Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 Hagfræðingur VSÍ um útflutnings- tekjur sjávarafurða á næsta ári: Risajeppar sýndir Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson „Ford-tröll“ verða sýnd á höfuðborgarsvæðinu næstu daga á vegum Globus, Bílabúðar Benna og Landssambands íslenskra akstursíþróttamanna. Bigfoot-jeppinn sem á myndinni sést er 3,5 metra hár og dekkin eru vel mannhæðarhá, 1,75 metrar. Jeppinn er Qórhjólastýrður og er notaður í sýningar- atriðum. 17 útlendingar standa að sýningunum, sem eru hluti af Evrópuferð hópsins. Skuldabréfaútboð Húsnæðisstofnunar: Tilboðum tekið í bréf fyrir 245 milljónir kr. Morgunblaðið/Rúnar Þór Með sjónvarp í dráttarvélinni Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Nefnd kanni tilhögun vamarsamstarfisins Óánægja starfsmanna vamarliðsins með kaupskrámefnd Á FÍÖLMENNUM fundi starfsmanna varnarliðsins er haldinn var á Stapa í Njarðvík í gær, lýsti Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra því yfir að skipuð hefði verið nefnd er ætlað væri að kanna framtiðartilhögun varnarsamstarfs íslands og Bandaríkjanna og framtíð Atlantshafsbandalagsins. Á fundinum kom fram mikil óánægja meðal starfsmanna vamarliðsins, en ráðherra tilkynnti að hann hefði skipað nýja menn í kaupskrárnefnd. Auk þess muni hann eiga viðræður við sendiherra Bandaríkjanna og forsvarsmenn vara- arliðsins í vikunni. í ræðu utanríkisráðherra kom fram, að hann hefði í gær skipað nefnd í samráði við forsætisráð- herra, er ætlað væri að endurskoða tilhögun vamarmála. Nefndin eigi að hefja beinar viðræður við for- svarsmenn Atlantshafsbandalags- ins og bandaríska aðila um framtíð vamarsamstarfsins við Bandaríkin og um framtíð Atlantshafsbanda- lagsins. í nefndinni em sex menn. Tveir stjóri og Gunnar Pálsson sendi- herra. Nefndinni er ætlað að skila áfangaskýrslu 1. október og endan- legri skýrslu um áramót. Á fundinum komu fram þungar áhyggjur starfsmanna varnarliðs- ins af framtíðarhorfum í atvinnu, auk þess sem Bandaríkjamenn sæki í sífellt fleiri störf er áður hafí ver- ið unnin af íslendingum. Einnig kom fram óánægja með störf kaupskrámefndar, sem hefur ákveðið kjör starfsmanna vamar- liðsins. Gerði utanríkisráðherra fundinum grein fyrir því, að hann hefði skipað nýja menn í nefndina, Óskar Halldórsson forstöðumann vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, Ragnar Halldórsson stjómarformann ÍSAL og Guðmund Gunnarsson varafor- mann rafíðnaðarsambandsins. Ráð- herra kvaðst mundu eiga fund með nefndinni til að ræða framtíðar- starf hennar. Ráðherra sagði einnig, að hann myndi eiga fund með talsmönnum vamarliðsins og sendiherra Banda- ríkjanna í vikunni, og myndi hann ræða við þá um kjör starfsmanna vamarliðsins. em skipaðir af utanríkisráðherra, Benedikt Gröndal formaður nefnd- arinnar og Karl Steinar Guðnason alþingismaður. Forsætisráðherra skipaði einnig tvo nefndarmenn, Björn Bjamason alþingismann og Albert Jónsson deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu. Auk þeirra eiga sæti í nefndinni tveir embættis- menn utanríkisráðuneytisins, þeir Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytis- Skerðingin um 4,5 milljarðar Loðnuafli vegnr á móti skerðingu í þorski SKERÐING útflutningstekna sjávarafurða vegna minni þorsk- kvóta verður einungis um 4,5 milljarðar króna á næsta ári, samkvæmt áætlun Hannesar G. Sigfurðssonar, hagfræðings VSÍ. Hannes telur að hluti skerðingarinnar muni koma fram þegar á þessu ári, en veiði á öðrum fisktegundum en þorski muni skila um tveimur milljörðum í tekjur á næsta ári. „Breytingin verður ekki svo mikil milli almanaksáranna 1992 og 1993. Áfallið verður aðallega á þessu ári,“ sagði Hannes. „Á árinu er reiknað með miklum loðnuafla sem fer langt með að vega upp skerðinguna í þorski. Á næsta ári Borgarsljóri formaður borgarráðs Á FUNDI borgarráðs í gær fór fram kjör formanns og varaformanns ráðsins og var Markús Örn Antonsson borg- arstjóri kjörinn formaður. Varaformaður var kjörinn Vilhjálmur Þ. Vilþjálmsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Auk þeirra eiga sæti í ráðinu þau Katrín Fjeldsted, Ámi Sig- fússon og Júlíus Hafstein borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs. verður hins vegar skerðing í þorski er nemur um 6,5 milljörðum, en þar koma um 2 milljarðar á móti, e'inkum vegna ýsu, grálúðu og rækju. Ef við veiðum úthafskarfa í viðbót við þetta gætum við endað með samdrátt i útflutningstekjum upp á 2-3 milljarða." Hannes sagði að þó yrði að gá að því að þegar hefði verð á físki lækkað um 3% og spáð væri frekari verðlækkun. Gæti það orðið til að útkoman versnaði nokkuð. „Almanaksárin 1992 og 1993 verður heildarskerðingin að mínu mati um 7,5 milljarðar, þótt tekjur af þorski minnki um 13 milljarða. Á móti munu koma um 4 milljarða tekjur af loðnu, 1 milljarður vegna ýsu og eitthvað vegna rækju og fleiri tegunda," sagði hann. Hannes kvað sennilegt að menn myndu halda nokkuð í við sig við veiðarnar frá því er fískveiðiárið hefst þann 1. september og til árs- loka, því þorskkvóti fyrir fískveiði- árið væri takmarkaður, og óskyn- samlegt að klára hálfan kvótann á fjórum mánuðum. Því muni nokkuð af skerðingu þorskkvótans skila sér þegar á þessu ári. V estmannaeyjar: Nýr Heijólfur í áætlun Vestmannaeyjum. NÝJA V estmannaeyjaferj an Herjólfur fór í fyrstu áætlunar- siglinguna til Þorlákshafnar í gær, en síðdegis á mánudag kom gamli Herjólfur til Ejja úr síð- ustu áætlunarsiglingunni. Heijólfur lagði af stað frá Eyjum rúmlega hálf átta í gærmorgun og var kominn til Þorlákshafnar tveim- ur og hálfum tíma síðar. Vel gekk að lesta og losa skipið og var það komið til Eyja á ný klukkaii rúm- lega þijú í gær. Skipið mun nú taka við áætlunarsiglingum milli Eyja og Þorlákshafnar af gamia Heijólfí sem sinnt hefur þeim siglingum síð- astliðin 16 ár. Gamli Heijólfur er nú til sölu en enn hefur ekki fengist kaupandi og mun skipið því liggja við bryggju í Eyjum fyrst um sinn. Grímur Ikveikja í vinnuskúr Slökkviliðið í Reylgavík var í gærkvöldi kallað að vinnuskúr í Blesugróf, þar sem logaði tals- verður eldur. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins, en skúrinn er mikið brunn- inn og skemmdur. Að sögn lögreglu er talið að um íkveikju hafí verið að ræða. ALLS bárust tilboð að fjárhæð um 394 milljónir króna frá 45 aðilum í fyrsta skuldabréfaútboði Húsnæðisstofnunar en frestur til að skila inn tilboðum rann út í gær. Ákveðið var að taka tilboðum með 7,15% eða lægri ávöxtun umfram lánskjaravísitölu og hljóðuðu þau upp á samtals 245 miHjónir. Fá þessir tilboðsgjafar öll þau bréf sem þeir óskuðu eftir miðað við 7,15% ávöxtun jafnvel þó tilboð þeirra hafi verið lægri. Það voru lífeyrissjóðir sem keyptu meginhluta bréfanna. Að sögn Svanbjörns Thoroddsens hjá Verðbréfamarkaði íslands- banka, • sem annast útboðið, er 7,15% ávöxtun sama ávöxtun og lífeyrissjóðum hefur staðið til boða af húsbréfum að undanfömu. Hann sagði að þátttakan í þessu fyrsta útboði gæfí tilefni til bjartsýni um framhald útboðanna í Ijósi þess að framboð annarra bréfa hefði verið mikið síðustu vikur. Þá mætti búast við að heildarfjárhæð tilboða sveifl- aðist frá einum mánuði til annars. Tilboðin sem bárust í bréfin voru með ávöxtun á bilinu 7-7,26% en alls námu tilboð með 7,11-7,15% ávöxtun 145 milljónum. Húsnæðisstofnun mun skv. sam- komulagi við lífeyrissjóðina bjóða út 3 milljarða á þessu ári í sjö mánaðarlegum áföngum. Útboðin verða næst síðasta þriðjudag hvers mánaðar það sem eftir er ársins. Bogi Þórhallsson, bóndi á Stóra-Hamri í Eyjafírði og flugvallarstarfs- maður á Akureyrarflugvelli, er að því er best er vitað sá fyrsti sem er með sjónvarp í dráttarvél sinni. „Þetta styttir manni stundirnar þegar aka þarf hring eftir hring tímunum saman,“ sagði Bogi. Að- spurður hvort ekki væri nein hætta á því að hann æki út í skurð ef góð spennumynd væri í sjónvarpinu svaraði Bogi því til að það yrði þá bara að koma í Ijós, en hann kvaðst ekki vera sérlega uggandi um að svo færi. Að því búnu tók hann aftur til við sláttinn, en hann varð fyrstur til að hefja slátt á þessu sumri og nú ætti Bogi að geta fylgst með Evrópukeppninni í knattspyrnu þótt hann sé önnum kafínn við heyskapinn. Beiyamín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.