Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.06.1992, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1992 Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HATIÐAHOLD 17. júní hátíð í nálægð Kennedy- geimstöðvarinnar honum er _mynd af Leifi Eiríks- syni, sem Asgeir Asgeirsson aug- lýsingateiknari málaði eftir Leifs- styttu Alexanders Kalders, sem bæði er á Skólavörðuholtinu í Reykjavík og sjóminjasafni í Virgi- níu. Asgeir færði félaginu fánann að gjöf. Síðan minntist Anna Bjamason, formaður félagsins, stofnunar lýð- veldis á Þingvöllum 1944 og fjall- konan birtist á íslenskum búningi og fór með ísland farsælda Frón eftir Jónas Hallgrímsson. Ragn- heiður Jones var í hlutverki fjall- konunnar. Síðar hófust fjölbreyttir leikir ásamt reiptogi og pokahlaupi. Var þessi dagskrárliður einkum sniðinn fýrir bömin en þeir fullorðnu tóku virkan þátt í leikjunum. Rúsínan í pylsuendanum var sigling á hrað- báti um Bananaána. Skipstjóri var Len Addocock, sem' kvæntur er íslenskri konu. Þótti siglingin hin ævintýralegasta, en á kafla leiðar- innar var bátnum siglt á 52 mílna hraða eða um 80 km hraða á klst. Hátíðinni lauk með því að allir viðstaddir sungu Hvað er svo glatt við gítamndirleik Eddu Le May. 1 Fjallkonan, Ragnheiður Jones, við nýja félagsfánann sem Ásgeir Ásgeirsson málaði og gaf félag- inu. Leifur Eiríksson, íslensk-amer- íska félagið á Orlandosvæð- inu, minntist 48 ára afmælis lýðveldisins með fjölskyldusam- komu á Merritt-eyju, sem er á siglingaleið innan skeija örskammt frá Kennedy-geimstöðinni á Cana- veralhöfða, sunnudaginn 14. júní. Um 80 manns sóttu hátíðina og kom hver fjölskylda með sín mat- föng, en grillaðstaða var á staðn- um. Dagskráin hófst með afhjúpun, nýs og fallegs fána félagsins. Á Blái úlfurinn var í stöðugum ferðum með gesti 17. júni hátiðarinnar. Morgunblaðið/Björn Blöndal Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar afhendir Gunnari Þórð- arsyni listamanni viðurkenningarskjal fyrir að vera útnefndur listamaður Keflavikur 1992. MENNING Gunnar Þórðarson lístamaður Keflavíkur 1992 Gunnar Þórðarson hljóðfæra- leikari og lagasmiður hefur verið útnefndur listamaður Keflavíkur 1992 af bæjarstjórn og var honum af þessu tilefni afhent á þjóðhátíðardaginn viðurkenningarskjal og peninga- styrkur að upphæð 300 þúsund kr. Bæjarstjórn hefur ákveðið að útnefna listamann Keflavíkur á hveiju ári og er þetta í annað árið sem hún fer fram. í fyrra var Erlingur Jónsson högg- og myndlistarmaður út- nefndur listamaður Keflavíkur og var honum falið að gera lista- verk af þessu tilefni. Þá hefur verið komið fyrir marmarasúlu í skrúðgarðinum þar sem lista- verkið verður sett upp og nöfn þeirra listamanna sem út- nefninguna hljóta rituð. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæj- arstjórnar sagði við þetta tæki- færi að Gunnar Þórðarson hefði verið fyrsti hljóðfæraleikarinn og lagasmiðurinn til að hljóta lista- mannalaun. Hann væri nú búinn að semja um 400 dægurlög, hefði gert texta við söngleiki, samið verk fyrir sjónvarpsmyndir og kvikmyndir og fyrir sinfóníu- hljómsveit. -BB MEGA SKÍFULAGA ÞAKPLÖTUR Tilboðsverð ímaíogjúní Gott verð MEGA skífulaga álptðtumar ryðga ekki og upplitast ekki. Þær era langtímalausnin sem þú leitar að. Fást í mörgum stsrðum. Yfir þrjátíu ára reynsla á íslandi. LANGTÍMALAUSN MÆiEEáXS SEM ÞÚ LEITAR AÐ gTlKZMM** SPARAÐU VIÐHALD Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík NOTAÐU ÁL Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sími 91-680606. Fax 91-680208. Morgunblaðið/Björn Blöndal Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn hefur nú verið opnuð í flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum ferðamálasamtaka Suðumesja og nýtir fjöldi ferðamanna sér þessa þjónustu. COSPER - Hvers vegna ég sef hér? Það er vegna þess að öll her- bergi voru upptekin á Hótel Sögu. SUÐURNES Upplýsinga- miðstöð fyr- ir ferðamenn opnuð í Leifsstöð Upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn hefur nú verið opnuð í flugstöð Leifs Eiríkssonar á vegum Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Upplýsingamiðstöðin var opnuð seinni part sumars í fyrra og þá starfrækt í tæpa tvo mánuði. Jóhann D. Jónsson ferða- málafulltrúi Suðumesja sagði að í fyrra hefðu komið tæplega 4.000 fyrirspumir frá ferðamönnum sem voru að koma til landsins sem sýndi glöggt að þörf væri á þess- ari miðlun. Jóhann sagði að í ljós hefði komið að ferðamenn hefðu einnig kosið að sækja ýmsa þjónustu á svæðinu vegna nálægðar þess við flugvöllinn. Þar, mætti helst nefna tjaldstæðið í Njarðvík þar sem mikil aukning hefði orðið á gist- ingu ferðamanna og sumar væri von á fjölmennum hópum sem ætluðu að nota sér þessa þjónustu. Jóhann sagði að upplýsingamiðl- unin miðaðist ekki eingöngu við Suðurnesin því þar væri að finna upplýsingar um allt landið. -BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.