Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1992 Aukið frelsi í flugmálum: S AS segir reglur EB ósanngjamar Kaupmannahöfn, Lúxemborg. Reuter. TALSMAÐUR skandínavíska flugfélagsins SAS sagði í gær að nýjar reglur Evrópubandalagsins (EB) um aukið frelsi í flugmálum kæmu sumum flugfélögum betur en öðrum. Helstu flugleiðir SAS yrðu opnar fyrir samkeppni í byijun næsta árs, en mörg flugfélög annarra landa hefðu aðlögunartíma til ársins 1997. Samkvæmt reglunum á að af- nema takmarkanir á áætlunarflugi og fargjöldum innan aðildarríkja EB, en innanlandsleiðir verða þó ekki gefnar fijálsar fyrr en árið 1997. Talsmaður SAS sagði að flugfélagið hefði helst viljað að allar leiðir yrðu gefnar fijálsar þegar í stað. Sam- k'væmt reglum EB geta önnur flug- félög flogið á milli Kaupmannahafn- ar, Stokkhólms og Oslóar á næsta ári, þar sem það teljast alþjóðlegar leiðir, en SAS gæti ekki keppt á leiðum eins og Berlín-Frankfurt eða Róm-Mílanó fyrr en eftir fimm ár. Sérfræðingar frá EB, sem staddir voru í Lúxemborg í tengslum við fund samgönguráðherra bandalags- ins, sögðu í gær að mikil þrengsli á flugvöllum og í lofthelgi bandalags- ins vörpuðu skugga á setningu nýju reglanna, sem eiga að leiða til lækk- unar fargjalda og fjölgunar áætlun- arleiða. „Ef ekkert er gert í þessum málum verður aukið frelsi í flugmál- um til lítils gagns, því flugfélögin geta ekki nýtt sér það,“ sagði einn sérfræðinganna. Reuter Fólk í biðröð við brauðbúð í miðborg Sarajevo. Onnur matvæli en brauð eru ófáanleg í borginni og íbúarnir dvelja því sem næst allan daginn í neðanjarðarbyrgjum vegna stórskotaárása Serba. Þeir sem hætta sér út í búð mega búast við árás hvenær sem er. Ekkert lát á árásunum á Sarajevo: Baker vill frekari refsiaðgerð- ir vegna „viUimennsku“ Serba Embættismenn SÞ úrkula vonar um að flugvöllurinn verði opnaður í bráð Sariýevo, Washington, Belgrad, Lundúnum, EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna kváðust í gær úrkula vonar um að hægt yrði að tryggja tveggja sólarhringa vopnahlé svo koma mætti vist- um til 300.000 íbúa Sarajevo, sem eiga á hættu að verða hungurmorða vegna umsáturs Serba. Ekkert lát var á stór- skota- og sprengjuvörpuárás- um Serba á borgina. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst ætla að beita sér fyrir frekari refsiað- gerðum gegn Serbum vegna „villimennsku" og „ómennsku“ þeirra í Bosníu-Herzegovínu. Lewis MacKenzie hershöfðingi, helsti samningamaður Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo, fór í gær á fund við serbneska leiðtoga utan við bosnísku höfuðborgina til að freista þess að semja við þá um vopnahlé svo hægt verði að opna flugvöllinn í borginni og koma matvælum og lyfjum til borg- arbúa. Serbnesku leiðtogarnir hafa fallist á að láta flugvöllinn af hendi til friðargæsluliða Sam- einuðu þjóðanna. MacKenzie sagði hins vegar um helgina að friðargæsluliðarnir gætu ekki opnað flugvöllinn nema komið yrði á tveggja sólarhringa vopnahléi. Hershöfðinginn sagði áður en hann ræddi við serbnesku leiðtogana að engar líkur væru á að bardögunum linnti í bráð. Talsmaður Carringtons lávarð- ar, sem hefur reynt að koma á friði í Bosníu-Herzegovínu fyrir hönd Evrópubandalagsins, sagði að forsetar Bosníu, Serbíu og Kró- atíu hefðu samþykkt að efna til friðarviðræðna í Strassborg á morgun, fimmtudag. Hann sagði þó líklegt að forseti Bosníu yrði að senda fulltrúa sinn til viðræðn- anna vegna bardaganna í Sarajevo. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kvaðst ætla að leggja til við forseta sinn að stjórn- in beitti sér fyrir brottrekstri Serb- íu úr alþjóðasamtökum og -stofn- Novi Travnik. Reuter. unum. Ráðherrann vill ennfremur að stjórnin hafni júgóslavneska sendiherranum í Washington og einu ræðismannsskrifstofu Júgó- slavíu í Bandaríkjunum verði lok- að, en hún er í Chicago. „Það er erfitt að trúa því að hersveitir skuli enn þann dag í dag hleypa af stórskotabyssum og sprengjuvörpum á hvað sem fyrir er í hjarta borgar, stökkva varnar- lausum mönnum, konum og böm- um á flótta og skjóta þau síðan,“ sagði Baker. „Þetta er ekkert ann- að en villimennska og ómennska." Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, kvaðst í gær harma að geta ekkert gert til að stöðva blóðsúthellingarnar í Sarajevo. „Gagnslaus reiði er rétta lýsing- in,“ sagði hann og bætti við að það væri sorglegt að Evrópuband- alaginu, Sameinuðu þjóðunum og Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (RÖSE) skyldi ekki hafa tekist að binda enda á stríðið í Bosníu. Eistland; Rússar neita að nota krónuna EISTLENDIN G AR tóku um helgina upp eigin gjaldmiðil sem ber heitið króna (kroon) og á sama tíma varð óleyfilegt að nota rúbluna, gjaldmiðil Sovét- ríkjanna fyrrverandi. Eru Eist- lendingar fyrsta fyrrum sovét- þjóðin sem losar sig við rúbluna. Almenningur fékk að skipta 1.500 rúblum, eða sem svarar einu meðalmánaðarkaupi, yfir í 150 krónur og greip um sig mikið kaup- æði í landinu dagana fyrir gjaldmið- ilsbreytinguna. Rússneskir her- menn í Eistlandi fengu ekki að skipta rúblum yfir í krónur og hafa þeir mótmælt þeirri ákvörðun harð- lega. Þá hafa Rússar sem eru í meirihluta víðsvegar í Eistlandi margir neitað að nota nýja gjald- miðilinn og hefur enn verið stuðst við rúbluna á mörkuðum í þeim hluta landsins. Eistnesk stjórnvöld ætla hins vegar að koma í veg fyr- ir slíkt með lögregluaðgerðum. Nasistaveiðarinn Simon Wiesenthal: „ Aðeins hægt að sækja baltnesku stríðsglæpamennina til sakau NASISTAVEIÐARINN Simon Wiesenthal, sem enn rekur Upplýs- ingaskrifstofu gyðinga í Vín þrátt fyrir að hann sé orðinn 84 ára gamall, segir að hann muni breyta áherslum í starfi sínu á næst- unni. Flestir þeir nasistar sem enn séu á lífi séu orðnir það gaml- ir að þó að hægt væri að hafa uppi á þeim yrðu þeir aldrei dregn- ir fyrir dómstóla. Þeir einu sem hugsanlega væru ekki orðnir of gamlir væru sjálfboðaliðar frá Eystrasaltsríkjunum. Héðan í frá skipti því mestu máli að reyna að finna morðingja morgun- dagsins. „Við höfum undanfarið fengið nýjar upplýsingar um nasista úr skjalasöfnum í kommúnistaríkj- unum fyrrverandi í Austur-Evr- ópu. Á grundvelli slíkra upplýs- inga tókst mér í fyrra að hafa uppi á fyrrum yfirmanni þýska hernámsliðsins í Póllandi, Hans Frank. Það kom í ljós að maður- inn bjó á Kanaríeyjum. Á meðan á stríðinu stóð drottnaði hann líkt og kóngur í Póllandi," segir Wies- enthal í viðtali við danska dag- blaðið BT. „En þegar mér tókst loks að finna hann var hann orð- inn 91 ára gamall og það segir sig sjálft að það er ekki hægt að draga hann fyrir rétt. Öll vitni, þau sem lifðu af, eru látin. Það hefur liðið of langur tími.“ Wiesenthal segist telja að rétt- arhöldin í Þýskalandi gegn Josef Schwammberger hafi verið þau síðustu gegn gömlum nasista. Wiesenthal fann Schwammberg- er, sem ber ábyrgð á dauða þús- unda gyðinga, í Suður-Ameríku árið 1972 en þá tókst honum að komast undan og fannst ekki aft- ur fyrr en fyrir þremur árum. „Nú er maðurinn orðinn áttræður og eftir örfá ár komast læknarnir að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að halda honum lengur í fang- elsi,“ segir hann. „Einu stríðsglæpamennirnir sem enn eru á lífi og hugsanlega eru ekki orðnir of gamlir til að sækja til saka eru sjálfboðaliðarn- ir frá Eystrasaltsríkjunum. Það voru margir frá Eistlandi, Litháen og Lettlandi sem tóku þátt í út- rýmingarherferðinni. Þetta voru ungir menn og sök þeirra er meiri en nasistanna sjálfra því þeir buðu sig fram af fúsum og fijálsum vilja. Þeir myrtu nágranna sína og skólafé- laga og stálu eignum þeirra.“ Wiesenthal segir mikilvægast nú fyrir sig að koma í veg fyrir að nasisminn rísi upp á ný. Hann Simon Wiesenthal á skrifstofu sinni. segir stjórnmálamenn í Evrópu vera skammsýna og einungis hugsa fram að næstu kosningum. Þeir vinni heldur ekki nógu mikið með ungu fólki. Öfgamenn séu hins vegar duglegir við að einbeita sér að ungmennum. „í mínum huga leikur enginn vafi á því að besta vörnin gegn nýnasisma sé að sjá til þess að unga fólkið hafi atvinnu. Einungis fimm prósent þeirra, sem gerast aðilar að svona samtökum, hafa einhvern áhuga á nasisma. Hinum 95% væri hægt að bjarga ef þau hefðu eitthvað fyrir stafni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.