Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1992 15 Aukaaðild að nýju stórríki? Við skulum ekki villast inn í biðsal EB eftir Ragnar Arnalds í bæklingnum um EES, Evrópska efnahagssvæðið, sem utanríkisráð- herra lét dreifa á hvert heimili nú fyrir skemmstu var hvergi minnst á þá staðreynd, að aðild að EES er aukaaðild að EB. Þess var heldur ekki getið, að helsta markmið ís- lendinga þegar samningaviðræður hófust fyrir þremur árum var að fá fríverslun með fisk en þetta meginmarkmið náðist ekki. Áfram verða talsverðir tollar á íslenskum sjávarafurðum, þótt engir tollar séu á iðnaðarvörum sem við flytjum frá EB. Styrkjakerfi EB í sjávarútvegi verður heldur ekki afnumið, eins og við höfðum vonast til. í upphafi viðræðnanna héldu menn, að gera ætti viðskiptasamn- ing milli EFTA og EB á jafnréttis- grundvelli. Niðurstaðan varð allt önnur. Þetta er ekki samningur tveggja jafnrétthárra aðila, heldur eru EFTA-ríkin að gerast aukaaðil- arað nýju stórríki EB, enda er samningurinn beinlínis byggður á ákvæði Rómarsamnings um auka- aðild að EB (238. gr.). Áreiðanlega voru þeir ekki marg- ir hér á landi sem óraði fyrir því, að niðurstaðan yrði sú, að EFTA- ríkin yfirtækju tvo þriðju af löggjöf EB á einu bretti, en þessi nýja EES-lögbók er meira en 10.000 síð- ur miðað við uppsetningu í laga- safni. Til samanburðar má nefna að allt íslenska lagasafnið frá 1990 er 2770 bls. Slík lögtaka erlends réttar á sér að sjálfsögðu ekkert fordæmi í ís- lenskri sögu síðan Járnsíða og Jóns- bók voru lögteknar á 13. öld. En þar að auki er fyrirsjáanlegt, gerist Island aðili að EES, að Alþingi neyðist til að halda áfram að sam- þykkja tugi laga frá EB á hveiju ári án þess að hafa nokkur áhrif á efni þeirra. Sá sem ekki vill viður- kenna, að með þessu er verulega þrengt að íslensku löggjafarvaldi er blindur maður. Glansmyndin sem utanríkisráð- herra dró upp af þessum samningi í bæklingi sínum er því miður afar villandi. Samningurinn hefur fjöl- margar skuggahliðar sem mark- visst er reynt að fela. Kostnaður við EES verður miklu meiri en nokkum óraði fyrir og augljóslega það mikill, að væntanlegur hagnað- ur af tollalækkunum mun nokkurn veginn étast upp. Auk þess eru EB færð þijú þúsund tonn af karfa sem að sjálfsögðu eru mikill missir fyrir þjóðarbúið. En verst er þó sú fyrir- ætlan, að sjávarútvegssamningur- inn verði endurskoðaður annað hvort ár. Það táknar einfaldlega, að íslendingar verða á komandi ámm að heyja slag við EB um veið- ar í ísl. landhelgi á tveggja ára fresti. „EES er anddyrið stóra!“ Alls staðar nema á íslandi er það viðurkennt opinberlega, að EES er fyrst og fremst millilending fyrir ríki sem eru á leið inn í sjálft Evr- ópubandalagið. Þijú EFTA-ríki, Svíþjóð, Finnland og Austurríki, hafa þegar sótt um aðild að EB og önnur tvö, Noregur og Sviss, stefna að því. Það er því öllum ljóst, að EES, sem er aukaaðild EFTA-ríkj- anna að EB, er nokkurs konar bið- salur fyrir EFTA-ríkin, meðan þau bíða eftir að fá fulla aðild að EB. Meðan EFTA-ríkin doka við í þessum biðsal, fer ný lagasetning sem varðar samningssvið EES þannig fram, eins og áður segir, að lögin eru sett hjá EB en EFTA- ríki verða síðan að lögfesta þau hjá sér athugasemdalaust, ef þau ætla að vera með í þessu samstarfi. Þau ganga í klúbbinn sem aukaaðilar með málfrelsi og tillögurétti, en séu þau óánægð með þá ákvörðun sem aðalfélagarnir í klúbbnum taka er aðeins um tvennt að velja: að fara eða hlýða. Ef einhver skyldi efast um að þetta sé rétt, má vísa til viðtals sem Franz Andriesen, forseti þeirrar deildar EB sem fjallar um aðildar- umsóknir, átti við fréttamann ríkis- sjónvarpsins 22. maí sl. Andriesen var spurður, hvort það sé rétt, að EFTÁ-ríkin muni ekki hafa nein raunveruleg áhrif á lagasetningu innan EES í samanburði við EB-rík- in. Hann svaraði: „Það er rétt. Og það er með vilja gert... Þau eru ekki með í Klúbbnum, svo að þau geta ekki tekið þátt í að ákveða reglur Klúbbsins .. .Ég held að rétt sé að segja, að ef þið tengist stofn- un eins og EB svo náið, að þið eruð tilbúin að yfirtaka lagasetningu þessarar stofnunar í framtíðinni, Ragnar Arnalds „Meirihluti Alþingis getur ekki lögfest svo örlagaríkan samning og lögtekið 10.000 síðna erlenda lögbók án þess að ganga úr skugga um, að það sé ekki gert í andstöðu við vilja þjóð- arinnar.“ án þess að hafa áhrif á þær ákvarð- anir sem teknar eru, þá gæti verið hagstætt að vera meðlimur í slíkum klúbbi. Auðvitað! En þá ákvörðun verða viðkomandi lönd að taka.“ Þarf nokkur að efast um, að gangi ísland í EES verður strax á eftir rekinn hörkuáróður fyrir því, að betra sé fyrir íslendinga að eiga þátt í setningu EB-laga með fullri aðild fremur en að gleypa þau at- hugasemdalaust sem áhrifalaus aukaaðili og leppur EB. Síðan hlyti sá þrýstingur að aukast um allan helming, ef og þegar aðrar EFTA- þjóðir ganga í EB. Auk þess yrði þá stofnanaþáttur EES ófram- kvæmanlegur, því að auðvitað myndi ísland eitt ekki geta staðið undir þeim kostnaði á móti EB. Martin Bangemann, varaforseti framkvæmdastjórnar EB var spurð- ur af svissnesku tímariti (Le noveau quotidien), hvort EES þjónaði ein- Sljóm BSRB mótmælir ábyrgðarleysi og vanefndum ar í tengslum við kjarnasamninga svo viðunandi sé; Barnageðdeild Landsspítalans hafi ekki fengið fjár- veitingar til að halda eðlilegum rekstri eins og gefið hefði verið fyrir- heit um, og niðurstaðan varðandi Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans í Hátúni hefði leitt af ser óafsak- anlega flutninga á öldruðu og sjúku fólki á milli sjúkrastofnana. STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, telur að við- brögð stjórnvalda við hugsanlegum aflasamdrætti óábyrg og að grundvöllur núverandi tekjuskiptingar sé brostinn. Stjórnin mótmæl- ir einnig meintum vanefndum rikissljórnarinnar og varar við áform- um um frekari gjaldtöku á sjúklinga. Stjórn BSRB telur að viðbrögð stjórnvalda við hugsanlegum afla- samdrætti óábyrg. í fréttatilkynn- ingu frá BSRB segir m.a. að fari svo að draga verði úr fiskveiðiheim- ildum að því marki sem Alþjóðahaf- rannsóknaráðið leggi til, sé ljóst að grundvöllur núverandi tekjuskipt- ingar á íslandi sé brostinn. „Á sam- dráttartímum hefur samfélagið enn síður en ellsfefni á að viðhalda rangl- átri tekjuskiptingu sem byggir á því að fjölmenn sveit manna dregur til sín heilu og hálfu milljónirnar á mánuði hveijum á meðan öðrum er skammtað úr hnefa.“ í ályktun stjórnarinnar er ríkis- stjórnin hvött til, í ljósi þeirra að- stæðna sem kunna að skapast við mikinn aflasamdrátt, að endurskoða ýmis atriði í fyrri stefnu sinni. „Hvað sem allri hugmyndafræði líður á rík- isstjórnin nú að leggja einkavæðing- aráform sín til hliðar. Einkavæðingin bindur ijármagn sem ella gæti nýst í tekju- og atvinnuskapandi starf- semi í sjávarútvegi og öðrum grein- um atvinnulífsins. Stjórn BSRB segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við yfirlýsingar sín- TILLAGA frá Nýjum vettvangi um að borgarstjórn feli fræðslu- ráði að vinna að því að fá kennslu eins og þá sem fram fer á barn- fóstrunámskeiðum Rauða kross- ins inn í grunnskóla borgarinnar, var visað til skólamálaráðs til nánari athugunar á fundi borg- arstjórnar í síðustu viku. Kristín Á. Olafsdóttir sem mælti hveijum tilgangi lengur, úr því flest EFTA-ríkin væru að sækja um fulla aðild að EB. Hann svaraði: „Svo talað sé táknrænt, þá er EES and- dyrið að stóra, upplýsta veislusaln- um, þar sem kvöldverðurinn mikli verður framreiddur.“ Sjálfstæðið — dýrmætasta auðlindin Sjálfstæði þjóðarinnar er tví- mælalaust mikilvægur aflgjafi sem eykur landsmönnum kjark og þor. En spurningin um sjálfstæði íslands snýst ekki aðeins um metnað þjóð- arinnar heldur engu síður um rétt okkar til örlagaríkra ákvarðana þegar mikið Iiggur'við. Hvers vegna hefur íslenskt efna- hagslíf þróast miklu hraðar undan- farna áratugi en efnahagslíf stærstu ríkja EB? Vegna þess að sjálfstæð hagstjórn og sjálfstætt lagasetningarvald hefur aftur og aftur gert okkur kleift að bregðast við aðstæðum út frá eigin hagsmun- um. Talsmenn aðildar að EES og EB reyna oft að telja fólki trú um, að ísland eigi á hættu að einangrast? Þetta er ekkert annað en mjög ósvífinn hræðsluáróður. íslendingar verða að sjálfsögðu ekkert einangr- aðri en verið hefur, þótt þeir láti ekki lokka sig inn í nýtt stórríki. Eða var stofnun lýðveldisins 1944 háskaleg einangrunarstefna? Hefði íslendingum vegnað betur sem fylki í Bandaríkjunum eða hluti Stóra Bretlands? Uppbygging Flug- leiða er dæmi um atvinnustarfsemi sem aldrei hefði átt sér stað, ef ísland hefði verið hluti af Breta- veldi eða Bandaríkjunum. Annað dæmi: íslendingar hefðu aldrei fært út landhelgina fyrstir þjóða við swcitchn Norður-Atlantshaf, ef þeir hefðu verið i EB. Sjálfstætt ríki hefur óþjótandi möguleika sem hverfa, þegar þjóðin rennur inn í stærri heild. Sjálfstæði þjóðarinnar er auður í sjálfu sér — dýrmætasta auðlindin. í andstöðu við vilja þjóðarinnar? Það er viðurkennt af öllum, að EES-samningurinn er viðamesti og örlagaríkasti samningur sem gerður hefur verið fyrir hönd þjóðarinnar um áratugaskeið. Samningurinn gengur miklu lengra en kjósendur óraði fyrir við seinustu alþingiskosningar. Þjóðin verður því að fá tækifæri til að fjalla um samninginn í kosningum, áður en hann er fullgiltur. Þar að auki er á það bent af lög- fræðingum, nú seinast á fundi Lög- mannafélagsins 20. júní sl., að EES-samningurinn gengur í ber- högg við íslensku stjórnarskrána, sem er á því byggð, að löggjafar- vald, framkvæmdavald og dóms- vald sé í höndum íslenskra stjórn- valda. Það verður því að breyta stjórnarskránni, ef á að lögfesta þennan samning og til þess þarf nýjar kosningar til Alþingis. Skoðanakannanir hafa sýnt, að a.m.k. helmingur kjósenda og kannski verulegur meirihluti þeirra, er á móti þessum samningi. Því verður ekki trúað að óreyndu, að ríkisstjórnin virði ekki leikreglur lýðræðisins í þessu máli, jafnvel þótt hún eigi það á hættu að verða í minni hluta. Meirihluti Alþingis getur ekki lögfest svo örlagaríkan samning og lögtekið 10.000 síðna erlenda lögbók án þess að ganga úr skugga um, að það sé ekkert gert í andstöðu við vilja þjóðarinnar. Höfundur er alþingismaður Alþýðubandalags fyrir Norðurlandskjördæmi vestra. 1£ ■U., Varað er við áformum um frekari gjaldtöku af sjúklingum, t.a.m. þjón- ustugjöld vegna hjartaaðgerða þannig að hinir efnameiri greiði fyr- ir aðgerðir að einhveiju marki. Stjórn BSRB telur að fólki yrði mismunað eftir efnahag og segir m.a. fréttatilkynningu bandalagsins: „BSRB hefur margoft bent á leiðir til að skattleggja efnamikið fólk áður en það verður sjúkt, svo sem með hátekjuskatti og skatti á fjár- magnstekjur, og er ástæða til að minna á slíkar lausnir." (Úr fréttatil- kynningu.) A.' iLA. iL2L'\. JL A.AJ. Nú er tækifærið að fá sér síma á tilboðsverði SWATCH símarnir svara kröfum nútímans 10 mismunandi litir - Verö frá kr. 3.742 Umboðsmenn um allt land Borg-arstjórn: Barnfóstrunámskeið í grunnskóla rædd nánar fyrir tillögunni sagði að Rauði kross íslands hefði undanfarin ár haldið barnfóstrunámskeið sem sótt væru af krökkum á aldrinum 11 til 13 ára. Hér væri um mjög mikilvæga og vandaða kennslu að ræða, sem ætti erindi til allra grunnskóla- barna, en ekki einungis til þeirra sem væru að búa sig undir barnfós- trustarf. HEKLA LAUGAVEGI174 S 695500/695550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.