum við minnt á hvað allt í tilverunni er óvisst og fallvalt. En þótt við kunnum að gera okkur þetta ljóst, þá kemur það alltaf jafnmikið á óvart þegar vinir og samferðamenn em skyndilega og í blóma lífsins að kalla kvaddir á braut. Þá stöndum við eftir undrandi og harmi slegin og eigum erfitt með að átta okkur á þeim snöggu um- skiptum sem fylgja slíkum sorg- arviðburðum. En við erum í engu spurð. Lögmál lífsins gengur sinn gang og dauðinn er hluti af lífinu, hvað sem okkur finnst eða sýnist um hin hinstu rök. Slíkar hugrenn- ingar gerðust áleitnar þegar fréttist að Jón Einarsson, kennari í Skógum, hefði verið kvaddur af þessum heimi að kvöldi dags hinn 14. þessa mán- aðar. Þá fór ekki hjá því að erfitt væri að hugsa sér að hann væri ekki lengur á meðal okkar. En stað- reyndum verður ekki haggað og vegir guðs em órannsakanlegir. Því lútum við höfði í auðmýkt og minn- umst með virðingu og þökk þessa góða samferðamanns sem nú er horfinn á vit eilífðarinnar. Jón Einarsson fæddist í Reykjavík 7. september 1932. Hann var einka- bam foreldra sinnar sem vom hjónin Guðbjörg Ólafsdóttir, ættuð úr Vestur-Barðastrandarsýslu, og Ein- ar Jónsson, jámsmiður og lengi starfsmaður hjá Vegagerð ríkisins, ættaður úr Ámessýslu. Hálfsystkini átti Jón nokkur frá fyrri hjúskap föður síns. Snemma var Jón duglegur og áhugasamur um skólanám og lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1952. Því næst stund- aði hann Lmgumálanám í eitt ár við Háskóla íslands og í tvö ár við Sor- bonne-háskólann í París. Sneri hann þá heim aftur og settist í Kennara- skóla íslands, þar sem hann lauk kennaraprófi vorið 1956. Allt nám sóttist honum vel, enda næmur og góðum gáfum gæddur. Komu hæfi- leikar hans ekki hvað síst fram í skáklistinni, sem hann stundaði frá unga aldri og síðan alla ævi að nokkm. Keppti hann oft á fyrri áram á alþjóðlegum skákmótum stúdenta víða um lönd og tók einnig þátt í fjölmörgum öðrum skákkeppnum. Haustið 1956 gerðist Jón kennari við Héraðsskólann í Skógum og þar var upp frá því starfsvettvangur hans og heiniili. Lengst af var hann kennari, en gegndi einnig skólastjó- rastarfi á árunum 1975-1977. Með- al kennslugreina hans voru ensk tunga og náttúmfræði, en auk þess lagði hann fyrir sig að kenna þýsku, frönsku, stærðfræði og fleiri grein- ar, enda ijölhæfur og jafnvígur í besta lagi. Þessir margþættuhæfi- leikar hans komu ekki hvað síst að góðu gagni eftir að tekið var að kenna á framhaldsskólastigi í Skóg- um árið 1974, sem lauk með því að 1991 var skólinn gerður að fjölbraut- askóla í tengslum við samnefndan móðurskóla á Selfossi. Jón naut sín jafnan vel við kennslustörf. Hafði hann mikinn metnað fyrir hönd nem- enda sinna og vildi gera hlut þeirra sem bestan. Jón Einarsson kvæntist árið 1959 eftirlifandi eiginkomi sinni, Ingi- björgu Ásgeirsdóttur frá Framnesi í Mýrdal. Ingibjörg er dóttir hjón- anna Kristínar Tómasdóttur og Ás- geirs Pálssonar, sem lengi var hrepp- stjóri í Dyrhólahreppi. Jón og Ingi- björg vom jafnan samhent og sam- taka í að skapa gott heimili, þar sem fólki leið vel og notalegt var að koma. Börn þeirra em fjögur og heita eftir aldursröð: Einar, Guð- björg, Andrea, Unnur Ása og Krist- ín Rós. Öll em þau upp komin, hafa menntast vel, lagt fyrir sig fjölþætt störf og stofnað heimili og eiga eig- in _fjölskyldur. í Skógum tók Jón þátt í marg- háttuðum félagsstörfum heima fyrir og út á við. Meðal annars var hann lengi formaður skólanefndar Austur- Eyjafjallahrepps og sat í sýslunefnd Rangárvallasýslu fyrir sveit sína um árabil. Einnig starfaði hann að mál- efnum Ungmennafélagsins Eyfell- ings og sat í stjóm þess um skeið. Þá keppti hann á margvíslegum mótum í íþróttum, skák og alveg Olöf H. Fertrams- dóttir — Kveðjuorð Fædd 2. nóvember 1893 Dáin 14. maí 1992 Með örfáum orðum langar mig að kveðja Ólöfu Helgu Fertramsdótt- ur og þakka henni samfylgdina. Ólöf fæddist á Nesi í Gmnnavík. Hún giftist Halldóri Maríusi Ólafs- syni og bjuggu þau á ísafirði til ársins 1951 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Þeim varð sjö barna auðið, auk þess sem þau ólu upp systur Ólafar. Halldór mann sinn, missti hún árið 1955. Með Ólöfu er horfínn mikill per- sónuleiki. Kynni okkar Ólafar hófust er ég giftist syni hennar, Gunnari, en við slitum samvistir. Við eignuð- umst fimm böm en áður átti ég eina dóttur sem Ólöf leit á sem sitt barna- barn og sýndi henni jafnmikla ást og umhyggju og hinum bömunum. Ég vil þakka henni þá hlýju sem hún sýndi börnum mínum og barnabörn- um. Ég gleymi því ekki hversu vel hún reyndist mér og hélst vinskapur með okkur alla tíð. Ólöf var dugnað- arforkur og lét aldrei hugfallast þótt á móti blési. Hún var félagslynd kona og hrókur alls fagnaðar á góð- um stundum. Hún tók virkan þátt í starfi Slysavarnafélags íslands og var einn af stofnfélögum deildar Slysavarnafélagsins á Isafirði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi blessun Guðs hvíla yfir minningu hennar. Friðdóra Jóhannesdóttir. LP þakrennur Þið getið sjálf sett þær saman LP þakrennukerfiö frá okkur er auðvelt og fljótlegt í uppsetn- ingu, ekkert lím og engin suöa. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN I TÆKNIDEIID SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVlK SlMI: 91-685699 sérstaklega í spurningakeppnum og stóðu honum þar fáir á sporði. Naut yfirburðaþekking hans og fjölhæfni sín vel í þessum keppnum og reynd- ist hann jafnan hinn traustasti liðs- maður. Þannig kom Jón Einarsson við sögu með mörgum hætti og þótti alltaf gott til hans að leita þegar mikið reið á og vel þurfti til hlut- anna að vanda. En nú er þessi vinsæli og fjölhæfi samferðamaður horfínn af sviðinu. Við sem þekktum hann vel og áttum með honum samleið og samstarf um langt skeið stöndum eftir fátækari en fyrr og með hryggð í hjarta. Mestur harmur er þó kveðinn að hans nánustu sem svo mikið hafa*-» misst. Við hjónin og böm okkar vott- um eiginkonu hans, bömum þeirra, tengdabömum og bamabömum okkar einlægustu samúð. Megi björt minning um góðan dreng sefa sá- rastEuharminn og gefa þeim styrk. Blessuð sé minning Jóns Einarsson- ar. Jarðarför hans verður frá Eyvind- arhólskirkju 27. júní. Jón R. Hjálmarsson. Á sólríkum sumardegi er fagurt um að litast í Skógum undir Eyja- fy'öllum. Þreyttum ferðalangi er hvfld í því að skoða Byggðasafnið þar eða halda út að Skógafossi og dást að því sem þar ber fyrir augu. Að auki er staðurinn kunnur að Héraðsskó- lanum þar sem sunnlensk æska hef- ur í rúm 40 ár fengið gott veganesti í formi lærdóms og þekkingar. í hópi þeirra sem þar hafa komið nem- endum öllum til nokkurs þroska er Jón Einarsson er nú hefur kvatt þennan heim. Veturinn 1984-1985 kenndi ég ásamt Jóni í Skógaskóla. Fljótlega komst ég að því að við áttum vel skap saman enda báðir elskir að ýmsum fróðleik af ólíkum toga. í samræðum okkar var Jón gjarnan v hlutverki fræðarans en ég læri- sveinninn og bar þar margt á góma. Einkum em mér minnisstæðar frá- sagnir Jóns af menntaskólaárair. sín- um og námsámm í París. Með þessum orðum kveð ég látinn starfsbróður og sendi lífsfömnauti hans, Ingibjörgu, bömum, tengda- bömum og bamabömum samúðar- kveðjur. Arnbjörn Jóhannesson. Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 , Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.