Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992
Fyrsti lax sumarsins?
Jafnan er nokkur spenna meðal veiðimanna hvar og hver veiði
fyrsta lax sumarsins. Kemur hann úr Norðurá eða Þverá? Eða
Laxá á Ásum? Hin seinni ár hafa eldislaxar verið að veiðast í
Hlíðarvatni í Selvogi í maí, en teljast þeir fullgildir kandídatar? Á
meðfylgjandi mynd er hins vegar ósvikinn kandídat og ef búrfísk-
amir úr Hlíðarvatni em dæmdir úr leik, mætti vel ímynda sér að
þama fari fyrsti lax sumarsins. Veiðimaðurinn heitir Júlía Jörgens-
en og veiddi hún þennan 8 punda lax á spón 24. maí síðastliðinn.
Veiðistaðurinn var Miklavatn í Fljótum, en í það rennur kunn lax-
veiðiá, Fljótaá, og má ætla að þessi fallegi vorlax hafí verið á leið
í hana er hann sá glitta í spón Júlíu.
Lítið miðar á fundum
um nýja ÍSAL-samninga
t GÆR var haldinn stuttur fundur í deilu íslenska álfélagsins og
stéttarfélaga starfsmanna þess. Á honum ítrekuðu aðilar fyrri við-
horf til helsta ágreiningsefnisins, sem er spurningin um svigrúm
ÍSAL til að bjóða út einstök verkefni. Deilan er enn i höndum ríkis-
sáttasemjara, en ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti sáttafundur
verður haldinn.
Vinnuveitendasamband íslands
hefur átt aðild að samningaviðræð-
unum fyrir hönd ÍSAL. Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri, segir að fundurinn í gær
hafí verið örstuttur og aðilar að-
eins áréttað fyrri afstöðu sína.
ÍSAL leggi mikla áherslu á að ná
fram breytingum á samningunum,
sem geri fyrirtækinu kleift að bjóða
út einstök verkefni með sama
hætti og tíðkist hjá öðrum fyrir-
tækjum í landinu. í því sambandi
líti forsvarsmenn fyrirtækisins
meðal annars til samninga verka-
lýðsfélaga við Atlantsálsfyrirtæk-
in. Viðsemjendur ÍSAL eigi aðild
að þeim samningum og þar séu
ekki fyrir hendi þær hömlur á út-
boðum sem fyrirtækið búi nú við.
Gylfí Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna ÍSAL, segir
að fyrir hálfum mánuði hafí
samningamenn vinnuveitenda lagt
fram pakka, með því sem þeir
hafi kallað velferðarmál ÍSAL. Þar
hafí verið áætlanir um hvemig
gert yrði upp við starfsmenn eða
þeir fluttir til, sem ynnu í þeim
deildum fyrirtækisins, sem hug-
myndir væru uppi um að leggja
niður. Þessum pakka hefðu fulltrú-
ar starfsmanna hafnað á fundinum
í gær og hefðu vinnuveitendur þá
ekki talið ástæðu til að halda við-
ræðum áfram að sinni.
Hann segir að hugmyndir ÍSAL
gangi út á að bjóða til dæmis út
mötuneyti, ræstingu, byggingar-
vinnu og hafnarvinnu ef þessar
hugmyndir nái fram að ganga.
Starfsmenn meti það svo, að milli
150 og 200 manns myndu missa
vinnuna ef af yrði, en starfsmenn
fyrirtækisins séu að jafnaði milli
600 og 650.
Gylfí segir að lokum, að það sé
rangt hjá forsvarsmönnum vinnu-
veitenda að bera aðstæður hjá
fyrirtækinu saman við önnur fyrir-
tæki, hvað þá álver Atlantsálsfyrir-
tækjanna, sem ekki sé einu sinni
farið að byggja. ÍSAL hafi gengið
inn í ákveðið rekstrarumhverfi
þegar það tók til starfa og í því
felist meðal annars, að verkalýðs-
félögin hafí samningsrétt hvað
þessi mál varðar. Nú krefjist
stjómendur ÍSAL þess að starfs-
menn samþykki einhliða kröfur
þeirra eða fái enga samninga ella.
Slík vinnubrögð skili hins vegar
engum árangri.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 24. JUNl
YFIRLIT: Yfir Norðausturlandi er nærri kyrrstæð 984 mb lægð sem grynn-
ist smám saman. Yfir Norðvestur-Grænlandi er 1.025 mb hæð. SPÁ:
Norðanlands verður norðanátt, víða stinningskaldi eða allhvasst og
slydda, en dregur úr vindi og slyddu þegar líður á daginn. Sunnanlands
verður norðvestankuldi eða stinningskaldi og nokkuö bjart.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG:Norðanátt og þurrt vestanlands en annars
breytileg átt og víða súld eða rigning. Fremur kalt í veðri.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Aust- og norðaustlæg átt. Rigning eða súld á
Suðaustur- og Austurlandi en víða þurrt annars staðar. Heldur hlýnandi.
Svarsfmf Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
O ^
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
f f f * f * ***
f f * f * *
f f f f * f * * *
Rigning Slydda Snjókoma
Skýjað Alskýjað
V V V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og flaðrimar vindstyrk,
heil fjööur er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Poka
■J.
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Töluvert sandfok er nú á Mýrdalssandi og búast má við að það standi
fram yfir miðnætti. Vegfarendur eru varaðir við að leggja ekki á sandinn
meðan á þessu stendur. Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir,
utan einstaka vegakafla á Vestfjörðum sem lokaðir eru vegna aurbleytu
og sumstaðar eru sérstakar öxulþungatakmarkanir af þessum sökum.
Á Norðausturlandi hafa hálendisvegir í öskju, Kverkfjöllum og Snæfelli
verið opnaðir. Á Suöurlandi hefur verið opnað ( Jökulheima og Veiði-
vötn. Þessar leiöir eru aðeins færar jeppum og stórum bílum. Þorska-
fjarðarheiði á Vestfjöröum hefur nú verið opnuö fyrir alla umferð. Klæð-
ingaflokkar eru nú að störfum víða um landið og að gefnu tilefni eru
ökumenn beðnir um að virða sérstakar hraðatakmarkanir til þess að
forða tjóni af völdum steinkasts. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 6 alakýjað
Reykjavík 6 skúr
Bergen 12 skýjað
Heleinki 15 hálfskýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssarssuaq 5 t>oka
Nuuk 4 léttskýjað
Osló 18 skýjað
Stokkhólmur 18 skýjað
Pórshöfn 11 rigning
Algarve 20 skýjað
Amsterdam 18 skýjað
Barceiona 21 hálfskýjað
Berlín 23 hátfskýjað
Chicago 14 alskýjað
Feneyjar 24 skýjað
Frankfurt 21 skúr
Glasgow vantar
Hamborg 17 skýjað
London 20 mistur
Los Angeles 18 atskýjað
Lúxemborg 23 skýjað
Madrid 17 skýjað
Malaga 22 skýjað
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal 13 léttskýjað
New York 14 lóttskýjað
Orlando 25 skýjað
Parla 10 skýjað
Madeira 20 skýjað
Róm vantar
Vín 29 skýjað
Washington 17 skýjað
Winnipeg 12 léttskýjeð
Fiskimjölsverksmiðjan að Kletti.
Faxamjöl hf.:
Óskar eftir að reka
verksmiðjuna á Kletti
á næstu loðnuvertíð
FAXAMJÖL hf. hefur óskað eftir heimild borgaryfirvalda til að
reka fiskimjölsverksmiðjuna að Kletti á næstu loðnuvertíð. Ólína
Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs, vakti athygli á að
meginrök fyrir að heimila bæri starfsleyfi fiskimjölsverksmiðjunnar
í Orfirisey væru að verksmiðjan að Kletti hætti starfsemi. Markús
Örn Antonsson borgarsfjóri benti á að einungis væri farið fram á
heimild .til reksturs á næstu loðnuvertíð. Erindinu var vísað til heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur.
í erindi Faxamjöls hf. kemur
fram, að afhenda átti Reykjavíkur-
borg verksmiðjuna að Kletti til eign-
ar um síðustu áramót. Er borgaryf-
irvöldum þökkuð lipurð og stuðn-
ingur við umsókn um starfsleyfi
fyrir verksmiðju fyrirtækisins í Or-
fírisey en sú verksmiðja hafí verið
í rekstri allan sólarhringinn nánast
alla daga vikunnar frá 5. mars síð-
astliðnum. „Engan reyk leggur frá
verksmiðjunni og enga lykt. Er ljóst
að sú framkvæmd hefur tekist eins
og best verður kosið."
Óskað er eftir heimild til að reka
verksmiðjuna að Kletti á næstu
loðnuvertíð, þar sem mjög gott út-
lit sé með stærð loðnustofnsins og
horfur á vertíðinni góðar. Fyrirtæk-
ið geri út loðnuskip og að það muni
hjálpa skipunum verulega að geta
landað afla sínum í Reykjavík. Tekj-
ur Reykjavíkurborgar séu verulegar
ekki síst Reykjavíkurhafnar og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur af
rekstri verksmiðjunnar auk annarr-
ar þjónustu við skipið. Þá horfí illa
með atvinnu fyrir næstu mánuði
en verksmiðjan veitir um 30 mönn-
um atvinnu á vertíð, auk þeirrar
óbeinu atvinnu sem hún skapar
ýmsum þjónustufyrirtækjum.
Fram komin ósk sé háð því að
borgaryfirvöld telji ekki þörf á að
rífa vérksmiðjuna á þessu ári. Ljóst
sé að rekstur verksmiðjunnar sé
þymir í augum margra vegna lykt-
ar sem frá henni leggur á þeim
dögum er vindátt er óhagstæð.
„Kann það að hafa einhver áhrif á
ákvörðun borgaryfírvalda. Hins
vegar er um tiltölulega stuttan
vinnslutíma að ræða eða 2 til 4
mánuði eftir því hvar veiðisvæðin
liggja og á þeim tíma árs sem borg-
arbúar verða minnst varir við lykt-
ina.“
í bókun Ólínu segir, að rökin
fyrir að heimild fyrir starfsleyfí
Fiskimjölsverksmiðjunnar í Örfiris-
ey hafí verið að verksmiðjan að
Kletti hætti nokkurn veginn sam-
tímis. Nú væru ijórir mánuðir liðnir
frá því leigusamningur borgarinnar
að Kletti rann út. „Mikinn ódaun
leggur frá verksmiðjunni þegar hún
er í gangi og ekki forsvaranlegt að
láta hana starfa áfram. Með því að
framlengja starfssamninginn myndi
Reykjavíkurborg ganga á bak orða
sina, svokölluð „atvinnusjónarmið"
mega ekki réttlæta orðabrigð eða
umhverfisspjöll."
í svari borgarstjóra segir, að
Faxamjöl fari einvörðungu fram á
að reka verksmiðjuna á næstu
loðnuvertíð. Um frekari rekstur sé
ekki að ræða, því verksmiðjan verði
rifín á næsta ári af skipulagsástæð-
um. „í ljósi þess hve alvarlega horf-
ir í atvinnumálum er eðlilegt að
þessi beiðni sé tekin til jákvæðrar
meðferðar hjá borgaryfírvöldum."