Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1992 5 Morgunblaðið/Arni Helgason Vestfirsku hrossin komu með Baldri til Stykkishólms á miðnætti á laugardag. Stykkishólmur: Á leið á hestamannamót Stykkishólmi. Breiðafjarðarferjan Baldur kom óvenju seint á laugardags- kvöldið til Stykkishólms, eða ekki fyrr en um miðnætti. Astæðan var sú að lengri tíma tók að koma hluta farþeganna um borð á Brjánslæk á Barðaströnd. Þetta er í fyrsta skipti sem svona farþegar óska eftir fari yfir Breiðafjörð. Hér var um að ræða 60 hross af Vestfjörðum, einkum frá Þingeyri, sem eru á leið á fjórðungsmót hestamanna sem haldið verður á Kaldármelum í Kolbeinsstaðahreppi um næstu helgi. Eftir að hrossin voru komin um borð fór lítið fyrir þeim, en þau voru fljót að hlaupa í land þegar til hafnar kom. Voru þau hin hressustu eftir ferðina. Hrossin og eigendur þeirra áðu í Stykkishólmi um nóttina og dag- inn eftir var haldið áleiðis að Kaldármelum. Ekki er áætlað að fara sömu leið til baka heldur gefa sér tíma og fara landleiðina í gegnum Dalina. Undirbúningur fyrir Kaldár- melamótið hefur staðið lengi og er hann kominn á lokastig. Mikið hefur verið gert til að bæta að- stöðuna fyrir mótshaldið og hafa margir hestamenn lagt fram ómælda vinnu til að mótið geti farið sem best fram. Reiknað er með miklum fyölda hesta og áhorfenda á mótið og vona aðstandendur að gestir njóti góðrar helgar á Kaldármelum. - Arni. Tveggja ára fangels- isvist fyrir að mis- nota 12-14 áratelpur SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 43 ára mann, Hannes Odds- son, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að hafa á tímabilinu apríl til ágúst 1991 haft í 5-6 skipti samfarir við tvær telpur, aðra tólf og hina 13 ára. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa veitt telpunum tveim- ur og fjórum öðrum, 12-14 ára, áfengi og sýnt þeim klámmyndir. Lögreglumenn í lögreglustöðinni í Breiðholti komust á snoðir um heim- sóknir telpnanna til mannsins á heimili hans við Laugaveg og í fram- haldi af því var hann handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í sjö daga. Telpumar 6 báru að hann hefði veitt þeim áfengi og sýnt þeim klám- myndir, einni 1 sinni, annarri 2, tveimur 5-7 sinnum og tveimur margsinnis. Hann hafi jafnframt 5-6 sinnum haft samfarir við þær tvær síðasttöldu, sem voru þá 12 og 13 ára, að báðum viðstöddum, og eina hinna, þá 14 ára, í eitt skipti. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa veitt telpunum áfengi og að þær hafi séð klámmyndir á myndbandi á hemili hans en hann kvað þær hafa haft frumkvæði að því. Hann neitaði öllum ákærum um samræði við telp- urnar en þær ásakanir þóttu sannað- ar með framburði telpnanna, að mati Arngríms ísbergs sakadómara. í ákæru var maðurinn sakaður um samræði við þijár stúlkur en var sakfelldur fyrir brot gegn tveimur. Varðandi þriðju stúlkuna, var ákæru um samræði vísað frá dómi. Þar sem sú var orðin 14 ára þegar brotin voru framin, heyrðu brot mannsins gagnvart henni undir annað laga- ákvæði þar sem lagt er bann við að tæla 14-16 ára ungmenni til samræð- is. Frávísunin var byggð á því að í ákæruskjalinu var orðið að tæla ekki notað um brot mannsins gegn henni. í dómi segir að þar sem aldrei megi refsa mönnum fyrir aðra hegðun en þau sem í ákæruskjali greini beri að vísa þessu atriði frá dómi. Sjö daga gæsluvarðhald sem mað- urinn hafði sætt kemur til frádráttar 2 ára fangelsisvist hans en auk þess var hann dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í málsvarnar- og sak- sóknarlaun. -----» » ♦---- Borgarráð: Stjömuspeki- stöðin styrkt um 350 þús. BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að veita Gunnlaugi Guðmundssyni, fyrir hönd Stjörnuspekistöðvar- innar, 350 þúsund króna styrk, vegna námskeiða hérlendis fyrir útlendinga. Styrkurinn er veittur til undirbún- ings námskeiðanna, sem meðal ann- ars byggja á íslenskum stjörnukorts- forritum. I bókun atvinnumálanefnd- ar segir: „Atvinnumálanefnd telur, að hér sé á ferðinni athyglisverð til- raun til þess að markaðssetja ísland á nýstárlegan hátt og ná til nýs markhóps á sviði ferðaþjónustu hér á landi. Með hliðsjón af því samþykk- ir nefndin að leggja til við borgar- ráð, að Stjörnuspekistöðinni verði veittur styrkur að fjárhæð kr. 350.000.“ VARI HF. - ÞÓRODDSTÖÐUM VIÐ SKÓGARHLÍÐ UPPLÝSINGASÍMI 91-29399 ORLOFSVOKTUN ..fylgjast með gluggum og hurðum... ..svara símanum þar sem símtals- flutningur er mögulegur... ...og litma þóstkassann. Öryggisþjónustan VARl býður í samvinnu við VISA Island nýja þjónustu við VISA-korthafa - ORLOFSVÖKTUN. Orlofsvöktun er samofið húsgæslukerfi og framkvæmd reglulegra nauðsynjaverka með farandgæslu. Orlofsvöktun er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá er hyggja á ferðalög eða verða fjarverandi frá heimili sínu um lengri eða skemmri tíma af öðrum ástæðum. Orlofsvöktun felur í sér þjófa-, vatns- og reykviðvörun, með bestu fáanlegum tækjum, einnig eftirlit með rafmagni. Húsgæslukerfi þetta tengist öryggismiðstöð VARA og vakir yfir heimili þínu allan sólarhringinn. Mönnuð farandgæsla tvisvar í viku er innifalin í orlofsvöktun, en hægt er að fá fleiri eftirlitsferðir gegn aukagjaldi. Með orlofsvöktun getur þú áhyggjulaust farið frá heimilinu því að öryggismiðstöð VARA gerir strax viðeigandi ráðstafanir ef óboðinn gestur fer um heimiiið þitt, eldur kemur upp eða vatn flæðir um gólf. Einnig sinna öryggisverðir VARA ýmsum nauðsynjaverkum á heimilinu, svo sem að vökva bióm, tæma póstkassa, gefa gæludýrum, skipta um spólu í símsvara eða annast símsvörun með símtalsflutningi þar sem því verður við komið. Þegar orlofsvöktun lýkur stendur þér til boða húsgæslukerfið með 10% afslætti. Ver& frá 7.000,- kr. Miðað við tveggja vikna vöktun. Hafðu samband við öryggisráðgjafa VARA og fáðu frekari upplýsingar um orlofsvöktunina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.