Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 29 aðist ekki böm sjálf, en við sem vorum svo lánsöm að vera böm vina hennar löðuðumst að henni og áttum vináttu hennar alla tíð. Hún hafði til að bera einstaka persónutöfra og heillaði okkur með skemmtileg- um frásögum og oft og tíðum leik- rænum tilþrifum. Hún smitaði okkur af sínum mikla leiklistaráhuga og leikhúsferðir í fylgd með henni eða í hennar boði voru fastir liðir í lífinu á æskuárunum. Fríða var tilfinningarík og skap- mikil manneskja, sem sagði sína skoðun umbúðalaust ef því var að skipta, en hún hafði einnig lag á því að slá á létta strengi þegar al- vara steðjaði að. Ég minnist heimsóknar til hennar á sjúkrahús fyrir allmörgum ámm, þegar sjúkdómur sá er nú hefur lagt hana að velli tók fyrst að gera vart við sig. Þá sat hún inni á sjúkra- stofunni uppábúin með nýlagt hárið, kampakát og sagði gamansögur, þannig að hlátrasköll vinanna bár- ust fram á gang. Þegar góður vinur er kvaddur koma margar minningar upp í hug- ann, heimsóknir á Freyjugötuna, gleðistundir um jól og áramót, alvar- legt tal undir ijögur augu, em stundir sem tengjast Fríðu. Ég er þakklát fyrir þá einlægu vináttu og trygglyndi sem hún sýndi mér og börnum mínum og fjölskyldu allri. Við munum sakna hennar sárt, en minninguna um hana munum við geyma. Ég og fjölskylda mín vottum Hönnu Maju, íjölskyldu hennar og öðmm ættingjum okkar dýpstu samúð. Karítas Kvaran. Fríða Páls var fyrsta stelpan, sem ég tók eftir, þegar ég kom í Mennta- skólann í Reykjavík. Hún var ein- faldlega engri annarri lík minnti mig á ljónynju með rauðan makka og beijablá augu — skapstór val- kyrja til forystu fallin — en jafn- framt dásamlega kvenleg, handsmá, fótnett og hýreyg. En það, sem mig hefur sennilega skipt mestu máli þá, var, að hún var prímadonnan í Menntaskólaleiknum, „Hviklyndu ekkjunni" eftir Holberg. Ó, hve mig langaði að kynnast henni. Að vísu varð mér ekki að ósk minni það árið, heldur nokkrum árum síðar, Fæddur 14. desember 1927 Dáinn 12. júní 1992 Andlát góðs kunningja kalla ávallt fram sömu viðbrögð; manni fallast hendur og maður finnur til vanmáttar. Ég var staddur í Færeyjum þeg- ar mér bárust þau tíðindi að Ingi B. Sigurðsson væri fallinn frá eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Fjölskyldur okkar hafa verið í nábýli um 14 ára skeið og hefur aldrei fallið skuggi þar á. Samskipt- in hafa verið eins og best verður á kosið milli góðra granna. Allt of fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að tillitssemi skapar gott ná- býli og vellíðan allra sem hlut eiga að máli, Ingi var einn af þeim fáu. Eitt af helstu áhugamálum Inga var að ferðast um landið og njóta útivistarinnar og náttúrunnar, sem það hafði uppá að bjóða. Heimilið og fjölskyldan var hon- um allt enda bar samheldni þeirra þess glöggt vitni. Hann var maður friðsemdar og ljúfur í viðmóti og þannig munum við, ég og fjölskylda mín, minnast hans. Við vottum eftirlifandi eiginkonu hans, Björku, börnum, tengabörn- um og bamabörnum okkar innileg- ustu samúð. Sævar Þ. Jóhannesson. Föstudaginn 12. júní sl. andaðist í Borgarspítalanum kær mágur okkar og svili Ingi B. Sigurðsson. þegar hún tók sér fyrir hendur að vemda mig og leiðbeina mér úti í hinum stóra og viðsjála heimi. Fyrir vináttu hennar verð ég þakklát um alla eilífð, ennfremur fyrir að leyfa mér að kynnast fjölskyldu sinni og vinum. Hólmfríður Pálsdóttir valdi sér leiklist að ævistarfi og aflaði sér frábærrar menntunar á því sviði — bæði í Danmörku og Englandi — sem í þá daga var enginn hægðar- leikur. Hún varð skínandi góð leik- kona og einmitt sú „týpa“, sem okkur vantaði hér í fámenninu. Samt urðu tækifærin ekki ýkja mörg, og ég er enn að spyija sjálfa mig, hvers vegna ekki? Hún var líka leikstjóri, sem hefði getað unnið marga sigra — og gerði raunar úti á landsbyggðinni — og þá vaknar með mér sama spumingi, hvers vegna gleymdist hún? Var hún kannski ekki nógu ötul uð koma ár sinni fyrir borð, þó að hún reri öllum ámm að velgengni vina sinna? Hún Fríða mín hætti aldrei að koma mér á óvart, hvorki í lífi né dauða. í kvöld vil ég vita hana leika á als oddi í veglegri veislu með sem flestum ástvinum, sem farnir eru. Við háborðið sé ég gjarna sitja ann- an velgjörðarmann minn, heiðurs- konuna móður hennar — frú Jó- hönnu Þorgrímsdóttur. Fríða litla var ósvikið sumarbarn, bjartsýn raunsæismanneskja, sann- kallað tryggðatröll í blíðu og stríðu, gleði og sorg. Megi guð og allar góðar vættir fylgja henni á nýjum slóðum. Kata Thors. Mig rekur ekki einu sinni minni til þess að hafa séð Hólmfríði Páls- dóttur á leiksviði, kannski var hún sest í helgan stein, eða það sem er öllu líklegri orsök; algert áhugaleysi mitt á tilbúnum veruleika. En þar með er ekki sagt að ég hafi farið varhluta af leikhúsi, öðm nær: Á Freyjugötu 34 voru settir upp stutt- ir leikþættir öðm hveiju, öllum að óvömm, stundum vom menn ekki með það á hreinu hvaða hlutverk þeir léku, ekki alveg vissir um inn- komur eða hvenær viðeigandi var að yfirgefa sviðið. Höfundur, leik- stjóri og prímadonna var að sjálf- sögðu Hólmfríður Pálsdóttir. Dæmi: Undirritaður rogast með kommóðu Kynni okkar hófust þegar Ingi gekk að eiga systur okkar bræðra Björk, 16. febrúar 1963. Ingi hafði áður eignast dóttur, Ingibjörgu og gekk hann dóttur Bjarkar, Lilju, í föðurstað. Saman eignuðust þau þijú börn, Halldóru, Björgvin og Sigríði, og em barna- börn þeirra orðin 7 talsins. Áhugamál Inga voru margvísleg og má þar sérstaklega taka fram ferðalög og útiveru. Hann var fé- lagi í Utivist og fór með þeim í ferðir um landið. Skemmtilegri og fróðari ferðafélaga er erfitt að finna og var hrein unun að fara með Inga upp um fjöll og firnindi. Ingi var spaugsamur mjög og alltaf var stutt í stríðnina. Lýsandi dæmi um það er þegar sjónvarpið var nýlega komið til landsins og nokkuð rok var úti þá taldi Ingi tengdamóður sinni trú um að fyrst að útiloftnetið hristist svona mikið þá væri verið að sýna svaka hasar- mynd í sjónvarpinu. Heimili þeirra Inga og Bjarkar stóð ávallt öllum opið og var ætíð gaman að koma til þeirra og tala saman um allt milli himins og jarð- ar. Ingi teiknaði og skrifaði lista vel og oft eftir ferðalög teiknaði hann skopmyndir þar sem hann gerði óspart grín að ferðafélögunum. í febrúar á þessu ári fór að bera á veikindum hjá Inga, sem að lokum höfðu yfirhöndina, og á aðdáunar- verðan hátt stóð Björk við hlið hans og gerði allt sem mögulegt var til (leikmun) upp á hanabjálka og fer hljóðlega. Dymar á risíbúðinni opn- ast og spurt er sterkum rómi: Heyrðu Níels! Sæl Fríða mín, hvað syngur í þér? Hvert ertu að fara með þessa kommóðu? Uppá háaloft. Hvenær tekurðu hana niður aft- ur? Leikurinn æsist, roði hleypur í kinnamar, raddböndin strekkjast, limirnir nötra — loks dramatískur hurðaskellur, leikmunurinn hverfur upp um loftlúguna, sviðið er autt og þögult. Samskipti við Hólmfríði Pálsdótt- ur voru oftar en ekki tengd ein- hverri athöfn: Skrúfa pem í loftljós, skipta um lás, reka nagla í vegg, opna þrútinn glugga, tengja kló á snúru, brýna hníf — þetta þoldi enga bið, varð að gerast strax, helst í gær, og var auðvitað framkvæmt á stundinni. Við þessi tækifæri var hún silkimjúk og hlý, bauð upp á veitingar og notalegt spjall, rifjaði upp minningar frá leikferli sínum, sagði frá fjölskyldu sinni, einkum Lámsi bróður sínum sem hún dáði, og kom alveg sérstakur ljómi í aug- un og röddin með blæ af trega þeg- ar hún rakti þráðinn. Kvöld eitt um vetur teygði hún sig upp á skáp í stofunni og sýndi mér Camelpakka: Þetta er handa Lámsi ef hann skyldi koma, sagði hún og brosti íbyggin út í myrkan garðinn og var horfin inn í hugsun sína. Það er sérkennileg lífsreynsla að hafa kynnst Hólmfríði Pálsdóttur, í blíðu og stríðu, þar fór hugrökk kona sem gekk sína línu í leik og starfi, en líka hrædd kona á erfiðum stundum þegar hengiflugið blasti við, einmanakennd, örvænting, veikindi. Þar fór kona sem hafði allt reynt, vissi jafnvel meira en hún kærði sig um að vita og muna í djúpi sálar sinnar. Hómfríður Pálsdóttir var alla tíð umvafin elsku fjölskyldu sinnar og vina, og gaf til baka það sem hún megnaði í stolti sínu, listrænum metnaði, sjálfsgagnrýni, kröfuhörku og spenntu lífi. Níels Hafstein. Fleiri minningargreinar um Hólmfríði Pálsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast næstu daga. að hann gæti verið heima. Einnig á það hjúkrunarfólk sem gerði það kleift þakkir skilið. Ingi var alltaf bjartsýnn um bata í veikindum sínum og var fyrirhug- uð ferð um hálendið nú í sumar. Um leið og við kveðjum Inga vottum við Björk, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- Úð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Rúnar, Helga, Birgir, Guðbjörg og börn. Ingi B. Sigurðs- son - Minning + Maðurinn minn, HJALTI JAKOBSSON garðyrkjubóndi, Laugargerði, Biskupstungum, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 26. júní kl. 13.30. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Frfður Pétursdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ GÍSLADÓTTIR, Þangbakka 8, Reykjavfk, verður jarðsungin föstudaginn 26. júníkl. 13.30 í Fossvogskirkju. Birgir Már Norðdahl, Edda Norðdahl, Gfsli Norðdahl, Marfa Norðdahl, barnabörn og Ruth Nielsen, Lárus Gfslason, Rúna Bjarnadóttir, Sturla Þengilsson, barnabarnabörn. Eigimaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN HJARTARSON, Álfafossi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni f Reykjavík föstudaginn 26. júní kl. 10.30. Jarðsett verður á Lágafeli. Sólveig Sigurðardóttir, Sigurður Guðjónsson, Brynhildur Sigurmundsdóttir Marta Guðjónsdóttir, Jóhannes Johnsen, Pétur Guðjónsson, Guðrún Guðmundsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG BERGSDÓTTIR, Grundargerði 11, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 26. júní kl. 13.30. • Gissur Sigurðsson, Ingigerður Gissurardóttir, Örlygur Benediktsson, Jón B. Gissurarsson, Erna B. Guðmundsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakk’ir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGURBORGAR SIGURJÓNSDÓTTUR frá Ljótsstöðum fVopnafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sundabúða. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Fossheiði 34, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands og Ljósheima, hjúkrunarheimilis aldraðra. Þorbjörg Sigurðardóttir, Kolbeinn Ingi Kristinsson, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Hákon Ólafssson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHELMS STEINSEN fv. deildarstjóra f Landsbanka Islands. Sérstakar þakkir eru, færðar starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík fyrir þá kærleiksríku umönnun er hann naut þar. Einnig til stjórnar og starfsfólks Landsbanka íslands fyrir virðingu og tryggð honum sýnda. Megi góður Guð vera með ykkur öllum. Garðar Steinsen, örn Steinsen, Már Steinsen, Guðrún Marta Þorvaldsdóttir, Elsa Sigrfður Þorvaldsdóttir, Arna Katrfn Steinsen, Stefán Steinsen, Anna Guðrún Steinsen , og langafabörn. Ásthildur Steinsen, Erna Franklín, Vilheim Steinsen yngri, Ómar Benediktsson, Sveinbjörn Sigurðsson, Magnús Pálsson, Edda Björk Guðmundsdóttir, Brynja Björk Steinsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.